Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Áæskuárum mínum sá égkvikmyndir eingöngu úraftursæti bifreiðar foreldra
minna þegar við fórum í bílabíó.
Aldrei datt mér í hug að ég myndi
nokkurn tímann leika í kvikmynd,
en þessi heiður sem mér er sýndur
hér í kvöld segir mér að allt sé
mögulegt. Það er ekkert ómögulegt
fyrir strák sem kemur frá austur-
hluta Texas og er alinn upp í South
Central í LA – trúir á drauma sína,
einbeitir sér að þeim og lætur þá
rætast.
Þegar ég byrjaði að leika gerðiég það vegna þess að mig lang-
aði til þess að hafa áhrif á fólk. Mig
langaði til þess að tengjast þessu
sem er innra með okkur öllum,
þessu innra ljósi sem ég held að við
búum öll yfir. Fyrir mér snýst leik-
list um að trúa á þessa tengingu, og
þessi tenging er svo sterk, og hún
ristir svo djúpt, að við finnum öll
fyrir henni. Og þannig getum við, í
gegnum sameiginlega trú okkar,
skapað nýjan veruleika.“
Eitthvað á þessa leið hljómaðiræða bandaríska leikarans
Forests Whitakers þegar hann tók
við Óskarsverðlaunum fyrir bestan
leik í aðalhlutverki á sunnudaginn
var, en ræða hans var sú langbesta
þetta kvöld. Eins og fram hefur
komið hlaut Whitaker verðlaunin
fyrir túlkun sína á einræðisherr-
anum Idi Amin í kvikmyndinni The
Last King of Scotland.
Whitaker fæddist í Longview íTexas 15. júlí 1961 og er því
45 ára gamall. Hann greindist
snemma með svokallað „latt auga“
sem hefur raunar verið vörumerki
hans á hvíta tjaldinu frá upphafi
leikferilsins. Fjölskylda hans flutt-
ist til Los Angeles þegar Whitaker
var enn ungur að árum, en þar
gekk hann í skóla og náði meðal
annars nokkuð langt með há-
skólaliði sínu í amerískum fótbolta.
Hann þurfti hins vegar að leggja
skóna á hilluna vegna meiðsla og
sneri sér þá að tón- og leiklist-
arnámi, sem hann lauk árið 1982.
Honum reyndust hæg heimatök-in í sinni fyrstu kvikmynd,
Fast Times at Ridgemont High frá
árinu 1982, en þar lék hann fót-
boltakappa ásamt þeim Nicolas
Cage og Sean Penn. Whitaker lék
svo lítil hlutverk í The Color of Mo-
ney (1986) og Stakeout (1987) en
fékk bitastæð hlutverk í Good
Morning Vietnam (1987) og í hinni
mögnuðu Platoon (1986) þar sem
hann vakti fyrst verulega athygli.
Honum skaut svo endanlega upp á
stjörnuhimininn árið 1988 þegar
hann lék saxófónleikarann Charlie
Parker í kvikmynd Clints Eastwo-
ods, Bird. Túlkun hans þótti einstök
og var hann meðal annars valinn
besti leikarinn á kvikmyndahátíð-
inni í Cannes.
Næst lét Whitaker að sér kveða í
The Crying Game, kvikmynd Neils
Jordans frá árinu 1992. Þar fór
hann með hlutverk bresks her-
manns sem rænt er af liðsmanni
írska lýðveldishersins, en óvenju-
legt vinasamband myndast þeirra á
milli. Myndin er mörgum minn-
isstæð fyrir það sem á sínum tíma
var kallað „stærsta leyndarmál
kvikmyndasögunnar“ en þykir trú-
lega ekki standa undir þeirri nafn-
bót í dag.
Síðan þá hefur Whitaker leikið í
fjölda misgóðra kvikmynda, en
sjálfur þykir hann oftast standa
fyrir sínu. Á meðal minnisstæðra
mynda hans má nefna Ghost Dog:
The Way of the Samurai (1999), Pa-
nic Room (2002) og Phone Booth
(2002). Botninum náði hann þó árið
2000 þegar hann lék í Battlefield
Earth ásamt John Travolta, en sú
mynd er oft nefnd ein versta mynd
sem gerð hefur verið.
Þá má ekki gleyma að Whitakerlék í kvikmynd Baltasars Kor-
máks, A Little Trip to Heaven, árið
2005. Baltasar hefur sagt að Whita-
ker sé yndisleg manneskja – heið-
arlegur náungi með báða fætur á
jörðinni og laus við allt sem kalla
megi stjörnustæla. Það hefur trú-
lega hjálpað þessum mikla leikara
við að ná hinum sterku tengslum
við áhorfendur sem hann talaði um
á sunnudaginn – tengslum sem
hann á án efa eftir að styrkja enn
frekar.
jbk@mbl.is
Maðurinn með augað
Rólegur Whitaker er sagður jarðbundinn og yfirvegaður maður.
AF LISTUM
Jóhann Bjarni Kolbeinsson
» Fyrir mér snýst leik-list um að trúa á
þessa tengingu, og þessi
tenging er svo sterk, og
hún ristir svo djúpt, að
við finnum öll fyrir
henni.
sun. 4. mars kl. 17 UPPSELT
sun. 11. mars kl. 17 Örfá sæti laus
sun. 18. mars kl. 17
! "
# $ % &% '()* +, #
"
---
.
#$%& '(( )*++
,--%- .,% /-%-0 # 12%
,--%-%- . 3 4 (5('
/0123415(43 6,( 7% &3
6 #8 94
6 78
6
6 : 3
;
& ;";;" 5;; )
# # # #< #
= #> #
Svartur köttur - Síðustu sýningar!
Fös. 2/3 kl. 20 örfá sæti,
Lau. 3/3 kl. 20 UPPSELT
Fös 9/3 kl. 20 Aukasýning - Ekki við hæfi barna
Karíus og Baktus í Reykjavík.
Sun 4/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 11/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 18/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 25/3 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 1/4 kl. 13 UPPSELT, kl. 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 15/4 kl. 13 UPPSELT, kl 14 UPPSELT, kl. 15 UPPSELT
Sun 22/4 kl. 13 örfá sæti, kl 14 örfá sæti, kl 15 örfá sæti
Aukasýningar í sölu núna: 15/4, 22/4 kl. 13, 14 og 15.
www.leikfelag.is
4 600 200
DAGUR VONAR
Í kvöld kl. 20 UPPS. Lau 3/3 kl. 20 UPPS.
Sun 4/3 kl. 20 UPPS. Fim 8/3 kl. 20 UPPS.
Fös 9/3 kl. 20 UPPS. Fim 15/3 kl. 20
Fös 16/3 kl. 20 Lau 24/3 kl. 20
SÖNGLEIKURINN GRETTIR
Mið 28/3 kl. 20 FORSÝNING MIÐAVERÐ 1.500
Fim 29/3 kl. 20 FORSÝNING MIÐAVERÐ 1.500
Fös 30/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 4/3 kl. 14 Sun 11/3 kl.14
Sun 18/3 kl. 14 Sun 25/3 kl. 14
Síðustu sýningar
KILLER JOE
Í samstarfi við leikhúsið Skámána
Í kvöld kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT
Lau 3/3 kl. 20 Fim 8/3 kl. 20
Fös 9/3 kl. 20 Lau 10/3 kl. 20
KARÍUS OG BAKTUS
Sun 4/3 kl. 13,14, 15, Sun 11/3 kl.13, 14, 15,
Sun 18/3 kl. 13, 14, 15, Sun 25/3 kl. 13, 14, 15,
Sun 1/4 kl. 13, 14, 15, Sun 15/4 kl. 13,14,15
Sun 22/4 kl. 13,14, 15
Uppselt á allar þessar sýningar!
Sun 29/4 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Sun 6/5 kl. 13, 14, 15 AUKASÝNINGAR
Gestaleikur frá Leikfélagi Akureyrar
FEBRÚARSÝNING Íd
Sun 4/3 kl. 20 3.sýning Rauð kort
Sun 11/3 kl. 20 4.sýning Græn kort
Sun 18/3 kl. 20 5.sýning Blá kort
„DAUÐUR, SKÍTUGUR, TÓMUR“
DAGUR VONAR
ÓFAGRA VERÖLD
Í kvöld kl. 20 Fös 9/3 kl. 20
Síðustu sýningar
VILTU FINNA MILLJÓN?
Fös 2/3 kl. 20 UPPS. Lau 10/3 kl. 20
Lau 17/3 kl. 20 Lau 31/3 kl. 20
MEIN KAMPF
Sun 18/3 kl. 20 AUKAS. Síðasta sýning
EILÍF HAMINGJA
Í samstarfi við Hið lifandi leikhús
Sun 4/3 kl. 20 Sun 11/3 kl. 20
Sun 18/3 kl. 20 Sun 25/3 kl. 20
LADDI 6-TUGUR
Lau 3/3 kl. 20, Lau 3/3 kl. 22:30, Fim 8/3 kl. 21
Lau 10/3 kl. 14, Fim 15/3 kl. 20, Fös 16/3 kl. 21,
Lau 24/3 kl. 20, Lau 24/3 kl. 22:30,
Uppselt á allar þessar sýningar!
Lau 31/3 kl. 14 AUKAS. Mið 4/4 kl. 20 AUKAS.
Sun 15/4 kl. 14 AUKAS. Mán 16/4 kl. 21 AUKAS.
Fim 19/4 kl. 14 AUKAS. Fim 19/4 kl. 17 AUKAS.
Fim 19/4 kl. 21 AUKAS.Fös 27/4 kl. 20 UPPS.
ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR
Fös 2/3 kl. 20 AUKAS.
Þri 13/3 kl. 20 AUKAS. Síðustu sýningar
SÖNGLEIKURINN ÁST
Í samstarfi við Vesturport
Mán 5/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Þri 6/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Mið 7/3 kl. 20 FORSÝNING UPPS.
Lau 10/3 kl. 20 FRUMSÝNING UPPS.
Sun 11/3 kl. 20 Lau 17/3 kl. 20
Leiklistarnámskeið í Iðnó
Skemmtilegt, lærdómsríkt og ódýrt skyndinámskeið, hefst nk. mánu-
dagskvöld þar sem nemendur fá tilsögn í leikspuna, persónusköpun,
raddbeitingu, framsögn, tjáningu og hreyfingum á leiksviði.
Einnig getur komið til greina að hæfileikafólki verði gefinn kostur á að
koma fram í sýningum Light Nights í sumar.
Nánari uppl. og bókun í síma 551 9181.
Ferðaleikhúsið, Kristín G. Magnús.
SPENNUMYNDIN Blood and
Chocolate (Blóð og súkkulaði) verð-
ur frumsýnd hér á landi á morgun.
Myndin segir frá ungri varúlfynju
sem á í miklu sálarstríði þegar hún
þarf að velja á milli mannsins sem
hún elskar og fjölskyldu sinnar, sem
samanstendur af hópi miður vænna
varúlfa.
Með aðalhlutverk fara Agnes
Bruckner (Alias), Hugh Dancy (Ba-
sic Instinct 2) og hinn franski Olivier
Martinez (Unfaithful).
Frumsýning | Blood and Chocolate
Varúlfur Oliver Martinez fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni.
Blóð og súkkulaði
Erlendir dómar:
Metacritic: 33/100
Variety: 40/100
The New York Times: 40/100
The Hollywood Reporter: 40/100
Allt skv. Metacritic.com
Fréttir á SMS