Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 41

Morgunblaðið - 31.03.2007, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 41 Sigurður Oddsson | 30. mars Eru Samtök iðnaðar- ins trúverðug í ál- umræðunni og fyrir hvað standa þau? HAGFRÆÐISTOFN- UN Háskóla Íslands (HHÍ) hefur reiknað út að árlegar tekjur Hafnarfjarðar aukast um 200 milljónir verði af stækkun í Straums- vík. Samtök iðnaðarins (SI) reikna sama dæmi og fá út 5 sinnum hærri upphæð. Það fer ekki hjá því að maður velti fyrir sér greind þeirra sem starfa hjá HHÍ og hvort SI séu trúverðug. Meira: sigurduroddsson.blog.is Nýr, fallegri og miklu betri Opel. 0 kr. í útborgun* 28.412* kr. á mánuði fyrir beinskiptan Opel Astra 1.6 ( Verð: 1.890.000 kr. ) 31.836* kr. á mánuði fyrir sjálfskiptan Opel Astra 1.8 ( Verð: 2.120.000 kr. ) Nýi Opel Astra er fallegasti bíllinn á götunni. Stórglæsileg hönnun helst í hendur við kraftmikla vél og magnaða aksturseiginleika. Drekkhlaðinn aukabúnaði sem gerir aksturinn ennþá ánægjulegri. Astra var mest seldi bíll Evrópu árið 2006 og það er ljóst að þeir ætla ekki að gefa neitt eftir árið 2007. ESP skriðvörn, útvarpsfjarstýring í stýri, samlitur og loftkæling. 7 hátalarar, spilar mp3, hiti í sætum, aksturstölva og margt, margt fleira. Hlaðin aukabúnaði Opið: Mánudaga - föstudaga kl. 9:00–18:00 og laugardaga kl. 12:00–16:00Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is * Miðað við 100% bílasamning og greiðslur í 84 mánuði. Aukahlutir á mynd; álfelgur og þokuljós J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Gísli H. Friðgeirsson | 30. mars Virkjum álverið í Straumsvík – tvær flugur í einu höggi SENN líður að því að Hafnfirðingar kjósi um skipulag sem heimili stækkun álvers Alcan í Straumsvík. Spurn- ingin um verulega stærra og afkasta- meira álver varðar fleiri en íbúa Hafnarfjarðar þegar litið er til orku- öflunar annars vegar og útblásturs hins vegar. Orkuöflunin snertir inn- grip í náttúru Íslands og þar með okkur öll og afkomendur okkar en útblástur gróðurhúsalofts og svif- ryks varðar heilsu okkar og reyndar heilsu lífkerfis allrar jarðarinnar. Meira: ghf.blog.is Hjörleifur Guttormsson | 30. mars Fjölþjóðahringar í fegurðarsamkeppni ÍSLENDINGAR fá nú á færibandi sýnishorn af vinnuaðferðum fjöl- þjóðafyrirtækja sem leitast við að kaupa sér umhverfisvæna ímynd til að breiða yfir nátt- úruspjöll og mengun. Fáeinum dögum fyrir atkvæða- greiðslu um margföldun á umsvifum Alcan í Hafnarfirði er send út til- kynning um að auðhringurinn sé reiðubúinn að greiða fyrir því að raf- línur í grennd við álverksmiðjuna verði settar í jörð svo fremi að Hafn- firðingar samþykki nýja 280 þúsund tonna risaálbræðslu við hlið þeirrar gömlu. Meira: hjorleifurg.blog.is Eyrún Ósk Jónsdóttir | 30. mars Hver vill skítinn, hver vill reykinn … MIG langar að deila með ykkur sögu af al- veg stórkostlegri konu sem heitir Hazel Henderson og var heimavinnandi hús- móðir í New York. Hún tók eftir því að þegar dóttir hennar hafði leikið sér úti var hún alltaf þak- in sóti og hún var farin að þjást af stöðugum hósta. Eins og hver önnur umhyggjusöm móðir gat hún ekki horft upp á þetta aðgerðarlaus svo að hún hóf að skrifa bréf til borg- aryfirvalda til að hvetja þau til þess að draga úr mengun. Meira: eyrunosk.blog.is Jón Ásgeirsson | 30. mars Um hvað er kosið í Hafnarfirði? FYRIR u.þ.b. tíu árum var haldinn blaða- mannafundur í tengslum við nýlokna gangsetningu á stækk- un álversins í Straums- vík. Þar var saman kominn hópur blaðamanna frá ýms- um löndum. Beinskeyttustu spurn- ingarnar komu úr óvæntri átt – frá svissnesku blaðamönnunum. Í aug- um þeirra var stækkun ISAL ógnun gagnvart svissnesku systurfyr- irtæki. Stærð þess álvers var óhag- kvæm og tæknin að komast til ára sinna. Meira: jonasgeirsson.blog.is Rögnvaldur J. Sæmundsson | 30. mars Semjum frið um nýt- ingu landsins UNDANFARIN ár hefur komið í ljós að ál- vinnslufyrirtæki hafa mikinn áhuga á að reisa verksmiðjur á Ís- landi til þess að nýta sér hreina orku á lágu verði Áhuginn er það mikill að ekki er til næg orka á Íslandi fyrir allar þær verksmiðjur sem nú eru á teikniborðinu. Viljum við nýta nán- ast alla orku Íslands til álvinnslu? Hversu langt viljum við ganga? Meira: rognvaldur.blog.is Unnur Stella Guðmundsdóttir | 30. mars Konur, hátæknin, ný- sköpunin, álið, lífs- viðurværið og fram- tíðin ÉG ER 27 ára íslensk kona, borin og barn- fæddur Hafnfirðingur og hef síðustu ár lagt stund á mastersnám í raforkuverkfræði í stórum háskóla erlendis og stefni á doktorsnám í raforkuverkfræði með haustinu. Ég er gift, með eitt barn, annað á leiðinni í sumar og við eig- um fallega íbúð í Hafnarfirði með útsýni yfir Bláfjallahringinn, Keili, hluta af Reykjanesi, yndislegt hraunið, sjóinn og Straumsvíkina. Meira: unnurstella.blog.is Svavar Jónatansson | 30. mars Orkumál og orkunýting – Virkjanir og álver Á SÍÐUSTU vikum hafa stjórnmálamenn og áhugamenn um nátt- úruvernd og umhverf- ismál lagt eindregið til að Íslendingar hætti a.m.k. tímabundið öll- um framkvæmdum sem snúa að nýrri orkuöflun og nýtingu umhverf- isvænnar orku í orkufrekum iðnaði. Meira: svavarjonatans.blog.is Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.