Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jakob Frímann Magnússon útgefandi og tónsmiður, Mosfellsbæ FYRSTA SÆTI SUÐVESTUR Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is SAMFYLKINGIN og Vinstri græn- ir mælast með jafnmikið fylgi, 21,2%, á landsvísu, í nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Ríkisstjórnin held- ur naumlega velli og Frjálslyndir fá þrjá menn kjörna, en Íslandshreyf- ingin nær ekki mönnum á þing. Samkvæmt niðurstöðum könn- unarinnar fær Sjálfstæðisflokkurinn 39,1% fylgi ef kosið yrði nú og tapar einu og hálfu prósentustigi frá síð- ustu könnun fyrir viku og er stærsti flokkurinn í öllum kjördæmum landsins. Samfylkingin fær 21,2% og tapar tæpum þremur prósentustig- um og VG fær sama fylgi og eykur fylgi sitt um tvö prósentustig frá síð- ustu könnun. Framsókn bætir við sig rúmum tveimur prósentustigum og mælist með slétt 10%. Frjálslyndir bæta við sig einu og hálfu prósentu- stigi og mælast nú með 5,3%, en Ís- landshreyfingin tapar prósenti og mælist nú með 2,3% og Baráttu- samtökin mælast með 0,6%. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengi Sjálfstæðisflokkurinn 26 þing- menn kjörna, Samfylking og Vinstri grænir 14 þingmenn hvor flokkur, Framsóknarflokkur sex þingmenn og Frjálslyndir þrjá þingmenn. Rík- isstjórnarflokkarnir eru þannig með meirihluta eða 32 þingmenn sam- anlagt og raunar er Framsókn- arflokkurinn í oddaaðstöðu og gæti einnig myndað ríkisstjórn með Sam- fylkingu og VG. Ívið fleiri konur en karlar styðja Framsókn og Samfylkingu. Nokkru fleiri karlar en konur styðja Sjálf- stæðisflokkinn eða 40,6% saman- borið við 37,5%. Meira en tvöfalt fleiri karlmenn en konur styðja hins vegar Frjálslynda flokkinn eða 7,8% karlmanna en 3,4% kvenna. VG sæk- ir hins vegar mun stærri hluta fylgis síns til kvenna en karla; 24,4% kvenna styðja VG og 18,1% karla samkvæmt könnuninni. Þegar horft er til skiptingar á fylgi flokkanna eftir einstaka kjördæmum kemur í ljós að Framsóknarflokk- urinn nýtur mests fylgis í Norðvest- urkjördæmi, 21,7%, og minnsts í Reykjavíkurkjördæmi suður, 4,1%. Sjálfstæðisflokkurinn er með mest 45,9% í Suðvesturkjördæmi og minnst í Norðvesturkjördæmi, 28,5%. Frjálslyndir eru með mest fylgi í Norðvesturkjördæmi, 9,8%, og þar er einnig Íslandshreyfingin með mest fylgi, 5,1%. Frjálslyndir njóta einnig hlutfallslega mikils fylgis í Reykjavíkurkjördæmi norður, 8,8%. Mest fylgi Samfylkingar er í Suður- kjördæmi, 33,9%, og minnst í Reykjavíkurkjördæmi norður og Norðvesturkjördæmi, 17,2%. Sterk- asta fylgi VG er í Norðaust- urkjördæmi og Reykjavík- urkjördæmi norður, rúm 23%, en minnst fylgi hafa þeir í Norðvest- urkjördæmi og Suðurkjördæmi, rúm 15%. RÍKISSTJÓRNIN HELDUR NAUMLEGA VELLI Í NÝRRI SKOÐANAKÖNNUN CAPACENT GALLUP Samfylking og Vinstri grænir mælast með nákvæmlega jafnmikið fylgi, 21,2%                                                       ! "#    $!%&  !$& '    ( '                       ) ' "#    *!!' !+                 !"# $ !"# $% !"#  !"#                  !"           #  $     !   " % & $   (   '   )  &!                                        Í HNOTSKURN »Rúm 16% kjósenda Fram-sóknarflokksins í síðustu kosningum ætla að kjósa Sjálf- stæðisflokkinn nú og önnur tæp 17% ætla að kjósa Samfylk- inguna. »Þá ætla tæp 20% kjósendaSamfylkingarinnar í kosn- ingunum 2003 að kjósa VG núna. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur eytt mestu í auglýsingar vegna alþingiskosninganna framundan, samkvæmt samantekt Capacent Gall- up eða tæpum sjö milljónum króna sem er tæpur fjórðungur þeirra 28 milljóna sem samkomulag er um að sé þak á útgjöldum vegna þessa. Útgjöldin taka til tímabilsins frá 27. mars til og með 25. apríl. Næstmest hefur VG eytt í auglýsingar eða 5,7 milljónum sem er rúmur fimmtungur af auglýsingafé flokksins. Frjálslyndi flokkurinn og Samfylkingin hafa hvor um sig eytt rúmum 17% af sínu aug- lýsingafé, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur varið lægstu upphæðinni í þessu skyni eða rúmum 3,4 milljónum kr. sem rúm 12% af auglýsingafé flokksins. Langstærstur hluti auglýsinga flokkanna hefur birst í blöðum eða tæp 21 milljón kr. af 26 milljón króna heildarútgjöldum í þessu skyni. Framsóknarflokkurinn er jafnframt eini flokkurinn sem hefur birt auglýs- ingar í sjónvarpi en hann hefur aug- lýst þar fyrir 4,1 milljón kr. Þá hefur rúmum 800 þúsund krónum verið var- ið til útvarpsauglýsinga. Framsókn hefur eytt mestu     &       &' (                                    STARFSHÓPUR um stækkun frið- landsins í Þjórsárverum leggur til að friðlandið verði nær þrefaldað að stærð og stækkað í 1.041,1 km2. Nú er friðlandið 353,3 km2 að stærð. Þá er lagt til að reglugerð um friðlandið verði breytt þannig að öll umfjöllun um lónhæð falli út og reglum um frið- landið verði breytt. Tillögur nefndarinnar gera ráð fyr- ir stækkun kjarnasvæðis hinna eig- inlegu Þjórsárvera. Telur nefndin að full samstaða geti skapast um að frið- landið verði stækkað. Nefndin leggur til að friðlandið „af- markist af vatnasviði Þjórsár á Hofs- jökli. Austan Hofsjökuls verði allt gróðurlendi vestan Þjórsár innan friðlandsins. Mörkum friðlandsins verði breytt við Kvíslavötn þannig að þau fylgi vesturmörkum lóna og skurða. Vesturmörk friðlandsins fylgi vatnasviði Hnífár og að sunnan verði mörk friðlandsins óbreytt vegna rétt- aróvissu um virkjanaframkvæmdir“. Þá er lagt til að Þjórsárveranefnd og sveitarstjórn geti takmarkað ríðandi umferð um viðkvæm svæði. Í nefndinni voru ræddar hugmynd- ir um stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs sem næði yfir Þjórsárver, Kerlinga- fjöll, friðlandið í Guðlaugstungum og rústasvæði norðan Hofsjökuls. Vel var tekið í að skoða slíkar hugmyndir en frekari vinna krefst aðildar við- komandi sveitarstjórna beggja vegna jökuls. Tillaga um stækkun friðlands Þjórsárvera                                                       LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu lagði hald á 120 grömm af ætl- uðu maríjúana í fyrirtæki í aust- urborginni fyrradag. Á sama stað fannst lítilræði af ætluðu amfeta- míni í neysluskömmtum. Karl- maður um fertugt, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu,var handtekinn vegna málsins sem telst að mestu upplýst. Á öðrum stað í austurborginni fundust ætluð fíkniefni í vist- arverum karlmanns á líkum aldri og í íbúð í miðborginni fundust sömuleiðis ætluð fíkniefni. Í seinna málinu er karlmaður á þrítugsaldri grunaður um fíkniefnamisferli. Hald lagt á fíkniefni ÁTJÁN umferðaróhöpp urðu í um- dæmi lögreglunnar á höfuðborg- arsvæðinu frá hádegi í gær. Í tveimur tilvika urðu slys á fólki en þó ekki alvarlegs eðlis að sögn lög- regluvarðstjóra. Í einu tilvika varð þriggja bíla árekstur á mótum Höfðabakka og Stekkjarbakka klukkan 14 og var einn fluttur á slysadeild. Þá varð tveggja bíla árekstur klukkustund síðar við Sævarhöfða. Þar meiddist einn á hendi og kom sér sjálfur á slysa- deild. Taka þurfti annan bílinn með krana og sömuleiðis urðu bílar óökufærir í fyrra slysinu við Höfða- bakka. Átján um- ferðaróhöpp

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.