Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 42

Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 42
42 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Svona mynd fer örugglega átólf milljónir og ekkertmeira um það að segja,“ var haft eftir Guðmundi Jónssyni í Listamönnum-Innrömmun, í baksíðufrétt í Morgunblaðinu í fyrradag. Þar átti hann við olíu- málverk eftir Þórarin B. Þorláks- son sem fólki er frjálst að bjóða í á innrömmunarverkstæðinu og jafn- vel talið að 15 milljónir fáist fyrir. Hvað er eiginlega að gerast á ís- lenskum myndlistarmarkaði? hlýt- ur maður að spyrja sig. Verk eftir meistara Kjarval fór fyrir 15,2 milljónir króna á uppboði um dag- inn. Það þótti óvenjulegt Kjarvals- verk og því sjálfsagt eðlilegt að svo há fjárhæð fengist fyrir það, enda höfundurinn mesti meistari ís- lenskrar myndlistarsögu, eins stutt og hún nú er. En ég man þá tíð er Fjallamjólkin eftir Kjarval var met- in álíka hátt og nýr Volvo. Fyrir ör- fáum árum. Þá voru verk Kjarvals algjörlega vanmetin. Nú virðast hins vegar allir hafa jafnað sig á málverkafölsunarmálinu svonefnda og skyndilega áttað sig á því að verk gömlu meistaranna séu mikil menningarleg verðmæti. Það er slegist um verk þeirra, ef marka má fréttir af uppboðum.    En það eru ekki bara verk lönguliðinna myndlistarmanna sem seljast eins og heitar lummur. Heilu sýningarnar í Gallery Turpentine seljast upp ef marka má rauða punkta við verkin. Einhver hlýtur myndlistaráhugi þjóðarinnar því að vera. Eða eru menn aðallega að kaupa myndlist með fjárfestingu í huga? Ég rak upp stór augu á myndlist- arsýningu um daginn og þá ekki vegna þess að myndlistin hafi verið áhugaverð heldur vegna verðlagn- ingar listamannanna. Þar mátti meðal annars sjá svarthvítt verk, um 120 sm á hæð og svona 40 sm á breidd. Verkið var afar einföld línuteikning af konu á pappír í tré- ramma. Verðið á því var gjörsam- lega út úr kortinu: 700.000 krónur. Höfundur verksins er ekki þekktur almennt hér á landi eða vinsæll. Fleiri verk var að finna svo ótrú- lega hátt verðlögð að mann rak í rogastans. „Verði þeim að góðu sem eyðir 700.000 krónum í þetta!“ hugsaði ég og gretti mig. Þar er þó mergurinn málsins. Menn verðleggja myndlist bara eins og þeim sýnist og svo kemur í ljós hvort einhver er tilbúinn að eyða peningum í hana. Myndlist lýtur nefnilega ekki neinum reglum eða lögmálum þegar kemur að verð- lagningu og það er engin formúla til sem menn geta farið eftir, að því er virðist.    Nokkrar þumalputtareglurhljóta þó að gilda. Til dæmis þessar: Nýútskrifaður listamaður leggur ekki jafnmikið á verk sín og sá sem er með tíu ára reynslu (þ.e. ef verk eru sambærileg). Sá sem er með tíu ára reynslu en nýtur ekki vinsælda leggur ekki jafnmikið á verk, t.d. olíumálverk, og sá sem er með minni reynslu en vinsælli. Grafíkverk þrykkt í 50 eintökum er ódýrara en grafíkverk þrykkt í 5 eintökum, og þannig mætti áfram telja. Vandinn er sá að þumalputta- reglurnar koma að takmörkuðu gagni. Til dæmis eru olíumálverk margfalt dýrari en vatnslitamyndir almennt séð, ef jafnstór verk eru borin saman. Maður hlýtur að leiða líkum að því að það sé vegna þess að olían er dýrara efni, hún endist lengur, striginn er dýrari en papp- írinn. En málarinn er ekki endilega lengur að mála verkið þó að efnið sé dýrt. Og hann er kannski verri málari en vatnslitamálarinn. Getur verið að fólki finnist fínna að eiga olíumálverk og það sé því gamall vani að verðleggja slík verk marg- falt hærra? Grafíkverk eru mörg hver með dýrum olíulitum, en kosta þó álíka mikið og vatnslitamyndir. Kannski er þumalputtareglan fyrir hinn ráðvillta, nýútskrifaða myndlistarmann sem stendur og klórar sér í höfðinu, nýbúinn að hengja upp verk fyrir fyrstu einka- sýninguna sína en veit ekki hvernig hann á að verðleggja þau, þessi: Ímyndaðu þér að þú sért sýning- argestur með meðaltekjur og hafir áhuga á ákveðnu verki. Hversu hátt verð værirðu reiðubúinn að greiða fyrir það? Og leggðu svo það verð á. Hin dýra myndlist Reuters Dýrt Verkið White Center eftir Mark Rothko, metið á 40 milljónir dollara. Verð á verkum heimsþekktra mynd- listarmanna hefur rokið upp vestanhafs og virðist það sama vera að gerast hér á landi með íslensku meistarana. AF LISTUM Helgi Snær Sigurðsson »Ég rak upp stóraugu á myndlistar- sýningu um daginn og þá ekki vegna þess að myndlistin var áhuga- verð, heldur vegna verð- lagningar listamann- anna. helgisnaer@mbl.is Of góður? Of heiðarlegur? Of mikill nörd? - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Vinkona hennar er myrt og ekki er allt sem sýnist Bardagafimu skjaldbökurnar eru mættar aftur í flottustu ævintýrastórmynd ársins MÖGNUÐ SPENNUMYND MEÐ MARK WAHLBERG FRÁ LEIK- STJÓRA "TRAINING DAY" Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Aðei ns ön nur bíóm yndi n frá upp hafi sem er bö nnuð inna n 18 á ra! M A R K W A H L B E R G Magnaður spennutryllir með súper- stjörnunum Halle Berry og Bruce Willis ásamt Giovanni Ribisi Hve langt myndir þú ganga? Stranglega bönnuð innan 18 ára! Ein Svakalegasta hrollvekja til þessa. Enn meira brútal en fyrri myndin. Alls ekki fyrir viðkvæma. eeee “Magnþrunginn spen- nutryllir og sjónarspil sem gefur ekkert eftir” - V.J.V. Topp5.is eee “Sólskin er vel þess virði að sjá.” H.J. MVL “Besta sci-fi mynd síðustu tíu ára.” D.Ö.J. Kvikmyndir.com eee Ó.H.T. Rás2 eeee - Empire SÓLIN ER AÐ DEYJA. ER HÆGT AÐ BJARGA HENNI? - Kauptu bíómiðann á netinu The Hills Have Eyes 2 kl. 5.50, 8, og 10.10 B.i. 18 ára The Hills Have Eyes 2 LÚXUS kl. 5.50, 8, og 10.10 Perfect Stranger kl. 5.30, 8, og 10.30 B.i. 16 ára Mr. Bean’s Holiday kl. 5, 7 og 9 Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 3.45 Sunshine kl. 8 og 10.10 B.i. 16 ára TMNT kl. 4 og 6 B.i. 7 ára School for Scoundrels kl. 3.40 Sími - 564 0000Sími - 462 3500 Shooter kl. 5:50, 8 og 10:15 B.i. 16 ára Perfect Stranger kl. 8 og 10:10 B.i. 16 ára Úti er Ævintýri m/ísl. tali kl. 6 eee EMIPIRE Þeir heppnu deyja hratt eeee SV, MBL eee MMJ, Kvikmyndir.com Í GÆR VAR ÞAÐ HEIÐURINN Í DAG ER ÞAÐ RÉTTLÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.