Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÝMSIR hafa mælt sjúkraliða- brúnni bót í blaðaskrifum að und- anförnu. Það er helst að skilja, að skortur á sjúkraliðum réttlæti þá niðurrifsstarfsemi sem á sér stað með svokallaðri sjúkraliðabrú. Það er eðlilegt að náms- skrá sé endurskoðuð og betrumbætt, fellt út það sem ekki á heima í náminu og bætt inn í því sem við á, enda er tækniþró- unin ör og kröfur til þekkingar sífellt meiri. Það er því óskiljanleg og óafsak- anleg þróun sem átt hefur sér stað á námi í sjúkraliðabrú þar sem námsefnið er skorið niður um helming og þar á meðal hverfur til dæmis 16 vikna starfsþjálfun. Það er nauðsynlegt að auka og bæta starfs- þjálfun. Fimm ára reynsla af hjúkr- unarheimilum og eða sambýlum er alls ekki sambærileg þeirri starfsþjálfun sem fram fer á sjúkrahúsunum. Eins og ég hef áður komið inn á er ekki vandamál Sjúkraliðafélags Íslands sá gífurlegi skortur sem er á starfandi sjúkraliðum. Það er al- farið vandamál heilbrigðisyf- irvalda. Sjúkraliðabrú er einhver sú ódýrasta og hrokafyllsta lausn sem hægt var að finna, og það grátlegasta við þá lausn er að hún er runnin undan rifjum forystu SLFÍ. Fólks sem við treystum til þess að standa vörð um okkar hagsmuni en ekki að vega að stéttinni eins og gert hefur verið. Að fylla upp fag- stétt, hver svo sem hún er, af fólki sem ekki hefur fullt nám á bak við sig kann ekki góðri lukku að stýra. Og síst af öllu þegar út í launabaráttuna er komið. Eins og flestum ef ekki öllum sjúkraliðum er kunnugt um, gengu hér mótmælalistar gegn sjúkraliðabrúnni. Alls söfnuðust 587 nöfn á þessa lista, sem er þriðjungur starf- andi sjúkraliða á land- inu og voru þeir af- hentir 19. febrúar í menntamálaráðuneyt- inu – þrátt fyrir að við sem að undir- skriftasöfnun þessari stóðum yrðum berlega vör við það að á móti okkur var unnið, listar fjarlægðir og sjúkralið- um meinað að skrifa undir. Formaður félagsins reyndi af veikum mætti, í útvarpsviðtali þann dag, að gera lítið úr undirskriftasöfnun þessari. Það eru formannskosningar framundan. Ég skora á hinn al- menna félagsmann að skoða nú hug sinn, og velta því alvarlega fyrir sér hvort ekki sé kominn tími til að skipta um formann í Sjúkra- liðafélagi Íslands. Sjúkraliðar – Verum vakandi Guðrún Katrín Jónsdóttir fjallar um málefni sjúkraliða Guðrún Katrín Jónsdóttir » Sjúkrali-ðabrú er ein- hver sú ódýr- asta og hrokafyllsta lausn sem hægt var að finna. Höfundur er sjúkraliði. Vegna mikils aðstreymis aðsendra greina í aðdraganda alþingiskosninganna verður formi þeirra greina, sem lúta að kosningunum, breytt. Er þetta gert svo efnið verði aðgengilegra fyrir lesendur og auka mögu- leika Morgunblaðsins á að koma greinunum á framfæri fyrir kosningar. Alþingiskosningar EINS og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu fundaði Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra fyrir nokkru með forstjóra og stjórn- arformanni Alcans. Að sögn forráða- manna Alcans var umræðuefnið meðal annars niðurstöður úr kosningum í Hafnarfirði hinn 31. mars þar sem íbúar höfnuðu stækkun álversins í Straumsvík. Jón sagði þó að fundurinn hefði verið „reglubundinn og venjuleg- ur“. Nú hefur nefndur Jón lýst því yfir að virkri stóriðjustefnu stjórnvalda sé lokið, að uppbygg- ing stóriðju sé nú í höndum at- vinnulífsins og komi ekki inn á borð stjórnvalda. Hvað er það þá sem iðnaðarráðherra þarf að ræða við yfirmenn Alcans – hvers vegna þarf iðnaðarráðherra að halda reglulega fundi með fyr- irtækinu ef þau eru ekki í samráði um áframhaldandi stóriðjustefnu? Því verður iðnaðarráðherra að svara fyrir kosningar. Kjósendur eiga tilkall til þess að Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra og formaður Framsókn- arflokksins upplýsi hvað var rætt á áðurnefndum fundi. Jón neitar að segja þjóðinni hvort rætt hafi verið um möguleikann á nýju ál- veri á Keilisnesi, eða stækkun á núverandi lóð þrátt fyrir andstöðu Hafnfirðinga. Verður það þó fyr- irfram að teljast líklegt að slíkt hafi borið á góma í ljósi þess að Alcan þarf að gera upp við sig hvort fyrirtækið kaupi orku fyrir stærra álver áður en júnímánuður er á enda. Er ekki rétt að iðnaðarráðherra svari því hvort nýtt álver á Keil- isnesi komi til greina af hálfu rík- isstjórnarinnar og hvort þannig verði fundin leið fram hjá íbúa- kosningunni í Hafnarfirði? Var Alcan að falast eftir lóð ríkisins á Keilisnesi, já eða nei? Það er lýð- ræðisleg og sanngjörn krafa að þessu sé svarað fyrir kosningar 12. maí næstkomandi. Um hvað var rætt á fundi Jóns og Alcans? Eftir Steingrím J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. TVENNT stóð upp úr í skila- boðum nýafstaðins landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Áhersla á markaðsvæðingu orkugeirans og einkaframkvæmd innan heilbrigð- isþjónustunnar. Þetta eru reyndar ekki nýjar áherslur Sjálfstæðisflokks- ins. Það sem hins vegar vekur at- hygli er að Sjálfstæðisflokkurinn skuli neita að horfa til reynsl- unnar hvað þetta tvennt snertir. Sem kunnugt er hafa fyrstu skrefin í átt til einkavæðingar orkugeirans þegar verið stigin. Og afleiðingarnar hafa þegar komið fram í stórhækkuðu raforkuverði. Fyrirmyndin er sótt til Evrópu en sem kunnugt er voru settar reglur og gefnar út tilskipanir á tíunda áratug síðustu aldar um að búið skyldi í haginn fyrir þessa þróun. Nú er að koma í ljós að hún hefur ekki gefið góða raun. „Fíaskó“ fyrir heimili og atvinnulíf Í tímaritinu Verktækni sem samtök verkfræðinga gefa út er að finna afar athyglisverða umfjöllun um danska skýrslu sem segir markaðsvæðingu raforkugeirans hafa verið „fíaskó“ fyrir notendur. Verð hafi hækkað um þriðjung, fyrirtækjum á markaði hafi fækk- að með tilheyrandi fákeppni. Í tímariti verkfræðinga er rakið hvernig skýrsluhöfundarnir dönsku sýna fram á að raf- orkuverð hafi hækkað, miðað við fast verðlag, um 25% árin 2000– 2005 til iðnfyrirtækja og um 33% til almennra raforkukaupenda. „Fullyrðingar um ávinning af frjálsum raforkumarkaði standist einfaldlega ekki. Þeir leggja til að Danir beiti sér fyrir því […] að ESB semji ný raforkulög frá grunni.“ Í greininni í Verktækni kemur einnig fram að samkeppn- isyfirvöld innan Evrópusambands- ins taki undir þessa gagnrýni. Þetta kemur heim og saman við aðrar rannsóknarskýrslur sem birtar hafa verið. Sjálfstæð- isflokknum íslenska virðist hins vegar ekki koma það við þótt reynslan af þessum kerfisbreyt- ingum sé slæm. Í ljósi þess leyfi ég mér að beina þeirri spurningu til kjósenda hvort þeim finnist rétt að kjósa til valda stjórnmálaflokk sem boðar stefnu sem allt bendir til að sé neytendum – jafnt fyr- irtækjum sem öllum almenningi – óhagstæð. Finnst fólki það vera eftirsóknarverð framtíðarsýn að auðhringir á borð við Alcan og Al- coa eignist Landsvirkjun, Hita- veitu Suðurnesja og önnur orku- fyrirtæki? Sjálfstæðisflokkurinn vill einkarekið heilbrigðiskerfi Í heilbrigðiskerfinu eru einnig uppi einkavæðingaráform. Fyrir nokkrum árum söðlaði Sjálfstæð- isflokkurinn um í heilbrigðisstefnu sinni. Í stað þess að leggja áherslu á aukin notendagjöld innan vel- ferðarþjónustunnar eins og flokk- urinn hafði boðað var nú tekið að hamra á því að skattborgarinn ætti að borga en framkvæmdina ætti að einkavæða. Nú er það svo að heilbrigðiskerfið íslenska hefur að nokkru leyti verið kokteill í þessum efnum. Þar hefur farið saman einkapraxis og rekstur á félagslegum grunni (á vegum rík- is, sveitarfélaga og sjálfseign- arstofnana á borð við Hrafnistu og SÍBS). Um þessa blöndu hefur til skamms tíma verið sæmileg sátt. En Sjálfstæðisflokkurinn vill meira. Meiri einkavæðingu. Ef það er nú svo að færa eigi heilbrigðiskerfið inn á markaðs- torgið í ríkari mæli en verið hefur verða menn að svara spurningum á borð við þessar: 1)Yrði það betra fyrir notendur þjónustunnar, það er að segja alla notendur, ekki einhverja útvalda? 2) Yrði það betra fyrir greið- endur þjónustunnar, hvort sem um væri að ræða sjúklinginn sjálf- Vill Sjálfstæðisflokkurinn ekki læra af reynslunni? Eftir Ögmund Jónasson Í ÞÆTTINUM Í vikulokin, í ríkisútvarpinu sl. laugardag, sagð- ist Björk Vilhelmsdóttir, borg- arfulltrúi Samfylkingarinnar og fyrrverandi Vinstri græn, vera mjög ósátt við skatta- lækkanir sem „eru settar á fólk“, eins og hún orðaði það. Hún taldi stóran hóp fólks vera van- ræktan í kerfinu og henni fannst slæmt að skattar skyldu hafa ver- ið lækkaðir á liðnum árum í stað þess að bæta kjör þessa meinta hóps. Björk var mjög einlæg þeg- ar hún sagði að henni þætti miður að fá ekki lengur að borga há- tekjuskattinn, sem eins og kunn- ugt er var afnuminn á kjör- tímabilinu. Björk, eins og svo margir vinstrimenn, er nefnilega þeirrar skoðunar að það sé betra að leggja háa skatta á fólk og fyr- irtæki þannig að hægt sé að út- deila þeim aftur til fólksins eins og vinstrimönnum þykir „réttlátt“. Þetta höfum við sjálfstæðismenn leyft okkur að kalla forræð- ishyggju. Á liðnum árum hefur markvisst verið unnið að því að lækka skatta á fólk og fyrirtæki – á sama tíma og meiri fjármunum hefur verið varið til velferðarmála en nokkru sinni áður. Kaupmáttur allra hefur aukist á kjörtímabilinu, um 26% samkvæmt nýrri spá fjár- málaráðuneytisins. Einnig má geta þess að frá árinu 1994 hefur kaupmáttur aukist um 75% skv. sömu spá. Það er einfaldlega ekki rétt hjá borgarfulltrúanum að ein- hverjir hópar hafi verið vanræktir. Verkinu er þó aldrei lokið og við sjálfstæðismenn munum að sjálf- sögðu halda áfram að vinna að bættum hag fólksins í landinu. En það er afar mikilvægt nú í aðdraganda kosninga að sjónarmið Bjarkar Vilhelmsdóttur í skatta- málum komist til skila. Þau eru mjög einföld – borgarfulltrúi Sam- fylkingarinnar er á móti skatta- lækkunum. Í nýlegri könnun frá Capacent Gallup kemur fram að um 75% kjósenda telji tekjuskatt einstaklinga enn vera of háan, þrátt fyrir þær miklu lækkanir sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir á síðustu árum og Björk sér ástæðu til að agnúast út í. Sam- fylkingin, flokkur Bjarkar, segist stundum fyrir kosningar vera meðmæltur skattalækkunum. Af ummælum Bjarkar má ráða að sú skoðun risti ekki djúpt meðal flokksmanna. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur lofað áfram- haldandi skattalækkunum bæði á fólk og fyrirtæki. Kjósendur geta treyst því nú sem endranær að það verða engir skattar lækkaðir, hvorki á einstaklinga né fyrirtæki, án aðildar Sjálfstæðisflokksins að ríkisstjórn. Valið er því einfalt fyrir þann stóra hluta þjóðarinnar sem vill sjá tekjuskatt ein- staklinga lækka. Samfylkingin og skattalækkanir Eftir Ragnheiði Elínu Árnadóttur Höfundur er aðstoðarmaður forsætisráðherra og frambjóð- andi Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi. Í STEFNUSKRÁ Framsóknarflokksins, Árangur áfram – ekkert stopp, kemur fram að menntunin er lykill að bættum lífskjörum í framtíðinni. Við leggjum áherslu á að meðal leiða til að bæta mennta- kerfið enn frekar er að efla náms- og starfsráðgjöf á öllum skólastig- um – allt frá grunnskóla og upp í háskóla. Með því er hægt m.a. að að- stoða nemendur enn betur en nú er gert við að fóta sig í námi, temja sér árangursrík vinnubrögð, fræða nemendur um allt það framhalds- og háskólanám sem stendur nemendum til boða og aðstoða nemendur við að setja sér raunhæf markmið. Með vinnu náms- og starfsráðgjafa er hægt að sporna gegn allt of miklu brottfalli nemenda úr fram- haldsskólum, efla sjálfstraust þeirra og jákvæða upp- lifun í námi. Einnig eykur góð ráðgjöf víðsýni nemenda, þeir kynnast fjölbreyttum námsleiðum og atvinnutæki- færum. Þannig vinnur náms-og starfsráðgjöf m.a. gegn kynbundnu náms- og starfsvali sem talið er ein af ástæðum launamun- ar kynjanna. Það er stefna Framsóknarflokksins að sporna beri við brottfalli nemenda úr framhaldsskólum. Hér á landi er hlutfall þeirra sem ekki ljúka formlegu framhaldsnámi hátt, nemendur hverfa frá námi en vilja í mörgum tilfellum hefja nám síðar á ævinni. Það þarf að auðvelda þessum nemendum að hefja nám að nýju, skipta um náms- leiðir og tryggja að nemendur lokist ekki inni, heldur hafi alltaf leiðir til frekara náms. Ein leið til að vinna gegn brottfalli og auðvelda nem- endum endurkomu á skólabekk er að efla náms- og starfsfræðslu. Það er líklegra að nemendur sem notið hafa leiðsagnar náms- eða starfs- ráðgjafa velji sér námsleiðir sem byggjast á hæfileikum, áhuga og færni og þar með eru minni líkur á því að þeir hinir sömu hætti námi. Skilvirkar leiðir í náms- og starfsráðgjöf eru ein af forsendum þess að fólk geti eflt færni sína og náð árangri í námi og starfi. Vert er að benda á og fagna því að á nýafloknu þingi var samþykkt þingsályktun- artillaga Dagnýjar Jónsdóttur, Sæunnar Stefánsdóttur o.fl. þess efnis að efla náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum. Þær upp- lýsingar sem við höfum undir höndum sýna að unglingar af erlendum uppruna hefja síður nám í framhaldsskóla og þeir sem hefja fram- haldsnám ljúka síður námi. Því er mjög nauðsynlegt að grípa til að- gerða sem styrkja þessa nemendur. Það er slæm þróun ef fólk af er- lendum uppruna fer ekki í nám eftir að grunnskóla lýkur. Það er bæði óviðunandi fyrir manneskjuna sjálfa og einnig fyrir samfélagið í heild. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að vinna sérstaklega með nemendum af erlendum uppruna og reynslan sýnir okkur að til þess að ná jákvæðum árangri þarf oftar að vinna á einstaklingsgrunni þar sem bakgrunnur nemenda er mjög mismunandi. Aukin og sérhæfð náms- og starfsfræðsla þarf að koma til. Af ofansögðu er því augljóst að öflug náms- og starfsfræðsla er mikilvægur hlekkur í íslensku skólakerfi og Framsóknarflokkurinn er tilbúinn að leggja sitt af mörk- um. Eflum náms- og starfsráðgjöf Eftir Fannýju Gunnarsdóttur Höf. er starfandi námsráðgjafi og skipar 6. sæti Framsóknarfl. í Reykjavíkurkjördæmi norður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.