Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 25.04.2007, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... ● HLUTABRÉF lækkuðu í verði í Kauphöll Íslands í gær. OMX vísital- an lækkaði um 0,36% og var 7804 stig við lokun markaða. Bréf Vinnslu- stöðvarinnar héldu áfram að hækka, nú um 7,69%. Krónan styrktist um 0,38% í gær og lækkaði gengisvísitalan úr 119 stigum í 118,55 stig. Velta á milli- bankamarkaði nam 11,6 milljörðum króna. Gengi dollarans er 64,4 krón- ur og evrunnar 87,7. Lækkun í Kauphöllinni ● TEKJUR Ný- herja í fyrsta árs- fjórðungi námu 2,4 milljörðum króna og jukust um 25% frá sama ársfjórðungi árið áður. Hagnaður eftir skatta og af- skriftir nam 105 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBIDTA) var 144,2 milljónir króna í ársfjórð- ungnum. Vörusala og tengd þjónusta jókst um 354,2 milljónir króna eða 28% samanborið við sama ársfjórðung á síðasta ári og námu tekjur af þess- um þætti 1.625,2 milljónum. Tekjur af starfsemi erlendra dótturfélaga námu 315,9 milljónum króna í fyrsta fjórðungi, en tekjur hérlendis voru 2,1 milljarðar. Erlendar tekjur má rekja til starfsemi AppliCon í Dan- mörku, Bretlandi og Svíþjóð. Tekjur Nýherja aukast um 25% milli ára ● REKSTRARHAGNAÐUR samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga var 3.574 milljónir króna á árinu 2006 í sam- anburði við 1.002 milljónir árið 2005. Veltufé frá rekstri síðasta árs nam 1.930 milljónum króna og hækkaði um tæpan milljarð frá árinu á undan. Vð árslok 2006 er bókfært eigið fé samstæðunnar 10 milljarðar króna. Rekstrartekjur samstæðu Kaupfélags Skagfirðinga voru um 10 milljarðar króna á síðasta rekstr- arári. Á aðalfundi kaupfélagsins var samþykkt að leggja 35 milljónir króna til Menningarsjóðs félagsins. Besta rekstrarár í sögu kaupfélagsins NORSKA lággjaldaflugfélagið Nor- wegian Air Shuttle hefur komist að samkomulagi við Finnair um að kaupa dótturfyrirtæki þess, lág- gjaldaflugfélagið FlyNordic, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Stokk- hólmi. „Kaupin á FlyNordic munu styrkja stöðu okkar enn frekar á Norðurlöndunum og einnig á evr- ópska markaðnum,“ segir Björn Kjos forstjóri Norwegian. Samkomulagið felur einnig í sér samvinnu og samnýtingu á leiðanet- inu sérstaklega þeim leiðum sem Finnair hefur verið að byggja upp til Asíu en Norwegian lagar leiðakerfi sitt að Asíuflugi Finnair og fær jafn- framt farþega frá Asíu í leiðakerfi sitt á Norðurlöndunum. Norwegian hefur stækkað ört eft- ir að það breytti um stefnu, gerðist lággjaldaflugfélag og fór að fljúga á alþjóðlegum leiðum í stað innanlands áður. Á síðasta ári flaug félagið með um 5,1 milljón farþega. FlyNordic sem flaug með um 1,2 milljónir far- þega í fyrra, var breytt í lággjalda- flugfélag árið 2003 eftir kaup Finna- ir á félaginu og að sögn Kjos mun FlyNordic vinna áfram undir sínu merki. Samningurinn sem er háður venjubundnu samþykki yfirvalda fel- ur í sér að Finnair fái um 5% hlut í bréfum Norwegian, með möguleika á að auka hlut sinn í 10% á 115 NOK hlutinn, út árið 2008. Hlutabréf í Norwegian hækkuðu í dag, mest um rúm 3 prósent, í 105 NOK í viðskiptum í Kauphöllinni í Oslo. Norwegian kaupir FlyNordic af Finnair Samþætting leiðakerfa Norwegian og Finnair til Asíu hluta þessa árs og haldist stöðug inn- an vikmarka næstu ár. Í spá fyrir ár- in 2010–2012 er gert ráð fyrir því að hagkerfið hafi náð jafnvægi og verði í jafnvægi á tímabilinu. Árlegt með- altal hagvaxtar verði tæp 3%, verð- bólga og kaupmáttur ráðstöfunar- tekna aukist um 2,5% og viðskiptahalli verði kominn í um 5% af landsframleiðslu í lok tímabilsins. Helstu óvissuþættir í þjóðhags- spánni varða frekari stóriðjufram- kvæmdir, ástand á alþjóðlegum fjár- magnsmörkuðum, gengi krónunnar og endurnýjun kjarasamninga á næsta ári. Spáir snertilendingu hagkerfisins Fjármálaráðuneytið segir hagkerfið að nálgast jafnvægi Morgunblaðið/G.Rúnar Kynning Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjár- málaráðuneytisisns kynnti efni og innihald nýrrar þjóðhagsspár í gær. LENDING hagkerfisins verður svo mjúk að hægt verður að kalla hana snertilendingu áður en það fer á flug aftur, sagði Þorsteinn Þorgeirsson, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, er hann kynnti nýja þjóðhagsspá ráðuneyt- isins í gær. Í skýrslunni er fjallað um fram- vindu og horfur helstu þátta efna- hagsmála á árunum 2007–2009. Í spánni er gert ráð fyrir miklum samdrætti í fjárfestingu á þessu ári við lok núverandi stóriðjufram- kvæmda og smávægilegum sam- drætti í einkaneyslu. Þrátt fyrir mun meiri samdrátt þjóðarútgjalda en í síðustu niðursveiflu er spáð að hag- vöxtur verði tæplega 1% á yfirstand- andi ári vegna umskipta í utanrík- isviðskiptum. Spáð er að viðskipta- hallinn dragist hratt saman í ár og verði 15,8% af landsframleiðslu vegna stórfelldrar aukningar í út- flutningi á áli og mikils samdráttar innflutnings. Aukið atvinnuleysi Spáð er að þjóðarútgjöld dragist áfram saman árið 2008 en að þau aukist á ný árið 2009 með vaxandi einkaneyslu og jafnvægi í fjárfest- ingu. Vegna áframhaldandi bata í ut- anríkisviðskiptum er spáð að hag- vöxtur verði tæp 3% bæði árin. Atvinnuleysi var að meðaltali 1,3% af vinnuafli árið 2006. Áætlað er að atvinnuleysi aukist í ár og verði 1,8%. Þá er spáð að atvinnuleysi auk- ist á næstu misserum og verði að meðaltali 3,2% af vinnuafli árið 2008 og 3,4% árið 2009. Áhrif gengis- og launabreytinga síðasta árs á verðbólgu eru nú að mestu afstaðin, að mati fjármála- ráðuneytisins, og aðgerðir stjórn- valda til að lækka matvælaverð leiða til þess að verðbólgu er spáð 3,6% að meðaltali árið 2007. Gert er ráð fyrir að verðbólga komist á 2,5% verð- bólgumarkmið Seðlabankans á síðari Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GEYSIR Green Energy, sem er í eigu FL Group, Glitnis og VGK Hönnunar, opnaði í gær skrifstofur sínar í Reykjanesbæ. Meðal gesta voru forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff. Geysir Green Energy er alþjóð- legt fjárfestingarfélag um sjálfbæra orkuvinnslu en tilgangur félagsins að fjárfesta í ýmsum verkefnum tengdum sjálfbærri orkuframleiðslu víðs vegar um heim og leita tækifæra í nýtingu jarðvarma og fjárfesting- um í þróun og byggingu jarðvarma- orkuvera. FL Group er leiðandi hluthafi í fé- laginu en auk Glitnis og VGK-Hönn- unar er gert ráð fyrir að hlutafé verði selt til innlendra og erlendra aðila. Félaginu er ætlað að stækka með fjárfestingum, samrunum, yfir- tökum og þróun nýrra verkefna. Er miðað við að félagið geti ráðist í fjárfestingar sem nema meira en 1 milljarði bandaríkjadala þegar tæki- færi gefast. Geysir Green Energy var stofnað í janúar á þessu ári og í febrúar und- irrituðu fulltrúar fyrirtækisins og Reykjanesbæjar viljayfirlýsingu þar sem m.a. er gert ráð fyrir að Geysir taki þátt í kostnaði við uppbyggingu á orkusetri í bænum í samvinnu við Reykjanesbæ. og fleiri sem þekk- ingu hafa og reynslu í þessum mála- flokki. Mun fjárfesta í sjálfbærri orku Geysir Green Energy opnar nýjar skrifstofur í Reykjanesbæ Morgunblaðið/ÞÖK Hluthafi Reykjanesbær á um 2,5% í Geysir Green Energy. MISMUNUR á sýn fjármálaráðu- neytis og Seðlabanka Íslands á út- litið í efnahagsmálum er óþægilega mikill, að mati greiningardeildar Landsbankans, sem segir himin og haf á milli spáa þessara stofnana um efnahagsframvinduna, hvort sem það stafi af pólitískri ósk- hyggju eða óeðlilegri svartsýni. Í Vegvísi greiningardeildarinnar segir að í grófum dráttum megi segja að á meðan fjármálaráðu- neytið spái afar mjúkri lendingu á næstu tveimur árum spái seðla- bankinn töluvert harðri aðlögun á sama tíma. Þannig spáir ráðuneytið lítilsháttar samdrætti einkaneyslu á þessu og næsta ári og síðan vexti árið 2009 en Seðlabankinn sjái fyrir töluvert mikinn samdrátt. Seðlabankinn svartsýnni „Ástæða þessa mikla munar er væntanlega ólík sýn á þróun kaup- máttar en ráðuneytið spáir rúm- lega 2% aukningu kaupmáttar ráð- stöfunartekna á mann á ári en Seðlabankinn spáir tæplega 3% ár- legri lækkun kaupmáttar ráðstöf- unartekna á sama tíma. Bæði fjár- málaráðuneytið og Seðlabankinn spá vaxandi atvinnuleysi á næstu árum en Seðlabankinn er mun svartsýnni og spáir því að árið 2009 verði atvinnuleysi komið í tæplega 5% en í spá fjármálaráðuneytisins er atvinnuleysið 3,4% á því ári.“ Þá er fjármálaráðuneytið sagt bjartsýnna á afkomu hins opinbera en Seðlabankinn þótt báðar stofn- anirnar geri ráð fyrir auknum rekstrarhalla ríkissjóðs. Himinn og haf á milli spánna            ! ""#                         !" # $% & ' ($   & % & )  )      *  + , -.-   /       "0  $  1  &   ! &$ 1  &  23 . 4)5 67 6 7$$$ , , 8  ,      *- # $* ,  &      ! & !  ,.   ! " #                                                         !& + ,  & $ 6 ,9 & $: ' *  ;;;< ==>=? ; @A@< ?AA;>@ @@A?;; ;A; A@>A;?? @;><;>= =A?A >=>>;=@= =@@< ;;@?;< =@A@@ @?=<<< ?= + @?A;==A ;<<<<< + @>><<<< <<< =?<<<< + + + B? A>B>< ?BA? ;<B<< AB<< ;B<< @;B< @AB<< BA =<>=B<< ?B@< A = @<BA< =@ <B @B@ @AB<< B>< =B@< ?BA> AB;< AB<< =BA< A>B;< ?BAA A<B<< AB<= ;B @;B=< @AB< B; =<>B<< ?B AB=< =B> @<BA =@AB<< <BA< @B@ @AB=< AB< =AB ?B> >B >B<< =@B<< AB?< 8, 9 C  6!D  $    .& , @ @  = = ?? == > > > ?A ? + => @ + = = = + + + E $ $ ,  , @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @?@<<A @??@<<A @??@<<A =?@<<A @?@<<A @??@<<A @??@<<A @??@<<A @@<<A @;@<<A @?@<<A 4)5 4)5    F F 4)5 '5     F F E GH  2 & I    F F 6*" E     F F 4)5(= 4)5?<      F F

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.