Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 16

Morgunblaðið - 25.04.2007, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is FRAMBJÓÐENDURNIR tveir sem eftir standa í forsetakosningun- um í Frakklandi, þau Sègoléne Ro- yal og Nicolas Sarkozy, biðla nú til miðjumannsins François Bayrou og kjósenda hans. Í herbúðum beggja er þó lögð áhersla á að ekki komi til greina að ganga til formlegra samn- ingaviðræðna fyrir síðari umferð for- setakosninganna, sem fram fer 6. næsta mánaðar. Helsta verkefni frambjóðenda er nú að leitast við að breikka fylgisgrunninn og það verð- ur einungis gert með því að höfða til þeirra sem staðsett hafa sig á miðj- unni í frönskum stjórnmálum. Bayrou fékk 6,8 milljónir atkvæða í fyrri umferðinni sem fram fór um liðna helgi. Helsta kennisetning Bayrous er sú að hefðbundin vinstri- hægri skipting stjórnmálanna heyri sögunni til. Reyndust 18,57% kjós- enda tilbúin að styðja þennan miðju- sækna leiðtoga og tryggja honum þriðja sætið í fyrri umferðinni. Það telst umtalsverður árangur og ljóst er að Bayrou gæti haft veruleg áhrif á baráttu næstu tveggja vikna með stuðningsyfirlýsingu við annan frambjóðandann. Boðað er að Bayrou haldi ræðu í dag, miðviku- dag, en óvíst var í gær hvort vænta mætti ótvíræðrar stuðningsyfirlýs- ingar. Heldur virtist það ólíklegt, ekki síst í ljósi þess hversu harka- lega hann gagnrýndi þau Royal og Sarkozy fyrir fyrri umferðina. Forsetakosningar í Frakklandi eru að því leyti líkar þeim sem tíðk- ast í Bandaríkjunum að í fyrri um- ferðinni er, líkt og í forkosningum stóru flokkanna tveggja vestra, mik- ilvægast fyrir frambjóðendur að inn- sigla stuðning „fastafylgisins“. Síð- ari umferðin í Frakklandi er síðan lík sjálfum forsetakosningunum í Bandaríkjunum að því marki að þá freista frambjóðendur þess að vinna fleiri kjósendur á sitt band, sem und- antekningarlítið felur í sér snarpa beygju og sókn inn að miðju stjórn- málanna. Þá sókn hafa þau Sarkozy og Royal nú hafið í Frakklandi. Sarkozy sagði í ræðu er hann flutti seint á mánudagskvöld í borginni Di- jon í austurhluta Frakklands, að faðmur hans væri opinn öllum þeim sem kosið hefðu aðra frambjóðendur í fyrri umferðinni. Hvatti hann karla og konur „hins góða vilja“ til að ganga til liðs við framboð sitt. „Þar eiga heima þeir sem einnig eru sann- færðir um gildi þjóðarvitundar, vinnusemi, verðleika, samhygðar og réttlætis, “sagði frambjóðandinn. Sarkozy tók þó skýrt fram að með þessu væri hann ekki að leita eftir „samningaviðræðum“ við François Bayrou og UDF-flokkinn smáa, sem hann fer fyrir. „Ég mun ekkert það bandalag mynda, sem gengur þvert á sannfæringu mína. Ég mun ekki fórna einlægni minni með því að stuðla að bandalagi flokka,“ bætti Sarkozy við. Athygli vöktu á hinn bóginn þau ummæli Jean-Louis Borloo, atvinnu- málaráðherra og eindregins stuðn- ingsmanns Sarkozy, í útvarpsviðtali á mánudag, að „fjölmargir“ félagar í flokki Bayrous myndu „óhjákvæmi- lega“ taka sæti í hverri þeirri stjórn sem Sarkozy færi fyrir. Lýðræðis- bandalag Bayrous (fr. „Union pour la Démocratie Française“,UDF) hef- ur 29 fulltrúa á þingi Frakklands. Flokkurinn hefur átt samstarf við UMP-flokk Nicolas Sarkozy. Raun- ar gengu margir helstu leiðtogar UDF til liðs við UMP þegar Jacques Chirac, fráfarandi Frakklandsfor- seti, stofnaði flokkinn árið 2002. Þingmenn UDF standa nú frammi fyrir vaxandi þrýstingi um að lýsa yfir stuðningi við Sarkozy. Er hugs- unin sú, að gegn því myndi UMP- flokkurinn ekki bjóða fram gegn þingmönnum þessum í þingkosning- unum, sem fram fara í júnímánuði. „Svik við fjölskylduna“ Eric Besson, fyrrum helsti hag- spekingur Sósíalistaflokksins, sem nú hefur gengið til liðs við Sarkozy sagði í gær að hann myndi fara fyrir „vinstri-vængnum“ í herbúðum frambjóðandans þ.e.a.s. stýra þeirri starfsemi sem þar fer fram í þeim til- gangi að vinna vinstrimenn til fylgis við hann. Sambærilegt teymi hefur verið myndað í því skyni að höfða til kjósenda Bayrous á miðjunni. Bess- on sagði sig úr Sósíalistaflokknum í febrúarmánuði og sendi skömmu síðar frá sér bók þar sem hann vændi Sègoléne Royal m.a. um „lýðskrum“ og sagði Frakkland „á hættulegri braut“ yrði hún kjörin forseti. Hann hafði áður farið ófögrum orðum um Sarkozy en kveðst hafa fallist á að ganga til liðs við hann eftir „ítarlega umræðu um stefnumál“. Talsmaður Sósíalistaflokksins sagði í gær að Besson hefði aldrei starfað fyrir Ro- yal og hefði hann fyllst biturð og „svikið fjölskyldu sína“ þar sem ekki hefði verið óskað eftir kröftum hans. Skyldur vinstrisinnaðrar konu Sègoléne Royal var öllu afdrátt- arlausari en keppinauturinn í yfir- lýsingum sínum er hún bauð Franço- is Bayrou til „opinnar hugmynda- fræðilegrar umræðu“ án skilyrða í því skyni að skapa „sameiginlegan grundvöll“. Royal kvað þetta skyldu sína. „Sem vinstrisinnaðri konu ber mér að gefa merki öllum þeim kjós- endum sem þrá breytingar.“ Franska dagblaðið Le Monde hafði í gær eftir François Rebsamen, kosningastjóra frambjóðanda Sósíal- istaflokksins, að ekki væri í ráði að ganga til beinna samninga við Bayrou. „Opin hugmyndafræðileg umræða“ gæti t.a.m. farið fram í sjónvarpi. Í þessu efni væri mikil- vægast að frú Royal hefði átt frum- kvæði eða „hreyft sig“ eins og hann orðaði það. Spurð hvort í ráði væri að mynda bandalag með Bayrou sagði Royal að slíkt stæði ekki til „að svo stöddu“. Hún tók hins vegar undir þá staðhæfingu Bayrous að stjórn- málakerfið í Frakklandi þarfnaðist endurnýjunar og sagði „ákall“ sitt ætlað öllum þeim sem fordæmt hefðu „gamla kerfið“. Samkvæmt skoðanakönnum, sem birtar hafa verið eftir að fyrri um- ferðin fór fram, hefur Sarkozy fjög- urra til átta prósentustiga forskot á Sègoléne Royal. Athygli vekur að samkvæmt tveimur könnunum hyggjast 38-45% kjósenda Bayrou styðja Royal í síðari umferðinni en 35-39% Sarkozy. Staða hans telst því traust þegar horft er til skoðana- kannana en úrslitin kunna að ráðast 2. maí þegar sjónvarpskappræður frambjóðenda fara fram. Frambjóðendur biðla til Bayrou  Sègoléne Royal býður leiðtoga miðjumanna til „hugmyndafræðilegrar umræðu“ án skilyrða  Nicolas Sarkozy segir faðm sinn opinn en hafnar samningaviðræðum til að tryggja miðjufylgi Reuters Breytingar Sègoléne Royal á fundi með stuðningsmönnum í Valence í suðausturhluta Frakklands á mánudags- kvöld. Hún reynir nú að breikka fylgisgrunninn með því að taka undir að kerfisbreytinga sé þörf í stjórnmálunum. HERMAÐUR selur konum í Dhaka, höfuðborg Bangladesh, hrísgrjón. Bráðabirgðastjórn landsins, sem nýtur stuðnings hersins, hefur grip- ið til þess ráðs að láta herinn annast sölu á korni á útimörkuðum til að sporna við okri á fátæku fólki. Mikil ólga er í Bangladesh en stjórnin sakar tvo helstu stjórn- málaleiðtoga landsins, þær Kha- ledu Zia og Sheikh Hasina Wajed, um að hafa áratugum saman ýtt undir kreppu í stjórnmálum lands- ins, ekki síst með heiftarlegri sam- keppni þeirra um völdin en þær hafa oft gegnt embætti forsætisráð- herra og eru úr helstu valda- fjölskyldum Bangladesh. Hyggst stjórnin, sem tók við völdum eftir langvarandi ringulreið í janúar, reka þær báðar í útlegð. Sheikh Hasinu var á sunnudag meinað að fara um borð í flugvél frá London til Dhaka. Er hún var á ferðalagi í Bandaríkjunum í liðnum mánuði voru lagðar fram kærur á hendur henni í heimalandinu fyrir fjárkúgun og morð. Ætlunin var að vísa Zia í útlegð í Sádi-Arabíu. En snurða hljóp á þráðinn í gær þegar sendiráð Sádi- Araba í Dhaka neitaði að veita henni vegabréfsáritun til lang- dvalar í landinu nema hún kæmi sjálf og sækti um áritunina. Vilja Sádi-Arabar að sögn fjölmiðla í Bangladesh fá staðfest að Zia fari af fúsum og frjálsum vilja til lands- ins. Reuters Herinn selur hrísgrjón Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is NÝKJÖRINN forseti Nígeríu, Um- aru Yar’Adua, hvatti í gær landa sína til að efla frið og samheldni en mikil óánægja er meðal stjórnarandstæð- inga vegna kosninganna á laugardag sem erlendir eftirlitsmenn segja hafa verið „skrípaleik“. Yar’Adua var frambjóðandi stjórnarflokksins Lýðræðisflokks alþýðunnar, PDP og samflokksmaður fráfarandi forseta, Olusegun Obasanjo. „Keppnin var háð og er núna búin, deilum okkar verður líka að ljúka í þágu almannaheilla,“ sagði Yar’A- dua. Lögregla beitti í gær táragasi til að dreifa mannfjölda sem safnað- ist saman í borginni Kano í norðri til að mótmæla kosningasvikum. Talsmenn Evrópusambandsins og Bandaríkjanna lýstu yfir „þungum áhyggjum“ vegna ofbeldis í kosn- ingabaráttunni og margvíslegs mis- ferlis sem bendir eindregið til kosn- ingasvika af hálfu stjórnarflokksins. Óvissa hefur ríkt um hríð á alþjóð- legum olíumörkuðum vegna kosn- inganna en einnig vegna blóðugra átaka sem hafa verið í einu mesta ol- íuhéraðinu, Dellta, í suðurhlutanum. Dagblöð í Nígeríu fóru hörðum orð- um um stjórnvöld. „Við erum aðhlát- ursefni hjá fréttaskýrendum um all- an heim,“ sagði hið áhrifaríka blað The Nation. „Þetta er ekki sú Níg- ería sem okkur dreymdi um þegar margir hættu lífinu … fyrir lýðræð- ið.“ Blaðið The Vanguard sagði að ef stjórnarflokkurinn hefði boðið fram geit hefði hún samt unnið. Ef marka má tölur yfirvalda var Yar’Adua búinn að fá þorra atkvæða þegar búið var að telja um 70% þeirra og því lýstur sigurvegari. Tugir manna voru drepnir í átökum í tengslum við kosningarnar. Obas- anjo, sem verið hefur forseti síðan 1999, viðurkenndi að gallar hefðu verið á kosningunum en sagði að þeir sem væru ósáttir ættu að leita til dómstóla. Nýi forsetinn hefur litla reynslu og er sagður munu verða leiksoppur í höndum Obasanjo. Fréttaskýrandi breska tímaritsins The Economist segir að Obasanjo hyggist að líkind- um áfram stjórna ýmsum mikilvæg- um málum á bak við tjöldin. Hann reyndi að fá stjórnarskránni breytt til að geta boðið sig fram á ný. Forsetakjörið „skrípaleikur“? Nýkjörinn forseti Nígeríu hvetur til friðar eftir umdeildar kosningar Í HNOTSKURN »Nígería er fjölmennasta ríkiAfríku með um 140 milljónir íbúa og sjötti mesti olíu- útflytjandi í heimi. »Um helmingur þjóðarinnarer kristinn, hinir eru múslím- ar eins og nýkjörinn forseti. »Helstu flokkar stjórnarand-stæðinga sögðust myndu kæra kosningarnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.