Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 10
10 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Nei takk, mín eru eins og ný, bara aðeins farin að trosna í kringum brjóstvasann, enda síðan um
fermingu, bara kannski pæla í að skipta út bláa bindinu yfir í „grænt“ það er orðið svolítið tætt.
VEÐUR
Skynsamleg leið var farin í um-hverfismálum með „Grænu
skrefunum“ og er ljóst að Gísli Mar-
teinn Baldursson, formaður Um-
hverfisráðs, hefur vaxið af þessu
máli. Enda fékk það góðar viðtökur
hjá minnihlutanum í borgarstjórn.
Nú skýrist þaðef til vill af
hverju sumir
sjálfstæðismenn
vildu samstarf
við Vinstri græna
í borgarstjórn.
Þá þegar voru
uppi hugmyndir
meðal sjálfstæð-
ismanna um að slík skref gætu orð-
ið grundvöllur slíks samstarfs.
Það sem getur orðið til þess aðgrænu skrefin marki dýpri
spor í borgarlífinu er að þar er stig-
ið fram undir jákvæðum formerkj-
um. Borgarbúar eru ekki þvingaðir
til neins, en þeim eru gefnir val-
kostir og þeim umbunað sem leggja
rækt við umhverfi sitt með einföld-
um og skýrum hætti, t.d. með
ókeypis bílastæðum fyrir visthæfar
bifreiðar og ókeypis strætóferðum
fyrir námsmenn.
Í grein Gísli Marteins í Morgun-blaðinu á þriðjudag kom fram að
bílaeign hefur aukist hratt í
Reykjavík undanfarinn áratug og á
sama tíma dregið mjög úr notkun
almenningssamgangna. Fyrir vikið
jókst losun gróðurhúsalofttegunda
í Reykjavík um 30% frá 1999 til
2005! Svo virðist sem R-listinn með
Vinstri græna innanborðs hafi eng-
in svör átt við því.
Mikil sátt hefur skapast umgrænu skrefin í borgarstjórn.
Ekki er loku fyrir það skotið að þau
stytti leiðina á milli tveggja flokka í
landsmálunum, Sjálfstæðisflokks-
ins og Vinstri grænna. Ef að því
kemur gætu forystumenn Vinstri
grænna orðið að spyrja sig hvort
vegur þyngra hjá þeim, rauði eða
græni liturinn.
STAKSTEINAR
Gísli Marteinn
Baldursson
Rauður, grænn og blár
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
# $
:
*$;<
! " !# ! $ %& ' () * + !
*!
$$; *!
%&'
&
#( )(
=2
=! =2
=! =2
%# ' *+ ,$(-
<
$
8
. / ' (
' 0
$ (
$ (
&
(1
8
. / ' (
' 0
$ (
$ (
&
(1
*
> ;
"2
>
%(
( ! + $
&'
) ( 0 '2 $
$
! $ ( 3 &
0
( 4$
(! $ 5(( 1
6/ (77
( 8
($ ( *
3'45 ?4
?*=5@ AB
*C./B=5@ AB
,5D0C ).B
1
0
0"
"1 1 1"
"1 1"
1"
1"
1"
1 1 "1"
"1 1"
1""
1"
1
0
0
0
0
0
0"
0
0
0
0
0
0
0
0
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Birgir Ármannsson | 26. apríl 2007
Villandi umræða um
misskiptingu
Lágtekjumörkin gefa
til kynna hversu stór
hluti heimila í landinu
eigi á hættu að lenda
undir fátæktarmörk-
um og notaði Hag-
stofan samræmdar að-
ferðir Evrópusambandsins á því
sviði. Niðurstaðan var á þá leið að
aðeins í Svíþjóð væru hlutfallslega
færri heimili undir lágtekjumörkum
en hér á landi.
Meira: birgir.blog.is
Ólína Þorvarðardóttir | 27. apríl 2007
Á náttsloppnum
Einhverju sinni sagði
ég við tilvonandi dim-
mitanta að þau myndu
aldrei ná mér í rúminu
– hversu snemma sem
þau mættu. Ég myndi
nefnilega ekki láta
nemendur mína sjá mig ótilhafða að
morgni dags.
Jæja, þau náðu mér í þetta skipti
ómálaðri og úfinni á náttsloppnum.
Öðruvísi mér áður brá – en þau voru
sigri hrósandi.
Meira: olinathorv.blog.is
Katrín Anna Guðmundsdóttir | 27. apríl
Afturhald
Kirkjan sem á að vera í
fararbroddi í mann-
réttindamálum er hið
versta afturhald. Getur
Guð ekki farið að senda
kirkjunni næsta frels-
ara – einhvern annan
en Tom Cruise samt? Legg svo til að
lögunum verði breytt svo ég og minn
heittelskaði getum gengið í staðfesta
samvist!
Mæli með pistlinum hennar Þor-
gerðar Einars í Fréttablaðinu í dag.
Meira: hugsadu.blog.is
Jakob Smári | 25. apríl 2007
Ólæsi
Ég er ólæs. Ekki þó á
sama hátt og ungbörn.
Ég kann alveg að lesa.
Ég lærði það áður en
ég fór í skóla, systkini
mín sáu um það. Ég
fór ekki í leikskóla og
ekki heldur í sex ára bekk. Ég
hreinlega neitaði því á sínum tíma.
En ég man eftir því í sjö ára bekk
þegar Oddný kennari lét mig lesa
öftustu síðuna í lestrarbókinni og
sagði við mig að loknum lestri : „Þú
ert fluglæs“. Ég var montinn með
það. En hvað á ég þá við með að
segja að ég sé ólæs ef ég var fluglæs
í sjö ára bekk? Þýðir það að læsið
hafi elst af mér? Að einhvers konar
aflæsi hafi átt sér stað?
Nei, nei, þetta meinta ólæsi mitt í
dag felst sennilega meira í sam-
blandi af leti og einbeitingarleysi
þegar kemur að bókalestri. Ég hef
allt sem þarf til að geta lesið. Ég hef
ágæta sjón og svo er ég með heila,
en það er sennilega það síðarnefnda
sem er annað hvort skemmt eða
gallað. Þetta háir mér svo sem ekki
mikið í hinu daglega lífi nema þegar
ég fer á bókamarkaði. Ég hef nefni-
lega gaman að því að fara á bóka-
markað en á meðan ég rölti þar um
fyllist ég vonleysi því ég veit að ég
mun ekki hafa eirð í mér til að lesa
þessar bækur sem þar fást. Ég finn
fyrir tilgangsleysi og verð minni
máttar gagnvart hinu ritaða máli
sem liggur þarna á borðum á frá-
bæru verði. Ég er nefnilega veikur
fyrir útsölum. Ég les reyndar bæk-
ur eftir bloggvin minn Þórarin Eld-
járn og hef gaman af. Hann er frá-
bær rithöfundur. Ég kláraði að vísu
aldrei Baróninn, en komst í gegnum
Skuggabox á sínum tíma. Ég get
alltaf gluggað í bók eftir Þórarin og
haft gaman af. Hann er Stranglers
bókmenntanna í mínum huga. Ég
veit hins vegar ekki hvort það er
hrós fyrir hann að ólæs maður sé
hrifinn af bókunum hans. Svo las ég
auðvitað Da Vinci-lykilinn og Engla
og Djöfla eftir Dan Brown. En hver
hefur ekki lesið Da Vinci-lykilinn?
Það verður að líta á þetta sem
ákveðna tegund af fötlun. Ég er jú
hluti af mikilli bóka- og menning-
arþjóð og ætti að skammast mín. Ég
hef aldrei lesið Laxness eða Þór-
berg. Hvað þá Íslendingasögurnar.
Meira: jakobsmagg.blog.is
BLOG.IS
FARÞEGAR hvalaskoðunarbátsins
Aþenu í eigu Gentle Giants á Húsa-
vík héldu fyrst að um steypireyð-
arkálf væri að ræða en sáu þegar
nær var komið að steypireyðurin
var með lítinn hnúfubakskálf í
fóstri. Þetta segir Stefán Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, sem segist aldrei
hafa séð þetta fyrr.
„Það var mjög magnað að sjá
þetta,“ segir Stefán. „Við sáum
ekki hvort steypireyðurin var karl-
kyns eða kvenkyns. Þau virtust una
sér vel hvort með öðru hlið við hlið.
Það var engu líkara en steypireyð-
urin væri áfjáð í að bægja kálfinum
frá þegar báturinn nálgaðist,“ segir
Stefán, sem telur það til merkis um
að hún hafi viljað vernda kálfinn.
Hvalaskoðunin á Húsavík byrjar
óvenjusnemma í ár.
Að sögn Stefáns voru farþegar í
hvalaskoðun á Húsavík í heild upp-
undir 40.000 á síðasta ári og er bú-
ist við að þeim fjölgi um 10 til 15% í
ár. Hver ferð kostar 3.800–3.900 kr.
og að meðtöldum margföldunar-
áhrifum er reiknað með milljóna-
aukningu í tekjum.
„Magnað að sjá þetta“
SAMNINGUR um samstarf
menntamálaráðuneytis og sam-
gönguráðuneytis við 16 sveitarfélög
á Norðurlandi eystra um menning-
armál og menningartengda ferða-
þjónustu var undirritaður á Húsavík
í gær. Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir menntamálaráðherra undir-
ritaði samninginn f.h. ríkisins en
Björn Ingimarsson, formaður sveit-
arfélaganna í Eyþingi, undirritaði
samninginn fyrir hönd sveitarfélag-
anna. Er þetta í fyrsta sinn sem
gengið er til slíks samstarfs við
Norðurland eystra en áður hefur
verið gengið til samstarfs við Aust-
urland árið 2001 og Vesturland árið
2005 með sambærilegum hætti.
Tilgangur samningsins er að efla
menningarstarf og beina stuðningi
ríkis og sveitarfélaganna við slíkt
starf í einn farveg. Áhrif sveitarfé-
laga á forgangsröðun verkefna eru
aukin. Menningarráð Eyþings verð-
ur skipað 7 fulltrúum, þremur aust-
an og þremur vestan Vaðlaheiðar
auk fulltrúa Háskólans á Akureyri,
og verður samstarfsvettvangur
sveitarfélaganna.
Framlög ríkisins til samningsins
verða 25 milljónir kr. 2007, 30 millj.
2008 og 31 millj. 2009 en sveitar-
félögin leggja jafnframt fram fé til
sameiginlegra verkefna hvort heldur
er með framlögum frá einkaaðilum
eða með eigin framlögum.
Menningarsamstarf
á Norðurlandi eystra