Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 22

Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 22
|laugardagur|28. 4. 2007| mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Heilinn í hópnum Jón sér um að forrita heilann (tölvuna) í bílnum. formi og við þurfum að þýða allt yfir á ensku. Nanótækni er mjög merkilegt fyrirbæri sem kemur til dæmis við sögu í genabreyttum mat- vælum og í stofnfrumurannsóknum. Einnig er fjölmiðlahópur innan hópsins okkar sem fylg- ist með framgangi verkefnisins og skráir niður samvinnu og liðsanda hópsins. Fjölmiðlahóp- urinn okkar heldur uppi heimasíðunni nano- verurnar.bloggar.is og þar er allur árangur skráður. Við erum líka að gera myndband frá keppninni og vinnunni við þetta. Þetta er auð- vitað allt rosalega mikil vinna og krefst mik- illar þolinmæði, en þetta er alveg þess virði, af því að við lærum svo mikið á þessu og þurfum að finna sjálf út úr hlutunum. Svo er þetta bara mjög gaman og spennandi, þetta hefur verið áhugamál hjá okkur frá því við vorum lítil. Tæknilegó er búið að vera mikið í gangi hér í skólanum í nokkur ár og líka hjá yngri krökk- unum,“ segja Nanóverurnar sem eru metn- aðarfullir krakkar sem stefna hátt í framtíð- inni. Stelpurnar voru sumar að spá í að fara í verkfræði og tveir af strákunum ætluðu kannski að læra til flugmanns. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Auðvitað keppum við til sigurs en þaðeitt að komast í Evrópukeppnina íNoregi er sigur í sjálfu sér,“ segjaNanóverurnar, tíu krakkar úr Sala- skóla á aldrinum 14–16 ára sem unnu síðast- liðið haust stóra keppni í tæknilegói sem haldin var í Öskju undir nafninu First Lego League. „Samsvarandi keppni var haldin í öðrum löndum og þetta er eiginlega undankeppni fyr- ir stóru Evrópukeppnina. Við ætluðum ekki að trúa því sjálf að við hefðum unnið. Hann Logi, sem er kennari hér við skólann og er liðsstjór- inn okkar í tæknilegóinu, hann þurfti að ganga um í bleikum bol með hreindýrshorn á hausn- um einn dag hér í skólanum, hann hafði nefni- lega lofað því fyrir keppnina að gera þetta ef við myndum vinna. Hann þolir ekki bleikan lit. Þetta var allt saman mjög skemmtilegt og mik- il fagnaðarlæti og sum okkar misstu röddina tímabundið. Við erum auðvitað mjög stolt yfir því að hafa tekist að sigra og lítum á okkur sem Íslandsmeistara í tæknilegói og það er meiri háttar að fá að fara um miðjan maí til Noregs í Evrópukeppnina. Þarna verða krakkar frá öll- um heimshornum, Bandaríkjunum, Asíu og Afríku og við hlökkum rosalega til.“ Mikil vinna en mjög gaman Keppnin byggist á því að krakkarnir þurfa að forrita tæknilegóbíl og keppa með honum í gegnum ákveðna þrautabraut. „Jón hefur séð um að forrita heilann á bílnum og fínstilla allt svo þetta gangi upp. Bíllinn þarf að fara eftir ákveðinni braut, ýta öðrum bíl upp og taka á móti litlum bolta og setja hann á ákveðinn stað, keyra með kassa út í horn og allt án þess að við snertum nokkurn hlut.“ En krakkarnir þurfa að gera meira en kubba bíl, forrita hann og láta hann komast í gegnum þrautina án stóráfalla. „Annar liður í þessari keppni er rannsóknarverkefni sem við þurfum að vinna og þemað þetta árið var örtækni eða nanótækni. Við þurfum því að afla okkur alls- konar uppýsinga um nanótækni og koma þeim á framfæri, til dæmis með glærum eða á öðru Morgunblaðið/G.Rúnar Snillingar Salaskóli má vera stoltur af þessum krökkum. F.v.: Harpa, Valgerður, Kristín, Eyjólfur, Siggi, Ýr, Atli og Jón við þrautabrautina og legótækin sín. Á myndina vantar Andra Karl og Hallgrím sem eru einnig í liðinu. Nanóverurnar keppa til sigurs Þraut Hluti af brautinni. daglegtlíf Það er mikið um falleg húsgögn og óvenjulega handavinnu á þessu reisulega heimili á Mel- unum. »26 innlit Sumir karlar skilja ekki hvernig hægt er að koma daglegu lífi fyrir í einni tösku. En konur gera það. »28 tíska Kjörbíll Kaupfélagsins fór nær daglega um Egilsstaði í 22 ár til að þjónusta bæjarbúa. Þarf aft- ur kjörbíl á Egilsstaði? »28 bæjarlífið FANGAR sem eru í John J. Moran fangelsinu í Cranston á Rhode Island hafa nú fengið það hlutverk að þjálfa hunda til að aðstoða fatlaða einstaklinga. Fangarnir taka þar með þátt í sérstöku verkefni sem ber heitið NEADS en þar fá þeir tækifæri til að láta gott af sér leiða fyrir samfélagið. Fangar þjálfa hundana Áhugasamir Þjálfunin fer gjarnan fram í klefa Edwards. Reuters Vinir Labradorhundurinn Chuck og Edward Parent. Hægt verður að horfa á keppnina úti í Noregi í beinni útsendingu 16. maí á Netinu: www.flloec.org www.nanoverurnar.bloggar.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.