Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 2

Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 2
2 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ hef- ur úrskurðað að Icelandair hafi brotið gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína á flugleiðum til Lundúna og Kaupmannahafnar og bjóða net- smelli á 16.900 kr. á þessum flug- leiðum í miklu magni á árinu 2004 á verði sem ekki stóð undir kostnaði. Er félaginu gert að greiða 190 millj- óna króna stjórnvaldssekt í ríkis- sjóð, en það sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær þar sem það lýsti sig ósammála ákvörðun Samkeppnieft- irlitsins og að það mundi kæra hana til áfrýjunarnefndar samkeppnis- mála. Forsaga málsins er sú að Iceland Express hóf samkeppni við Ice- landair á flugleiðum frá Keflavík til Kaupmannahafnar og Lundúna snemma árs 2003. Þá um vorið bauð Icelandair vorsmelli á 14.900 kr. sem voru mun lægri fargjöld en höfðu áður verið í boði hjá félaginu. Iceland Express kvartaði til sam- keppnisyfirvalda yfir því að vors- mellirnir væru boðnir til að koma í veg fyrir að félagið næði fótfestu á markaðnum og komst samkeppn- isráð og síðan áfrýjunarnefnd sam- keppnismála að því að umrædd far- gjöld hefðu falið í sér skaðlega undirverðlagningu, sem væri brot á samkeppnislögum. Í upphafi ársins 2004 bauð Icelandair síðan nýja netsmelli á umræddum samkeppn- isleiðum á 16.900 kr. eða tvö þúsund kr. hærra verði. Iceland Express vísaði því einnig til Samkeppnieft- irlitsins, sem birti ákvörðun sína vegna þessa í gær. „Það er nið- urstaða Samkeppniseftirlitsins að netsmellirnir sem um var deilt hafi ekki staðið undir kostnaði, eins og hann er skilgreindur í málinu með hliðsjón af fyrri ákvörðun sam- keppnisráðs og úrskurði áfrýjunar- nefndar samkeppnismála. Er það mat Samkeppniseftirlitsins að Ice- landair hafi í raun notað hagnað vegna sölu á dýrari fargjöldum, s.s. viðskiptafargjöldum þar sem Ice- landair nýtur einokunarstöðu, til að niðurgreiða netfargjöld sem seld voru í samkeppni við Iceland Ex- press,“ segir meðal annars. Í yfirlýsingu Icelandair af þessu tilefni segir að félagið hafi í einu og öllu farið eftir samkeppnislögum og ákvörðun áfrýjunarnefndar sam- keppnismála frá árinu 2003. Icelandair greiði 190 milljónir í ríkissjóð Netsmellir brutu gegn sam- keppnislögum Í HNOTSKURN »Verðlagning og framboð áódýrustu netsmellum fól í sér skaðlega undirverðlagn- ingu. »Ákvörðun samkeppnisyf-irvalda í gagnstæða átt nú þremur árum síðar vekur spurningar um verklag sam- keppnisyfirvalda. »Tekjur af netsmellum vorulangt undir staðfærðum kostnaði. „ÞAÐ er ekki ósennilegt að um helgina fari hitinn í 13–15 stig fyrir norðan og austan,“ segir Theodór Hervarsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, en spáð er suðlægum áttum á land- inu fram á þriðjudag eða miðviku- dag. Theodór segir að ekki sé þó líklegt að það verði sérlega sól- ríkt. „Það verður frekar þungbú- ið, að minnsta kosti sunnan- og vestanlands. Það gæti þó gert glennur, einkum á norðaust- urhorninu,“ segir hann. Hlýrra verður hér á landi en í Skandin- avíu um helgina en fremur kaldur loftmassi verður þar yfir, að sögn Theodórs. Theodór segir að enn sé erfitt að spá fyrir um páskaveðrið en nokkur óstöðugleiki sé í spám. „En það eru teikn á lofti um að það gæti kólnað um miðja viku,“ segir hann. Því sé hugsanlegt að það verði fremur kalt um páskana. Í vætusamara lagi Marsmánuður hefur verið nokk- uð vætusamur. Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að úrkoman í mánuðinum væri komin upp í 123 millimetra. Það þýðir að mars í ár er tólfti úrkomumesti mánuðurinn frá árinu 1920 en mælingum á úr- komunni lýkur ekki fyrr en klukkan 18 í dag. Trausti sagði í gær að næsta sólarhringinn væri spáð 10–20 millimetra úrkomu. „Það myndi þýða að mánuðurinn færi í 4.–5. sæti,“ sagði Trausti. Mesta úrkoma sem mælst hefur í mars var árið 1953 en það ár mældist hún 150,3 millimetrar. Hitinn gæti farið í 13–15 stig um helgina Theodór Hervarsson Með vætusömustu marsmánuðum Trausti Jónsson KJÓSENDUR í Hafnarfirði kjósa í dag um til- lögu að deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir stækk- un álversins í Straumsvík. Á kjörskrá eru 16.648 manns. Kjörfundur hefst kl. 10.00 og stendur til kl. 19.00. Talning fer fram í íþróttahúsinu við Strandgötu og reiknað er með fyrstu tölum kl. 19:05. Gert er ráð fyrir að talning muni ganga hratt fyrir sig og er vonast til að úrslit geti legið fyrir milli kl. 21 og 22 í kvöld. Bindandi niðurstaða Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar verður niðurstaða kosninganna bindandi og mun ráða því hvort fyrirliggjandi deiliskipulagstillaga, sem er samþykkt til auglýsingar, verði sett í auglýsingu samkvæmt skipulags- og bygging- arlögum. Í kosningunum verður í fyrsta sinn í Hafn- arfirði notast við rafræna kjörskrá. Það þýðir að kjósendur eru ekki lengur bundnir af kjördeild- um heldur geta nú farið á hvaða kjörstað sem er til að kjósa. Kjörstaðir eru í Áslandsskóla, Íþróttahúsinu við Strandgötu og Víðistaðaskóla. Utankjörfundaratkvæðagreiðslu lauk síðdeg- is í gær og höfðu þá um 1.200 manns kosið utan kjörfundar. Úrslit gætu legið fyrir kl. 21 til 22 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMENN gagnageymslufyrir- tækisins Data Íslandia ráðgera að reisa tíu gagnageymslur hér á landi fyrir ársbyrjun 2010 og er ætlunin að bygging tveggja hefjist þegar á þessu ári. Hver þeirra verður þyrp- ing um fimm 800 fermetra bygg- inga og heildarflatarmál geymsln- anna tíu því alls um 40.000 fermetrar. Sol Squire, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, var á meðal aðalfyr- irlesara á ráðstefnu 350 helstu gagnabanka Evrópu í London í síð- ustu viku. Hann segir verkefnið muni kalla á allt að 350 störf og að markmiðið sé að Íslendingar verði þar í meirihluta. Einnig er sam- vinna við háskóla og einkafyrirtæki fyrirhuguð. Hann segir sex aðila sýna áhuga á að kaupa slíka þjón- ustu hér á landi, orkan hér sé vist- væn og sú „græna ímynd“ sem í því felst sé einkar mikilvæg fyrir markaðssetningu þeirra. Viðræður á misjöfnu stigi Að sögn Ármanns Kojic, mark- aðsstjóra Data Íslandia, hefur verið rætt við fjölmörg stórfyrirtæki um uppbyggingu gagnabanka hér, sem hver þurfi um 10 megawött. Hann upplýsir að viðræður við Telehouse Europe, stærsta gagnabanka Evr- ópu, og tvo arma British Telecom séu lengra komnar en tekur fram, líkt og Sol, að ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar á þessu stigi. Spurn eftir þjónustu gagnabanka í öruggu umhverfi fer sífellt vax- andi, m.a. vegna lagasetninga um geymslu gagna til allt að 70 ára. Aðspurður um hvort Landsvirkj- un gæti útvegað slíkum aðilum raf- orku segir Gunnar Örn Gunnars- son, deildarstjóri viðskiptaþróunar hjá orkusviði Landsvirkjunar, að það sé „alveg ljóst að ef um veru- lega uppbyggingu af þessu tagi verði að ræða þá þurfi að virkja“. Gunnar bendir hins vegar á að orkukerfið sé stórt og ýmsir kostir fyrir hendi. Hann telur lagningu nýs sæstrengs myndi taka ár, hann „sé forsenda þess að þetta geti far- ið af stað“. Hann segir skýrslu á könnun fýsileika slíkrar starfsemi að vænta í apríl og að fleiri inn- lendir aðilar í samvinnu við erlenda sýni slíkri starfsemi áhuga. Fyrirhuga byggingu tíu gagnabanka fyrir 2010  Talsmenn Data Íslandia bjartsýnir  Skapar 350 störf Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Í DAG fagnar Alcoa Fjarðaál því að starf- semi álversins er nú formlega að fara af stað og býður starfsmenn fyrirtækisins velkomna til starfa við hið nýja álver á Reyðarfirði. Athöfnin hefst í öðrum kerskála álversins kl. 14 og er búist við á annað hundrað gest- um, þ.á.m. Bernt Reitan, aðstoðarforstjóra Alcoa og yfirmanns Íslandsverkefnis fyr- irtækisins, Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jóni Sigurðssyni iðnaðar- og viðskipta- ráðherra og Valgerði Sverrisdóttur utan- ríkisráðherra. Í kvöld er svo fyrsta árshátíð Alcoa Fjarðaáls og verður hún haldin í íþróttahús- inu á Fáskrúðsfirði. Athöfnin í dag er ekki hin eiginlega vígsla álversins, sem fara mun fram í sumar, held- ur er nú verið að fagna upphafi starfsem- innar. Klippt á borða í nýju álveri í dag Morgunblaðið/Steinunn Starfsemi hefst Eiginleg vígsla álvers Alcoa Fjarðaáls fer fram í sumar. Fyrsta nýja álver Alcoa í tvo áratugi tekur til starfa Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hver vaktar þitt heimili um páskana? Hi m in n og h af / SÍ A

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.