Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT GEORGE J. Te- net, fyrrverandi yfirmaður CIA, bandarísku leyniþjónust- unnar, fer afar hörðum orðum um Dick Cheney varaforseta og aðra ráðherra í ríkisstjórn George W. Bush í bók, sem kemur út á mánudag. Tenet segir, að Bandaríkjunum hafi verið steypt út í stríð á nokk- urrar „alvarlegrar umræðu“ um það hvort Saddam Hussein væri einhver ógn við Bandaríkin. Segir hann einnig, að þegar á móti hafi farið að blása, hafi Bush og stjórn hans reynt að kenna honum og CIA um, að ráðist var inn í Írak. Hörð orð um Dick Cheney George Tenet UM það er deilt hvort líf finnist á öðrum hnöttum en breskir vís- indamenn hafa nú leyst aðra gátu litlu léttari. Eftir miklar rannsóknir hefur þeim tekist að útskýra froðu- myndun á bjór. Froðugátan leyst STJÓRN Berties Ahern myndi ekki halda velli á Írlandi ef niðurstaða þingkosninga, sem líklega verða 24. maí nk., verður í samræmi við nýj- ustu kannanir. Ahern hefur verið forsætisráðherra Írlands í tíu ár. Ahern á útleið? KOSIÐ var til þings í Nígeríu um síðustu helgi en marga grunar víð- tækt kosningasvindl. Sem dæmi um það er nefnt að stjórnarflokkurinn sigraði í kjördæminu Ondo þótt hann hefði ekki boðið þar fram. Reuters Kjörklefi Kjósendur komu tím- anlega en ekki atkvæðaseðlarnir. Glæstur sigur YFIRVÖLD í Eistlandi létu fjar- lægja í fyrrinótt umdeilt minn- ismerki um sovéska hermenn í Tall- inn. Eru Rússar æfir yfir því og einnig rússneski minnihlutinn í Eistlandi en Eistar segja, að minn- ismerkið sé ekki aðeins tákn fyrir sigur Rússa á Þjóðverjum, heldur einnig fyrir kúgun, sem Rússar beittu Eista. Sovéski hermaðurinn í Tallinn. Minnismerki tekið niður MIKILL meirihluti Bandaríkja- manna er sammála því að loftslags- breytingar af mannavöldum séu mesta ógn sem að okkur steðji. Að- eins 32% eru samt hlynnt því að hækka skatta á eldsneyti. Erfiðar fórnir Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is NICOLAS Sar- kozy, frambjóð- andi hægri- manna í síðari umferð forseta- kosninganna í Frakklandi 6. maí, hefur verið sakaður um óeðlileg tök á frönskum fjöl- miðlum og líkja sumir honum við Silvio Berlusconi, fyrrverandi for- sætisráðherra Ítalíu. Tilefnið nú er það, að Segolene Royal, frambjóðandi sósíalista í síð- ari umferðinni, og miðjumaðurinn Francois Bayrou, sem varð númer þrjú í fyrri umferð forsetakosning- anna, ætluðu að koma fram saman í sjónvarpi, á Canal+, nú um helgina. Sjónvarpsstöðin aflýsti hins vegar þættinum og Bayrou segist ekki efast um, að það hafi verið að und- irlagi Sarkozys. Segist hann ekki hafa fyrir því beinar sannanir en hafa það samt eftir fólki hjá Canal+. Talsmaður Sarkozys vísaði þessu ásökunum á bug en Bayrou varaði á móti landa sína við Sarkozy og sagði hann „hættulegan lýðræðinu“. Talsmaður Royal var heldur ekk- ert að skafa utan af því þegar hann lýsti Sarkozy sem frönskum Berlus- coni. „Sarkozy-fjölmiðlaríkið er í uppsiglingu,“ sagði hann. Sumir franskir stjórnmálafræð- ingar segja, að það eina, sem geti ógnað sigri Sarkozys í síðari um- ferðinni, sé hann sjálfur, sú harða ímynd, sem hann hefur en hennar vegna er hann ýmist dáður eða hat- aður. Nú stendur slagurinn um þá, sem kusu Bayrou í fyrri umferðinni, 6,8 millj. manna, en þeir geta ráðið úrslitum. Sarkozy sakaður um að vera nýr Berlusconi Miðjumaðurinn Francois Bayrou segir hann hafa komið í veg fyrir sjónvarpsumræður milli sín og Segolene Royal Í HNOTSKURN » Í fyrri umferð frönskuforsetakosninganna fékk Sarkozy flest atkvæði en Ro- yal varð í öðru sæti. » Kannanir sýna, að Sar-kozy muni sigra í síðari umferðinni og fá 51–54% en Royal 46–49%. » Ný könnun meðal þeirra,sem kusu Bayrou, sýnir, að 46% ætla að kjósa Royal en 25% Sarkozy. 29% eru enn óákveðin. Nicolas Sarkozy MIKIL samskipti með SMS- skilaboðum milli unglinga valda því, að skriftar- og stafsetning- arkunnáttu þeirra hefur stór- hrakað. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu írskrar menntamála- nefndar, sem segir, að þetta sam- skiptaform, SMS, sé bein ógnun við skilning unga fólksins á móðurmáli sínu og getu þess til að tjá sig með skilmerkilegum hætti. Í skýrslunni segir, að samræmd próf í ensku, sem lögð voru fyrir nemendur á síðasta ári, sýni svo ekki verði um villst, að kunnáttunni hefur farið mikið aftur, alveg sér- staklega í stafsetningu og grein- armerkjasetningu. Er ástæðan sögð sú, að hvorugu sé hampað hátt í SMS þar sem orðin eru oft einhvers konar hljóðlíkingar. Kom þetta fram á fréttavef Aftenposten í gær. Stuttaraleg SMS-svör Annað, sem bent er á, er, að nem- endur eigi mjög erfitt með að tjá sig, jafnvel um efni, sem annars býður upp á fjölbreytta túlkun og vangaveltur. Svörin verða gjarnan mjög stuttaraleg og þráðlaus, sem sagt eins konar SMS-skilaboð. Er SMS ógn við málfarið? Canaveral-höfða. The Washington Post. | Það virð- ist ekki ýkja skynsamlegt að flytja 65 ára mann sem þjáist af skæðum hrörnunar- sjúkdómi, um borð í flugvél og fljúga svo með hann í loftköstum í sérstaklega hannaðri Bo- eing 727-flugvél sem gerir mönnum kleift að upplifa þyngdarleysi í líkingu við það sem menn upplifa í geimnum. En fáum dytti víst í hug að reyna að tala um fyrir Stephen Hawking í þessum efnum. Hawk- ing er einn þekktasti stjarneðlisfræðingur sam- tímans og bók hans, Saga tímans, er fyrir löngu orðin metsölubók. Þyngdaraflið og svart- holsfræði eru einmitt helstu sérsvið hans. Hawking hefur alla tíð dreymt um að komast út í geim og hann steig fyrsta skrefið á fimmtudag þegar hann fékk að kynnast þyngd- arleysi geimsins. Flugvélinni var flogið upp í 10 km hæð og henni síðan steypt niður í 2,5 kílómetra hæð. Dýfan tekur um hálfa mínútu og meðan á henni stendur upplifa farþegarnir þyngdarleysi. Alls var vélinni dýft 8 sinnum í gærkvöldi en segja má að dýfan líkist því að vera í rússíbana. Þegar hverri dýfu var um það bil að ljúka pössuðu aðstoðarmenn upp á að Hawking væri lagður gætilega niður á dýnu, áður en þyngd- araflið tók að virka á ný. „Þetta var ótrúlegt … ég hefði getað haldið lengi áfram. Geimurinn, hér kem ég,“ sagði Hawking eftir flugferðina. Fyrstu einkenna hrörnunarsjúkdómsins varð vart á háskólaárum Hawkings en hann missti smám saman alla getu til að hreyfa sig og tala, og tjáir sig nú aðeins með aðstoð tölvu. Hawking vonast til að komast í geimferð 2009 með geimflugvél sem fyrirtæki Richards Branson, Virgin Galactic, er að hanna. Hann segir framtíð mannkyns byggjast á geimrann- sóknum. Æ meiri hætta sé á því að líf á jörð- unni muni deyja út af völdum einhvers stór- slyss, s.s. skyndilegrar loftslagshlýnunar eða kjarnorkustyrjaldar. „Geimurinn, hér kem ég“ Reuters Þyngdarlaus Stephen Hawking upplifir þyngdarleysi um borð í breyttri Boeing 727-flugvél fyr- irtækisins Zero Gravity. „Hann var eitt bros,“ sagði Peter Diamandis, stofnandi Zero Gravity. Stjarneðlisfræðingurinn þekkti, Stephen Hawking, upplifði þyngdarleysi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is TALSMENN bandaríska varnar- málaráðuneytisins skýrðu frá því í gær að Abd al-Hadi al-Iraqi, einn helsti leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverk- anetsins, hefði verið handtekinn á leið sinni til Íraks, þar sem hann hugðist skipuleggja hryðjuverk. Al-Iraqi hef- ur verið fluttur í Guantanamo-fanga- búðirnar á Kúbu, en hann er grun- aður um að hafa skipulagt árásir á hersveitir Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan og að hafa lagt á ráðin um að ráða Pervez Musharraf, forseta Pakistans, af dögum. Yfirvöld í Afganistan og Pakistan fögnuðu handtöku al-Iraqi og sagði talsmaður afg- anska varnar- málaráðuneytis- ins að hún myndi aðstoða við að koma höndum yfir helstu leiðtoga al- Qaeda-netsins, hún væri áfangi sem myndi valda því skaða. Heimildarmað- ur breska ríkisútvarpins, BBC, sagði al-Iraqi hafa verið handsamaðan seint á síðasta ári í aðgerð sem gerð hefði verið í samvinnu við bandarísku leyni- þjónustuna, CIA. Al-Iraqi er Íraki, fæddur í Mosul árið 1961, og komst til metorða í her Saddams Husseins, fyrrverandi forseta landsins, þegar hann ákvað að ganga til liðs við al- Qaeda í Afganistan. Komu frá ýmsum ríkjum Á sama tíma tilkynntu stjórnvöld í Riyadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, að þau hefðu handtekið 172 íslamska vígamenn, þar af menn sem hefðu hlotið flugþjálfun erlendis til að gera sjálfsmorðsárásir á olíuvinnslustöðv- ar og önnur mannvirki í landinu. Að sögn Mansour al-Turki, tals- manns sádi-arabíska innanríkisráðu- neytisins, var þjálfun mannanna það langt komin, að aðeins átti eftir að ákveða dagsetningu árásanna. Að- gerðirnar áttu sér langan undirbún- ing og tók alls níu mánuði að hafa hendur í hári mannanna, en að sögn heimildarmanns bandarísku sjón- varpsfréttastöðvarinnar CNN var hún byggð á upplýsingum sem aflað var eftir handtöku á hryðjuverka- mönnum í febrúar 2006 sem undir- bjuggu árásir á olíuvinnslustöð. Mennirnir eru frá Sádi-Arabíu, Afríku og ýmsum arabalöndum og er mörgum þeirra lýst svo að þeir séu ekki hermenn og hafi ekki hlotið neina þjálfun í vopnuðum átökum. Meðal þeirra eru Nígeríumenn og Jemenar og er hluti talinn hafa starf- að í flug- og olíuiðnaði Sádi-Arabíu, að því er Al-Arabiya-sjónvarpsstöðin greindi frá í gær. Var lagt hald á stórt vopnabúr sem falið var í eyðimörk og ætlunin var að nota í árásum. Einn helsti leiðtogi al-Qaeda fluttur til Guantanamo á Kúbu  Tekinn höndum fyrir nokkru á leið til Íraks  Fjöldahandtökur í Sádi-Arabíu Abd al-Hadi al-Iraqi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.