Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 31
tíska MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 31 ENDALAUS ORKA! Hin sívinsæla metsölubók loksins komin aftur! Yfir 200 bráðhollir ávaxta- og grænmetissafar sem bæta, grenna og kæta. Bók um holla lifnaðarhætti, fagurfræði og lífsgleði. Sjálfvirk hnakkapúða- stilling, aðeins í Stressless – Þú getur lesið eða horft á sjónvarp í hallandi stöðu. Ótrúleg þægindi. Sérstakur mjóbaksstuðningur samtengdur hnakkapúða- stillingu. Þú nýtur fullkomins stuðnings hvort sem þú situr í hallandi eða uppréttri stöðu. Svefnstillingin er gerð virk með einni einfaldri hreyfingu. Ármúla 44 - 108 Rvík. S. 553 2035 www.lifoglist.is Sami stóllinn - Mismunandi stærðir - Þú velur þína stærð með tölvuborði – auðveldar heimavinnuna THE INNOVATORS OF COMFORT ™ undarlegar skilgrein- ingar á lagaákvæðum að með nokkrum ólík- indum er. Segja má, að túlkun lögfræðinga á lagagreinum sé í sum- um tilvikum orðin fá- ránleg. Einhver hefur sagt að lögfræði snúist um heilbrigða skynsemi. Skilningur viðkomandi dómara á orðalagi 209. grein almennra hegn- ingarlaga hefur ekkert með heilbrigða skyn- semi að gera. Hvað ætli hafi komið fyrir lögfræðingastétt- ina? Hefur kennslan í lagadeild Há- skóla Íslands versnað svo mjög? Þessi dómur er ekki eina dæmið ný- lega um útúrsnúning lögfræði- menntaðra manna á einföldum orð- um. Víkverji hefur veitt athygli deilum á milli Morgunblaðsins og nafn- greinds lögfræðings um það hvað orðin sameign þjóðarinnar á fiski- miðunum þýði. Þau þýða auðvitað að fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Hvað er svona flókið við það? Venjulegur Íslendingur mundi skilja það svo, að myndataka af nak- inni stúlku til þess að sýna öðrum sýni lostugt athæfi! Á hvaða leið er lög-fræðingastéttin? Á baksíðu Morg- unblaðsins í gær var fjallað um dóm, sem nýlega er fallinn í und- irrétti. Maður tók mynd af sofandi stúlku án fata í rúmi hans með farsíma sínum og sýndi öðru fólki. Ríkissaksóknari ákærði manninn fyrir brot gegn blygð- unarsemi stúlkunnar á grundvelli 209. greinar hegningarlaga, sem kveður á um allt að fjögurra ára fangelsi, ef einhver særir blygðunarsemi manna með lostugu athæfi. Undirréttur komst að þeirri nið- urstöðu að háttsemi mannsins hafi verið til þess fallin að særa blygð- unarsemi stúlkunnar. Hins vegar telur dómurinn að til þess að sakfella ákærða samkvæmt þessari grein hegningarlaga þurfi skilyrði um los- tuga háttsemi að vera fyrir hendi en dómurinn telur að þau skilyrði séu að maðurinn hafi fengið kynferð- islega útrás með athæfi sínu. Þar sem ekki þótti sannað að svo hefði orðið var maðurinn sýknaður. Á hvaða leið er lögfræðingastétt- in? Í máli eftir máli koma upp svo      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Á FJÓRÐU hæð tískuhúss Elie Saab í Beirút er á risaskjá hægt að fylgjast með nýjustu tísku- sýningu hönnuðarins í París. Elie Saab var bara átján ára þegar hann kynnti til sögunnar sína fyrstu tískulínu. Í dag vinnur hann aðallega í Líbanon, sínu heima- landi, en á líka vinnustofur bæði í Mílanó og París. Saab er sjálfmenntaður í faginu. Hann byrjaði að sauma strax sem krakki og sagir að hann hafi alltaf vitað að þetta yrði hans lifi- brauð. 1981 flutti hann til Parísar til að kynna sér tískuheiminn en flutti aftur til Líbanon og opnaði þar vinnustofu 1982. Hann hlaut svo fyrir alvöru frægð og frama þegar leikkonan Halle Berry mætti á óskarsverðlaunaafhend- ingu í glæsilegum kjól frá honum 2002. Ári síðar sýndi hann á tískupöllunum í París og í dag er hönnun hans seld víða um heim og sérstök Saab-tískuhús eru nú bæði í París og Beirút. Reuters Flott Verið er að klæða gínu í tískuhúsi hönn- uðarins í Beirút í nýjan hátískuklæðnað. Vinna Líbanski hönnuðurinn Elie Saab eyðir miklum tíma á vinnustofunni í Beirút. Glæsikjólar frá Líbanon Glæsilegur Hér er starfsmaður Elie Saab að sauma kjól eftir hönnuðinn. Íburður Verið að leggja síðustu hönd á saumaskap samkvæmiskjóls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.