Morgunblaðið - 01.03.2007, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2007 49
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Það hefur verið sagt að eina leiðin til
að losna við freistingar sé að falla fyrir
þeim. Það er hægt að gera það andlega
en hafa ber í huga afleiðingarnar sem
fylgja freistingunni.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Það er best fyrir alla að þú fáir nægi-
legt rými til athafna. Ef þér er sniðinn
of þröngur stakkur þá gerir þú upp-
reisn. Vinur í bogmerkinu hjálpar þér
að leggja upp í ævintýri.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þó að það sé auðvelt að hugsa til þess
að framtíðin beri í skauti sér áhuga-
verða möguleika er nútíðin mest
spennandi. Af hverju að bíða fram í
næstu viku þegar hægt er að grípa
tækifærin í dag?
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það er eins og tilfinningarnar séu að
hlaupa með þig í gönur. Þú þarft ekki
að kljást við allt upp á eigin spýtur.
Blandaðu geði og vertu hluti af hópn-
um.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur
gerðu það af öryggi og festu. Hik er
sama og tap. Gott innsæi hjálpar þér
að velja skynsamt fólk sem getur
hjálpað þér á framabraut.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Fjársjóðir leynast víða. Farðu á flóa-
markaði, fornbókabúðir, búðir sem
selja notuð föt og skoðaðu uppboð á
Netinu. Þú getur fundið frábæra hluti
á þessum stöðum.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Góðar fréttir: Þú ert ekki lengur undir
þrýstingi að finna frábærar lausnir.
Snilligáfa þín liggur í að laða þær fram
hjá öðrum. Þessi eiginleiki gerir þig að
frábærum leiðtoga.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú hefur alltaf haft áhuga á leynd-
ardómum lífsins og dagurinn í dag ber
með sér einn slíkan. Þú gerir nákvæm-
an aðgerðalista í kvöld til að létta á
áhyggjum þínum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þinn helsti bandamaður þarfnast at-
hygli þinnar. Næmi þín ætti að vera
nægileg til að gera þér grein fyrir
hvað þessi manneskja þarf á að halda,
þó að hún reyni allt til að leyna því fyr-
ir þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þekking er vissulega vald en vald get-
ur verið ofmetið. Dagurinn í dag er
eins og töfrabragð, þú þarft ekki að
skilja allt til hlítar til að njóta dagsins.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Efi er fylgifiskur lífsins. Þú skalt
staldra við og skoða möguleika þína í
dag. Ef þú vegur hvorki né metur allar
hliðar málanna þá gætirðu misst af
þeim tækifærum sem lífið hefur upp á
að bjóða.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Einhver nákominn er að reyna að fela
galla sína fyrir þér. Vertu umburð-
arlynd/ur, engum líkar að vera ber-
skjaldaður. Láttu fólkið í kringum þig
vita að það sé í lagi að vera eðlilegur í
návist þinni og að þú sért traustsins
verður.
stjörnuspá
Holiday Mathis
Tunglið er í ljónsmerkinu.
Láttu ljós þitt skína og
stilltu þér upp fyrir framan
karaókí vélina! Baðaðu
þig í sviðsljósinu og segðu:
„Hér er ég.“ Þú þarft ekki
að hafa mestu hæfileikana í hópnum til
að slá í gegn á sviði lífsins. Verðlaunin fá
þeir sem eru hugrakkastir og þeir sem
kunna að skemmta öðrum. Það eru held-
ur engin fyrstu verðlaun, allir sem taka
þátt vinna.
/ ÁLFABAKKA
SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is
SVALASTA SPENNUMYND ÁRSINS
FRÁ SAMA
HÖFUNDI OG
FÆRÐI OKKUR
SILENCE OF
THE LAMBS OG
RED DRAGON
KEMUR
ÞIÐ VITIÐ HVER HANN ER....
...SVONA BYRJAÐI ÞAÐ
CLINT EASTWOOD LEIKSTÝRIR MEISTARAVERKINU
LETTERS FROM IWO JIMA SEM VAR M.A. TEKINN UPP Á ÍSLANDI.
eeee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeee
S.V. MBL.
SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
NICOLAS CAGE EVA MENDES
FRÁ LEIKSTJÓRA “THE LAST SAMURAI”
GOLDEN GLOBE VERÐLAUN
BESTA ERLENDA MYNDIN
SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
HLAUT GAGNRÝNENDA VERÐLAUNIN
SEM BESTA MYNDIN
TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
ÆVINTÝRALEG SPENNA
OG HASAR. STYÐST VIÐ
RAUNVERULEGA ATBURÐI
eee
S.V. - MBL
SÝND BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU
OG ENSKU TALI
eee
L.I.B. - TOPP5.IS
eeeee
S.V. - MBL
MYNDIN BRÉF FRÁ IWO
JIMA ER STÓRVIRKI
/ KRINGLUNNI
PERFUME kl. 5:20 B.i.12 .ára.
BLOOD DIAMOND kl. 8 - 10:40 B.i.16 .ára.
BABEL kl. 10:40 B.i.16 .ára.
FORELDRAR kl. 3:40
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
FRÁIR FÆTUR m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
BREAKING AND ENTERING kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.12 .ára.
SMOKIN' ACES kl. 8 - MasterCard 2 fyrir 1 B.i.16.ára.
SMOKIN' ACES VIP kl. 8
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
HANNIBAL RISING VIP kl. 10:30
ALPHA DOG kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i.16 .ára.
GHOST RIDER kl. 5:40 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
THE BRIDGE TO TEREBITHIA kl. 5:50 LEYFÐ
HANNIBAL RISING kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
ALPHA DOG kl. 10:10 B.i. 16 ára
VEFURINN HENNAR KARLOTTU m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ DIGITAL
eeeee
- B.S. FRÉTTABLAÐIÐ
GOLDEN
GLOBE
BESTA
MYND
ÁRSINS
ÓSKARS-
VERÐLAUN
ÓSKARS-
VERÐLAUN
ÓSKARS-
VERÐLAUN
Keppni í óbeislaðri fegurð sem ferfram í félagsheimilnu í Hnífs-
dal þann 18. apríl hefur vakið nokkra
athygli. Á erlendu vefsíðunni
www.afp.com má sjá frétt um keppn-
ina og rætt er við Matthildi Helga-
dóttur sem átti hugmyndina að þess-
ari óvenjulegu fegurðarsamkeppni.
Þar kemur fram að fimm manns
hafi skráð sig í keppnina nú þegar og
eflaust hafa fleiri bæst við þar sem
fréttin var skrifuð í gær.
Bæði kynin geta tekið þátt í
keppninni, þátttakendur verða að
vera eldri en tuttugu ára og nátt-
úrulegir í útliti, þ.e allt sílikon er
bannað, auk hárígræðslna og ann-
arra lýtaaðgerða.
Á heimasíðu Bæjarins besta á Ísa-
firði, www.bb.is, kemur fram að að-
standendur keppninnar minna á að
aldur, aukakíló, hrukkur, slit vegna
barnsfæðinga, lafandi brjóst, skalli,
loðið bak, appelsínuhúð o.þ.h. geti
talist til kynþokka í keppninni. Þeir
titlar sem keppendur geta unnið til
eru; Óbeisluð fegurð 2007, Michelin
2007, Húðslit 2007 og Dansukker
2007.
Á AFP segir Matthildur að keppn-
in sé tilraun til að breyta stöðluðum
reglum um hvað sé fegurð.
Íkvöld verður haldið Breakbeat.isfastakvöld á skemmtistaðnum
Pravda. Gestasnúður kvöldsin er
Bjössi Brunahani sem mun gera
Breakz tónlistarstefnunni góð skil.
Fastasnúðar Breakbeat.is, þeir
Kalli og Gunni Ewok, munu svo
einnig standa vaktina bakvið spil-
arana og spila það ferskasta í drum
& bass geiranum.
Fjörið hefst kl. 21:00 og er frítt
inn til 22:30 en aðgangseyrir er litlar
500 krónur eftir það.
Fimmtudagsforleikur Hins húss-ins er í kvöld. Þar koma fram
hljómsveitirnar Motyl, Ask the
Slave, Red Motor Dog og Hestreður
og ætla þær að halda gestum við
rokkið.
Tónleikarnir byrja kl:20:00. og eru
allir allsgáðir 16 ára og eldri vel-
komnir. Ath. að gengið er inn í kjall-
arann Austurstætismegin.
Fólk folk@mbl.is
Leikkonan HelenMirren var
ekki í nærbuxum
þegar hún tók við
Óskarsverðlaun-
unum fyrir bestan
leik kvenna í aðal-
hlutverki, fyrir leik
sinn í The Queen
eða Drottningunni.
Þessu sagði hún frá
í spjallþætti Opruh
Winfrey.
Mirren ræddi við
Winfrey um kjólinn
sem hún skartaði á
afhendingunni en sá
var verk Christans
Lacroix. „Hann var
sniðinn með það í huga
að ég þyrfti ekki að vera
í nærbuxum,“ sagði
Mirren. Greip hún þá
um brjóst sér og bætti
því við að kjóllinn hefði
passað henni eins og
„tvær englahendur.“
Kjóllinn hefði fallið eins
og flís við rass.
„Ég grét þegar ég fór
í hann, hann er lista-
verk,“ sagði Mirren.
Mirren segist ekki geta
hitt Elísabet II Eng-
landsdrottningu, til
þess sé hún of tauga-
veikluð. Mirren leikur
hana í Drottningunni.