Morgunblaðið - 31.03.2007, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 31. MARS 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ BergþóraÁrnadóttir
fæddist í Reykjavík
15. febrúar 1948.
Hún lést á sjúkra-
húsinu í Álaborg,
Danmörku 8. mars
síðastliðinn.
Foreldrar henn-
ar eru Árni Jóns-
son, trésmiður,
fæddur á Ísafirði
20.6. 1923, lést 26.8.
1993 í Danmörku,
og Aðalbjörg Mar-
grét Jóhannsdóttir,
fædd á Reykjum á
Reykjaströnd 5.3. 1922. Hún er bú-
sett í Hveragerði. Systkini Berg-
þóru eru; Jón Sverrir, f. 27.1.
1947, d. 6.12. 1954, Bergur Jóhann
Sverrisson, f. 2.1. 1942, og Mar-
grét Sverrisdóttir, f. 7.12. 1942.
Bergþóra giftist aðeins sextán
ára gömul árið 1964 Karli Lárusi
Valdimarssyni, ættuðum úr
Reykjavík, f. 22.2. 1941, d. 13.2.
2001. Faðir hans var Valdimar
Lárusson og móðir hans var Birg-
itta Guðbrandsdóttir. Bergþóra og
Karl eignuðust eitt barn, Birgittu,
f. 17.4. 1967. Karl og Bergþóra
skildu 1969. Árið 1971 giftist
Bergþóra Jóni Ólafssyni frá Trað-
arholti, f. 8.7. 1940, d. 24.12. 1987.
Þau eignuðust eitt barn, Jón
Tryggva, f. 1.4. 1972. Jón ættleiddi
Birgittu þegar hún var sex ára.
Þau skildu 1982. Árið 1983 giftist
Bergþóra Þorvaldi Inga Jónssyni,
f. 3.3. 1958, þau skildu 1988. Birg-
itta á þrjú börn, Neptúnus, Guð-
borgu Gná og Delphin. Jón
Tryggvi á þrjár dætur, Valnýju
Láru, Andreu Ósk og Helenu Rós.
Jón Tryggvi giftist Lindu Sigfús-
dóttur í júní 2006. Sambýlismaður
Þá átti hún frumkvæði að því að
fara á Litla-Hraun og spila fyrir
fangana þar og tók gjarnan með
sér aðra tónlistarmenn, m.a.
Bubba Morthens. Bergþóra og þá-
verandi eiginmaður hennar Þor-
valdur Ingi gáfu út flestar plötur
Bergþóru á tímabilinu 1982 til
1987 og hét útgáfa þeirra Þor. Þau
aðstoðuðu við útgáfu á hljóm-
plötum eftir aðra. Má þar nefna
Rimlarokk með hljómsveit sem
stofnuð var af föngum á Litla-
Hrauni og Sokkabandsárin með
Ásthildi Cesil Þórðardóttur. Berg-
þóru verður minnst sem mikils
friðarsinna, baráttukonu fyrir
kvenfrelsi, náttúruvernd og her-
lausu landi.
Bergþóra fluttist til Danmerkur
árið 1988 eftir skilnað hennar og
Þorvaldar. Hún hafði unnið mikið
með vísnavinum á Norðurlöndum
og átti betur tök á að halda því
starfi áfram á meginlandinu. Hún
varð fyrir alvarlegu umferðarslysi
árið 1993. Hún varð að snúa sér að
öðrum viðfangsefnum en að helga
líf sitt tónlistargyðjunni en hún
náði sér aldrei að fullu eftir þau
örkuml sem hún hlaut við slysið.
Lög og ljóð hélt hún engu að síður
áfram að semja en því miður tók
hún ekki upp nema örfá lög eftir
slysið. Hún hélt áfram að flytja inn
og hvetja tónlistarmenn frá Norð-
urlöndum til að koma til Íslands og
ber þar helst að nefna Kim Larsen.
Lög Bergþóru má einnig finna á
hljómplötum vísnasöngvara frá
Norðurlöndum.
Þegar Bergþóra varð fimmtug
tóku velunnarar, vinir og fyrrver-
andi samstarfsmenn sig saman og
gáfu út safnplötuna Lífsbókina.
Í júlí 2005 greindist hún með
krabbamein sem varð hennar
banamein.
Útför Bergþóru fer fram frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Bergþóru til 17 ára
var Peter Sørensen
frá Torslev, Dan-
mörku, f. 22.3. 1941.
Bergþóra ólst upp
við söng og hljóð-
færaslátt í Hvera-
gerði og byrjaði ung
að semja lög við ljóð
íslenskra skálda.
Fyrstu lög Berg-
þóru komu út á safn-
plötunni Hrifum 2
árið 1975. Tveimur
árum síðar kom Ein-
tak út, en það var
hennar fyrsta sól-
aplata. Á árunum 1982 til 1987 kom
síðan hver platan á eftir annarri:
Bergmál, Afturhvarf, barnaplatan
Ævintýri úr Nykurtjörn (sem var
samstarfsverkefni með Geir Atle og
Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni) og
Það vorar (sem var samstarfsverk-
efni með fiðlusnillingnum Graham
Smith). Síðasta platan hennar, Í
seinna lagi, kom út 1987 en sú plata
varð fyrsta verkefni hérlendis til að
vera tekið upp beint fyrir sjónvarp
og útgáfu. Bergþóra sendi einnig
frá sér kassettuna Skólaljóð, en
henni var ætlað að hjálpa börnum
að læra ljóð utanbókar með söng.
Þá komu út eftir hana lög á fjölda
safnplatna. Einnig vann hún um
nokkurt skeið með hljómsveitinni
Hálft í hvoru en hún var einn af
stofnendum hennar.
Milli þess sem Bergþóra sendi frá
sér plöturnar fór hún ófáar hring-
ferðir um landið og spilaði m.a. fyr-
ir verkafólk, á elliheimilum og á
sjúkrahúsum. Þá fékk hún til liðs
við sig marga af færustu hljóðfæra-
leikurum landsins til tónleikahalds
um landsbyggðina. Bergþóra var
einn af upphafsmönnum Vísnavina.
Mamma fékk í vöggugjöf einstaka
tónlistargáfu. Tónlistin var hennar líf
og yndi. Sé hana sitja á háa eldhús-
kollinum í eldhúsinu í Þorlákshöfn
þegar ég var krakki að semja lög á
næturnar. Ég man eftir þvældu og út-
krotuðu ljóðasafni Steins Steinarr á
eldhúsborðinu en ljóð hans voru
henni gjöful. Mamma samdi ekki lög
eins og önnur tónskáld. Lögin spruttu
út úr ljóðunum nær fullsköpuð.
Mamma hafði sérstakan gálgahúmor
og lífssýn. Allir voru henni jafn mik-
ilsverðir. Skipti þar engu hvort við-
komandi væri útigangskerling eða
forseti, börn vina hennar eða hennar
eigin börn. Hennar lífsspeki rúmaðist
innan máltækisins: Fátt er svo með
öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Það
var ekki auðvelt að komast inn fyrir
skelina hjá henni og þótt hún hafi
gjarnan verið létt í lund og gaman að
vera nálægt henni þegar sá gállinn
var á henni, þá kraumaði þungur
harmur í sálu hennar sem hafði afger-
andi áhrif á allt hennar líf. Lífið krefst
meira af sumu fólki en öðru. Mamma
fékk svo sannarlega vænan skammt
til að vinna úr. Kannski varð það
henni ofviða undir lokin. Hún var allt-
af tilbúin að hjálpa öllum en skildi
sjálfa sig og sínar þarfir oft útundan.
Mamma kom til Íslands síðasta sum-
ar til að vera viðstödd brúðkaup bróð-
ur míns. Hún var svo stolt af honum
og það geislaði af henni bjartsýnin.
Hún var ákveðin að gefast ekki upp í
því mótlæti sem að henni steðjaði.
Hún var staðráðin í því að láta
krabbameinið ekki taka völdin í lífi
sínu. Engu skyldi breytt. Hennar lífs-
stíll hinn sami uns yfir lauk. Hennar
síðasta verk daginn sem hún dó í tví-
gang og var endurlífguð var að fara á
pósthúsið með hálfsmetra syngjandi
afmæliskort til ömmu. Um nóttina
safnaði hún styrk og eyddi síðasta
deginum í þessari jarðvist við að róa
þá sem henni voru kærir, sagði að sér
liði vel og ekki var langt í gálgahúm-
orinn. Hún fór svo að sofa og vaknaði
ekki aftur. Ég er þakklát fyrir allt
sem við upplifðum saman. Ég mun
aldrei elska neinn eins og hana. Hún
mun lifa í hjarta mínu og í minning-
unum.
Ekki deyja fyrr en ég kem til þín
Þú frábaðst þér argandi vélarnar
– gervilífið og morfínið
Ég á ofgnótt líknar að þínu skapi
Ég skal lesa fyrir þig Stein Steinarr eða
Halldór Laxness
Ég skal lesa fyrir þig um lífið eða engil
dauðans
Bera smyrsl á andlit þitt
strjúka burt storknað blóðið í þykku hári þínu
Syngja fyrir þig vögguvísurnar sem
gleymdist
að syngja fyrir þig í bernsku
En ekki deyja fyrr en ég kem
Söngfugl að hefja sig til flugs
Ekki deyja fyrr en ég kemst til þín
Líf þitt fjarar út
Andlitið slétt
Óendanleiki og alheimur stirnir í augum
þínum
Í svefni sótti engill dauðans þig
vafði þig sæbláum kufli
og þú söngst í draumi mínum
„Veistu að þinn vinur er að deyja“
brostir og hélst þína leið
Faðma þig ylvolga
kyssi þig þúsund kossa
En ekkert er þess megnugt að fá
þig til að snúa aftur
úr faðmi dauðans
Friðurinn fundinn, líkn undan fargi lífsins
Og ég sleppi, fagna með þér í hjarta
sorgarinnar
með lífsbókina syngjandi í hjarta mínu
– þegar ég vakna
(Ort handa mömmu í mars 2007.)
Hvíldu í friði mín kæra.
Þín
Birgitta Jónsdóttir
– stundum Bergþórudóttir.
Elsku systir.
Það er erfitt að trúa því að engar
hringingar, bréf eða pakkar komi oft-
ar. Þú hafðir sérstakt lag við að skrifa
mjög skemmtileg bréf, einnig voru
pakkarnir frá þér frábrugðnir öllum
pökkum sem ég fékk. Það var séstök
athöfn að opna þá, ótrúlegustu hlutir
komu upp úr og hafði ég hina mestu
skemmtun af. Það var gott að hitta
þig í febrúar, þú varst dagstund hjá
mér ég sá þá hvað þú varst orðin mik-
ið veik, en ekki vildir þú tala um það.
Ég var að vona að þú fengir lengri
tíma hjá okkur en kallið kom. Ég gæti
skrifað svo miklu meira en stundum
eru orð óþörf.
Með þessum fáu skrifuðu orðum
kveð ég þig í bili því við sjáumst síðar.
Þín systir,
Margrét.
Það var sumarið 1981 sem við
Bergþóra kynntumst. Það voru
skemmtileg og gjöful ár sem fylgdu.
Bergþóra var virt meðal vísnavina á
Norðurlöndum og flutti til Danmerk-
ur árið sem við skildum. Í dag minnist
ég hennar með þakklæti og geymi
góðu minningarnar. Ég er svo hepp-
inn að börn og barnabörn Bergþóru
eru einnig hluti af minni fjölskyldu.
Við áttum öll saman yndislegan dag
þegar Jón Tryggvi og Linda giftu sig
síðastliðið sumar. Þar söng Bergþóra
eitt fallegasta lag sitt við ljóð Tóm-
asar Guðmundssonar „Þrjú ljóð um
lítinn fugl“. Upphafsorðin „Það vorar
fyrir alla þá sem unna“ eiga alltaf við.
Bergþóra var eins og margir lista-
menn ekki allra og of oft „misskilin“.
Lítil saga af hennar raunverulega
hugarþeli og virðismati. Eftir fjár-
hagslegt tap af útgáfu af barnaplöt-
unni „Ævintýri úr Nykurtjörn“ var
Berþóra að leggja í söngferð um land-
ið að hausti. Kom heim eftir að vera
búin að fá ný vetrardekk undir bílinn.
Brosti út að eyrum og sagði að nú
væri Nykurtjörnin búin að borga sig.
Ég hváði, jú, hún sagðist nánast hafa
fengið dekkin gefins hjá viðgerðar-
manninum sem átti einhverfan son.
Drengurinn hafði aldrei sagt neitt, en
hlustað með athygli á plötuna nokkr-
um sinnum. Í lok ævintýrisins sagði
hann allt í einu „hvert fór Nykurinn“?
Sál barnsins hafði opnast. Það voru
meira en næg laun og gleðin var
ósvikin. Bergþóru var ljóst að mörg
börn áttu erfitt með að læra skóla-
ljóðin. Það var því ráðist í útgáfu á
skólaljóðum á snældu. Ljóðið og lagið
er sungið á annarri hliðinni, en um
leið og snældunni er snúið við er lagið
aðeins með undirleik og börnin geta
sungið ljóðið með sínu nefi.
Lög Bergþóru eru mörg við góð
ljóð sem bæta mannsandann. Því mið-
ur eiga orð Bergþóru enn við í laginu
„Hver hefur rétt til þess að ræna kyn-
slóðirnar sinni ást?“. Í myndbandi
Bergþóru við „Lífsbókina“ 1985 var í
Bergþóra Árnadóttir
FJÖLSKYLDU-
HJÁLPIN gengst fyrir
fatamarkaði í Kolaport-
inu nú um helgina, sem
er fyrsta helgin í apríl,
og einnig fyrstu helgina
í maí. Seldur verður nýr
og lítt notaður fatnaður
á spottprís – engin flík
mun kosta meira en 500
krónur.
Það verður boðið upp
á herrafatnað, kjóla,
kápur, sloppa, náttföt,
blússur, pils og buxur – allt ónotuð
föt, sem verslanir og heildsölufyr-
irtæki hafa gefið Fjölskylduhjálp-
inni til styrktar starfseminni. Allur
ágóðinn af sölunni rennur í lyfjasjóð
samtakanna, sem er síðan notaður til
að kaupa lyf handa skjólstæðingum.
Fjölskylduhjálpin verður með tvo
bása til afnota, og eru þeir látnir í té
endurgjaldslaust til styrktar málefn-
inu. Bryndís Schram, verndari Fjöl-
skylduhjálpar, stendur vaktina
ásamt fleiri konum, sem hafa unnið
að þessu góða málefni árum saman.
Fatnaður á spottprís
í Kolaportinu
Morgunblaðið/Kristinn
Föt Inga Birna Jónsdóttir, Bryndís Schram og
Anna Auðunsdóttir stóðu í ströngu fyrir helgina.
Í TILEFNI af eins árs rekstr-
arafmæli sínu þann 1. apríl ætlar
SKO að bjóða viðskiptavinum sín-
um upp á ókeypis farsímaþjónustu
á afmælisdaginn.
Ókeypis verður fyrir alla við-
skiptavini SKO að hringja og senda
SMS*. Auk þess mun SKO gefa öll-
um nýjum viðskiptavinum, sem
skrá sig í GSM-þjónustu SKO út
fyrstu vikuna í apríl, 1000 króna
inneign í afmælisgjöf, segir í til-
kynningu.
Ókeypis hjá
SKO
Rangt eftirnafn
Í viðtali, sem Daglegt líf átti við þrjá
tíundu bekkinga úr Kópavogsskóla
sem jafnframt eru við nám í Mennta-
skólanum í Kópavogi, misritaðist
eftirnafn Guðmundar Más Gunn-
arssonar. Hann var sagður Guð-
mundsson, sem ekki er rétt, og er
beðist velvirðingar á því.
Móðir Hansínu var
frá Mói
Í formála að minningargreinum um
Hansínu Jónatansdóttur í blaðinu sl.
fimmtudag var sagt að móðir Hans-
ínu hafi verið Guðfinna Hansdóttir
frá Hrauni. Hún mun hafa verið frá
Mói á Húsavík. Hins vegar var fað-
irinn, Jónatan Jónasson frá Hrauni.
Þá var og sagt frá því að Hansína
var tekin í fóstur af föðursystur sinni
Sólveigu Jónasdóttur frá Hafralæk
en þar átti að standa á Hafralæk.
Ein vínbúð
Misskilnings gætti í frétt um áform
ÁTVR um opnun vínbúðar í Reykja-
vík sem birtist í Morgunblaðinu í
gær. ÁTVR hefur auglýst eftir hús-
næði í hverfum 105 og 108. Einungis
er hins vegar áformað að opna eina
vínbúð í öðru hvoru þessara hverfa
en ekki tvær eins og kom fram í
fréttinni.
LEIÐRÉTT
FRUMSÝNING Ford Edge hjá
Brimborg í Reykjavík og á Akureyri
verður í dag, laugardaginn 31. mars,
milli klukkan 12 og 16 og verða
reynsluakstursbílar á staðnum.
Ford Edge er nýr sportjeppi frá
Ford, sem Brimborg Evrópufrum-
sýnir um helgina.
Brimborg er fyrsti umboðsaðili
Ford í Evrópu sem frumsýnir Ford
Edge og samkvæmt upplýsingum
frá Ford verður bíllinn ekki fáan-
legur annars staðar í Evrópu fyrr en
eftir nokkra mánuði vegna mikillar
eftirspurnar í N-Ameríku, að því er
fram kemur í fréttatilkynningu. Vél-
in er 265 hestafla, 3,5 lítra V6-vél.
Sjálfskiptingin er sex þrepa og nær
bíllinn 100 km/klst. hraða á um sjö
sekúndum.
Þrátt fyrir að bíllinn hafi ekki ver-
ið lengi á markaði hefur hann þegar
fengið viðurkenningar fyrir öryggi
og ber þar helst að nefna viðurkenn-
inguna „Top Safety Pick“ frá banda-
rísku samtökunum IIHW, segir í til-
kynningunni.
Ford Edge
fyrst frumsýnd-
ur á Íslandi
Wieck
Ford Edge Brimborg Evrópufrumsýnir
nýjan sportjeppa frá Ford um helgina.
UNGIR jafnaðarmenn, ungliða-
hreyfing Samfylkingarinnar á lands-
vísu, vilja að hér á landi verði skap-
aðar aðstæður fyrir fjölbreytt
atvinnulíf þar sem hátækniiðnaður
og sprotafyrirtæki fái að blómstra.
Sátt verður að nást um vernd og nýt-
ingu íslenskrar náttúru. Tímann
þarf að nýta vel og kortleggja og
rannsaka hvaða náttúrusvæði skuli
vernda. Með því er tryggt að hin
ýmsu mannvirki sem ráðist verður í
á næstu árum og áratugum lendi ut-
an verðmætra náttúrusvæða. Ungir
jafnaðarmenn telja því mikilvægt að
af stækkun álsversins í Straumsvík
verði ekki á næstu árum og hvetja
því Hafnfirðinga til að segja nei í
íbúakosningunni 31. mars nk., segir í
ályktun frá UJ.
Gegn stækkun
í Straumsvík
ATVINNULÍFSHÓPUR Framtíð-
arlandsins hefur sent frá sér eft-
irfarandi ályktun:
„Til umhugsunar fyrir Hafn-
firðinga.
Með því að samþykkja stækkun
álvers hefur eðlileg lang-
tímaþróun byggðar á höfuðborg-
arsvæðinu verið takmörkuð veru-
lega. Hagkvæmt byggingarland
fyrir Hafnarfjörð tapast. Stækkun
álversins festir Hafnarfjörð í sessi
sem suðurjaðar höfuðborgarsvæð-
isins.
Ef 460 þúsund tonna álver væri
byggt annars staðar í Evrópu
þyrfti að kaupa losunarkvóta
koltvísýrings fyrir einn milljarð
króna á ári að lágmarki. Jafn-
framt fer því fjarri að stjórnvöld
hafi sýnt fram á að orkusala til
stóriðju skili viðunandi hagnaði.
Íslendingar leysa ekki umhverf-
isvanda annarra landa með því að
gefa náttúruperlur sínar! Er ekki
tímabært að hætta útsölu á nátt-
úruauðlindum landsins?“
Tímabært að
hætta útsölunni
FRÉTTIR