Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 18

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 18
18 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING CAPUT-hópurinn stendur fyrir tónleikum í Norræna húsinu kl. 15:15 á morg- un. Þar verða flutt tón- verk eftir Hafdísi Bjarna- dóttur, Jón Rúnar Arason, Guðmund Óla Sigurgeirsson og Diönu Rotaru. Verk Hafdísar, „Risaeðla“, er lokaverk- efni hennar úr tónsmíða- deild LHÍ og er samið út frá átta takta risaeðlu-rokkstefi. Þrátt fyrir ungan aldur er Hafdís með góða reynslu í tónsmíðum og gítarleik. Stjórnandi á tón- leikunum er Guðni Franzson. Miðaverð er 1.500 kr. en 750 kr. fyrir eldri borgara og nemendur. Tónlist Frumflutningur á 15:15 tónleikum Guðni Franzson HIN nýstofnaða bar- okksveit Camerata Drammatica heldur sína fyrstu tónleika í Ís- lensku óperunni kl. 20 í kvöld. Meginmarkmið sveitarinnar er að flytja stærri verk frá barokk og klassíska tímabilinu, allt frá hljómsveit- arverkum til perlna óp- erutónbókmenntanna. Á efnisskrá tónleikanna, sem bera yfirskriftina „Af ástum og vindmyllum“ er tónlist eftir Händel, Gasparini, Tellemann, Corelli og fleiri flutt á upprunaleg hljóðfæri. Einsöngvarar eru Ágúst Ólafsson og Marta Guðrún Halldórs- dóttir en leiðari er Peter Spissky fiðluleikari. Tónlist Ástir og vind- myllur í óperunni Peter Spissky Í STOFUSPJALLI sínu á morgun mun Jón Viðar Jónsson, forstöðumaður Leikminjasafns Íslands, ræða almennt um leik- ritagerð Halldórs Lax- ness, leikhúsáhuga hans og leikhúsafskipti. Hall- dór kom með ýmsum hætti og býsna fjölbreyti- legum að íslenskri leiklist- arsögu, svo sem nánar má fræðast um á vef Leikminjasafnsins. Þátt- takandi í spjallinu með Jóni Viðari verður Brynja Benediktsdóttir leikstjóri, en hún setti Straumrof á svið hjá LR árið 1977. Stofuspjallið fer fram að Gljúfrasteini og hefst klukkan 16.00. Stofuspjall Leikritagerð Laxness rædd Halldór Laxness FÉLAG íslenskra fornleifa- fræðinga og Fornleifafræð- ingafélag Íslands halda ráð- stefnu um fornleifarann- sóknir í samvinnu við Þjóð- minjasafn Íslands í dag klukkan 13-17 í fyrir- lestrasal safnsins. Á ráð- stefnunni verður að þessu sinni einungis fjallað um rannsóknir. Sem dæmi má nefna rannsókn á kumli í Hringsdal, á minjum sem hurfu í lónið við Kárahnjúkavirkjun og persónurannsókn á 17.aldar kotbónda. Fornleifarannsóknum er ætlað að varpa ljósi á menningararfinn og merka sögustaði, segir í tilkynningu frá Þjóð- minjasafninu. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur ókeypis. Fornleifarann- sóknir ræddar Ráðstefna Þetta er spurningin um safa-ríkan og góðan texta ogáskorun fyrir leikarann,“segja þau um verkefna- valið; atriði úr Machbeth eftir Willi- am Shakespeare, Hver er hræddur við Virginíu Woolf? eftir Edward Al- bee og Íslandsklukkunni eftir Hall- dór Laxness. „Shakesepeare er minn maður,“ segir Sigurður. „Það kemst enginn með tærnar þar sem hann hefur hælana.“ „Ég set nú Laxness á undan Shakespeare,“ segir Margrét Helga og horfir ákveðin á leikvin sinn, sem hreyfir engum andmælum. – Var erfitt að velja verkin á þessa sýningu? „Það var mjög auðvelt fyrir mig, því Siggi valdi þau,“ segir Margrét Helga og hlær. „Þetta kom algjörlega fyrirstöðulaust af sjálfu sér,“ segir hann. Með þessari dagskrá má segja að Sigurður sé um leið að slá botninn í langan starfsferil hjá Þjóðleikhúsinu; „Ég er kominn á aldur, sextugur maðurinn,“ segir hann og glottir. „Ég er kominn á þessa gullnu 95 ára reglu. Hvað tekur við? Framtíðin er alveg opið rými og við sjáum bara til, hvað hún ber í skauti sér. Sjálfur hef ég engin plön.“ „Hvað ætli hann Siggi hætti að leika, þótt hann sé ekki lengur fast- ráðinn,“ segir Margrét Helga. Sjálf er hún ekki komin að neinum loka- punkti. „Ég held mínu striki áfram. Þetta verður einhver endaleysa hjá mér þessi leikferill.“ Sigurður segist á 50 ára leik- húsferli hafa leikið í upp undir 150 sýningum Þjóðleikhússins. Svo hefur hann leikið annars staðar líka, þannig að hann telur hlutverk sín orðin hátt í 200. Margrét Helga segist ekki vera eins há í tölunni, hins vegar hefur hún verið í mörgum hlutverkum, sem fóru í 200 sýningar og fleiri. „Ég hef verið frekar iðin við kolann sem betur fer.“ Samstarfið sterkara en einstök hlutverk – Hvernig lifir leikarinn af hlut- verk sem hann þarf að sinna í á þriðja ár? „Þá reynir á leikarann, að hafa textann ferskan. Það er það sem lif- andi leikhús snýst um, að halda lífi í textanum. Hins vegar lifir leikarinn ekkert hlutverk af. Hlutverkið lifir hann. Þegar ég er farin munu aðrar leik- konur leika sömu hlutverk og ég og gæða þau sínu lífi.“ Þau rifja upp að leiðir þeirra í leik- listinni lágu saman í Leiklistarskóla Þjóðleikhússins; síðasta veturinn 1966–67, þegar hún kom aftur til náms úr barneignahléi. Og þau hafa ekki leikið saman á sviði síðan 1969; í sýningu Þjóðleikhússins á Betur má ef duga skal eftir Peter Ustinov. Höf- undurinn var viðstaddur frumsýn- inguna og þau minnast hans bæði sem alúðlegs og skemmtilegs manns. Þegar Margrét Helga var farin niður í Iðnó brá Sigurður sér þangað einu sinni og þá léku þau þar í sömu sýn- ingu; á Gísl. Sigurður sneri aftur upp í Þjóðleikhús, en Margrét Helga ekki. „Ég var nú ekki fastráðin hjá Þjóð- leikhúsinu, þótt ég væri þar mikið á fjölunum“ segir hún. „Svo bauðst mér að leika Uglu í Atómstöðinni í Iðnó. Og ég fór ekkert uppeftir aftur.“ Þau verða bæði hugsi þegar þau eru spurð um, hvað standi upp úr 40 ára leikferli. „Þetta er nú orðið það mikið að vöxtum að óhjákvæmilega stendur eitthvað upp úr,“ segir Sig- urður. „En það eru ekki endilega ein- stök hlutverk, heldur miklu fremur samstarfið við að koma einstökum verkum á svið. Mér fannst mjög gef- andi að vinna með Rimas Tuminas og sýningin á Lé konungi 1977, sem Hovhannes I. Pilikian leikstýrði, er eftirminnilegasta leiksýning sem ég hef tekið þátt í. Hún opnaði mér dyrnar að Shakespeare þannig að ég hef aldrei beðið þess bætur.“ Margrét kýs að fara sömu leið og Sigurður; lætur einstök hlutverk liggja á milli hluta en tilnefnir rúss- neska leikstjórann Alexi Borodin sem áhrifavald á sínum leikferli. Og sam- vinnuna í vetur við Benedikt Erlings- son í Ófögru veröld segir hún hafa fyllt sig gleði og bjartsýni um framtíð íslenzks leikhúss. „Mér finnst gaman að frumkvæði og hugmyndaflugi. Ég er svolítið fyrir að láta fólk skjóta mér með sér í geimferð,“ segir hún og brosir undir flatt. – Hver er svo galdurinn við góðan leikara? Nú verður Margrét Helga fyrri til að svara: „Hugrekki, einlægni og auðmýkt. Og svolítil bjartsýni, þegar hennar er þörf.“ „Auðmýktin er upphaf alls, jafnt í listsköpun sem hverju öðru,“ sam- sinnir Sigurður. „Góður leikari er auðvitað gæddur hæfileikum af Guðs náð. Svo þarf hann innsæi í sálarlíf fólks og frjótt ímyndunarafl til að setja sig í spor annarra.“ Í mesta lagi einhver mismæli Skyldi ekki eitthvað skondið hafa hent þau á leiksviðinu. Þau líta hvort á annað, en ekkert svar. Aldrei farið út af sviðinu öfugum megin eða komið inn á vitlausu augnabliki? „Það er okkar vinna að leika,“ segir svo Sigurður. „Þótt leikurinn sé list- sköpun, þá er hann líka vinna og það að læra utan að er partur af vinnunni. Leikritið er líka svo vel æft, þegar til sýninga kemur að þótt hún sé sköpun í augnablikinu, þá gengur leikarinn hana eftir æfðum leiðum og á að kom- ast áfallalaust í gegn.“ „Það er í mesta lagi að manni verði á einhver mismæli, sem geta komið meðleikurunum í bobba án þess að maður taki eftir því sjálfur,“ segir Margrét Helga. – Hvað með það þegar leikari hefur leikið persónu vikum, mánuðum, svo ekki sé nú talað um árum saman? Getur hann týnzt í rullunni? „Það er engin hætta á því að leik- arinn tapi sjálfum sér í rullunni, “ segir Sigurður og brosir. „En ég hef þó upplifað það á leiksviði á stundum mikilla geðshræringa, að það hefur slegið saman djúpstæðri persónu- legri reynslu og því sem er að gerast þá stundina á sviðinu. Þá verður ein- hver sterk tenging. Og stundum hef- ur það rist svo djúpt og tekið það mikið á, að það hafa orðið eftirköst eins og vondur höfuðverkur.“ „Hlutverkin ganga misjafnlega nærri manni,“ segir Margrét Helga. „Og maður er mislengi að ná sér af þeim eftir hverja sýningu. En mér tekst nú alltaf að verða Margrét Helga aftur. Líka þegar sýningarnar eru komnar á þriðja hundraðið.“ Þessi hlutverk sem þau leika nú eru ný á þeirra verkefnaskrá. Eiga þau enn önnur óskahlutverk? „Ég hugsa að ég sé nú komin fram yfir síðasta söludag hvað óska- hlutverkið snertir,“ segir Margrét Helga. Og Sigurður sem var kominn með nei fram á varirnar tekur sig á og segir: „Ég væri til í að leika Shake- speare nokkurn veginn endalaust.“ „Mig langaði lengi að leika Mutter Courage eftir Brecht,“ segir Margrét Helga. „Ég er nú búin að leika 14 eða 15 persónur eftir Laxness, en lafði Machbeth er sú fyrsta úr smiðju Shakespeares. Ég væri alveg til í meiri texta frá honum.“ Hugmyndin kvikn- aði í Melabúðinni Hvar fæddist hugmyndin að þess- ari afmælissýningu? „Hugmyndin kviknaði í Melabúð- inni,“ segir Margrét Helga. „Þar er alveg ótrúlegt úrval og fólk gefur sér tíma til þess að segja fleira en halló og bless.“ „Þetta er dagsatt,“ segir Sigurður, þegar ég lít til hans. „Hugmyndin að þessari sýningu varð til á förnum vegi úti í búð. Það er merkilegt hvað margar hugmyndir kvikna á förnum vegi. Það má líta á þessa dagskrá sem afmælishátíð, en um leið er hún líka eins konar viljayfirlýsing okkar Möggu.“ „Og mig langaði líka til þess að koma hingað aftur í hreiðrið mitt,“ segir Margrét Helga. „Þetta er eins og að loka hringnum, þótt hringurinn rúlli náttúrlega áfram.“ Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason fagna 40 ára leikafmæli Auðmýkt er galdur góðs leikara Morgunblaðið/Ásdís Í afmælisstuði Sigurður Skúlason og Margrét Helga Jóhannsdóttir í atriði úr Machbeth eftir Shakespeare. Hvað eiga Macbethhjónin, Marta og George og frú Arneus og Jón Hreggviðsson sameiginlegt? Þau eru persónur sem Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sigurður Skúlason reiða fram á 40 ára leikafmæli sínu í dagskránni Í skóla tímans, sem þau frumsýna í dag, laugardag, í Kúlunni; Litla sviði Þjóðleikhússins. Freysteinn Jóhannsson talaði við þau á þessum tímamótum. freysteinn@mbl.is 40 ára leikafmæli: Margrét Helga Jóhannsdóttir og Sig- urður Skúlason. Umsjónarmaður dagskrár- innar: Þórhallur Sigurðsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Tónar og áhrifshljóð: Gunnar Hrafnsson. Þrjár sýningar. Frumsýning í dag, önnur sýning 1. maí og þriðja og síðasta sýning 2. maí. Í skóla tímans

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.