Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.04.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 17 ERLENT DÖNSKU lögreglunni hefur í fyrsta sinn tekist að staðfesta með mæl- ingum að beitt hafi verið svefnlyfi til að slæva konu og nauðga henni, að sögn danska útvarpsins, DR. Lyf sem nauðgarar lauma í drykk hjá fórnarlömbum hverfa úr blóðinu á nokkrum klukkustundum og sjást þá engin merki um þau lengur í blóðinu. En tveir 18 ára gamlir menn eru nú í haldi og verða ákærðir fyrir að hafa í desember nauðgað 17 ára stúlku í íbúð í Kaupmannahöfn. Munu þeir hafa laumað lyfinu flunitrazepam í glas með vodka og kóki. Stúlkan kærði ofbeldið um leið og hún vaknaði og gat lögreglan því strax tekið blóðsýni. Mennirnir fullyrða að stúlkan hafi haft sam- ræði við þá af fúsum og frjálsum vilja. Geta sannað nauðgun VÍGAMENN úr röðum Hamas- samtakanna í Palestínu lýstu því yf- ir í gær að fimm mánaða vopnahléi við Ísraelsstjórn væri lokið um leið og þau sögðust hafa skotið hátt í þrjátíu flugskeytum á Ísraela. Vopnahléi lokið HÓPUR byssumanna gerði árás á olíuleitarsvæði sem er undir stjórn kínverskra aðila í Eþíópíu í gær með þeim afleiðingum að 74 týndu lífi, þar af níu Kínverjar. Þá var sjö Kínverjum rænt í ódæðinu. 74 féllu í Eþíópíu UM 91% Egypta styður árásir á Bandaríkjamenn í Írak og aðeins þriðjungur íbúa í Indónesíu, Pak- istan, Egyptalandi og Marokkó seg- ist í nýrri könnun vera á móti að- ferðum al-Qaeda. Reuters Reiðir múslímar Mótmæli gegn stjórn Pakistans í Islamabad. Styðja árásir MIKIL áfengisdrykkja skaðar heila kvenna meira en heila karla og dregur hraðar úr minnisleikni þeirra, skipulagsgáfu og hæfileik- anum til að leysa þrautir. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt er í tímaritinu Alcoholism: Clinical & Experimental Research. Áður hefur verið talið að áfengið skaði líffæri og vöðva kvenna meira en karla, heilinn hefur nú bæst við. AP Eitur? Margir ánetjast áfenginu. Vínið fer verr með konurnar JAPÖNSKU Toyota-bílaverksmiðj- urnar náðu þeim áfanga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs að selja fleiri bíla en nokkur annar framleiðandi og fóru um leið fram úr General Motors sem lengi hefur selt mest. Selja meira en GM BRESKIR vísindamenn gagnrýna nýja skýrslu sem gerð var fyrir stjórnvöld en þar er mælt með því að rætt verði hvort ofurgreind vél- menni framtíðarinnar fái mannrétt- indi, að sögn The Guardian. Segja vísindamennirnir að óþarfi sé að verja tíma í „hálfgerðar álfasögur“. Noel Sharkey, vélmennasérfræð- ingur hjá Sheffield-háskóla, tók und- ir með þeim sem sögðu skýrsluna ekki byggða á vísindalegri þekkingu. Hann sagði nær að velta fyrir sér ör- yggi almennings með aukinni notk- un vélmenna. „Við verðum að segja almenningi hvað er að gerast í vél- mennafræðum og spyrja hann hvað hann vill,“ segir Sharkey. „Ímyndið ykkur vélmenni með há- þrýstivatnsdælur berjast við námu- menn í verkfalli,“ segir hann. Suður-kóreski herinn kynnti í fyrra vopnað vélmenni sem getur skotið mann á allt að 500 metra færi og Bandaríkjamenn stefna að því að þriðjungi farartækja landhersins verði skipt út fyrir sjálfstýrandi vél- menni. Sharkey segist óttast að ef hægt verði að sleppa því að nota fólk í hernaði verði auðveldara fyrir ríki að hefja stríð. Vélmenni muni geta annast ýmis umönnunarstörf og hann spáir því að titrandi kynlífs- vélmenni komi í stað uppblásinna leikfanga sem nú eru á markaði. Reuters Framtíðin? Japanskt vélmenni á sýningu í gær með um 30 kílóa þunga körfu, fulla af sandi. Vélmenninu er m.a. ætlað að stunda húshjálp. Vélmenni réttlaus? Hjá okkur eru allir dagar dagar umhverfisins Njótum umhverfisins ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 3 72 93 0 4/ 07 Fræðsla og nánari upplýsingar á www.or.is Merktar gönguleiðir Fræðslustígar Gestamóttaka Skipulagðar skoðunarferðir Á degi umhverfisins árið 2005 hlaut Orkuveita Reykjavíkur Kuðunginn, umhverfisverðlaun Umhverfisráðuneytisins. Um leið og við óskum nýjum handhöfum til hamingju með viðurkenninguna, minnum við á fjölbreytta útivistarmöguleika á svæðum Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur hefur alltaf lagt áherslu á að gera svæði, sem hún hefur umsjón yfir, aðgengileg öllum þeim sem hafa áhuga á útivist og náttúruskoðun. Um þessi svæði hafa víða verið lagðir merktir göngustígar. Fræðslu um gönguferðir er að finna á vefsíðu Orkuveitunnar, www.or.is. Mörg þessara svæða eru með vinsælustu útivistarsvæðum á landinu. Má þar nefna Elliðaárdal í hjarta Reykjavíkur, Heiðmörk, Hengilssvæðið, Hvammsvík í Hvalfirði og Deildartunguhver í Borgarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.