Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 13 SIV Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur undirritað verksamning við bygg- ingafélagið Berg hf. um viðbygg- ingu við húsnæði heilsugæslunnar á Siglufirði. Við- byggingin, sem mun rísa austan við núverandi húsnæði, verður liðlega 1.000 fer- metrar að stærð, á tveimur hæð- um. Gert er ráð fyrir að heild- arkostnaður við bygginguna verði um 270 milljónir króna en áætluð verklok eru um mitt sumar 2008. Viðbyggingin er liður í heildar- endurbótum og stækkun húsnæðis Heilbrigðisstofnunarinnar á Siglu- firði sem staðið hefur yfir síðan ár- ið 2002. Stefnt er að því að snemma á næsta ári verði boðnar út fram- kvæmdir við að endurinnrétta það húsnæði sem losnar þegar starf- semi flyst yfir í nýja húsið en gert er ráð fyrir að framkvæmdum við endurbætur og stækkun á húsnæði heilsugæslunnar á Siglufirði verði að fullu lokið í árslok 2008. Heilsugæslan á Siglufirði stækkuð Siv Friðleifsdóttir. Á FUNDI hreppsnefndar Langa- nesbyggðar á föstudag var sam- þykkt bókun þar sem því er fagnað að hafin sé vinna er miðar að því að auka nýtingu náttúruauðlinda er felast í landgrunninu umhverfis Ís- land. Vakin er athygli á því að sveitar- félagið Langanesbyggð er ein- staklega vel staðsett, land- fræðilega, þegar hugað verður að staðsetningu á hugsanlegri þjón- ustumiðstöð í landi í tengslum við framkvæmdir við rannsóknir og vinnslu á olíu og gasi á norð- anverðu drekasvæði við Jan Mayen- hrygginn. Einnig hentar svæðið einstaklega vel til hýsingar þjöpp- unar- og uppskipunarstöðvar fyrir fljótandi náttúrugas. Við innanverðan Bakkaflóa eru aðstæður ákjósanlegar fyrir fram- angreinda starfsemi og landrými nægt auk þess sem aðdjúpt er og var er gott ef þörf verður á nýjum hafnarmannvirkjum umfram þau sem eru fyrir á Þórshöfn. Góður áætlunarflugvöllur er á Þórshöfn og hefur þar verið komið upp þjón- ustuaðstöðu við þyrlusveit Land- helgisgæslunnar. Æskilegt er að hafnar verði þeg- ar rannsóknir á því hvort hér sé ekki um vænlegan valkost að ræða og eru fulltrúar sveitarfélagsins til- búnir til viðræðna um málið, segir m.a. í samþykktinni. Langanesbyggð minnir á sig LEIKSKÓLAR í Garðabæ bjóða bæjarbúum á opið hús laugardag- inn 5. maí nk. Þennan dag gefst fjölskyldum, og öllum þeim sem áhuga hafa, gott tækifæri til að kynna sér leikskólana og starf þeirra. Allir eru velkomnir en foreldrar væntanlegra leikskóla- barna eru sérstaklega boðnir vel- komnir og fá þarna gott tækifæri til að kynna sér það sem hver og einn leikskóli hefur upp á að bjóða. Nánari upplýsingar er að finna á gardabaer.is Einbeiting Frá leikskólanum Sunnuhvoli í Garðabæ. Opið hús í leikskólum UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag um samstarf Hjúkr- unarheimilisins Fellsenda í Dölum og Landspítala – háskólasjúkrahúss um vistun langveikra geðfatlaðra hjúkrunarsjúklinga frá LSH, vitj- anir starfsmanna geðsviðs að Fells- enda og aðgengi starfsfólks hjúkr- unarheimilisins að námskeiðum á LSH. Óformlegt samstarf hefur ver- ið milli LSH og Fellsenda um vistun geðfatlaðra þar. Það hefur nú verið formfest og styrkt. Hjúkrunarheimilið Fellsendi fluttist nýverið í nýtt og stærra hús- næði en það annast aðallega lang- veika geðfatlaða einstaklinga. Á hjúkrunarheimilinu eru nú 28 ein- býli sem skiptast á fjóra ganga. Her- bergin eru mjög rúmgóð einbýli með snyrtingu og baði. Önnur aðstaða og umhverfi er til fyrirmyndar, segir í fréttatilkynningu. Nokkur hjúkr- unarrými bættust við og þannig geta langveikir geðfatlaðir einstaklingar sem vistast hafa til margra ára á LSH í bið eftir hjúkrunarheimili fengið rými að Fellsenda á næstu mánuðum. Í samkomulaginu felst að starfs- menn frá geðsviði LSH fara mán- aðarlega að Fellsenda og veita fag- lega ráðgjöf. Samstarf verður líka um sérhæfða fræðslu sem starfsfólk Hjúkrunarheimilisins Fellsenda fær hjá LSH. Aukið samstarf Fellsenda og LSH Undirritun Ína R. Þorleifsdóttir hjúkrunarforstjóri að Fellsenda, Theódór S. Halldórsson framkvæmdastjóri hjúkrunarheimilisins, Guðrún Björg Sig- urbjörnsdóttir aðstoðarmaður framkvæmdastjóra hjúkrunar á LSH og Magnús Pétursson forstjóri LSH. Hugsaðu umheilsuna! Svalandi, próteinríkur og fitulaus Frískandi, hollur og léttur drykkur í dós Gamla góða Óskajógúrtin – bara léttari Silkimjúkt, próteinríkt og fitulaust Fitusnauðar og mildar ab-vörur – dagleg neysla stuðlar að bættri heilsu og vellíðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.