Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 27

Morgunblaðið - 25.04.2007, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2007 27 Sagt var frá í pistli Gísla Krist- jánssonar í Morgunvakt RUV, 12. apríl s.l., að atvinnumálanefnd norska Stórþingsins væri vænt- anleg hingað í maí, vegna nýrrar norskrar veiðistjórnar. Athugun Norðmanna á veiði- stjórnun gæti reynst okkur nota- drjúg. Má ætla að hún verði fag- leg og ítarleg og taki til allra meginforsendna og þátta veiði- stjórnar og að niðurstöður verði birtar opinberlega. Forsendur Ákvæði stjórnarskráa og mannréttindasáttmála um jöfnuð og atvinnuréttindi þegnanna hljóta að koma til skoðunar þeg- ar aðgangur að veiði er ákveðinn. Stenst samkvæmt þeim ákvæð- um að veita fáum útgerðum, svo til frítt, verðmæta kvóta, sem auk nýtingar og veðsetningar ganga kaupum og sölum og í arf? Og hvað um byggðir Íslands? Í landhelgisdeilum Íslendinga, einkum á þriðja fjórðungi síðustu aldar, var oft vísað til sögulegrar nýtingar byggða hér á veiðisvæð- um sem næst lágu byggðunum og talið að þær væru líklegastar til að veiða með mestri gát og arði. Og bætast nú við við líf- fræðilegar ástæður? Sem sagt þær, að þorskur við landið sé ekki af einum stofni, heldur nokkrum sem tengjast ákveðnum svæðum. Upptaka veiðistjórnar hér var til að vernda fiskistofna en ekki til að vera grundvöllur kvótabrasks. Hvernig hefur veiðistjórnin tekist? Ef til vill hefur hún komið í veg fyrir hrun fiskistofna. Að því frátöldu virðist árangur slakur. Flöggun „Bestu veiðistjórnar í heimi“ af stjórnmálamönnum hér og „faglegum umsagnaraðilum“ þeirra er í senn hlægileg og dap- urleg. Afrakstur helstu fiski- stofna er langt frá þeim há- marksafrakstri sem menn gerðu sér vonir um í upphafi. Meg- inatriðið er þó að almenningi hef- ur ekki verið kynnt líkan sem sýnir meginþætti mögulegrar nýtingar fiskistofnanna og af- rakstur þeirra í reynd. Árang- urinn dugir ekki til þess og ástand þorsks virðist lakara en þegar veiðistjórnin hófst. Hvar erum við stödd? Við erum við mörk þess að fiskistofnar landgrunnsins hverfi úr þjóðareign og hrun þeirra blasi við. Á lokadögum síðasta Alþingis lagði forsætisráðherra, Geir H. Haarde, fram frumvarp til breytinga á stjórnarskránni, sem miðaði að því að festa þar varanlegan einkarétt útgerða til nýtingar á fiskistofnunum. Um það leyti var viðtal við Friðrik Arngrímsson, forstjóra Lands- sambands ísl. útvegsmanna, á Stöð 2. Friðrik varð ekki skilinn á annan hátt en þann að hann teldi að útgerðirnar ættu nú þeg- ar varanlegan veiðirétt, sem skylt yrði að bæta, yrði hann felldur niður, þrátt fyrir að op- inberar skrár kveði á um veiði- rétt til eins árs í senn. Er víst að einkaeign útgerða á fiskistofnum fylgi hrun þeirra? Ef til vill ekki, en græðgi manns- ins lætur ekki að sér hæða. Natni bóndans og umhyggja, sem þekk- ir bústofn sinn, getur gengið að honum vísum og hirt afrakstur hans, er víðs fjarri við fiskveiðar. Þá gildir að ná ómerktum fiski í víðáttum hafsins innan marka laga og lagaframkvæmdar, sem hefur verið götótt. Sé forstjóri LÍÚ tekinn alvarlega, eiga ákveðnar útgerðir kvótana sem einkaeign. Er þá ekki rétt að op- inberir aðilar komi fram gagn- vart þeim „einkaeignum“ sem öðrum einkaeignum? Hafa þeir þá rétt eða skyldu til að hnýsast í, vasast í og ráðskast með einka- eignir útgerðanna með fiskirann- sóknum, landhelgisgæslu og veiði- stjórn eins og nú tíðkast? Mér virðist ekki. Jafnvel þótt það yrði talið hagkvæmt af þjóðhags- ástæðum virðist það ekki réttlæt- anlegt gagnvart öðrum atvinnu- greinum. Verði fiskirannsóknir, landhelgisgæsla og veiðistjórn lögð af ræður græðgin ein og það þolir enginn verðmætur fiskistofn. Hvernig þróast fiskveiðistjórnin? Hverjum hefði dottið í hug í byrjun veiðistjórnar að fiskistofn- arnir yrðu nýttir sem einkaeign fárra útvalinna, nánast með útilok- un aðkomu nýrra aðila? Ólíklegt er að sama veiðistjórn verði eftir næsta aldarfjórðung. Margir áhrifaaðilar hér og margt launa- fólk stefnir á inn- göngu í Evrópusam- bandið til að ná betri viðskipta- og vaxtakjörum. Fiski- mið og fiskveiðar okkar hafa þar verið aðalágreiningsefnið. Hér er ekki mælt með inngöngu, en hún virðist háska- legri, lúti kvótinn markaðslögmálum. Traustar byggða- tengingar eru lík- legri til varanlegra yfirráða okkar á miðunum. Aðalvandi Íslendinga í fiskveiði- stjórnarmálinu er hinn sami og í mörgum öðrum opinberum mál- um, svo sem Kárahnjúkamálinu, sölunni á Búnaðarbankanum, Byrgismálinu og skerð- ingum á elli- og ör- orkulífeyrisgreiðslum Tryggingastofnunar ríkisins. Æðstu valda- aðilar hirða lítt um að afla og veita upplýs- ingar um opinber mál og ganga stundum hart fram við að leyna upp- lýsingum fyrir almenn- ingi og jafnvel fyrir al- þingismönnum. Einn aðalókostur opinberrar einkavæðingar virðist sá að með henni er auðveldara að leyna upplýsingum. Meðan sú staða er uppi er torvelt að þróa farsæla fiskveiðistjórn. Verða Norðmenn til að breyta því? Um fiskveiðistjórn Íslendinga Tómas Gunnarsson skrifar um veiðistjórnun og fiskistofna » Við erum við mörkþess að fiskistofnar landgrunnsins hverfi úr þjóðareign og hrun þeirra blasi við. Tómas Gunnarsson. Höfundur er lögfræðingur. Engin útborgun, jafnar mánaðargreiðslur. Þeir sem kaupa Note eða Micru með hagstæðu bílaláni frá fá að auki 10.000 króna bensínkort með bílnum! Það er ekki eftir neinu að bíða, það er komið grænt ljós á Micru og Note! ENGIN ÚTBORGUN! ENGIN ÚTBORGUN! ÓTRÚLEGA HAGSTÆÐAR MÁNAÐARGREIÐSLUR Nissan Micra 5 dyra Verð frá aðeins 21.315 kr. á mán.* Nissan Note sjálfskiptur Verð frá aðeins 26.156 kr. á mán.* 10.000 króna bensínkort fylgir með! 10.000 króna bensínkort fylgir með! E N N E M M / S ÍA / N M 2 7 2 8 4 Sævarhöfða 2 Sími 525 8000 www.ih.is Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9.00 - 18.00 og laugardaga kl. 12.00 - 16.00 Umboðsmenn um land allt Njarðvík 421 8808 Höfn í Hornafirði 478 1990 Reyðarfirði 474 1453 Akureyri 464 7940 *Miðað við 100% Avant bílasamning í 84 mánuði. 50% yen og 50% CHF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.