Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 33 Það var mikið áfall fyrir okkur þeg- ar pabbi veiktist, en hann hélt sínu striki og sinnti áhugamálum sínum með sama hætti og áður. Við fjöl- skyldan áttum oft góðar stundir sam- an og er þá sérstaklega Kaupmanna- hafnarferðin minnisstæð. Eftir áramót hrakaði heilsu föður míns mjög. Það var erfitt að kveðja. Mín síðustu orð til hans, daginn áður en hann dó, voru að nú skyldi hann hvíla sig og sofna því hann væri svo þreytt- ur. „Þetta verður allt í lagi, pabbi minn, við mæðgurnar munum að vísu sakna þín hræðilega mikið, en við spjörum okkur.“ Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom inn til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. (Tómas Guðmundsson.) Þín dóttir Linda Salbjörg. Elsku pabbi minn. Þá er komið að kveðjustund, kveðjustund sem kom alltof fljótt. Það eru margar góðar minningar sem rifj- ast upp. Öll skemmtilegu ferðalögin innanlands þar sem þú fræddir okkur systurnar um það sem fyrir augu bar enda fáir fróðari en þú um landið okk- ar og sögu þess. Það var fastur liður að stoppa í öllum kaupfélögum sem á vegi okkar urðu og alltaf vildir þú leyfa okkur að fá eitthvert dót þar og gleymi ég seint þegar við löbbuðum út úr kaupfélaginu í Varmahlíð með 2ja hæða dúkkuhús í farteskinu. Þú áttir sterkar rætur á bernsku- stöðvunum og þegar við heimsóttum Haganesvík í Fljótum fylltist þú ein- hvers konar stolti og fortíðarþrá. Þú varst mikill áhugamaður um flug og siglingar og þeir voru ófáir bíl- túrarnir sem við fórum með þér í út á Reykjavíkurflugvöll eða niður á höfn til að taka myndir. Þeim ferðum lauk svo gjarnan með viðkomu í ísbúðinni við Laugalæk. Þú varst mikill grúskari og fræði- maður enda sílesandi og skrifandi. Þú barst mikla virðingu fyrir bókunum þínum og lagðir ríka áherslu á að gengið væri vel um þær. Til marks um það urðum við alltaf að hafa hrein- ar hendur áður en við tókum okkur bók í hönd eða skoðuðum myndaal- búm fjölskyldunnar. Þú varst alltaf svo óendanlega góð- ur við mig og okkur systurnar og vild- ir allt fyrir okkur gera, hvort sem það var að skutla okkur eitthvað eða hjálpa okkur í heimanáminu. Þú naust þess að hlýða okkur yfir og oft- ar en ekki fylgdi meiri fróðleikur með. Það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, þú hvattir okkur til þess að gera það sem okkur langaði. Þegar ég bjó erlendis brást ekki að þú hringdir reglulega til að heyra í mér hljóðið og sendir oft pakka með ýmsu góðgæti í. Þegar barnabörnin bættust eitt af öðru í hópinn varstu svo glaður og stoltur og talaðir um að fallegri börn væri ekki að finna. Þú fylgdist af mikl- um áhuga með þeim og laumaðir iðu- lega að þeim aurum til að setja í bauk- inn. Það er svo sárt að hugsa til þess að þú sem hefur alla tíð verið svo stór hluti af mér og lífi mínu sért búinn að kveðja þennan heim. Þó að þú hafir verið orðinn mjög veikur líkamlega varstu svo sannarlega hress í anda. Þú tókst veikindum þínum af miklu æðruleysi og lést aldrei neinn bilbug á þér finna. Elsku pabbi minn. Það er með sár- um söknuði sem ég kveð þig nú, en ég veit að við munum hittast aftur. Þakka þér fyrir allar góðu minning- arnar og megi Guð geyma þig. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoð- aðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Spámaðurinn. Þín dóttir, Edda. Hinn 14. apríl síðastliðinn lést pabbi eftir erfið veikindi. Undanfarið hefur hugurinn reikað til baka og margar góðar minningar rifjast upp. Ferðalög fjölskyldunnar um landið koma fljótt upp í hugann enda voru pabbi og mamma dugleg að ferðast með okkur systurnar. Oftast var för- inni heitið norður í land til Ólafsfjarð- ar að heimsækja ættingja. Ferðin byrjaði þá gjarnan í Akraborginni þar sem batteríin voru hlaðin fyrir keyrsl- una en ef við fórum akandi fyrir fjörð komum við alltaf við í Botnsskálanum og fengum okkur franskar og pabbi gaf okkur tíkalla í spilakassann. Það var svo fastur liður að koma við á Hóli í Norðurárdal og heimsækja fjöl- skyldu mömmu. Á leiðinni norður var pabbi duglegur að segja okkur frá umhverfinu, hann þekkti hverja þúfu á leiðinni og sagði okkur alls konar sögur frá því sem fyrir augu bar. Við höfðum það einnig fyrir sið að koma við í gömlu kaupfélögunum og eigum við systur ýmiss konar dót frá þessum ferðum, t.d. er mér minnisstæður sundbolurinn sem Linda fékk í kaup- félaginu í Borgarnesi, dúkkuhúsið sem var keypt fyrir Eddu í Varma- hlíð, og komst varla fyrir í bílnum, og dótaklukkan sem ég fékk á Dalvík. Um tíma rak pabbi antíkverslun á Bergstaðastræti og síðar fornbóka- búðir á Hverfisgötu. Stundum kom fólk inn og spurði eftir ákveðinni bók og oftar en ekki átti pabbi bókina til, en það var hins vegar erfiðara að vita hvar hún væri niðurkomin. Ég skrif- aði þá niður nafn og símanúmer vænt- anlegs viðskiptavinar ef við skyldum finna bókina seinna en þegar hér var komið sögu var pabbi yfirleitt búinn að fræða viðkomandi um það sem hann þurfti að vita varðandi bókina, höfundinn eða eitthvað því tengt svo bókin sjálf var orðin aukaatriði og við- komandi hafði jafnvel ekki þörf fyrir hana lengur. Pabbi greindist með krabbamein í ágúst 2004. Það var ljóst að veikindin voru alvarleg og óvíst hversu langur tími væri til stefnu. Pabbi vildi ekki gera mikið úr veikindunum og bað okkur um að gera slíkt hið sama. Við ákváðum þess í stað að nýta tímann vel sem eftir væri og ég held að okkur hafi tekist það. Pabbi náði að sinna áhugamálum sínum áfram, frímerkja- söfnun og ýmiss konar skrifum. Við fórum ófáar kaffihúsaferðirnar eða skutumst í Kolaportið þar sem pabbi skoðaði bækur og frímerki. Hæst ber þó að nefna ferðina til Kaupmanna- hafnar í október 2005 þar sem við fjöl- skyldan höfðum það náðugt saman. Í veikindunum kom berlega í ljós yfir hversu miklum styrk pabbi bjó, hann kveinkaði sér aldrei þó að veik- indin væru erfið og tækju sinn toll. Hann vildi miklu frekar tala um hvernig mér gengi í skólanum og hvað væri að frétta af Hrannari og Sigrúnu Freyju. Síðustu vikurnar mátti ég lítið aðstoða hann á sjúkra- húsinu því hann hafði svo miklar áhyggjur af kúlunni minni og að ég myndi ofreyna mig. Þetta lýsir pabba vel, hann bar alla tíð mikla umhyggju fyrir fjölskyldunni og studdi okkur systurnar skilyrðislaust í því sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku pabbi, við sjáumst síðar. Þín dóttir, Alda. Guðmund Sæmundsson er varla hægt að kveðja öðruvísi en að setja niður línu á blað því bækur og greinar voru hans ær og kýr. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru fyrir um 8 árum er ég kynntist Lindu, elstu dóttur hans. Elsku afi okkar Við munum sakna þín rosa- lega mikið. Þú varst alltaf svo góður við okkur og hrósaðir okkur mikið. Þú varst góður að gefa okkur peninga, stund- um duttu buxurnar næstum niður um okkur því vasarnir voru fullir af smápeningum frá þér. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Við vitum að nú ertu orðinn frískur uppi á himnum og við vonum að Guð passi þig mjög vel. Þínir afastrákar, Ari og Kári. HINSTA KVEÐJA Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, LÁRUSAR HAFSTEINS LÁRUSSONAR, Víðimýri 8, Sauðárkróki. Þóranna Hjálmarsdóttir, Þórður Steinar Lárusson, Þorbjörg Bergsdóttir, Einar Jóhannes Lárusson, Sólveig Birna Gísladóttir, Steinunn Daníela Lárusdóttir, Sigurjón Viðar Leifsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar elsku- legu ELÍNAR INGU BALDURSDÓTTUR, Suðurgötu 80, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks heimahlynningar fyrir einstaka umönnun, hlýju og stuðning. Gunnar Valdimarsson, María Björg Gunnarsdóttir, Baldur Pálsson, Hlíf Brynja Baldursdóttir, Eiríkur Már Hansson, Aðalbjörg Baldursdóttir, Slawomir Brodowski, Páll Baldursson, Þórunn Björg Jóhannsdóttir, Valdimar Magnússon, Bentína Sigrún Viggósdóttir. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, ömmu okkar, langömmu og langalangömmu, SIGURBJARGAR SÓLEYJAR BÖÐVARSDÓTTUR frá Happastöðum, síðast til heimilis á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra í Vestmannaeyjum. Guðlaug Sigríður Gunnarsdóttir, Ásdís Hansen, Annfinn Hansen, Marta Jónsdóttir, Gústaf Ó. Guðmundsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Gunnar Þór Friðriksson, Valgarð Jónsson, Ólöf Eirný Gunnarsdóttir, Sigurbjörn S. Kjartansson, Wichuda Buddeekham, Jóhann Bjarni Kjartansson, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, HULDU SIGURBJARGAR HANSDÓTTUR, Laufvangi 16, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Ólafur H. Friðjónsson, Katla Þorkelsdóttir, Guðlaug Hanna Friðjónsdóttir, Guðrún H. Friðjónsdóttir, Árni Kr. Sigurvinsson, Friðrik H. Friðjónsson, Sólveig H. Friðjónsdóttir, Júlíanna H. Friðjónsdóttir, Magnús Pétursson, Guðlaugur H. Friðjónsson, Guðrún Elísabet Jónsdóttir, Kristín J. Ármann, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐMUNDAR ÞÓRS BENEDIKTSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Klara J. Arnbjörnsdóttir, Arnbjörn Arason, Soffía Húnfjörð, Dagur Óskar Guðmundsson, María Guðmundsdóttir, Fylkir Þór Guðmundsson, Matthea Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa okkar, JÓHANNESAR INGIMARS HANNESSONAR bónda á Egg, Hegranesi í Skagafirði. Guð blessi ykkur öll. Jónína Sigurðardóttir, Þórður Pálmar Jóhannesson, Sigurbjörg Valtýsdóttir, Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir, Símon Edvald Traustason, Pálína Sigríður Jóhannesdóttir, Bjarni Eyjólfur Guðleifsson, Elín Gerður Jóhannesdóttir, Stefán Ævar Ívarsson, Sigurður Jóhannesson, Annie Beraquit, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ELÍSAR H. GUÐNASONAR, Eskifirði. Sérstakar þakkir til Ingibjargar Birgisdóttur, hjúkr- unarkonu. Einnig þakkir til starfsfólks Sjúkra- hússins í Neskaupstað fyrir góða umönnun. Erna Nielsen, Ásvaldur Elísson, Anna Benjamínsdóttir, Guðni Elísson, Arna Geirsdóttir, Hallfreður Elísson, Gunnhildur Garðarsdóttir, María Elísdóttir, Johannes Etterlid, Fannar Elísson, Dagrún B. Haraldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. SJÁ SÍÐU 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.