Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 2

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björnsson, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÝ ÞJÓNUSTA fyrir áskrifendur Morgunblaðsins verður opnuð á mbl.is í dag. Með þessari þjónustu bjóðast áskrifendum ýmis tilboð.  Aðgangur að smáauglýsingavef með allt að 10 ókeypis auglýs- ingum á 30 daga fresti.  Ókeypis aðgangur að pdf-útgáfu Morgunblaðsins.  Aðgangur að þremur myndum úr myndasafni með 50% af- slætti.  Aðgangur að fimm ókeypis greinum úr gagnasafni á mán- uði. Á forsíðu mbl.is er hnappur sem smellt er á til að skrá sig. Þá birtist síða þar sem notendur geta slegið inn kennitölu sína. Í framhaldi er athugað hvort viðkomandi er áskrifandi og ef svo er er honum boðið upp á fyrrnefnda þjónustu. Áskrifanda er sent lykilorð á uppgefið netfang og það gengur að allri þeirri þjónustu sem boðin er. Áskrifendum sem eru þegar skráð- ir fyrir einhverri af þessari þjón- ustu með mismunandi lykilorðum er gefinn kostur á að skipta út mörgum lykilorðum fyrir eitt. Hver notandi er með sína síðu sem birtist þegar hann slær inn kennitölu sína. Þar geta notendur séð fjölda auglýsinga sem þeir hafa bókað, hversu margar myndir þeir hafa keypt og það sama gildir um greinar. Á þessari síðu eru einnig tenglar beint inn í þá þjónustu sem viðkomandi vill nýta sér. Aukin þjónusta við áskrifendur Morgunblaðs- ins á mbl.is KEPPENDUR sneru, veltu, fóru í kollhnís og léku ýmsar fleiri hundakúnstir þegar þeir reyndu sig í flúðafimi fyrir neðan gömlu rafstöðina í Elliðaánum í gær. Með keppninni hófst sumardagskrá Kajakklúbbs Reykjavíkur og í dag klukkan 13 er komið að sjókajak- mönnum að sýna hvað í þeim býr. Keppendur í flúðafimi geta t.d. unnið sér inn stig með því að snúa bátnum 180° með hann flatan, ef báturinn hallast verulega fá þeir tvö stig og þrjú stig fær sá sem getur snúið bátnum í 180° en um leið haldið honum lóðréttum í ánni. Of langt mál væri að telja upp allar hreyfingar sem hægt er að framkvæma og raunar er ekki til orð í íslensku yfir margar þeirra. Best kvenna í flúðafimi í gær var Anna Lára Steingrímsdóttir en Guðmundur Vigfússon vann alla sína keppinauta í karlaflokki. Í dag klukkan 13 verða sjókajak- menn ræstir frá Geldinganesi í kappróðrinum um Reykjavíkurbik- arinn. Aðalkeppnisleiðin er 10 kílómetrar en róðurinn gæti reynst óvenjustrembinn þar sem spáð er 10–15 m/s af suðaustan. Fimir í flúðunum Morgunblaðið/Golli Fimur Jón Skírnir Ágústsson átti góða spretti í gær en það dugði honum þó ekki nema í fjórða sætið. LÖGREGLUMENN voru kallaðir með hraði að bankaútibúi Glitnis í Lækjargötu í gær vegna tilkynning- ar starfsfólks um bankarán. Tildrög- in voru þau að hópur dimmitterandi framhaldsskólanema í bæjarferð hafði komið með látum inn í bankann og hrópað að um bankarán væri að ræða. „Ég ætla að drepa þig,“ hróp- aði einhver að auki að sögn Hann- esar Guðmundssonar útibússtjóra. Fólki brá á annarri hæð Um hugsunarlausan hrekk mun hafa verið að ræða, en krakkarnir voru klæddir í víkingaföt og vildu láta ófriðlega. Hannes segir að hrekkurinn hafi ekki valdið teljandi misskilningi hjá starfsfólki á fyrstu hæð hússins enda sást hvers eðlis þessi heimsókn var, en á efri hæð- inni var aðra sögu að segja. Þar heyrði fólk ummælin og lætin án þess að sjá hvað var á seyði. Var fólki því brugðið og samkvæmt ör- yggisreglum var hringt í 112 í stað þess að ganga inn í aðstæður sem eru ókunnar og jafnvel varasamar. „Lögreglan var komin eftir eina til eina og hálfa mínútu,“ sagði Hannes. „Lögreglan fann krakkana sam- kvæmt lýsingu og gerði þeim grein fyrir alvöru málsins. Svona lagað getur frá einu sjónarhorni verið glens og gaman en frá öðru sjón- arhorni háalvarlegt því lögreglan ók á vettvang með blikkljósum og setti sig og aðra í ákveðna hættu. Af hálfu bankans munu engin eftirmál verða af þessu.“ Hannes segir að krakkarnir hafi líklega talið sig vera að hegða sér að víkingahætti með þessum bægsla- gangi en hugsunarleysi hafi átt sinn þátt í því að þau vöktu umrædd við- brögð. Töluvert hefur verið um dimmitt- erandi framhaldsskólanema í mið- bænum að undanförnu og var gær- dagurinn engin undantekning. Hrópuðu banka- rán og fengu tiltal UNGA piltinum sem fannst meðvit- undarlaus á botni sundlaugar Kópavogs á fimmtudagsmorgun er enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu er rannsókn í fullum gangi og í gær var reynt að hafa uppi á sjón- arvottum og upptökur úr eftirlits- myndavélum skoðaðar. Pilturinn var í skólasundi þegar slysið átti sér stað en að sögn lög- reglu voru flestir nemendur komn- ir upp úr þegar hann fannst. Engin niðurstaða liggur fyrir um orsakir slyssins. Liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild ♦♦♦ Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ERFIÐUR rekstur rækjuvinnslu fiskvinnslu- fyrirtækisins Bakkavíkur hf. í Bolungarvík hef- ur neytt fyrirtækið til þess að segja upp 48 af 60 starfsmönnum í landvinnslu sinni. Samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu hefur rekstur rækjuvinnslunnar gengið erfiðlega á undan- förnum árum og hefur það haft slæm áhrif á lausafjárstöðu fyrirtækisins. Jafnframt hafi fyrirtækinu gengið illa að afla hráefnis það sem af er ári enda hafi rækjuafli dregist saman bæði hér á landi og annars staðar. Það hráefni sem fæst er samkvæmt tilkynningunni of dýrt til þess að hægt sé að láta enda ná saman. Fyr- irtækið seldi nýlega hlut sinn í útgerðarfélag- inu Rekavík til þess að greiða upp lausaskuldir sínar en við það skapaðist óvissa um hráefn- isöflun sem að stórum hlut fór fram í gegnum Rekavík. Bakkavík er að sögn Gríms Atlasonar, bæj- arstjóra Bolungarvíkur, stærsti atvinnuveit- andi bæjarins og því er sú staða sem komin er upp langt frá því að vera óskastaða þótt vissu- lega hafi verið búist við þessu. „Viðbrögð bæjarstjórnarinnar verða að minnka það sem við getum minnkað, þannig að þetta verði ekki eins mikið högg og það gæti orðið. Verði þessar uppsagnir að veruleika missir fyrsti hópurinn vinnuna eftir mánuð og hluti eftir þrjá mánuði og bærinn mun þá leita leiða til þess að hraða þeim verkefnum sem við getum hraðað og ráða fleiri í vinnu í sumar en til hafði staðið,“ segir Grímur. Grímur segir að ekki sé við stjórnendur Bakkavíkur að sakast, fyrirtækið hefur verið vel rekið og gott fólk að baki því en rekstr- arforsendur séu einfaldlega ekki fyrir hendi þegar hráefnið skortir. Það veki hins vegar spurningar um fiskveiðistjórnunarkerfið og af- leiðingar þess á byggðir landsins. Íbúar í Bolungarvík eru að sögn Gríms 905 og telur hann að hér sé um að ræða um 8% af útsvarsbærum mönnum í bænum. „Þetta er því töluvert áfall en við munum spýta í lófana og gefumst ekki upp,“ segir Grímur Atlason. Þýðir ekki að hrökkva til baka „Þetta er dapurlegt en við reynum að vera bjartsýn því það þýðir ekki að allir hrökkvi til baka,“ segir Lárus Benediktsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur. „Við höfum lent alltof oft í þessari stöðu og það grátlega er að það virðist aldrei ætla að taka enda. Það eru ekki nema sex ár síðan við lent- um í því að stórt fyrirtæki varð hér gjaldþrota og þá var Bakkavík stofnuð og nú gerist þetta,“ bætir hann við. Lárus segir ástæðurnar fyrir þessu fyrst og fremst vera aðgerðir stjórnvalda. „Síðan kvóta- kerfið var sett á laggirnar hefur lífsviðurværið smám saman verið kroppað af okkur hér á landsbyggðinni og það er mun erfiðara að lifa við þetta en áður. Okkar stóriðja er fiskurinn, sem er stutt að sækja hérna á miðin.“ Að sögn Lárusar mun verkalýðsfélagið reyna allt sem í þess valdi stendur til þess að greiða götu félagsmanna. Þegar hefur verið auglýst opið hús strax á mánudaginn þar sem fólk getur komið saman og reynt verður að gera gott úr því sem komið er. „Ef við ætlum að byggja allt landið þurfum við að fá eitthvað til okkar. Þetta sogast allt þangað sem þenslan er en hér er engin þensla. Mönnum verður tíðrætt um kaupmáttaraukn- ingu en hér er engri slíkri fyrir að fara. Hér hef- ur þróun kaupmáttar verið neikvæð. Í tillögum Vestfjarðanefndarinnar hefur mikið verið talað um stofnanastörf, sem er ágætt út af fyrir sig, en enginn hefur minnst á verkafólk. Við mynd- um gjarnan vilja fá hingað til Bolungarvíkur 10–20 störf fyrir verkafólk við tölvuskráningu eða eitthvað þess háttar,“ segir Lárus. 48 starfsmönnum sagt upp  Stjórnvaldsaðgerðum um að kenna segir formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur  Ekki við stjórnendur fyrirtækisins að sakast segir bæjarstjóri Bolungarvíkur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.