Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 16
16 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GEORGE J. Te-
net, fyrrverandi
yfirmaður CIA,
bandarísku
leyniþjónust-
unnar, fer afar
hörðum orðum
um Dick Cheney
varaforseta og
aðra ráðherra í
ríkisstjórn
George W. Bush í bók, sem kemur
út á mánudag.
Tenet segir, að Bandaríkjunum
hafi verið steypt út í stríð á nokk-
urrar „alvarlegrar umræðu“ um
það hvort Saddam Hussein væri
einhver ógn við Bandaríkin. Segir
hann einnig, að þegar á móti hafi
farið að blása, hafi Bush og stjórn
hans reynt að kenna honum og CIA
um, að ráðist var inn í Írak.
Hörð orð um
Dick Cheney
George Tenet
UM það er deilt hvort líf finnist á
öðrum hnöttum en breskir vís-
indamenn hafa nú leyst aðra gátu
litlu léttari. Eftir miklar rannsóknir
hefur þeim tekist að útskýra froðu-
myndun á bjór.
Froðugátan leyst
STJÓRN Berties Ahern myndi ekki
halda velli á Írlandi ef niðurstaða
þingkosninga, sem líklega verða 24.
maí nk., verður í samræmi við nýj-
ustu kannanir. Ahern hefur verið
forsætisráðherra Írlands í tíu ár.
Ahern á útleið?
KOSIÐ var til þings í Nígeríu um
síðustu helgi en marga grunar víð-
tækt kosningasvindl. Sem dæmi um
það er nefnt að stjórnarflokkurinn
sigraði í kjördæminu Ondo þótt
hann hefði ekki boðið þar fram.
Reuters
Kjörklefi Kjósendur komu tím-
anlega en ekki atkvæðaseðlarnir.
Glæstur sigur
YFIRVÖLD í Eistlandi létu fjar-
lægja í fyrrinótt umdeilt minn-
ismerki um sovéska hermenn í Tall-
inn. Eru Rússar æfir yfir því og
einnig rússneski minnihlutinn í
Eistlandi en Eistar segja, að minn-
ismerkið sé ekki aðeins tákn fyrir
sigur Rússa á Þjóðverjum, heldur
einnig fyrir kúgun, sem Rússar
beittu Eista.
Sovéski hermaðurinn í Tallinn.
Minnismerki
tekið niður
MIKILL meirihluti Bandaríkja-
manna er sammála því að loftslags-
breytingar af mannavöldum séu
mesta ógn sem að okkur steðji. Að-
eins 32% eru samt hlynnt því að
hækka skatta á eldsneyti.
Erfiðar fórnir
Eftir Svein Sigurðsson
svs@mbl.is
NICOLAS Sar-
kozy, frambjóð-
andi hægri-
manna í síðari
umferð forseta-
kosninganna í
Frakklandi 6.
maí, hefur verið
sakaður um
óeðlileg tök á
frönskum fjöl-
miðlum og líkja sumir honum við
Silvio Berlusconi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Ítalíu.
Tilefnið nú er það, að Segolene
Royal, frambjóðandi sósíalista í síð-
ari umferðinni, og miðjumaðurinn
Francois Bayrou, sem varð númer
þrjú í fyrri umferð forsetakosning-
anna, ætluðu að koma fram saman í
sjónvarpi, á Canal+, nú um helgina.
Sjónvarpsstöðin aflýsti hins vegar
þættinum og Bayrou segist ekki
efast um, að það hafi verið að und-
irlagi Sarkozys. Segist hann ekki
hafa fyrir því beinar sannanir en
hafa það samt eftir fólki hjá Canal+.
Talsmaður Sarkozys vísaði þessu
ásökunum á bug en Bayrou varaði á
móti landa sína við Sarkozy og sagði
hann „hættulegan lýðræðinu“.
Talsmaður Royal var heldur ekk-
ert að skafa utan af því þegar hann
lýsti Sarkozy sem frönskum Berlus-
coni. „Sarkozy-fjölmiðlaríkið er í
uppsiglingu,“ sagði hann.
Sumir franskir stjórnmálafræð-
ingar segja, að það eina, sem geti
ógnað sigri Sarkozys í síðari um-
ferðinni, sé hann sjálfur, sú harða
ímynd, sem hann hefur en hennar
vegna er hann ýmist dáður eða hat-
aður. Nú stendur slagurinn um þá,
sem kusu Bayrou í fyrri umferðinni,
6,8 millj. manna, en þeir geta ráðið
úrslitum.
Sarkozy sakaður um
að vera nýr Berlusconi
Miðjumaðurinn Francois Bayrou segir hann hafa komið í
veg fyrir sjónvarpsumræður milli sín og Segolene Royal
Í HNOTSKURN
» Í fyrri umferð frönskuforsetakosninganna fékk
Sarkozy flest atkvæði en Ro-
yal varð í öðru sæti.
» Kannanir sýna, að Sar-kozy muni sigra í síðari
umferðinni og fá 51–54% en
Royal 46–49%.
» Ný könnun meðal þeirra,sem kusu Bayrou, sýnir, að
46% ætla að kjósa Royal en
25% Sarkozy. 29% eru enn
óákveðin.
Nicolas Sarkozy
MIKIL samskipti með SMS-
skilaboðum milli unglinga valda
því, að skriftar- og stafsetning-
arkunnáttu þeirra hefur stór-
hrakað. Kemur þetta fram í nýrri
skýrslu írskrar menntamála-
nefndar, sem segir, að þetta sam-
skiptaform, SMS, sé bein ógnun við
skilning unga fólksins á móðurmáli
sínu og getu þess til að tjá sig með
skilmerkilegum hætti.
Í skýrslunni segir, að samræmd
próf í ensku, sem lögð voru fyrir
nemendur á síðasta ári, sýni svo
ekki verði um villst, að kunnáttunni
hefur farið mikið aftur, alveg sér-
staklega í stafsetningu og grein-
armerkjasetningu. Er ástæðan sögð
sú, að hvorugu sé hampað hátt í
SMS þar sem orðin eru oft einhvers
konar hljóðlíkingar. Kom þetta
fram á fréttavef Aftenposten í gær.
Stuttaraleg SMS-svör
Annað, sem bent er á, er, að nem-
endur eigi mjög erfitt með að tjá
sig, jafnvel um efni, sem annars
býður upp á fjölbreytta túlkun og
vangaveltur. Svörin verða gjarnan
mjög stuttaraleg og þráðlaus, sem
sagt eins konar SMS-skilaboð.
Er SMS ógn
við málfarið?
Canaveral-höfða. The Washington Post. | Það virð-
ist ekki ýkja skynsamlegt að flytja 65 ára
mann sem þjáist af skæðum hrörnunar-
sjúkdómi, um borð í flugvél og fljúga svo með
hann í loftköstum í sérstaklega hannaðri Bo-
eing 727-flugvél sem gerir mönnum kleift að
upplifa þyngdarleysi í líkingu við það sem
menn upplifa í geimnum.
En fáum dytti víst í hug að reyna að tala um
fyrir Stephen Hawking í þessum efnum. Hawk-
ing er einn þekktasti stjarneðlisfræðingur sam-
tímans og bók hans, Saga tímans, er fyrir
löngu orðin metsölubók. Þyngdaraflið og svart-
holsfræði eru einmitt helstu sérsvið hans.
Hawking hefur alla tíð dreymt um að komast
út í geim og hann steig fyrsta skrefið á
fimmtudag þegar hann fékk að kynnast þyngd-
arleysi geimsins. Flugvélinni var flogið upp í
10 km hæð og henni síðan steypt niður í 2,5
kílómetra hæð. Dýfan tekur um hálfa mínútu
og meðan á henni stendur upplifa farþegarnir
þyngdarleysi. Alls var vélinni dýft 8 sinnum í
gærkvöldi en segja má að dýfan líkist því að
vera í rússíbana.
Þegar hverri dýfu var um það bil að ljúka
pössuðu aðstoðarmenn upp á að Hawking væri
lagður gætilega niður á dýnu, áður en þyngd-
araflið tók að virka á ný.
„Þetta var ótrúlegt … ég hefði getað haldið
lengi áfram. Geimurinn, hér kem ég,“ sagði
Hawking eftir flugferðina.
Fyrstu einkenna hrörnunarsjúkdómsins varð
vart á háskólaárum Hawkings en hann missti
smám saman alla getu til að hreyfa sig og tala,
og tjáir sig nú aðeins með aðstoð tölvu.
Hawking vonast til að komast í geimferð
2009 með geimflugvél sem fyrirtæki Richards
Branson, Virgin Galactic, er að hanna. Hann
segir framtíð mannkyns byggjast á geimrann-
sóknum. Æ meiri hætta sé á því að líf á jörð-
unni muni deyja út af völdum einhvers stór-
slyss, s.s. skyndilegrar loftslagshlýnunar eða
kjarnorkustyrjaldar.
„Geimurinn, hér kem ég“
Reuters
Þyngdarlaus Stephen Hawking upplifir þyngdarleysi um borð í breyttri Boeing 727-flugvél fyr-
irtækisins Zero Gravity. „Hann var eitt bros,“ sagði Peter Diamandis, stofnandi Zero Gravity.
Stjarneðlisfræðingurinn
þekkti, Stephen Hawking,
upplifði þyngdarleysi
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
TALSMENN bandaríska varnar-
málaráðuneytisins skýrðu frá því í
gær að Abd al-Hadi al-Iraqi, einn
helsti leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverk-
anetsins, hefði verið handtekinn á leið
sinni til Íraks, þar sem hann hugðist
skipuleggja hryðjuverk. Al-Iraqi hef-
ur verið fluttur í Guantanamo-fanga-
búðirnar á Kúbu, en hann er grun-
aður um að hafa skipulagt árásir á
hersveitir Atlantshafsbandalagsins,
NATO, í Afganistan og að hafa lagt á
ráðin um að ráða Pervez Musharraf,
forseta Pakistans, af dögum.
Yfirvöld í Afganistan og Pakistan
fögnuðu handtöku al-Iraqi og sagði
talsmaður afg-
anska varnar-
málaráðuneytis-
ins að hún myndi
aðstoða við að
koma höndum yfir
helstu leiðtoga al-
Qaeda-netsins,
hún væri áfangi
sem myndi valda
því skaða.
Heimildarmað-
ur breska ríkisútvarpins, BBC, sagði
al-Iraqi hafa verið handsamaðan seint
á síðasta ári í aðgerð sem gerð hefði
verið í samvinnu við bandarísku leyni-
þjónustuna, CIA. Al-Iraqi er Íraki,
fæddur í Mosul árið 1961, og komst til
metorða í her Saddams Husseins,
fyrrverandi forseta landsins, þegar
hann ákvað að ganga til liðs við al-
Qaeda í Afganistan.
Komu frá ýmsum ríkjum
Á sama tíma tilkynntu stjórnvöld í
Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, að
þau hefðu handtekið 172 íslamska
vígamenn, þar af menn sem hefðu
hlotið flugþjálfun erlendis til að gera
sjálfsmorðsárásir á olíuvinnslustöðv-
ar og önnur mannvirki í landinu.
Að sögn Mansour al-Turki, tals-
manns sádi-arabíska innanríkisráðu-
neytisins, var þjálfun mannanna það
langt komin, að aðeins átti eftir að
ákveða dagsetningu árásanna. Að-
gerðirnar áttu sér langan undirbún-
ing og tók alls níu mánuði að hafa
hendur í hári mannanna, en að sögn
heimildarmanns bandarísku sjón-
varpsfréttastöðvarinnar CNN var
hún byggð á upplýsingum sem aflað
var eftir handtöku á hryðjuverka-
mönnum í febrúar 2006 sem undir-
bjuggu árásir á olíuvinnslustöð.
Mennirnir eru frá Sádi-Arabíu,
Afríku og ýmsum arabalöndum og er
mörgum þeirra lýst svo að þeir séu
ekki hermenn og hafi ekki hlotið
neina þjálfun í vopnuðum átökum.
Meðal þeirra eru Nígeríumenn og
Jemenar og er hluti talinn hafa starf-
að í flug- og olíuiðnaði Sádi-Arabíu, að
því er Al-Arabiya-sjónvarpsstöðin
greindi frá í gær. Var lagt hald á stórt
vopnabúr sem falið var í eyðimörk og
ætlunin var að nota í árásum.
Einn helsti leiðtogi al-Qaeda
fluttur til Guantanamo á Kúbu
Tekinn höndum fyrir nokkru á leið til Íraks Fjöldahandtökur í Sádi-Arabíu
Abd al-Hadi
al-Iraqi