Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 15 Sandgerði | Sumardaginn fyrsta kom siglandi til Sandgerðishafnar nýr bátur í eigu Vonar ehf. í Garði. Bát- urinn heitir Von GK 113 og er hann smíðaður hjá Trefjum í Hafnarfirði. Von er 15 tonn og er allur yfir- byggður. Í bátnum er 730 hestafla Yhamah-vél, 220 volta rafkerfi er frá ljósavél sem er í hljóðeinangr- uðum kassa í vélarhúsi. Ennfremur er krapakerfi sem eykur gæði aflans sem komið er með að landi. Í brú eru öll nýjustu siglingatæki. Ganghraði Vonar er um 23 sjómíl- ur. Von verður gerð út á línu sem beitt er í landi en hægt er að setja beitningarvél í bátinn. Skipstjóri er Eyþór Sigmarsson. Ljósmynd/Reynir Sveinsson Nýr bátur í Garðinn Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is VÍSINDAMENN sem hafa rann- sakað upptökur af leirbotni undan sunnanverðri strönd Oregon hafa séð að á þeim stöðum, þar sem merki sjást um togveiðar, er bæði minna af fiski og fiskitegundir færri en á óröskuðum svæðum. Aðrar rann- sóknir á heimsvísu sýna fram á skemmdir á lífríki botnsins af völd- um botntrolls. Þetta kemur fram á heimasíðu bandaríska blaðsins The Seattle Times. Þessar nýjustu rannsóknir eru þær fyrstu til að kanna fjölda fiska og fjölbreytni á leirbotni undan vesturströnd landgrunnsins, þar sem togveiðar eru stundaðar í um- talsverðum mæli, segja þeir sem að rannsókninni stóðu. Endurskoðun á myndböndum frá árinu 1990, sem tekin voru úr mönn- uðu köfunartæki á svæði sem þekkt er undir nafninu Coquille Bank (skeljabanki), sýndi að á þeim stöð- um þar sem merki voru eftir tog- veiðar voru 20% færri fiskar, 30% færri fiskitegundir og sex sinnum minna af hryggleysingjum eins og kröbbum. „Við leggjum ekki til að veiðar í troll verði bannaðar,“ segir Mark Hixon, prófessor í sjávarlíffræði við Háskóla Oregonfylkis. Hann er aðal- höfundur skýrslu um rannsóknirnar, sem birt hefur verið í the Journal of Experimental Marine Biology and Ecology. „Það verður hins vegar að spyrja hvort við viljum setja mark okkar á þessi lífsvæði án þess að vita hver langtíma áhrif af veiðum í botntroll geta verið, eða hvort ákveðnir leir- botnar á svæðinu eigi skilið varan- lega friðun,“ segir Hixon. Meira af hræætum Svæði sem hafa orðið fyrir áhrif- um vegna veiða virðast hýsa meira af hræætum eins og krossfiski og kröbbum, sem gætu hafa verið að sækja í botndýr, sem hafa misst skjól sitt vegna veiðanna. Fyrir tveimur árum bönnuðu yf- irvöld veiðar í botntroll á 300.000 fermílna svæði út af vesturströnd- inni til að verja kóralla, þaraskóga, klettarif og fleiri mikilvæg búsvæði fiska. Hins vegar hafa engar tilraun- ir verið gerðar til að friða leirbotn- inn, sem þekur stærstan hluta af landgrunninu, segja vísindamenn- irnir. Á sumum svæðum land- grunnsins er í gildi tímabundið bann við botntrollsveiðum þar til stofnar kóralbassa hafa náð sér á strik eftir ofveiði. Minna af fiski á togveiðisvæðum Bandarískir vísindamenn kanna áhrif botntrolls á lífríkið á leirbotni Í HNOTSKURN »Á þeim stöðum þar semmerki voru eftir togveiðar voru 20% færri fiskar, 30% færri fiskitegundir og sex sinnum minna af hryggleys- ingjum eins og kröbbum »Fyrir tveimur árum bönn-uðu yfirvöld veiðar í botn- troll á 300.000 fermílna svæði út af vesturströndinni til að verja kóralla, þaraskóga, klettarif og fleiri mikilvæg bú- svæði fiska RÆKJUAFLI við Ísland hefur aldrei verið minni en árið 2006 eða 860 tonn alls. Þar af fengust 610 tonn af norður- og austur- miðum. Afli af rækjumiðunum við Snæfellsnes (grunnslóð) er ekki talinn hér með. Afli á togtíma hefur farið minnkandi á und- anförnum árum og náði lágmarki 2005, en hefur nú aukist aðeins á árinu 2006 enda sóknin mjög lítil, aðeins 3 skip að veiðum. Veið- arnar fara þó vel af stað og rækj- an stór og góð. Þetta kemur fram í samantekt Unnar Skúladóttur, fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni. Vísitala í stofnmælingu á út- hafsrækju lækkaði verulega á ár- unum 2002–2004 en hækkaði nokkuð frá árinu 2004 til ársins 2006. Vísitala stofnstærðar er þó enn í lágmarki miðað við und- anfarin ár eða svipuð og árin 1989 og 1999. Það sama gildir um vísitölu kvendýra. Í stofnmæling- unni árið 2006 var lítið um ung- rækju og vísitala tveggja ára rækju mældist sú langlægsta frá upphafi. Vissulega veldur miklum áhyggjum þessi lélega nýliðun sem kann þó að vera tímabundin. Mikil þorskgengd á miðunum Þorskgengd á rækjumiðunum eins og kemur fram í stofnmæl- ingu úthafsrækju árin 2003–2006 var mikil eða álíka og á árunum 1996–1998 þegar úthafsrækj- ustofninn minnkaði verulega. Þetta segir þó ekkert um stærð þorskstofnsins í heild við Ísland en greinilegt er að með hlýnun sjávar hefur þorskgengd aukist norður fyrir land og virðist þorskurinn vera dýpra en áður miðað við árin 1987–1995. Samkvæmt stofnmælingu botn- fiska í mars 2006 og haust 2006 var magn þorsks fyrir norðan og austan land svipað og árið 2005. Mikill munur er á niðurstöðum líkana við mat á heildarstofn- stærð, en allar niðurstöður benda til þess að úthafsrækjustofninn sé nú í lágmarki. Hafrann- sóknastofnunin lauk úttekt á ástandi úthafsrækjustofnsins nú í byrjun árs og í greinargerð sem send var sjávarútvegsráðuneyt- inu í kjölfarið telur Hafrann- sóknastofnunin að ekki séu for- sendur fyrir breytingum á aflamarki sem ákveðið var til bráðabirgða 7 þúsund tonn fyrir fiskveiðiárið 2006/2007. Svo sem sjá má er mjög lítill áhugi á rækjuveiðum miðað við það að rækjan er langt frá því að vera horfin af rækjumiðunum. Talið er að lágt verð árin 2005 og 2006 samfara fremur litlum afla á togtíma valdi þessu. Engin rækjuveiði var á Dohrnbanka ár- ið 2006 og mjög lítil árið 2005. Samkvæmt úttekt Norðvestur- Atlantshafsfiskveiðiráðsins (NAFO) var staðlaður afli á tog- tíma Grænlandsmegin við línu og norðan 65. gráðu mjög mikill árið 2006 og lítil sókn á svæðið. Þar mætti veiða meira af rækju. Á grunnslóð eru allir rækju- stofnar í lágmarki og engin rækjuveiði leyfð á fjörðum norð- anlands og vestan. Undantekning er við Snæfellsnes, en þar eru nokkrir bátar að rækjuveiðum. Stærð rækjustofna við Ísland enn í lágmarki Afli í fyrra aðeins 860 tonn og hefur aldrei verið minni ) #  *+ *""   *  *+,-./0112 ,-.3 ,--1 ,--3 0111 0113 /1 21 31 41 51 01 ,1 1 6 #    8    % *   *+,-..0112  *+ ,-.30112 ,-.3 ,--1 ,--3 0111 0113 ,119111 -19111 .19111 /19111 219111 319111 419111 519111 019111 ,19111 1  % *  :*+ Í HNOTSKURN »Vísitala stofnstærðar erenn í lágmarki miðað við undanfarin ár eða svipuð og árin 1989 og 1999. »Samkvæmt stofnmælingubotnfiska í mars 2006 og haust 2006 var magn þorsks fyrir norðan og austan land svipað og árið 2005. »Á grunnslóð eru allirrækjustofnar í lágmarki og engin rækjuveiði leyfð á fjörðum norðanlands og vest- an OPIÐ hús verður í Verinu-Þróunarsetrinu v/höfnina á Sauðárkróki í dag, miðvikudag. Þar verða kynnt ýmis nýsköpunarverkefni sem unnið er að á svæðinu. Tilefnið er stofnun nýs fyrirtækis sem nefnist Verið Vísindagarðar ehf. Verið verður opið milli kl. 16 og 18. Verið var formlega opnað 7. mars í fyrra í húsnæði FISK Seafood við höfnina á Sauðárkróki. Þróun- arsetrið er samstarfsverkefni Matís, Háskólans á Ak- ureyri, Háskóla Íslands, FISK Seafood og Hólaskóla og lögðu iðnaðar- og sjávarútvegsráðuneytin sameig- inlega tæplega 10 milljónir króna til verkefnisins við opnun þróunarsetursins. Nú hefur verið stofnað sérstakt fyrirtæki Verið Vísindagarðar ehf. til þess að annast kennslu- og rannsóknaraðstöðu í þróunarsetrinu. Opið hús í Verinu á Sauðárkróki ÚR VERINU Allt til rafsuðu Þú færð allt til rafsuðu hjá okkur Tæki, vír og fylgihluti Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.