Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 21 ÁRBORGARSVÆÐIÐ Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosn- inga sem fram fara laugardaginn 12. maí 2007 er hafin. Kosið er frá kl. 9:00 til 21:00 á skrifstofu embættisins í Hafnarstræti 107, Akureyri, 2. hæð, frá mánudegi til föstudags og milli kl. 14:00 og 17:00 á laugardögum og sunnudögum. Á kjördag er opið frá kl. 10:00 til 21:00. Á skrifstofu embættisins í lögreglustöðinni við Gunnarsbraut á Dalvík er kosið milli kl. 9:30 og 13:30 frá mánudegi til föstudags. Kosið er hjá hreppstjórum í Grýtubakkahreppi og Grímsey eftir samkomulagi við þá. Kosið er á skrifstofu bæjarins í Hrísey á opnunartíma skrifstofu. Kjósendum ber að sýna persónuskilríki. Sýslumaðurinn á Akureyri, 28. apríl 2007, Björn Jósef Arnviðarson Eftir Sigurð Jónsson Eyrarbakki | „Ég finn vel fyrir sögu safns- ins. Hér eru margar gamlar bækur sem eru gull fyrir grúskara. Safnið er hluti af rótum fólksins hér og það vill hafa safnið hér í þorpinu sem hluta af kjölfestu sinni í lífinu. Það er mjög gott að vinna hér á safninu og það er góð aðsókn að því sem er mjög ánægjulegt,“ sagði Margrét Steinunn Krist- insdóttir, bókavörður í Bókasafni Ung- mennafélags Eyrarbakka, en safnið fagnaði 80 ára afmæli í liðinni viku. Safnið var stofnað í apríl 1927 af Umf. Eyrarbakka en Eyrarbakkahreppur greiddi safninu árlegt framlag. Safnið var þá þegar á góðum grunni því um 1890 var starfandi lestrarfélag á Eyrarbakka sem hét um skeið Lestrarfélag Árnessýslu. Vísi að bókasöfn- um var að finna víðar á Eyrarbakka um og eftir aldamótin 1900 svo sem Bókasafn Le- ofoliiverzlunar fyrir landbúnað og sjávar- útveg, Lestrarfélagið Fróða og bókasafn Barnaskólans. Við sameiningu sveitarfélaga vorið 1998 var Bókasafn UMFE fellt undir stjórn Bæjar- og héraðsbókasafnsins á Sel- fossi og rekið sem útibú þaðan ásamt Bóka- safninu á Stokkseyri. Bókasafnið er nú til húsa í Blátúni að Túngötu 40 á Eyrarbakka. Í tilefni af af- mælinu var nýtt útlánakerfi, Gegnir, tekið í notkun í bókasafninu en það kerfi auðveldar alla vinnu við útlán. Á samkomu í tilefni af afmælinu fékk safnið að gjöf mikið af bók- um frá Lárusi Blöndal Guðmundssyni sem fæddist á Garði á Eyrarbakka 1914. Það var Steinn Lárusson sem afhenti þessa bókagjöf í minningu föður síns. Að sögn Margrétar mun þessi gjöf efla safnið verulega. Konur ráða lestrarefni fjölskyldunnar „Mikið af eldra fólki heimsækir safnið og konur eru í þar meirihluta en athugun hefur sýnt að konur koma mikið á söfn og sækja þangað bækur fyrir fjölskylduna og ráða þar með vali á lestrarefni fjölskyldunnar,“ sagði Margrét þegar þeirri spurningu er velt upp hvort mikið sé um bóklestur á Eyr- arbakka. „Mér finnst talsvert um að fólk lesi hérna. Á dvalarheimilinu les fólk til dæmis mikið. Svo eru hér á Bakkanum lestrarhópar sem eru vel virkir enda er lest- ur skemmtun og menning. Fólk verður víð- sýnna af lestri bóka um hvað sem er. Það má vel segja að lestur sé eldsneyti hugans og hann er um leið slakandi. Þá er alveg ljóst að ímyndunarafl barna þroskast með lestri og hann eykur á skilning þeirra,“ sagði Margrét. Vaxandi lestraráhugi Hún hefur verið virk í menningar- starfsemi á Eyrarbakka og meðal annars tekið þátt í menningardagskránni Vor í Ár- borg og séð um verkefni sem heitir Lesið á ljósastaura en þá eru fundin ljóð og annað efni eftir Eyrbekkinga og hengd á ljósa- staurana. Greinilegt er að Margrét lætur sér annt um bókasafnið og er metnaðarfull fyrir þess hönd. „Ég sé framtíð bókasafnsins þannig fyrir mér að það muni vaxa og tengjast skólanum hérna og verða skóla- og almenn- ingsbókasafn. Lestraráhugi er frekar vax- andi hérna en er misjafn eftir árum og síð- astliðið ár var gott í þessu efni. Hér er mikið af gömlum bókum sem er ákveðin sér- staða safnsins,“ sagði Margrét en hún hefur verið búsett á Eyrarbakka síðan 1999 og henni fellur vel að búa þar. „Við hjónin er- um landsbyggðarfólk og okkur fellur þetta svæði mjög vel,“ sagði Margrét en hún og maður hennar Vilbergur Prebensson fluttu frá Ísafirði eftir að hafa búið þar í 23 ár. Bóklesturinn er eldsneyti hugans Morgunblaðið / Sigurður Jónsson Bækur Margrét Steinunn Kristinsdóttir bókavörður lætur sér annt um bókasafnið og er metn- aðarfull fyrir þess hönd. Hún sér fyrir sér að safnið muni vaxa og dafna og tengjast skólanum. Í HNOTSKURN »Safnið var stofnað í apríl 1927 afUmf. Eyrarbakka en Eyr- arbakkahreppur greiddi safninu árlegt framlag »Í tilefni af afmælinu var nýtt út-lánakerfi, Gegnir, tekið í notkun í bókasafninu en það kerfi auðveldar alla vinnu við útlán. »Á samkomu í tilefni af afmælinufékk safnið að gjöf mikið af bókum frá Lárusi Blöndal Guðmundssyni sem fæddist á Garði á Eyrarbakka 1914. Bókasafnið á Eyrarbakka fagnar 80 ára afmæli LANDIÐ SPARISJÓÐUR Suður-Þingeyinga hélt aðalfund fyrir árið 2006 að Breiðumýri 25.4. 2007. Rekstur Sparisjóðsins gekk vel síðastliðið ár og var hagnaður ársins kr. 62.113.796 kr. eftir skatta. Í ljósi góðrar afkomu ákvað stjórn Sparisjóðsins að veita tvo styrki til eflingar íþróttastarfsemi á starfssvæðinu. Ákveðið að veita Þorsteini Ingvarssyni frjálsíþrótta- manni, Halldórsstöðum 2, Þingeyj- arsveit, styrk að fjárhæð kr. 500.000 á árinu 2007. Þorsteinn er einn efnilegasti frjálsíþróttamaður landsins og er það von stjórnar Sparisjóðsins að með styrkveiting- unni geti Þorsteinn einbeitt sér enn betur að því að vera í fremstu röð afreksmanna. Þá var ákveðið að styrkja Hér- aðssamband Suður-Þingeyinga (HSÞ) um kr. 2.000.000 til að ljúka við gerð íþróttavallar að Laugum. Ljóst er að þegar því verki verður lokið má segja að aðstaða til íþróttaiðkunar á Laugum verði sú besta á Norðausturlandi. Sparisjóð- ur Suður-Þingeyinga hefur um ára- bil verið helsti stuðningsaðili HSÞ. Sjóðurinn styrkir íþróttir Mývatnssveit | Söng- félagið Sálubót flutti vortónleika í Skjól- brekku í vikunni við góða aðsókn og frábær- ar undirtektir. Kórinn, sem að mestu er skip- aður söngfólki úr Þing- eyjarsveit, heldur tón- leika á fimm stöðum á NA-landi um þessar mundir og voru þetta þriðju tónleikarnir. Kórinn hefur í mörg ár verið undir stjórn Jaan Alavere sem einnig leikur undir á píanó. Flutningur kórsins á fjölbreyttri efnisskrá var hljómfagur og kröftugur hjá öruggum og einbeittum stjórn- anda. Vortónleikar Sálubótar Morgunblaðið/BFH Raufarhöfn | Fuglakomur á Mel- rakkasléttu hafa verið með líku sniði þetta vorið og undanfarin ár. Það má segja að hingað séu flestir fuglar komnir 5–8 dögum eftir að þeir sjást fyrst á Suðurlandi. Hrafninn varp í lok einmánaðar og veiðibjallan er að byrja varp fyrstu daga hörpu. Einstaka svart- þröstur hefur slæðst hingað af og til undanfarna vetur en sú breyt- ing hefur orðið á að 10–15 svart- þrestir hafa sést hér síðan á þorra. Á miðri góu birtust nokkrar vepjur sem stöldruðu stutt við. Brandugla sást á dögunum. Síð- asta sunnudag greindi undirrit- aður 11 andategundir á einum og sama blettinum við Neslón. Þar sem einnig má sjá himbrima, lóm, skarf, gæs, álft og máva, auk þess alla flóruna af vaðfuglum. Það eru fáir staðir á landinu sem bjóða upp annað eins sjónarspil. Í Geng- isvík spígsporaði tjaldur í dag, sem er ljósari en gerist og gengur, með hvítan kraga. Undirritaðan grunar að hann sé á leið á presta- stefnuna á Húsavík. Það hefur kvisast að farfuglinn Jósep á gulu hjóli sé væntanlegur 8. maí. Nú er það spurningin: Verður hann á undan kríunni þetta árið? Tjaldur á leið á prestastefnu Ljósmynd/Erlingur Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.