Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frábær sólartilboð í maí frá kr. 39.990 Góð gisting - frábær sértilboð Fuerteventura, 22. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Oasis Royal og Papagayo Costa del Sol, 23. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Principito og Timor Sol Króatía, 27. maí Verð frá kr. 39.990 - Sértilboð á Diamant Mallorca, 25. maí Verð frá kr. 49.990 - Sértilboð á Las Gaviotas Munið Mastercard ferðaávísunina Kynntu þér þessi og önnur tilboð á www.heimsferdir.is Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is KANNSKI var of mikið sagt að 180 manns hefðu hlotið skaða af því að vera ofan í göngunum vegna and- rúmsloftsins. Það er þó til að drepa málinu á dreif að vera sérstaklega að tala um það. Málið snýst um að greinilegt virðist að einhverjir hafi hlotið af því talsverðan skaða að vera þarna niðri,“ segir Matthías Hall- dórsson landlæknir. „Þetta mál þarfnast rannsóknar of- an í kjölinn og við miðum vinnu okkar við það. Við Haraldur Briem sótt- varnalæknir áttum í gær langan fund með Þorsteini Njálssyni, yfirlækni við Kárahnjúka, sem er farinn í frí frá Kárahnjúkum, ásamt Stefáni Þórar- inssyni, lækningaforstjóra Heilbrigð- isstofnunar Austurlands. Einnig komu þrír sérfræðingar af Landspít- ala á fundinn og voru okkur til ráðu- neytis um stöðu mála og framhaldið. Við stefnum að því að vera á Kára- hnjúkum nk. mánudag og fara ofan í málið. Bæði aðdragandann að því sem gerðist annars vegar og hins vegar varð- andi sjúkra- skrárnar, sem Þorsteinn hefur haldið fram að Impregilo hafi tekið ófrjálsri hendi.“ Ætla að fara ofan í hverjir eru á 180 manna lista læknisins Matthías segir að ef rétt reynist sér þar um alvarlegt mál að ræða. Enginn eigi að taka gögn annars án leyfis og þar að auki geti verið um við- kvæm gögn að ræða. „Við ætlum einnig að fara ofan í það hverjir eru á þessum lista. Aðalatriðið er að reyna að koma upp einhverju kerfi þannig að svona lagað gerist ekki og nái ekki að ganga svona langt.“ Sóttvarnalögum var breytt í þing- lok á þann hátt að ætlast er til að sótt- varnalækni sé tilkynnt bæði um sýk- ingar sem breiðast út og um eitranir. Það hefði verið lækna við Kárahnjúka að tilkynna slíkt en lögin komu fram fyrir aðeins nokkrum vikum og reglu- gerðir og vinnureglur eru ekki mót- aðar enn. Reyna á að hafa uppi á þeim mönnum sem hugsanlega eru taldir hafa orðið fyrir einhverju heilsutjóni, en læknir Vinnueftirlitsins mun væntanlega fara nánar ofan í þau sjúkratilvik sem Kárahnjúkalæknir- inn hafði til skoðunar. „Sem betur fer virðist sem flestir hafi náð sér og eng- inn er lengur á sjúkrahúsi en það er þó spurning með einhverja hvort þeir hafi hlotið tjón af. Aðalatriði er að reyna að fylgjast með því hvort allir nái sér að fullu og að reyna að koma í veg fyrir á ein- hvern hátt að svona endurtaki sig og að farið verði betur eftir því að til- kynna strax um leið og grunur vakn- ar. Það þarf ekki að vera nein stað- festing á að eitthvað sé í ólagi að tilkynna til sóttvarnarlæknis, heldur aðeins grunur og þá er það hans að gera sínar ráðstafanir.“ Fram kemur í sameiginlegri yfir- lýsingu Heilbrigðisstofnunar Austur- lands og Impregilo, sem hafa fundað um gang mála á Kárahnjúkum, að af- ar óheppilegt hafi verið og andstætt reglum að bráðabirgðalisti um þá sem hugsanlega gætu hafa orðið fyrir mengunaráhrifum barst í hendur stjórnenda Impregilo. Listanum verði skilað til Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Landlæknir að Kárahnjúkum til að fá botn í mengunarmálið Vill hafa uppi á mönnum sem hugsanlega hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna mengunar Í HNOTSKURN »Landlæknir mun faraaustur að Kárahnjúkum á mánudag til að kanna nánar aðdraganda mengunarmáls- ins, grafast fyrir um 180 manna listann margumrædda og reyna að finna þá menn sem kunna að hafa veikst vegna mengunar. Matthías Halldórsson Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is VINNUEFTIRLIT ríkisins hefur heimilað að fyrsti hluti þess kafla aðrennslisganga Kárahnjúkavirkj- unar sem var lokað vegna meng- unarhættu 24. apríl sl. verði opn- aður nú í morgunsárið. Harald Alfreðsson hjá VIJV, framkvæmdaeftirliti Landsvirkj- unar, sagði í gærkvöldi að sá hluti sem opnaður yrði fyrst væri næst aðgöngum 2 og aðrir hlutar yrðu svo opnaðir koll af kolli eftir því sem tækist að ljúka þar fullnægj- andi mengunarvörnum. Hann reiknar með að það gerist yfir helgina. Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) og Impregilo sendu í gær frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem m.a. kemur fram að yfirlæknir HSA við Kárahnjúka hafi unnið bráðabirgðalista með nöfnum 180 einstaklinga sem leitað hafi til heilsugæslunnar á tímabilinu 12.– 24. apríl vegna einkenna sem hugs- anlega gátu verið vegna mengunar. Innihald skjalsins hafi komist í há- mæli áður en tími gafst til að vinna nánar með listann og flokka frá þá sem ástæðulaust var að skoða frek- ar. Með þessu orðalagi er greini- lega reynt að lægja þær öldur sem orðið hafa milli yfirlæknisins við Kárahnjúka og Impregilo og Landsvirkjunar, þar sem fyr- irtækin hafa dregið trúverðugleika umrædds 180 manna lista læknisins ítrekað í efa. Stjórnendur Impregilo og HSA segjast í yfirlýsingunni sammála um að skynsamlegt og rétt hafi ver- ið hjá lækninum að flokka alla með einkenni í áhættuhóp. Grænt ljós gefið á vinnu í göngunum Impregilo og HSA fjalla um listann AÐ minnsta kosti 1.000 íbúðir í nýj- um hverfum á ári, uppbyggingar- og úthlutunaráætlun á sérstakri vef- síðu, sanngjarnar úthlutunarreglur, fast lóðaverð sem á að tryggja að all- ir hafi sama tækifæri til að fá lóð og stóraukið framboð sérbýlis var með- al þess sem fram kom á blaðamanna- fundi borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík í gær. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri opnaði nýjan vef fyrir borg- arbúa sem sýnir áætlun næstu ára í lóðaúthlutun. Borgarbúum er nú í fyrsta sinn gert kleift að skoða á Netinu ný íbúðarsvæði og lóðir sem í boði verða. Vefurinn felst í ná- kvæmu upplýsingakorti sem sýnir uppbyggingarsvæðin í borginni, hvar þau eru og hvenær úthlutun hefst. Fjölbreytni, framboð og gæði Í máli borgarstjóra um uppbygg- ingar- og úthlutunaráætlun fyrir íbúðarbyggð í Reykjavík kom m.a. fram að lykilorðin eru fjölbreytni, framboð og gæði. Lykilsvæðin á næstu árum eru Úlfarsárdalur, Reynisvatnsás, Slippasvæðið, Geld- inganes, Örfirisey og Vatnsmýrin. Að sögn borgarstjóra er markmið- ið að allir sem vilja geti byggt og bú- ið í Reykjavík og að borgin verði fyrsti búsetukostur sem flestra. Seg- ir hann ennfremur að uppbygging- aráform borgarinnar verði öllum að- gengileg með þessum vef og notendur geti öðlast heildarmynd af uppbyggingarsvæðum og úthlutun lóða. Úthlutað þrisvar sinnum ár hvert Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- maður skipulagsráðs, segir að til út- hlutunar á næstu árum verði að minnsta kosti 1.000 íbúðir í nýbygg- ingarhverfum, u.þ.b. 500 nýjar íbúð- ir í miðborginni og nágrenni og að úthlutað verði þrisvar á ári eða í maí, september og desember. Segir hún að nægt framboð lóða í Reykjavík sé framtíðin og í sam- ræmi við málefnasamning Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks í borginni. Í máli borgarstjóra kom fram að nú verði nýjar úthlutunarreglur við- hafðar í Reykjavík. Hver einstak- lingur geti sótt um eina lóð og að lokinni yfirferð yfir allar umsóknir verði dregið úr þeim umsóknum sem uppfylla öll skilyrði. Fast verð er á lóðum í nýju reglunum, 11 milljónir fyrir einbýlishús, 7,5 milljónir fyrir parhús og raðhús og 4,5 milljónir fyrir fjölbýlishús. Á vefnum geta notendur skoðað hvert svæði fyrir sig, stækkað myndir og opnað skjöl með nánari upplýsingum um svæðin, lesið grein- argerðir, séð þrívíddarmyndir, yfir- litsuppdrætti og sneiðmyndir svo dæmi sé tekið. Úthluta 1.000 lóðum á ári í nýjum hverfum Ný vefsíða helguð úthlutunaráætlun borgaryfirvalda Morgunblaðið/G.Rúnar Lóðaúthlutanir Björn Ingi Hrafnsson, fomaður borgarráðs, Gísli Marteinn Baldursson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri, Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, Óskar Bergsson og Hanna B. Kristjánsdóttir, formaður skipulagsráðs. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt tvo litháenska karlmenn í fjögurra mánaða fangelsi, en frest- að fullnustu refsingarinnar, fyrir þjófnaði. Mennirnir voru auk þess dæmdir til að greiða málsvarnarlaun verjenda sinna, tæpar 274 þúsund krónur. Mönnunum var gefið að sök að hafa í félagi stolið þremur fartölvum, tveimur í verslun í Kringlunni og einni á Akranesi, í síðasta mánuði. Annar mannanna játaði verknaðinn og sagðist hafa verið einn að verki og neitaði hinn sök. Í niðurstöðu dóms- ins kemur fram að framburður mannsins sem neitaði sök hafi verið ótrúverðugur og að engu hafandi. Taldi dómurinn hafið yfir skynsam- legan vafa að mennirnir stóðu að þjófnaðinum í sameiningu, og voru báðir sakfelldir. Mennirnir hafa báðir hlotið dóma áður – utan Íslands – en ekki var litið til þeirra við ákvörðun refsingar þar sem ófullnægjandi upplýsingar lágu fyrir. Héraðsdómarinn Ásgeir Magnús- son kvað upp dóminn. Þuríður Björk Sigurjónsdóttir, fulltrúi lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu, sótti málið og Jón Höskuldsson hrl. og Erlendur Þór Gunnarsson hdl. vörðu mennina. Í fangelsi fyrir þjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.