Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 31

Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 31 ✝ Þorsteinn Eyj-ólfsson fæddist í Hákoti á Álftanesi í Bessastaðahreppi 11. september 1906. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi 13. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Eyjólfur Þorbjarn- arson, bóndi í Há- koti á Álftanesi, f. 1867, d. 1933, og kona hans, Guðný Þorsteinsdóttir, f. 1873, d. 1956. Auk Þorsteins eign- uðust Guðný og Eyjólfur fimm dætur sem eru: Guðrún, f. 1898, d. 1981, Kristín, f. 1900, d. 1966, Val- gerður, f. 1903, d. 1904, Þorbjörg, f. 1904, og Sigríður, f. 1909, d. 1943. Eina eftirlifandi systkinið úr þessum hópi er Þorbjörg, 102 ára gömul. Þorsteinn kvæntist 17. desem- ber 1932 Laufeyju Guðnadóttur úr Hafnarfirði, f. 5. maí 1910, d. 16. nóv. 1987. Foreldrar Laufeyjar voru Guðni Benediktsson sjómað- ur, f. 1879, d. 1912 og kona hans, Kristrún Einarsdóttir, f. 1883, d. 1963. Börn Laufeyjar og Þorsteins eru: 1) Eyjólfur, stýrimaður og síðar verkstjóri, f. 8. nóvember 1933, maki Ragnheiður Svein- dóttir, f. 1938. 3) Sigurður Bjarn- þór yfirlæknir, f. 15. apríl 1943, maki Kristín Halla Jónsdóttir, f. 1943, dætur þeirra eru: a) Vilborg Yrsa, f. 1963, maki Ólafur Þ. Þór- hallsson, f. 1964, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. b) Laufey Ýr, f. 1966, maki Jón Sæmundsson, f. 1966, þau eiga sjö börn. 4) Óskírð- ur drengur, tvíburabróðir Sig- urðar, f. 15. apríl 1943, d. 15. apríl 1943. Þorsteinn ólst upp á Álftanesi og gekk þar í barnaskóla. Hann fór til sjós innan við tvítugt, fyrst á síld og síðar sem háseti á togara. Hann stundaði nám í Stýrimanna- skólanum í Reykjavík og lauk það- an hinu meira fiskimannaprófi 1930. Hann fékk skipstjórnarrétt- indi 1932 og sjómannsstarfið varð ævistarf hans, fyrst sem stýrimað- ur og síðar sem togaraskipstjóri. Hann var einn af mestu aflamönn- um togaraflotans og setti heims- met árið 1948 þegar hann landaði í Þýskalandi 380 tonnum af haus- uðum og slægðum fiski, sem veiddist á rúmum 5 sólarhringum. Eftir að Þorsteinn kom í land vann hann nokkur ár við netagerð. Laufey og Þorsteinn bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði, lengst af á Hraunstíg 7. Eftir að Laufey féll frá hélt Þorsteinn heimili um nokkurra ára skeið en síðustu árin bjó hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför Þorsteins verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. björnsdóttir, f. 1936, d. 1993, börn þeirra eru: a) Þórdís Birna, f. 1955, maki Ólafur B. Svavarsson, f. 1956, þau eiga þrjá syni og fjögur barna- börn. b) Þorsteinn, f. 1957, maki Valdís Valgarðsdóttir, f. 1959, þau eiga tvö börn og tvö barna- börn. c) Sveinbjörn, f. 1959, maki Inga Vildís Bjarnadóttir, f. 1964, þau eiga fjór- ar dætur og tvö barnabörn. Eyjólf- ur og Ragnheiður skildu. Síðari maki Eyjólfs var Sigurlaug Guð- jónsdóttir, f. 1927, d. 2003. 2) Guðni fiskifræðingur, f. 6. júlí 1936, d. 22. nóvember 1997, maki Ilse Thiede, f. 1937, d. 2002, synir þeirra eru: a) Þorsteinn Gunnar, f. 1959, maki Stefanía Eiríksdóttir, f. 1960, þau eiga þrjá syni. Fyrir átti Þorsteinn einn son. b) Ger- hard Ólafur, f. 1961, maki Ortrud Gessler, 1960, þau eiga þrjú börn. c) Ronald Björn, f. 1964, maki Bettina Fingerle, f. 1964, þau eiga fimm börn. d) Axel Einar, f. 1970, maki Sonja Scott, f. 1972, þau eiga þrjú börn. Fyrir átti Axel einn son. Guðni og Ilse skildu. Eftirlifandi maki Guðna er Guðlaug Torfa- Látinn er í hárri elli Þorsteinn Eyjólfsson tengdafaðir minn. Hann náði 100 ára aldri en andlegu atgervi hans tókst að gefa árunum langt nef og þau urðu að láta sér nægja að setja mark sitt á líkamann. Þor- steinn var fæddur í Hákoti á Álfta- nesi, eini bróðirinn í fimm systkina hópi og var hann næstyngstur. Ein eldri systir, Þorbjörg, lifir bróður sinn og er jafn ótrúlega ern og hann var. Síðustu árin dvöldu þau bæði að Hrafnistu í Hafnarfirði, bænum sem þau höfðu bæði búið í öll sín hjúskap- arár. Alla tíð var mjög kært með þeim systkinunum og mikill sam- gangur á milli heimila þeirra og má nærri geta að nú er mikill harmur að Þorbjörgu kveðinn. Þorsteinn var einstakt ljúfmenni, ávallt léttur í lund og færði með sér birtu og yl hvar sem hann kom. Þetta vissi ég áður en mér tókst að góma yngsta son hans og þótt aldrei hefði ég hitt Þorstein. Það var móðir mín sem var til frásagnar en faðir minn og Þorsteinn höfðu verið bestu vinir sem ungir menn þótt seinna yrði vík milli vina. Nú geymi ég sem sjáaldur auga míns mynd af þeim vinunum þar sem þeir sitja prúðbúnir fyrir hjá ljósmyndara, með kúluhatta meira að segja. Annar þeirra er tæplega tvítugur og hinn liðlega tvítugur og í mínum augum má ekki á milli sjá hvor þeirra er fallegri. Þorsteinn fæddist og ólst upp í Hákoti á Álftanesi og það þarf varla að taka það fram hve gífurlegar breytingar hafa orðið á því sem var sveitin hans og nánasta umhverfi. Hann lýsti eitt sinn fyrir mér ferð sem hann, 12 ára drengur, var send- ur í við annan pilt frá Álftanesi að Blikastöðum. Þeir fóru fótgangandi, teymandi bolakálf sem koma þurfti þarna á milli, og þótt ferðin sæktist seint gekk allt að óskum. Það var þreyttur en stoltur drengur sem þarna skilaði af sér ábyrgðarhlut- verki með sóma.Hvort þetta var fyrsta ábyrgðarhlutverkið sem Þor- steinn Eyjólfsson leysti vel af hendi veit ég ekki en svo mikið er víst að ekki var það hið síðasta. Þorsteinn fór í Stýrimannaskól- ann og eins og sjá má á prófskírteini hans frá 1930 stóð hann sig þar af- burða vel. Hann fékk stýrimanns- réttindi og síðar skipstjórnarréttindi á fiskiskip og átti eftir að vera tog- araskipstjóri lengst af starfsævinni. Hann var afar fengsæll og farsæll skipstjóri en það segir sig sjálft að það hefur tekið á að þurfa að sigla með aflann til Bretlands á stríðsár- unum. Þorsteinn átti góða konu, Laufeyju Guðnadóttur úr Hafnar- firði, sem stóð ávallt eins og klettur við hlið honum, en margar andvöku- nætur átti hún á þessum tíma. Lauf- ey og Þorsteinn bjuggu allan sinn búskap í Hafnarfirði. Þau eignuðust fjóra syni en misstu þann yngsta skömmu eftir fæðingu. Laufey féll frá árið 1987 eftir erfið veikindi og Guðni sonur þeirra langt fyrir aldur fram árið 1997. Eftir lifa synirnir Eyjólfur og Sigurður Bjarnþór. Ég stend í þakkarskuld við tengdaforeldra mína sem tóku mér opnum örmum þegar ég kom ung inn í fjölskylduna. Betri tengdaforeldra hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Dætur mínar áttu athvarf hjá afa og ömmu einkum þegar þær voru litlar og við bjuggum í nágrenni við þau í Firðinum. Amma Laufey hreinlega bar þær á höndum sér. Nú er komið að kveðjustund. Það eru þáttaskil í lífinu þegar horft er á eftir þeim sem mótuðu mann, voru manni skjól og gáfu manni ást og umhyggju. Maður verður eitthvað svo lítill í sér jafnvel þótt sá sem kvaddur er hafi orðið aldar gamall og við því hafi mátt búast að samfylgdin færi að styttast. Ég kveð tengdaföð- ur minn Þorstein Eyjólfsson með trega, virðingu og þökk. Kristín Halla Jónsdóttir. Ég ólst upp við sérstakar og skemmtilegar aðstæður. Á sama blettinum bjó öll fjölskyldan, við mamma, pabbi og systkinin í einu húsi, afi og amma Lau í næsta húsi og amma Dísa þar við hliðina. Sér- staklega uppbyggjandi fyrir lítinn orkumikinn strák sem þurfti mikið að borða. Ein fyrsta minning sem ég á er sú að ein af þeim persónum sem ég umgengst hafði meiri og ríkari áru en aðrar. Þetta var afi Lau eða Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri, sá er við kveðjum í dag. Eins og ósjálf- rátt viku menn aðeins til hliðar, gerðu heldur minna úr sér eða lækk- uðu róminn. Þetta fór ekki framhjá börnunum, sem einnig urðu heldur hljóðari, heldur stilltari þegar afi var nálægt. Nú veit ég ekki hvernig að- stæður afa voru í æsku en hann sagði mér frá því að frá fermingu var ætl- ast til að menn tækju fullan þátt í líf- inu, byrjuðu að afla til heimilis og það gerði hann. Hann stundaði sjó alla tíð, lærði til skipstjóra og ára- tugum saman stýrði hann skipum með reisn. Það hefur alltaf þurft sterk bein til að stýra skipum, ekki síst í stríðinu, þegar siglt var til Eng- lands með aflann. Þessi sterku bein hafði afi og þó að ég hafi aldrei upp- lifað að sjá það sjálfur á ég mjög auð- velt að sjá hann fyrir mér í brúnni myndarlegan, ákveðinn, foringjann. Þó að afi hafi ekki verið þessi „krakkatýpa“ þá held ég að hann hafi alltaf haft ánægju og gleði af sam- skiptum við okkur barnabörnin. Hann spilaði við okkur, var reyndar ástríðuspilari sem hataði að tapa, fór í bíltúra með okkur og þá oftar en ekki út á Álftanes á æskustöðvarnar. Hann sagði okkur ótal sögur, sem flestar eru gleymdar, um lífið á Álftanesi, í Hákoti og í fjörunni. Við Garðaholt benti hann alltaf á sama steininn og sagði að bak við hann hefði hann kysst fermingarsystur sína þegar þau gengu til spurninga að Görðum. Okkur krökkunum fannst þetta sniðugt en amma beindi talinu fljótt að öðru. Afi og þá oft Einar frændi fóru með okkur krakk- ana og kenndu okkur að veiða silung í Kleifarvatni og Hlíðarvatni. Ég man ekki hvort mikið aflaðist en það var gaman hjá öllum og þetta voru þroskandi ferðir. Afi náði að lifa í rúma öld, öld mik- illa breytinga þar sem þjóðin rís úr fátækt til efna. Afi tók verulega á með öðrum til að það mætti gerast. Ég heyrði aldrei á afa annað en hann væri sáttur við sinn hlut í lífinu, kannski helst í seinni tíð að honum þætti komið nóg. Afi bar ekki tilfinn- ingar á torg en auðvitað upplifði hann bæði gleði og sorgir í lífinu eins og allir. Trúlega var það eðlið og uppeldið í bland sem sögðu honum að halda reisn hvað sem á dyndi og það gerði hann. Þannig varð hún trúlega til þessi ára, þessi myndugleiki, sem ég minntist á í upphafi. Þannig man ég afa Lau og ætla að gera áfram. Sveinbjörn Eyjólfsson. Sé maður hógvær og sáttur er ellin ekki áþján, ef ekki er jafnvel æskan hlaðin áhyggjum. (Plató.) Við systur þekktum skipstjórann Þorstein Eyjólfsson sem elskulegan afa okkar, afa Lau í Hafnarfirði. Hann hefur nú lagst til hinstu hvílu á hundraðasta og fyrsta aldursári og eru það æði undarlegar tilfinningar sem að okkur sækja á þessum tíma- mótum. Sem gefur að skilja eru minningarnar um þennan góða mann ótal margar en það sem meira er um vert er sú staðreynd að hver og ein er hugljúf og falleg. Rifsber og rab- arbari, höfuðföt og Hornafjarðar- manni. Án efa yrði leitin að öðru eins jafnaðargeði og sátt við lífið sem ein- kenndu afa alveg fram undir það síð- asta svo ekki sé talað um góð- mennskuna sem alltaf var söm við sig. Sem dæmi um hana má nefna söfnun Kvennaathvarfsins fyrir um áratug sem fór fram gegnum símaá- heit. Afi vildi ólmur gefa í þetta góða málefni og hjálpa þannig konum í neyð en hann vildi hinsvegar afhenda peningana í eigin persónu, var þá orðinn það roskinn að símaáheit skildi hann ekki. Það var heldur vandræðalegt að hringja í Kvennaat- hvarfið til að kanna hvort hægt væri að líta inn með gamlan mann sem vildi leggjast á árar en því var vel tek- ið og afi fékk að afhenda peningana í eigin persónu. Breytingarnar sem afi okkar upp- lifði á þeirri rúmu öld sem hann lifði eru of stórtækar til að maður gæti al- mennilega skilið aðlögunina sem þær kröfðust af honum og samtímamönn- um hans. Við pirrum okkur á nýjum forritaútfærslum og býsnumst yfir einkennislykli frá bankanum meðan hann var vitni að innreið tækninnar í heild sinni, hvort sem hún birtist í formi bifreiða, nútímafjölmiðla, síma eða annarra tækja sem sjálfsögð þykja í dag. Afi náði meira að segja að verða svo sjóaður í þessu öllu saman að okkar fyrstu heildstæðu minning- ar um hann eru af honum að leggja kapal, horfa á sjóvarpsfréttir og hlusta á útvarpið, allt samtímis. Eftir að hann missti ömmu Lau ákvað hann að læra að elda en hún hafði séð um allt slíkt á heimilinu á sinn meistara- lega hátt án þess að hann kæmi þar nærri. Ekki náði afi að baka banana- terturnar sem einkenndu veislurnar á heimili þeirra meðan amma var á lífi eða því að galdra fram flatkökur en hann lét samt ekki deigan síga í mat- argerðinni. Þó svo að honum hefði seint verið boðið að vera gestakokkur á veitingastað náði hann að kynna sér það sem þurfti til að sjóða ýsu og búa skammlaust til hafragraut. Þegar afi var orðinn mjög roskinn skildi hann oft á tíðum lítið í því sem okkur þykir eðlilegt og er í því sam- bandi minnisstæður kvöldfréttatími sjónvarps þar sem sýnt var frá nýjum og glæsilegum frystitogara. Farið var inn í rými sem var innréttað sem líkamsræktarstöð, með öllum tilheyr- andi græjum til að koma sér í form, bretti til að hlaupa á og lóð til að lyfta. Afi hnyklaði brýrnar og spurði hvort enn væri verið að fjalla um togarann sem við játtum og hristi hann þá höf- uðið í undrun. Hann átti bágt með að skilja að togarasjómenn hefðu tíma eða þrek til að djöflast á tækjum úti á sjó enda væntanlega vanur allt, allt öðru vinnuumhverfi og líkamlegu erf- iði en þekkist í dag. Eins og alltaf var það samt ekki hneykslun á sér yngra fólki sem skein í gegn heldur einskær undrun á breyttum kringumstæðum. Kannski voru það stóru stökkin sem hann hafði þegar upplifað sem hvöttu hann engu að síður til að reyna að halda í við síbreytilegt umhverfið, reyna til að mynda að átta sig undir það síðasta á því hvar nákvæmlega hann var staddur sem farþegi í öku- ferðum til og frá Hrafnistu í mat til foreldra okkar á sunnudögum. Liðnar eru þær stundir sem maður var minntur á eigin aldur þegar fólk spurði hvumsa „Ha? Átt þú afa?“ Það er ekki sjálfgefið að ná hárri elli og um leið og við kveðjum afa Lau með sárum söknuði upplifum við jafn- framt þakklæti fyrir það hve lengi hans naut við. Vilborg Yrsa og Laufey Ýr Sigurðardætur. Ég kynntist afa mínum sem smá- polli en hann var þá að verða sjötug- ur. Ekki er hægt að fjalla mikið um afa án þess að minnast á konu hans, Laufeyju Guðnadóttur, f. 5. maí 1910. Betri ömmu og afa gæti ég ekki hugsað mér og ég verð þeim ævin- lega þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að dvelja hjá þeim. Margs er að minnast og ekki pláss fyrir allt í stuttri minningu. Þó verður að nefna veislurnar sem haldnar voru á Hraunstígnum og áttu engan sinn líka. Þá hittust afkomendurnir og áttu góða stund saman og allt húsið iðaði af lífi, þær stundir munu lengi lifa í minningunni. Borðstofuborðið svignaði undan heimagerðum kræs- ingunum enda var amma marga daga að undirbúa þessar samkomur þar sem hún nostraði við veitingarn- ar. Á hverju hausti var svo leigður sumarbústaður í Munaðarnesi og haldið upp á afmæli afa. Gestum var boðið yfir helgina og afmælinu fagn- að með stæl. Eftir helgarnar vorum við oft þrjú eftir í nokkra daga þar sem keyrt var um Borgarfjörðinn og haldið í berjamó eða spilaður manni í miklum notalegheitum. Afi var hættur til sjós þegar við kynntumst og því eru aðrir betur til þess fallnir að rifja upp sjómanns- feril hans. Þó var hann aflakóngur mikill og setti ýmis met á sínum tíma. Samt talaði hann alla tíð af mikilli hógværð um feril sinn og gerði sem minnst úr eigin afrekum. Í mörg ár var reynt að fá leyfi til að heiðra hann sérstaklega á sjómanna- deginum í Hafnarfirði en hann af- þakkaði alla tíð og hafði ekki minnsta áhuga á slíkri orðuveitingu. Það var greinilegt að hann naut mikillar virðingar hér í bæ en það var ekki fyrr en ég fór sjálfur til sjós og ræddi við karla sem þekktu afa að mér varð ljóst hversu einstakur náungi hann var. Mér finnst jafn ein- stakt að aldrei hef ég heyrt eitt ein- asta styggðaryrði nefnt um hann sem hlýtur að teljast mjög óvenju- legt fyrir hvern sem er. Það var samt ekki eins og hann afi hefði gengið með veggjum, hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á hlutunum og lá ekki á þeim. Hann hafði ríka réttlæt- iskennd og átti til að segja mér og öðrum til syndanna þegar honum fannst ástæða til, þannig voru hlut- irnir útræddir með engum eftirmál- um né langrækni. Í stuttu máli var hann mikill sómamaður og hreinn og beinn í öllum sínum samskiptum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Eftir erfið veikindi dó amma seint á árinu 1987. Banalegan hafði greini- leg áhrif á afa og heilsu hans fór að hraka í kjölfarið. Síðasta haust náði hann þeim merka áfanga að halda upp á 100 ára afmæli sitt svo eftir var tekið. Sjaldan hefur annar eins hóp- ur af vinum og afkomendum mætt til að heiðra afa og var greinilegt að hann naut veislunnar og þótti vænt um stundina. Þetta verður því að teljast frábær lokahnykkur á langri og farsælli ævi þar sem mikið fjör var í veislunni og margir fengu að kveðja afa í síðasta sinn. Að lokum langar mig til að þakka í heyranda hljóði fyrir þá blessun að hafa átt Steina í Hákoti fyrir afa, takk fyrir margar frábærar stundir. Minningin mun lengi lifa. Axel Einar Guðnason. Þorsteinn Eyjólfsson Langafi okkar var góður maður en því miður dó hann, enda orðinn 100 ára. Afi Lau og amma Lau, það er nú enginn eins og þau, hann á sjó og hún svo glöð, þau horfa á mig og vernda. Nú flögra þau í görðum eins og fuglar tveir. Þetta var um afa og ömmu Lau. Kristín Sól, Þórunn og Ilmur. HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Þor- stein Eyjólfsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.