Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 31.03.2007, Qupperneq 29
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 29 MIRALE Grensásvegi 8 108 Reykjavík sími: 517 1020 www.mirale.is HÚSGAGNA- SÝNING laugardag 11–17 sunnudag 13–17 Álversmál hafa verið mikið í um- ræðunni að undanförnu. Í allri um- fjöllun um stækkun álversins í Straumsvík hefur gjarnan verið rætt um aðrar álversframkvæmdir á land- inu, m.a. í Helguvík. Eitt hitamál- anna er lagning háspennulína sem óneitanlega fylgir þessum fram- kvæmdum. Bæjaryfirvöld í Sand- gerði hafa t.a.m. algjörlega hafnað að háspennulínur vegna álvers í Helgu- vík verði lagðar í landi Sandgerðis og samtökin Sól á Suðurnesjum hafa hvatt yfirvöld í Grindavík og Vogum að gera slíkt hið sama.    Þessi mál hlýtur að þurfa að skoða í víðara samhengi, m.a. í tengslum við uppbyggingu ferðaþjónustu á svæð- inu. Spyrja verður t.d. hvaða útsýni menn vilja bjóða ferðamönnum af nýjum útsýnispalli ofan af húsþaki nýrrar viðbyggingar við Bláa lónið sem senn verður tekin í notkun.    Reykjanesbær hefur auglýst eftir samstarfsaðila um rekstur nýs leik- skóla, Akursels, sem opnaður verður í Innri-Njarðvíkurhverfi í haust. Samstarfsaðilanum verður ætlað að sinna rekstri leikskólans með mán- aðarlegu framlagi frá bænum en einn slíkur leikskóli er rekinn í Reykjanesbæ, leikskólinn Gimli.    Vagg og velta er heiti á nýrri sýn- ingu sem opnuð verður í Gryfjunni í Duus-húsum í dag. Sýningin er á vegum Poppminjasafns Íslands og fjallar um rokkárin á Íslandi. Þar er leitast við að fanga tíðaranda rokk- áranna, sem sögð eru hafa einkennst af hömluleysi og frelsisþrá unga fólksins.    Reykjanesbær, Háskóli Íslands og Þróunarfélag Keflavíkur, í samstarfi við fjölda fyrirtækja hafa undirritað viljayfirlýsingu um stofnun félags um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli. Nálægðin við alþjóðaflugvöll þykir mikill kostur fyrir þá háskóla- starfsemi sem fyrirhuguð er á svæð- inu. Menn sjá fyrir sér samspil há- skóla, alþjóðaflugvallar og tæknigarða, sem yrðu nokkurs konar brú milli fyrirtækja og háskóla. Stúd- entaráð HÍ er meðal þeirra sem hafa fagnað áætluninni.    Uppbygging háskólanáms hefur verið mikil lyftistöng fyrir bæj- arfélagið, bæði efling fjarnáms í gegnum Miðstöð símenntunar á Suð- urnesjum og tilkoma Íþrótta- akademíu. Háskólamenntuðum ein- staklingum hefur fjölgað og fjarnámið hefur gefið mörgum tæki- færi til að stunda háskólanám í sinni heimabyggð.    Íbúar Reykjanesbæjar eru orðnir 12.000. Það voru tvíburastúlkur sem fæddust á Heilbrigðisstofnun Suð- urnesja fyrr í þessum mánuði sem komu íbúum Reykjanesbæjar í næsta tug. Bæjarstjóri færði stúlkunum gjafabréf til greiðslu skólagjalda á fyrsta ári til náms í alþjóðlegum há- skóla á Keflavíkurflugvelli sama dag og viljayfirlýsingin var undirrituð.    Þær hugmyndir hafa verið viðraðar að byggja ráðhús Reykjanesbæjar á lóð fyrrum Steypustöðvar við Fitjar í samfloti við nýjar höfuðstöðvar Hita- veitu Suðurnesja. Í nágrenninu eru Fitjatjarnir með sinn fuglasöng og ef verkefnaskrá Framtíðarsýnar 2006– 2010 nær fram að ganga verður yl- strönd í næsta nágrenni. Framtíðaráform Mun ráðhús Reykjanesbæjar koma til með að rísa á þess- um slóðum með ylströnd í næsta nágrenni og fuglasöng? REYKJANESBÆR Svanhildur Eiríksdóttir fréttaritari Magnús Ólafsson frá Sveins-stöðum yrkir um Steingrím J. Sigfússon sem forsætisráðherra og áhrif stoppstefnunnar á þjóðarbúið: Illa verður eflaust liðinn elsku kallinn. Efnahagur allur sviðinn eins og skallinn. Svo yrkir hann um stöðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur: Reyndist vel í Reykjavík rosa fjöldi hana kaus. Finnst nú vera furðu lík og flugvél, sem er bensínlaus. Ingvar Gíslason, fv. þingmaður og ráðherra, átti afmæli í vikunni. Á slíkum tímamótum er við hæfi að líta um öxl. „Hyllum liðna tíð“ er einmitt yfirskrift þýðingar Ingvars á ljóði Robert Burns við skoska þjóðlagið Auld Lang Syne: Hvort viltu slíta vinabönd svo verði týnd og gleymd? Og læsa úti liðna tíð, hún liggi tröllum geymd? Um langa daga lékum við hjá læknum fram á kvöld. En höfin seinna heftu för og heljardjúpin köld. Úr fjarlægð sýnist fögru mætt sem fyrr að höndum bar. Já, enn er munuð æskutíð og yndi þess sem var. Svo tvinnum saman tryggðabönd sem tíminn líður skjótt. Og skenkt er vini skálin full með skilum tæmd og fljótt. Viðlagið er flutt að loknu hverju erindi og hljóðar svo: Mín vís er vinartryggð og varmaþýð. Nú látum veigar hefja hug og hyllum liðna tíð. VÍSNAHORNIÐ Hyllum liðna tíð pebl@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.