Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 01.03.2007, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Á sýningunni,í Ljós- myndasafni Reykjavíkur, Marglitt – útlit: Made in Iceland gefur að líta ljósmyndir af húsum á Íslandi; þessi hús eru jafnt opinber sem í einka- eigu, íbúðarhús, iðnaðarhús, versl- unarhús, sveitabæir og kirkjur. Hús- in sem fangað hafa auga franska ljósmyndarans Jos Duchene eru af fjölbreytilegum toga, stór, lítil, göm- ul, ný, tignarleg eða í niðurníðslu. Hann velur myndefni sín út frá byggingar- og félagsfræðilegum formerkjum, hús sem geyma sögu og menningu; hús sem eru samofin íslenskri þjóðarvitund. Þórhallur Guð-mundsson flytur erindi í dag í Bóka- safni Kópavogs um reynslu sína og hæfi- leika sem miðill. Einnig verður boðið upp á fyrirspurnir og umræður. Þetta er liður í erindaröðinni Furður sem haldin er á safninu þessar vik- urnar. Með yfirskrift þessarar erindaraðar er átt við ýmis dul- arfull fyrirbæri sem ekki hefur tekist að finna neina tæknilega skýringu á. Sumir trúa á tilvist þessara furða, aðrir ekki eins og gengur en þó að ekki séu allir á sama máli er fróðlegt að vita um hvað málið snýst. Enginn aðgangseyrir og allir eru velkomnir, heitt á könnunni. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Sýning á listaverkum sem Þráinn Bertelsson rithöfundur og kvik- myndagerðarmaður valdi úr Artótekinu. Þar er einnig málverk eftir Þráin og sýnd er stuttmyndin Hvalalíf eftir Kristján Loðm- fjörð. Myndin er byggð á kvikmynd Þráins, Nýju lífi. Sjá nánar á www.artotek.is Auga fyrir auga | á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Feel free to join me er titill inn- setningar Önnu Lindar Sævarsdóttur. Sýn- ingin stendur til 11. mars og er opin miðvi- kud. kl. 15-18, föstud. laugard.og sunnud. kl. 14-17. Café Karólína | Sýning Kristínar Guð- mundsdóttur samanstendur af textaverk- um á glasamottur og veggi. Verkin sem skiptast í tvo hluta, annars vegar minningar barns um aðvaranir þeirra eldri og svo hins vegar syndir þeirra eldri og hvernig hægt sé að forðast þær. Gallerí 100° | í höfuðstöðvum Orkuveit- unnar, Bæjarhálsi 1. Samkeppni um úti- listaverk. Sýning á innsendum tillögum um gerð útilistaverks við Hellisheiðarvirkjun. Opið virka daga kl. 8.30-16. Nánar á www.or.is/gallery Gallerí Fold | Haukur Dór hélt sína fyrstu sýningu á Mokka 1962 eftir nám í Myndlista- skólanum í Reykjavík. Þá hélt hann utan til frekara náms í myndlist, fyrst til Edinborgar og síðan til Kaupmannahafnar. Gallery Turpentine | The Kodak Moments – Myndaflokkur um fjölskyldulíf – elskendur, foreldra, börn og barning kynja. Hallgrímur Helgason sýnir 110 grafíkverk unnin á ár- unum 2004-2007. Gerðuberg | RÚRÍ: Tími - Afstæði - Gildi. Sýning frá glæstum listferli. Opin virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sýn- ingin stendur til 15. apríl. Grafíksafn Íslands | Íslands-salur, Tryggva- götu 17, hafnarmegin. Kynning á starfsemi Grafíkvina og verki Braga Ásgeirssonar „Skuggar ástarinnar“ fer fram dagana 1.-4. mars. Opið kl. 14-18. Hafnarborg | Hrafnhildur Inga Sigurð- ardóttir sýnir tæplega 40 málverk, máluð á þessu ári og því síðasta og eru öll verkin ol- íumálverk. Myndirnar eru minningarbrot frá ferðalögum um Ísland, sýn listakonunnar yf- ir landið úr fjallgöngum, gönguferðum og öðrum ferðalögum. Til 4. mars. Yfirlit yfir listferil. Dröfn Friðfinnsdóttir (1946-2000) lét mikið að sér kveða í ís- lensku listalífi og haslaði hún sér völl í ein- um erfiðasta geira grafíklistarinnar, trérist- unni. Á stuttum en afkastamiklum ferli vann hún fjölmargar tréristur sem marka henni mikla sérstöðu í sögu íslenskrar grafíklistar. Til 4. mars. Karólína Restaurant | Listagilinu á Ak- ureyri. Jónas Viðar sýnir málverk. Sýningin stendur til 4. maí. Nánar á www.jvd.is Kling og Bang gallerí | Helgi Hjaltalín og Pétur Örn sýna tvær einkasýningar í sam- vinnu. Þar fara saman ný verk og verk sem eru endurgerð að þau verða jafn ný og ógerðu verkin sem kvikna með bygg- ingavörubæklingnum. Þar verður sýningin sjálf endurgerðin frekar en verkin sjálf. Listasafn ASÍ | Live sucks! Utopia and last blah-blah before you go er heiti sýningar franska listamannsins Etienne de France í Arinstofu Listasafns ASÍ. Sýningin fjallar um sýndarheima internetsins og er hluti af frönsku listahátíðinni „Pourquoi Pas?“ Til 25. mars. Aðgangur ókeypis. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Efri hæð: Ljósmyndasýning Blaðaljósmynd- arafélags Íslands. Neðri hæð: Kárahnjúkar. Ljósmyndir eftir: Ragnar Axelsson, Pál Stef- ánsson, Þorvald Örn Kristmundsson, Brynj- ar Gauta Sveinsson, Kristinn Ingvarsson og Vilhelm Gunnarsson. Til 18. mars. Safnbúð og kaffistofa. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Gleymd framtíð. Sýningin samanstendur af 100 vatnslitamyndum sem voru málaðar á árunum 1981-2005. Myndirnar eru flestar í eigu Errós og hafa ekki verið sýndar hér á landi áður. Myndefnið er fjölbreytt og bygg- ist á klippimyndum. Sýningarstjóri er Þor- björg Br. Gunnarsdóttir. D er ný sýningaröð sem nefnd er eftir ein- um sýningarsal hússins og er hugsuð sem framtíðarverkefni safnsins. Með henni vill safnið vekja athygli á efnilegum myndlist- armönnum. Fyrst til að sýna verk sín í sýn- ingaröðinni er Birta Guðjónsdóttir. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Á sýningunni Foss eru tengsl listar og náttúru rannsökuð í gegnum verk fjögurra lista- manna sem nálgast viðfangsefnið á afar ólíkan máta. Listamennirnir eru: Hekla Dögg Jónsdóttir, Ólafur Elíasson, banda- ríska listakonan Pat Steir og Rúrí. Sýning- arstjóri er Hafþór Yngvason. K-þátturinn. Á sýningunni eru verk og ferill Kjarvals skoðuð út frá hugarheimi Kjarvals í því skyni að varpa nýju ljósi á verk hans fyrir samtímann. Sýningarstjóri er myndlist- armaðurinn Einar Garibaldi Eiríksson sem hefur í verkum sínum kannað sýn Íslendinga á náttúruna og verk Kjarvals. Kjarval og bernskan. Sýning í norðursalnum fyrir börn þar sem varpað er ljósi á ýmsa forvitnilega snertifleti Kjarvals við æskuna. Verkin á sýningunni varpa ljósi á og eru upp- spretta hugleiðinga um ólíkar aðstæður barna fyrr og nú. Alla sunnudaga kl. 14 er dagskrá fyrir börn í salnum. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Safnið og kaffistofan opin laugardaga og sunnudaga 14-17. Nánar á netinu. Listasalur Mosfellsbæjar | Kjarna, Þver- holti 2 í Bókasafni Mosfellsbæjar. Listbók- band - Bóklist á vegg og myndlist á bók. Ragnar G. Einarsson og Guðlaug Friðriksd. sýna Bóklist 24. feb-24. mars. Þau vinna saman að listbókbandi einnig sýnir Guðlaug málverk tengd bóklistinni. Opið virka daga kl. 12-19, laugard. 12-15. ReykjavíkurAkademían | Hringbraut 121, 4. hæð. Bókalíf. Unnur Guðrún Óttarsdóttir sýnir bókverk. Opið virka daga kl. 9-17. Að- gangur ókeypis. Nánar á www.akademia.is/ ?s=frett357. Reykjavíkurborg | Ólátagarðurinn í Kart- öflugeymslunni Ártúnsbrekku geymir verk listamanna sem eiga rætur sínar að rekja til graffiti-listar. Sýningin er opin daglega kl. 17-20 og lýkur nk. föstudag. Saltfisksetur Íslands | Ljósmyndasýning Olgeirs Andréssonar í Listasal Saltfiskset- ursins. Sýninguna nefnir hann Suðvestan 7 og stendur til 19. mars. Opið alla daga kl. 11- 18. Söfn Iðnaðarsafnið á Akureyri | Vissir þú að meðal þess sem framleitt var í Iðn- aðarbænum Akureyri var súkkulaði, skinn- kápur, skór, húsgögn og málning? Á Iðn- aðarsafninu á Akureyri gefur á að líta þá framleiðslu sem fram fór á Akureyri á síð- ustu öld auk véla, verkfæra, auglýsinga og sveinsstykkja. Opið á laugardögum kl. 14-16. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Á sýningunni Sund & Gufa sýnir Damien Peyret Polaroid myndir af fólki í Sundlaug Kópavogs ásamt stuttmyndinni A Taxi for Reykjavik frá árinu 2001. Myndin var gerð fyrir fransk-þýsku sjónvarpsstöðina Arte og var valin á kvik- myndahátíðina í Locarno. Jo Duchene - Marglitt útlit: Made in Iceland. Á sýningunni gefur að líta ljósmyndir af hús- um á Íslandi. Sýningin er ferðalag inn í ýmsa menningarkima hér og þar á landinu og vek- ur ekki bara upp spurningar um sérkenni og eðli húsanna heldur varpar einnig ljósi á menningarsögulega hlið þeirra. Minjasafnið á Akureyri | Minjasafnið á Ak- ureyri sýnir nú 70 óþekktar myndir og biður almenning um aðstoð við að setja nafn á andlit og heiti á hús. Hefur þú séð annað eins? Nokkrir sjaldséðir gripir sem gestir geta spreytt sig á að þekkja. Aðrar sýn- ingar: Akureyri – bærinn við Pollinn & Eyja- fjörður frá öndverðu. Veiðisafnið - Stokkseyri | Skotveiðisafn - Uppstoppuð veiðidýr, íslensk og erlend skotvopn og veiðitengdir munir. Opið alla daga kl. 11-18. Sjá nánar á www.hunting.is Sími 483 1558. Þjóðmenningarhúsið | Á sýningunni Hand- ritin eru sýnd nokkur merkustu skinn- handrit miðalda, svo sem Konungsbækur Eddukvæða og Snorra Eddu, Flateyjarbók og valin handrit lagabóka, kristilegra texta og Íslendingasagna, og auk þess nokkur mikilvæg pappírshandrit frá seinni öldum. Leiðsögn fyrir hópa og nemendur. Leiklist Félagsheimilið Hvammstanga | Leikflokk- urinn á Hvammstanga sýnir Emil í Kattholti, í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Bráð- skemmtileg sýning fyrir alla. Frumsýning 2. mars kl. 20. 2. sýning 4. mars kl. 16. 3. sýn- ing 7. mars kl. 20. 4. sýning 10. mars kl. 16. Miðapantanir s: 868 9448 Jóna Magga s: 865 8175 Auðbjörg. Loftkastalinn | Leikritið DJ Lilli eftir leik- gerð Ólafs Egils Egilssonar verður sýnt í kvöld kl. 20 í Loftkastalanum. Leikritið er verk nemenda Menntaskólans og er gam- ansöm sýning með djúpum undirtón. Miða- pöntun í s: 664 3735 eða á herranott@mr.is Dans Magadanshúsið | Magadanshúsið, sem hef- ur haft aðsetur í Ármúla 18, flytur sig um set um næstu mánaðamót í Skeifuna 3. Ný námskeið fyrir byrjendur og framhaldshópa hefjast á nýjum stað þann 5. mars nk. Uppl. á www.magadans.is eða í s: 581 1800. Skemmtanir Hótel Borg | Tangóævintýraklúbburinn www.tangoadventure.com stendur fyrir mi- longu sunnud. 4. mars kl. 21.15-23.30. Luca Lamberti heldur námskeið á undan. Uppákomur Bókasafn Kópavogs | Í dag kl. 17.15 flytur Þórhallur Guðmundsson erindi í Bókasafni Kópavogs um reynslu sína og hæfileika sem miðill. Einnig fyrirspurnir og umræður. Þetta er liður í erindaröðinni Furður sem haldin er á safninu þessar vikurnar. Enginn aðgangseyrir, allir velkomnir, heitt á könn- unni. Heimilisiðnaðarfélag Íslands | Áhugasöm- um er boðið í prjónakaffi í Iðu í Lækjargötu, í kvöld kl. 20-22. Tilboð í tilefni dagsins. Ár- val kynnir Dale prjónagarnið, sýnishorn og prjónauppskriftir liggja frammi. Áhugafólk er velkomið. Prjónakaffið er fyrsta fimmtud. í mánuði. Fyrirlestrar og fundir Háskóli Íslands, Oddi v/Sturlugötu, stofa 101 | Fyrirlestur Magnúsar Þorkels Bern- harðssonar, lektors í sögu Mið-Austurlanda við Williams College, Massachussetts í Bandaríkjunum, í kvöld kl. 20. Fjallað verður um helstu sagnfræðilegu rannsóknir um stjórnmál, trúarbrögð, og samfélag Íraka síðstu 30 árin; þá þekkingu og þær for- sendur sem fræðasamfélagið gaf sér árin 1990 og 2003 og að hvaða leyti sú staða sem nú er komin upp í Írak er frábrugðin öðrum tímabilum þessa lands. Íþróttamiðstöð Álftaness | Ráðstefna um verndun Skerjafjarðar föstud. 2. mars kl. 13. Dagskrá ráðstefnunnar hefst með ávarpi forseta Íslands og umhverfisráðherra. Ýms- ir aðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á mál- inu flytja erindi. Fundarstjóri er Gunnar Ein- arsson bæjarstjóri Garðabæjar. Ráðstefnan er öllum opin. Lesblindusetrið | Akureyri. 1. mars kl. 20. Kolbeinn Sigurjónsson, Davis ráðgjafi hjá Lesblindusetrinu heldur fyrirlestur um les- blindu og Davis aðferðafræðina. Davis við- töl í boði 1. og 2. mars. kolbeinn- @lesblindusetrid.is, s: 566 6664. Þjóðarbókhlaðan | Málþing um norrænar bókmenntir verður sun. 4.mars kl.14-16.45 á vegum Norðurlandaráðs. Meðlimir dóm- nefndar bókmenntaverðlauna Norð- urlandaráðs kynna helstu strauma í nor- rænum bókmenntum um þessar mundir. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Fram- sögur eru á norrænum tungumálum. Fréttir og tilkynningar Café Cultura | Tangódanssýningar í boði. Tangódansarinn, kennarinn og danshöfund- urinn Luca Lamberti er að koma til landsins og getur verið með sýningar við ýmis tæki- færi ásamt Maríu Shanko og Svanhildi Vals- dóttur. Sjá www.tangoadventure.com Tjarnarsalur Ráðhúss Reykjavíkur | Í dag kl. 13 verður haldinn fundur þar sem kynnt- ar verða niðurstöður viðhorfsrannsóknar meðal eldri borgara í Reykjavík og á landinu öllu. Allir eru velkomnir. Eldri borgarar eru hvattir til að mæta. Frístundir og námskeið Flúðir | Lífrænar varnir í grænmeti í gróð- urhúsum. 12. mars kl. 12.30-17. Á námskeið- inu verður farið yfir hvernig á að ná tökum á meindýrum með nytjadýrum og eða varn- arefnum í gróðurhúsum og fjallað um helstu meindýr í gúrkum, tómötum og papriku. Kennari er Annichen Eriksen frá Noregi. www.lbhi.is Hvanneyri í Borgarfirði | Trjáklippingar I: Formklipping og mótun. 20. mars, kl. 10. Námskeið fyrir garðyrkjustjóra, sum- arbústaða- og garðeigendur. Farið verður í stífa klippingu og mótun, vaxtarlag trjáa og runna, limgerðisklippingar og margt fleira. Námskeiðið er bóklegt og verklegt. www.lbhi.is Reykir í Ölfusi | Lífrænar varnir í skraut- jurtum í gróðurhúsum. 13. mars kl. 12.30-17. Fjallað verður um hvernig ná má tökum á meindýrum með nytjadýrum og eða varn- arefnum í skrautjurtarækt í gróðurhúsum. Fjallað verður um helstu nytjadýr og varn- arefni. Kennari verður Annichen Eriksen frá Noregi. www.lbhi.is Útivist og íþróttir Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun kl. 9.30 er sundleikfimi í Grafarvogssundlaug. staðurstund Myndlist Marglitt – útlit: Made in Iceland Fyrirlestur Miðill á bókasafni Kópavogs - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Smokin’ Aces MasterCard Forsýning 2 fyrir 1 kl. 8 B.i. 16 ára The Number 23 kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Ghost Rider kl. 5:50 og 10 B.i. 12 ára Notes on a Scandal kl. 6 The Number 23 kl. 5.45, 8 og 10.15 B.i. 16 ára The Last King of Scotland kl. 5.20, 8 og 10.35 B.i. 16 ára The Last King of Scotland LÚXUS kl. 8 og 10.35 Ghost Rider kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 12 ára The Pursuit of Happyness 8 og 10.30 Anna og skapsveiflurnar m/ísl. tali kl. 4 og 4.45 STUTTMYND Vefurinn hennar Karlottu m/ísl. tali kl. 3.40 Night at the Museum kl. 5.40 eee S.V. - MBL SVALASTA SPENNUM YND ÁRSINS NICOLAS CAGE EVA MENDES TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG Mynd eftir Joel Schumacher JIM CARREY Þú flýrð ekki sannleikann eeee D.Ö.J. - KVIKMYNDIR.COM „Stórfengleg mynd, sannkölluð perla nútíma kvikmyndagerðar“ B.S. - FRÉTTABLAÐIÐ “Forrest Whitaker er hreint út sagt magnaður í hlutver- ki harðstjórans og sýnir svo að ekki verður um villst að hér fer einn fremsti leikari samtímans.” ÓSKARSVERÐLAUN besti leikari í aðalhlutverki eee M.M.J - Kvikmyndir.com eee S.V. - MBL Korthafar fá 2fyrir1 Hörku hasarmynd frá leikstjóra Narc Megi besti leigumorðinginn vinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.