Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 3

Morgunblaðið - 31.03.2007, Side 3
straumsvik.is Í aðdraganda kosninganna um framtíð álversins í Straumsvík höfum við kappkostað að kynna röksemdir okkar með málefnalegum hætti. Við höfum bent á mikilvægi þess að stækka verksmiðjuna til þess að tryggja samkeppnishæfni hennar. Við höfum sýnt fram á það með óyggjandi rökum að mengun frá álverinu er óravegu frá þeim mörkum sem ógna heilsu fólks. Við höfum sýnt fram á það að heildartekjur bæjarfélagsins af starfsemi stækkaðs álvers verða á hverju ári um einn og hálfur milljarður króna. Við höfum dregið upp mynd af ásýnd álversins eftir stækkun og færslu Reykjanesbrautarinnar og við höfum beint athygli að þeim miklu verðmætum sem felast í reynslu og þekkingu um 450 starfsmanna sem að meðaltali hafa unnið að álframleiðslu í 15 ár. Flestum þykir líklegt að endurnýjanlegir orkugjafar okkar Íslendinga verði að hluta til nýttir til áfram­ haldandi uppbyggingar áliðnaðar í landinu. Val Hafnfirðinga snýst um hvort rekstur álvers verði áfram innan bæjarfélagsins eða hvort byggt verður frá grunni annars staðar á landinu. Í þeim efnum eru miklir fjármunir í húfi. Þess vegna biðjum við íbúa í Hafnarfirði um að taka vel ígrundaða afstöðu þegar þeir ákvarða um örlög álversins í Straumsvík. Með bestu kveðju og von um góða þátttöku í kosningunum í dag, Rannveig Rist forstjóri Alcan á Íslandi Kæru Hafnfirðingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.