Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 8

Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 8
8 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Frambjóðendur Sjálfstæð-isflokksins heimsóttu okk-ur Morgunblaðsfólk í há-degishléinu í gær og spjölluðu við áhugasama. Ég er al- mennt frekar lítið fyrir að láta trufla mig þegar ég er að borða, nenni ekki einu sinni að hlusta á fréttir á meðan. En þar sem ég var komin vel á veg með nestið mitt tók ég frambjóðand- anum fagnandi þegar hann spjallaði við okkur um málefni líðandi stund- ar. Við mitt borð í matsalnum var mestur áhugi á jafnréttismálum og svonefndum einkabílisma. Við deild- um um markaðinn og launamisrétti inn á milli þess sem við hetjurnar sem þykjumst ætla að hjóla í vinnuna í næstu viku lýstum yfir áhyggjum af áhrifum ofnotkunar einkabílsins á heilsu landsmanna og andrúmsloftið. Að frátöldum þessum líflegu skoð- anaskiptum vakti það athygli mína þegar frambjóðandinn velti því upp að gott fylgi Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum gæti komið niður á kosningabaráttu flokksins. Menn myndu kannski ósjálfrátt verða ró- legir í tíðinni, jafnvel gleyma sér. Í framhaldinu fór ég að velta fyrir mér hvort það geti verið að skoðanakann- anir verði ekki aðeins til þess að tímabundinn sigurvegari sofni á verðinum heldur líka að minna sé rætt og fjallað um pólitík. Nú er enginn fjölmiðill með fjöl- miðlum nema hann birti helst viku- lega könnun um fylgi flokkanna, ým- ist í ákveðnum kjördæmum eða fyrir landið í heild. Síðan þeytumst við sjálfskipuðu stjórnmálaspekúlant- arnir fram á ritvöllinn og spáum í kannanirnar. Þýðir gott gengi Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi að áhyggjur af Árna Johnsen hafi verið óþarfar? Nær Framsókn sér á strik? Íslandshreyfingin á þing? Formenn flokkanna eru í fréttum inntir eftir viðbrögðum: „Stóra skoð- anakönnunin er auðvitað 12. maí“, „við fögnum þessum meðbyr,“ „við vildum að sjálfsögðu sjá hærri tölur en höfum trú á því að málefni okkar eigi erindi við þjóðina.“ Á meðan gefst varla tími til að senda blaða- og fréttamenn á fundi þar sem fulltrúar stjórnmálaflokk- anna sitja fyrir svörum. Ég hef satt best að segja á tilfinningunni að ég hafi heyrt fleiri fréttir af skoð- anakönnunum, og viðbrögðum við þeim, en af pólitík almennt. Í öllum þessum pælingum um hvað gerist að loknum kosningum má ekki gleymast að skoðanakannanir hafa sín takmörk þegar kemur að pólitík. Alltaf er hópur fólks óákveðinn eða vill ekki gefa upp afstöðu sína. Sífellt fjölgar þeim sem ekki halda órjúf- anlega tryggð við einn flokk ævina á enda og skipta jafnvel um skoðun allt fram á kjördag. Persónulega ákvað ég ekki fyrr en samdægurs hvar mitt X ætti að fara þegar ég gekk að kjör- borðinu fyrir fjórum árum en kvöldið áður þræddum við vinkonurnar kosningaskrifstofur til að reyna að fá frambjóðendur til að sannfæra okk- ur. Sú ferð væri reyndar efni í heilan pistil, en látum það liggja á milli hluta. Þegar flokkarnir eru ýmist í stöð- ugri vörn eða tímabundið í sæti sig- urvegarans má velta fyrir sér hvort það verði til þess að pólitíkin verði lit- lausari. Flokkarnir hika kannski við að marka sér raunverulega sérstöðu af ótta við að þeir missi fylgi í næstu könnun og þá verði enn frekar á brattann að sækja. Það er full ástæða fyrir fjölmiðla að staldra við og velta fyrir sér hvort við einblínum e.t.v. of mikið á skoð- anakannanir og hættum á að gleyma því sem mestu skiptir lýðræðið í að- draganda kosninga, nefnilega póli- tískri umræðu. Þótt skoðanakann- anir gefi vísbendingar um það sem koma skal að loknum kosningum má keppni fjölmiðla um hver nær að spá best, mest og oftast um það sem tek- ur við að loknum kosningum ekki verða ráðandi. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninga halla@mbl.is 12. MAÍ 2007 Halla Gunnarsdóttir Nafn Atli Gíslason. Starf Hæstaréttarlögmaður. Fjölskylduhagir Fjarbúð með Rannveigu Sigurðardóttur tjóna- fulltrúa, á þrjá syni og eina fóst- urdóttur. Kjördæmi Suður, 1. sæti fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt fram- boð. Áhugamál Garðyrkja, mannrétt- indapólitík og lestur. Hvers vegna pólitík? Ég er afskiptasamur maður um umhverfi mitt og náunga. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Já og nei, áhugaverður ef maður er í stjórn en minna ef maður er í stjórnarandstöðu. Þetta er samt mjög góður vinnustaður og góð umgjörð og afar gott starfsfólk. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Umhverfismálin. Ég vil koma í veg fyrir frekari spjöll á íslenskri nátt- úru og útblástur gróðurhúsa- lofttegunda. Önnur mál verða tengd mismunun og mannrétt- indum, m.a. kvenfrelsisbaráttunni og byggðamálum. Í Suður- kjördæmi er fólki mismunað eftir búsetu og öll umgjörð er allt önnur en í þéttbýli, t.d. varðandi mennt- un, heilbrigði, samgöngur, banka, fjarskipti og svona get ég lengi tal- ið. Þarf breytingar? Já, það þarf töluvert miklar breyt- ingar og fyrst og fremst hugarfars- breytingar. Fólki er mismunað. Það eru mannréttindi brotin á kon- um og mannréttindi brotin á lands- byggðarfólki vegna búsetu. Og ég þoli ekki mannréttindabrot. Nýir frambjóðendur | Atli Gíslason Morgunblaðið/Golli Afskiptasamur Atli Gíslason segist vera afskiptasamur maður. Afskiptasamur og þolir ekki mannréttindabrot Nafn Ármann Kr. Ólafsson. Starf Forseti bæjarstjórnar í Kópavogi og á fullu í kosningabar- áttu! Fjölskylduhagir Kona og tvö börn. Kjördæmi Suðvestur, 3. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Helstu áhugamál? Við fjölskyldan förum á skíði saman og reynum að fara í nokkra veiði- túra á hverju sumri. Svo hefur póli- tíkin verið áhugamál í gegnum tíð- ina. Hvers vegna pólitík? Þetta er eitthvað sem hefur alltaf fylgt mér. Pólitík var talsvert rædd á mínu heimili þegar ég var krakki og enn meira hjá ömmu og afa. Svo var mjög pólitískt umhverfi í Menntaskólanum á Akureyri á þeim tíma sem ég var þar. Ein- hvern veginn fór ég svo að fylgja þessu eftir og eitt leiddi af öðru. Ég fór í SUS um tvítugt, varð svo aðstoðarmaður samgöngu- ráðherra 1995, þaðan í bæj- arpólitíkina og síðan núna í fram- boð til Alþingis. Er Alþingi áhugaverður vinnustaður? Ég held að það sé engin spurning um að þetta sé áhugaverður og skemmtilegur vinnustaður. Ég er ekki í vafa um að það verði skemmtilegt að fást við þau verk- efni sem þar eru og mér verður falið að vinna. Fyrsta mál sem þú vilt koma á dagskrá? Það gef ég ekki upp núna. Þarf breytingar? Að sjálfsögðu þurfa alltaf að verða breytingar og það er hlutverk stjórnmálamannsins að fylgjast sí- fellt með. Stjórnmál eru í eðli sínu þannig að þú lýkur í raun aldrei starfi þínu heldur færist víglínan til frá einum tíma til annars. En ég undirstrika það að ég tel Sjálfstæð- isflokkinn hafa verið á réttri braut og það sé nauðsynlegt fyrir þjóðfé- lagið að halda áfram á sömu braut. Nýir frambjóðendur | Ármann Kr. Ólafsson Morgunblaðið/Brynjar Gauti Enginn endir Stjórnmálastarfi lýk- ur aldrei, segir Ármann Kr. Í pólitísku umhverfi frá blautu barnsbeini BARÁTTUSAMTÖK eldri borg- ara og öryrkja skiluðu framboðs- gögnum til yfirkjörstjórnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, laust eftir klukkan eitt eftir hádegi í gær. Framboðsfrestur rann út á hádegi, en þá hafði flokkurinn að- eins skilað lista og meðmælum til yfirkjörstjórnar í Norðausturkjör- dæmi. Sveinn Sveinsson, oddviti yfir- kjörstjórnar Reykjavíkurkjör- dæmis suður, sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að tekið hefði verið á móti gögnunum og að farið yrði yfir málið á fundi yf- irkjörstjórnar í dag. Þórunn Guðmundsdóttir, oddviti yfirkjörstjórnar í Reykjavíkur- kjördæmi norður, sagði að þar hefði gögnum ekki enn verið skilað en sagði að tekið yrði á móti gögn- unum og farið yfir málið í kjölfar- ið, líklega í dag. Hún ítrekar þó að framboðsfrestur hafi runnið út á hádegi í gær. Listi í NA kjördæmi Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.