Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 89. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LIST AÐ HANDAN BLEKKINGAR OG GALDUR Í SÝNINGU GURRU OG SIRRU Í NÝLISTASAFNINU >> 58 ÍSLENSKU SKÁLDIN OG INDJÁNARNIR FORDÓMAR Í VESTURHEIMI >> LESBÓK Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Fasteignamarkaðurinn hefur tekið mikinn kipp undanfarnar vikur og met var slegið nú í vikunni þegar eignir fyrir tæpa 8,1 milljarða króna seldust á höfuðborgarsvæðinu, ef marka má nýjar tölur Fasteigna- mats ríkisins um veltu á fasteigna- markaði. Veltan í einni viku hefur aldrei áður orðið svo mikil og raunar mest orðið um 6,5 milljarðar króna nú síðast fyrir um ári síðan. Alls voru gerðir kaupsamningar um 264 eignir á höfuðborgarsvæðinu í vikunni og þarf að fara rúm tvö ár aftur í tímann til að finna dæmi um fleiri sölur þar í einni viku. Sama þróun kemur í ljós þegar horft er á meðaltal síðustu tólf vikna í veltu á fasteignamarkaði. Það hefur farið jafnt og þétt hækkandi frá ára- mótum og nemur nú tæpum fimm milljörðum króna. Hefur tólf vikna meðalveltan ekki verið jafnmikil frá því síðla árs 2004, samkvæmt upp- lýsingum Fasteignamats ríkisins. Undanfarna tólf mánuði hefur fasteignaverð hækkað um 5%. Fasteignamarkaður á höfuðborgar- svæðinu hefur tekið mikinn kipp                                          !" FRÉTTASKÝRING Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞÓ AÐ gengisbreytingar hafi vissulega áhrif á vöruverð er gengið aðeins einn af mörgum samspilandi þáttum sem hafa áhrif á verð- breytingar birgja. Helstu áhrifavaldar á verð hérlendis eru annars vegar launakostnaður og hins vegar verðbreytingar á aðföngum er- lendis frá, en hráefnisverð á heimsmarkaði virðist vera á uppleið. Það skýrist annars vegar af uppskerubresti á síðasta ári, t.d. á kartöflum og appelsínum, og hins vegar auk- inni eftirspurn frá stórum markaðssvæðum eins og Kína eftir vörum á borð við sykur, kakó, hveiti og maískorn. Þetta eru svör forsvarsmanna framleiðslu- og innflutningsfyrirtækja sem Morgunblaðið hafði samband við í vikunni til að leita svara við þeirri spurningu hvort styrking krónunn- ar frá áramótum mundi hafa áhrif á verð birgja til lækkunar. Krónan svipuð og um síðustu áramót Eins og fram kom í Morgunblaðinu sl. fimmtudag hafa aðeins þrír birgjar lækkað vöruverð frá áramótum samkvæmt upplýs- ingum frá Neytendasamtökunum. Fjöldi framleiðslu- og innflutningsfyrirtækja hækkaði verð hjá sér í kringum síðustu ára- mót. Almennt nam verðhækkunin um 3–5% og voru þær ástæður sem forsvarsmenn fyr- irtækjanna gáfu þá launahækkanir, verð- bólga, verðhækkanir á erlendum aðföngum og loks gengisbreytingar. Í samtölum við for- svarsmenn framleiðslu- og innflutningsfyrir- tækja nú í vikunni töldu þónokkrir að verð- hækkanirnar um síðustu áramót hefðu í mörgum tilvikum verið of litlar. Segja þeir að í reynd hefði þurft að hækka verð 8–10% til þess að ná að standa straum af launahækk- unum síðustu missera og hækkandi heims- markaðsverði á hráefnum. Viðmælendur sögðust fylgjast grannt með gengisbreytingum og útilokuðu ekki að þær gætu haft áhrif á vöruverð viðkomandi fyr- irtækis til lækkunar, þ.e. að því tilskildu að gengisvísitölulækkunin héldist stöðug. Einn forstjóri benti á að gengi krónunnar væri á svipuðu róli nú og þegar ákvörðun um verð- hækkun um áramótin var tekin. Í millitíðinni hefði krónan veikst um tíma og fyrirtækin tekið á sig kostnaðarauka sem því fylgdi. Gengið aðeins einn þáttur HAFNFIRÐINGAR ganga til atkvæðagreiðslu í dag um tillögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Á annað þúsund manns hafði kosið utan kjör- staðar í gær og verða heildarúrslit atkvæða- greiðslunnar kunngjörð í kvöld. | 2, 14 Morgunblaðið/RAX Kosið um álið Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Samkeppnisyfirvöld brugðust al- gjörlega í kærumáli Iceland Ex- press gegn Icelandair varðandi misnotkun á markaðsráðandi stöðu vegna verðlagningar á netsmellum á flugleiðum til Kaupmannahafnar og London, að mati Sigurðar Hall- dórssonar, fyrrverandi stjórnarfor- manns Iceland Express, en Sam- keppniseftirlitið birti ákvörðun sína í málinu í gær, rúmum þremur ár- um eftir að kæran barst. Sigurður sagði að kæran hefði verið send inn í febrúar 2004 og hefði þá verið farið fram á að kveð- inn yrði upp bráðabirgðaúrskurður, sem heimilt væri að gera sam- kvæmt samkeppnislögum. Á þeim tíma hefði verið látið að því liggja að það gæti orðið en úrskurðurinn væri fyrst að koma núna. Þar væri í öllum aðalatriðum fallist á sjónar- mið Iceland Express. „Úrskurður- inn er rúmum þremur árum of seint á ferðinni, því það er alveg skýrt að við misstum þetta félag vegna þess að samkeppnisyfirvöld voru ekki í stakk búin til þess að taka á málinu á þeim tíma,“ sagði Sigurður. Hann sagði að það væri ekki spurning að þáverandi eigendur fé- lagsins hefðu misst eignarhald á fé- laginu haustið 2004 vegna þeirra samkeppnishindrana sem Iceland- air hefði beitt. „Það er tvennt sem stendur upp úr í þessum efnum. Annars vegar ber þetta auðvitað ekki vott um skilvirka stjórnsýslu. Hins vegar er spurning hvort Ice- landair varð ekki að ósk sinni, því þeir fengu inn í Iceland Express að- ila sem hættu að keppa við þá,“ sagði hann einnig. Hann benti jafn- framt á aðspurður að þeir sem réðu Iceland Express væru fyrrverandi stjórnarmenn í Icelandair og það sæist í verðinu að sú samkeppni sem hefði verið í gangi væri ekki lengur fyrir hendi. | 2 Samkeppniseftirlit brást  Fyrrverandi stjórnarformaður Iceland Express segir að þeir hafi misst félagið þar sem yfirvöld hafi ekki tekið á samkeppnishindrunum Icelandair
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.