Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 25

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 25
Malarhöfða 2a • 110 Reykjavík Sími 570 9900 • www.fiat.is Opið: virka daga frá 8–18 laugardaga frá 12–16 Saga er umboðsaðili fyrir Alfa Romeo, Ducati, Ferrari, Fiat og Maserati Byggt til að sigra Nýju hjólin eru komin– og fara hratt! MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 25 hver sannleikurinn er. Sami viðmælandi Víkverja taldi verð- kannanir bæði Morg- unblaðsins og annarra litlu skipta þar sem þær næðu til tiltölulega fárra vörutegunda. Verzlunarkeðjurnar væru búnar að átta sig á því hvaða matvörur væru teknar í verð- kannanir sem þessar og héldu verði á þeim vörum niðri á sama tíma og verð væri óeðlilega hátt á öllum öðrum vörum, sem seldar væru í mat- vöruverzlunum hér. Er þetta ekki kjörið verkefni fyrir þær háskólastofnanir, sem hér eru starfandi? Víkverji hefur séð tölur um af- komu matvöruverzlana, sem benda ekki til þess að eigendur þeirra ríði feitum hesti frá þeim viðskiptum. En svo er auðvitað spurning hvernig bókhaldið er fært og er þá ekki gefið í skyn, að það sé ekki rétt lögum samkvæmt en það hljóta að vera mörg matsatriði í bókhaldi mat- vöruverzlana eins og t.d. þau hve mikið af birgðum er afskrifað hverju sinni. Rýrnun er auðvitað mikil í matvöruverzlunum. En þrátt fyrir verðlækkunina 1. marz sl., sem stóru verzlunarkeðj- urnar stóðu sig vel í að skila til við- skiptavina sinna er ljóst að enn ríkir mikil tortryggni í garð verzlunar- innar. Enn er til fólk á Íslandi, sem telur að verzlunin nýti sér þá sérstöðu ís- lenzkra neytenda, að þeir geta ekk- ert annað farið vegna fjarlægðar okkar frá öðrum löndum. Einn af viðmæl-endum Víkverja hafði orð á því á dög- unum, að matvöru- kaupmönnum á Íslandi hefði tekizt vel upp í því að koma allri sök yfir á íslenzkan land- búnað vegna hás mat- vælaverðs hér á landi. Veruleikinn væri hins vegar sá, að það væri vaxandi einok- unarþróun í verzlun á Íslandi, sem ætti mest- an þátt í því hversu hátt verðlag væri hér og ekki bara á mat- vælum heldur marg- víslegum öðrum varningi. Þessi viðmælandi Víkverja sagði að það væri augljóst, að verzlun í landinu færðist á æ færri hendur og undarlegt væri að enginn hefði orð á því. Raunar taldi sami maður, að stjórnmálamenn væru hræddir við stóru keðjurnar í viðskiptalífinu og vildu ekki standa í átökum við þær. Þetta væri ekki séríslenzkt fyr- irbæri heldur ætti við um allan heim og allavega í okkar heimshluta. Víkverja þótti þetta athyglisverð ræða og þó sérstaklega sá hluti hennar, sem sneri að íslenzkum landbúnaði. Er hugsanlegt að land- búnaðurinn hafi verið hafður fyrir rangri sök og að hátt matvælaverð megi rekja til annarra ástæðna en þeirra hversu dýr landbúnaðurinn sé? Auðvitað er ekki hægt að slá fram fullyrðingum um þetta án þess að finna einhver rök fyrir þeim. Í landi, þar sem allt er rannsakað og fræði- menn og rannsóknarsetur eru á hverju strái hlýtur hins vegar að vera hægt að komast til botns í því           víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska mbl.is ókeypis smáauglýsingar Jóhannes Sigmundsson Syðra-Langholti segir marga hafa hrokkið við er Jón Baldvin Hanni- balsson kallaði Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformann Sjálf- stæðisflokksins, „ljóskuna í menntamálaráðuneytinu“ í Silfri Egils á sunnudag. Hann yrkir: Kostuleg var karlremban og þrjóskan er kratinn gamli tjáði sig hjá Agli. Í ráðuneyti mennta mætt er „ljóskan“. Margur hissa varð á slíku stagli. Jóhannes bendir ennfremur á að í Íslenskri orðabók, útgefinni 2003, sé meðal annars eftirfarandi skýr- ing á orðinu ljóska: „ung, ljóshærð, vitgrönn kona“. Rúnar Krist- jánsson á Skagaströnd leikur sér að því að gera ljóskuvísur: Býr í húsi gerðu úr gleri gúrú einn á Krataslóð. Lofaður af Lennart Meri en lítt af sinni eigin þjóð! Jón Baldvin með þaninni þrjósku þrumaði í Silfrinu hátt. Lýsti þar einhverri ljósku sem líklega skildi nú fátt! Í umræðunni öflug gróskan eykur mörgum þor. Jafnvel menntamála-ljóskan markar þar sín spor! Jón Baldvin sem merktur mósku miðlar ei viti stóru. Einna helst líkur ljósku sem leitar að eigin glóru! VÍSNAHORNIÐ Jón Baldvin og „ljóskan“ pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.