Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 25 ömu du, drógu pp og st vini í la.“ fullyrða sam- a. „En lvör- segja arnirnar ð í ljós. nast vini, besta vin sam- au sáu egan kost ærustu viðkom- um né t sé að fá lega ein- n í hóp. örn, sem eika í in- orðnu að það egu vandamálin sem sigri í keppninni um tíma þeirra,“ segir Arnar um það hvernig tekið sé á vandanum í skólum. „Fólk innan skólanna hef- ur miklar áhyggjur af þessum krökkum en við vitum ekki al- mennilega hvað við eigum að gera og við höfum ekki tíma til að sinna þeim. Hættan er sú að það verði einhvers konar náttúrulögmál, að þessi börn séu ein. […] Við þurf- um að sinna þessu krökkum miklu betur. Þau leita ekki sjálf eftir að- stoð. Frumkvæðið þarf að koma frá okkur. Það er erfitt að ná til þeirra en við verðum að gera það.“ Hann kallar eftir víðtækara samstarfi þeirra sem koma nálægt málefnum barna, t.d. heilsugæslu, ÍTR, skóla og þjónustumiðstöðva. „Með mjög litlum tilkostnaði gæt- um við gert alveg rosalega mikið fyrir þennan hóp einmana, vina- lausra og kvíðinna krakka.“ Æfingaleysi í samskiptum Þórunn Ó. Óskarsdóttir, for- stöðumaður Traðar, segir ljóst að einangruð börn séu einmana í skólanum þó þau viðurkenni það ekki. „Þar sem enginn talar við þau og amast er við þeim ef þau opna munninn. Eða þau verða fyr- ir stríðni og aðkasti, andlegu eða líkamlegu.“ Þórunn segir félagslega ein- angruð börn „klaufaleg í sam- skiptum, ekki síst vegna langvar- andi æfingaleysis og félagsfærni þeirra verður slök.“ Oft búi þau til flókna röksemda- færslu til að „réttlæta“ einangr- unina. Einn lýsti því svo fyrir Þór- unni: „Ef ég eignast vin, þá verð ég að fara í partí. Ef ég fer með honum í partí og hann drekkur, þá verð ég að drekka líka. Og ef ég drekk, þá verð ég alkóhólisti. Þess vegna borgar sig alls ekki að eign- ast vin því þá verð ég alltaf fullur.“ Þessi börn kvíði því bókstaflega að þurfa að eiga samskipti við aðra. „Mjög mörgum þessara kvíðnu og döpru krakka gengur illa í skóla af tilfinningalegum ástæðum.“ Þórunn bendir á að langtíma- árangur af hópavinnu, líkt og þeirri sem stunduð er í unglinga- smiðjunni Tröð, sé oftast mun meiri en af einstaklingsmeð- ferðum. „Sjálfstyrking ber árangur,“ segir Þórunn. Netið áttunda heimsálfan Ólöf Ásta Farestveit, uppeldis- og afbrotafræðingur sem starfar sem ráðgjafi hjá Barnahúsi, segir vini skipta unglinga öllu máli og eigi þau ekki vini skorti þau ákveðna fótfestu í lífinu. „Að mynda tengsl við annað fólk er hluti af þroskaferli. Börn sem eru ein og einmana draga sig í hlé frá umhverfinu. Þetta eru börn sem við gleymum. Þessum hópi barna hef ég miklar áhyggjur af þegar kemur að kynferðisofbeldi, vegna þess að það sést oft ekki á þeim hvað þau ganga í gegnum.“ Ólöf segir einmana börn ekki taka þátt í tómstundum innan skóla eða utan. Þau hafi því oft meiri tíma en önnur börn og leita inn í tölvuheiminn. Tölvurnar verða þeirra vinir. „Félagsleg samskipti eru allt annars eðlis á netinu en augliti til auglitis,“ segir Ólöf. Þar búi börnin til ákveðna ímynd, séu ekki lengur einangr- uðu börnin sem þau eru í skól- anum. „Netið er áttunda heims- álfan. Þar gilda engin lög og engar reglur. Þar er hægt að nálgast allt. Þar er allt opið fyrir börn- unum. Í þessari heimsálfu eiga foreldrar erfitt með að vernda börnin sín fyrir óæskilegum hlut- um. Við erum komin inn í heims- álfu þar sem við foreldrar ráðum engu.“ Á netinu er það tvennt sem börnin sækja aðallega í: Blogg- síður og MSN samskipti. Inni á bloggsíðunum gefa þau upp öll sín persónulegu númer, m.a. MSN- netföng. „Þetta er vaxandi vanda- mál í dag og góð leið fyrir þá sem eru haldnir barnahneigð,“ segir Ólöf. „Þeir leita þessar síður uppi. Við sjáum inni í Barnahúsi vax- andi hóp af börnum sem hafa orðið þolendur kynferðisofbeldis í gegn- um netið.“ Hættulegur heimur En hvað er til ráða? Ólöf segir foreldra oft skorta þekkingu á net- heiminum sem bæta þurfi úr. Þá segist hún vilja sjá fræðslu um netið í skólum. „Uppbygging sjálfsmyndar hjá börnum er grunnþáttur til að börnum líði vel og þori að taka erfið skref í lífinu,“ segir Ólöf og er sannfærð um að betra sé að vinna með börn í hóp- um þar sem tekið er á einmana- leikanum og sjálfsmyndin byggð upp. Hún segir ábyrgðina liggja hjá öllu samfélaginu. „Netheim- urinn er hættulegur heimur sem auðveldar enn frekar aðgang að börnum og því verður samfélagið að bregðast við.“ k.“ Ég ð en þá em ég ess að ég linga og segja vona: feiti?“ em hafði r, ekkert rt tiltak- kki einu í horni lega tekið ndaði r frá sinni ar ekki einangrun fstyrkingu Morgunblaðið/G.Rúnar lar mestum árangri. Ólöf Ásta Farestveit, ráð- Náum áttum um einmana börn. Í HNOTSKURN »Unglingasmiðjurnar Tröðog Stígur eru félagsleg úr- ræði á vegum Reykjavík- urborgar. Þær eru ætlaðar unglingum á aldrinum 13-18 ára. » Í báðum smiðjunum ergert ráð fyrir tveimur hóp- um og eru allt að átta ungling- ar í hvorum hópi. »Markmið unglingasmiðj-anna er að gefa ungling- unum tækifæri til að takast á við erfiðleika og leita upp- byggjandi lausna, styðja þá til jákvæðra, félagslegra sam- skipta, draga úr einangrun, styrkja sjálfstraust þeirra og stuðla að jákvæðri sjálfsmynd. » Í smiðjunum vinna ung-lingarnir saman í hópum að ýmsum verkefnum og áhersla lögð á útivist. FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is NORSKUR og danskurherafli, þar á meðal orr-ustuflugvélar, herskipog sérsveitir, mun taka þátt í heræfingum hér á landi og fjölga einnig öðrum heimsóknum sínum hingað, samkvæmt sam- komulagi Íslands við Noreg annars vegar og Danmörku hins vegar, en þessi plögg eru tilbúin til undirrit- unar og utanríkisráðherrar ríkjanna munu skrifa undir þau í Ósló á morgun. Heræfingarnar, sem gert er ráð fyrir að fari fram með reglubundn- um hætti, eru mikilvægasti þáttur þessara samkomulaga og þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að undirstrika að á Íslandi hafi ekki orðið til neitt tómarúm í öryggis- málum eftir brottför varnarliðs Bandaríkjanna síðastliðið haust. Pólitískar viljayfirlýsingar Formið á plöggunum, sem und- irrituð verða í Ósló, er ólíkt. Sam- komulagið við Norðmenn er meira að vöxtum en telst þó ekki form- legur milliríkjasamningur og hefur heldur ekki lagagildi eins og varn- arsamningurinn við Bandaríkin hefur. Íslendingar og Danir munu hins vegar undirrita stutta yfirlýs- ingu um öryggis- og varnarsam- starf, sem helgast af því að þegar er í gildi samkomulag ríkjanna um samstarf á sviði landhelgisgæzlu, leitar og björgunar, fiskveiðieftir- lits og fleiri þátta. Bæði plöggin eru því fyrst og fremst pólitískar viljayfirlýsingar um samstarf í öryggis- og varnar- málum, björgunarmálum, almanna- vörnum og fleiri málum, sem lúta að ytra og innra öryggi ríkjanna. Í báðum samkomulögunum er vísað til stofnsáttmála Atlantshafs- bandalagsins og aðildar ríkjanna að bandalaginu. Þar er jafnframt í undirstrikað að samkomulagið byggist á sameiginlegum hagsmun- um á N-Atlantshafssvæðinu, þar sem ríkin vilja stuðla að öryggi og stöðugleika. Lýst er yfir vilja til að þróa samstarfið frekar í samstarfi við önnur NATO-ríki á svæðinu. Samstarf á friðartímum Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er í samkomulaginu við Noreg skýrt kveðið á um að um sé að ræða tvíhliða samstarf á friðar- tímum. Með öðrum orðum eru það áfram Bandaríkin, sem tryggja ör- yggi og varnir Íslands á stríðs- eða hættutímum, í samræmi við varn- arsamninginn sem enn er í gildi. Ekki hefur komið til tals að Norð- menn eða Danir hafi hér herlið var- anlega eða starfræki sjálfir neinar bækistöðvar hér á landi. Þessi ríki koma því ekki í stað bandaríska varnarliðsins og taka ekki að sér sambærilegt hlutverk. Í samkomulaginu við Noreg kemur fram að fjölga eigi heim- sóknum og æfingum norskra orr- ustuflugvéla, eftirlitsflugvéla, skipa og sérsveita hér á landi eða í ís- lenzkri loft- og landhelgi. Hversu oft þessar heimsóknir verða kemur ekki fram samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Það verður útfært í framhaldinu. Eftirlit, þjálfun, upplýsingar Í tengslum við flugheræfingar munu Norðmenn þjálfa sérstaklega íslenzka starfsmenn við flugum- ferðarstjórn og -eftirlit, en sér- á auknu samstarfi í alþjóðlegum að- gerðum, til dæmis vegna friðar- gæzlu á vegum NATO. Síðast en ekki sízt er í yfirlýsingu Íslands og Danmerkur lögð áherzla á gagnkvæmar heimsóknir og æf- ingar skipa, flugvéla og sérsveita, innan ramma NATO. Rétt eins og í samkomulaginu við Noreg er ekki útfært hversu oft þessar æfingar eða heimsóknir eigi að fara fram. Það verður væntanlega næsta skref. Engin tenging við deilumál Í norskum fjölmiðlum hafa ýms- ir, m.a. Jan Pettersen, fyrrverandi utanríkisráðherra og talsmaður Hægriflokksins í utanríkismálum, kallað eftir því að tengja samkomu- lagið um öryggis- og varnarmál við deilumál Íslands og Noregs á sviði fiskveiða og auðlindanýtingar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru engar slíkar tengingar nefndar í samkomulaginu við Nor- eg og ekki heldur yfirlýsingunni um samstarf við Dani. Ríkisstjórnin fjallaði um sam- komulögin á fundi sínum í gær- morgun. Að þeim fundi loknum var málið kynnt fyrir utanríkismála- nefnd Alþingis. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins var Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, eini nefndarmað- urinn sem lýsti efasemdum. hæfða flugumferðarstjórn þarf við heræfingar. Bandaríkin sáu um hana eins og annað við heræfingar hér á landi áður fyrr, en nú færast þessi verkefni í hendur Íslendinga. Starfsmenn greiningardeildar þeirrar, sem heyrir undir utanrík- isráðuneytið og mun hafa það verk- efni að halda utan um og greina hernaðarlegar upplýsingar, sem berast frá nágrannaríkjunum, hafa fengið þjálfun í Noregi og gert er ráð fyrir að svo verði áfram. Ríkin vilja jafnframt auka sam- starf á sviði landhelgisgæzlu og varðandi eftirlit herskipa og flug- véla á hafsvæðinu umhverfis Ís- land. Þar mun vera horft til þess að ná fram samlegðaráhrifum, sem auðvelda báðum ríkjum að fylgjast t.d. með skipaumferð um hafsvæðið á milli Íslands og Noregs. Gert er ráð fyrir að sú umferð fari vaxandi, meðal annars vegna stóraukinnar olíu- og gasvinnslu í Barentshafi. Áhugi á að tryggja ör- yggi þeirra flutninga er megin- ástæða þess að Norðmenn eru reiðubúnir til jafnvíðtæks sam- starfs við Ísland og raun ber vitni. Ísland og Noregur ætla að efla tengsl á milli löggæzluyfirvalda. Ennfremur er gert ráð fyrir auknu samstarfi um leit og björgun og al- mannavarnir. Þar á meðal eru skipti á upplýsingum um skipaferð- ir og hugsanleg sameiginleg kaup á björgunarþyrlum. Aukið samstarf í friðargæzlu Yfirlýsingunni, sem Ísland og Danmörk munu undirrita, svipar efnislega að flestu leyti til sam- komulagsins við Noreg. Lögð er áherzla á að ná fram samlegðaráhrifum, báðum til hags- bóta, með því að efla samstarf um öryggis- og varnarmál og almanna- varnir. Gert er ráð fyrir skiptum á trúnaðarupplýsingum. Danir munu þjálfa íslenzka starfsmenn, til dæm- is frá landhelgisgæzlu eða lögreglu. Í samkomulaginu er, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, ákvæði um að skoða eigi möguleika Flugvélar, herskip og sérsveitir Ljósmynd: Fjölmiðlamiðstöð norska hersins Tíðir gestir Gera má ráð fyrir að norskar F-15-orrustuflugvélar og P3 Orion-eftirlitsvélar sjáist oft á Keflavíkurflugvelli næstu ár. Norskur og danskur herafli mun taka þátt í æfingum á Íslandi „Þetta snýst fyrst og fremst um öryggismál á frið- artímum,“ segir Valgerður Sverrisdóttir utanrík- isráðherra um samningana við Noreg og Danmörku. „Með þessu skrefi hafa þjóðirnar staðfest sameig- inlega hagsmuni og framtíðarsýn í N-Atlantshafi.“ Valgerður segir af og frá að um verði að ræða norska eða danska hersetu á Íslandi. „Það er fyrst og fremst verið að formfesta ákveðið samstarf sem hefur að talsverðu leyti verið fyrir hendi. Það má halda því fram að við hefðum átt að vera búin að vinna þessa vinnu fyrr.“ Ekki herseta Valgerður Sverrisdóttir Í HNOTSKURN »Samkomulögin við Noregog Danmörku eru fyrstu tvíhliða samningar um varn- armál sem Ísland gerir við önnur ríki en Bandaríkin. »Viðræður fara einnigfram við Bretland og Kanada og eru fundir áform- aðir á næstunni. »Vonazt er til að nánarasamstarf takist með öll- um ríkjunum um öryggi og eftirlit á Norður-Atlantshafi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.