Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 28
Hólf Stórar töskur með mörgum hólfum eru handhægar eins og þessi sem er úr haustlínu hönnuðarins Barbara Bui. Morgunblaðið/G.Rúnar Skreyttar Stórar töskur, í öllum regnbogans litum og jafnvel steinum skreyttar og málmlituðum hnöppum og hringjum eru áberandi í vor og sumar. Fjólublá, 4.290 kr. Aldo. Hvít, 4.995 kr. Skarthúsið. Bleik, 5.900 kr. Hygea. Rauð, 3.995 kr. skór.is. Gyllt, 4.500 kr. Bianco. Gul, 4.690 kr. Friis & Company. Ljósbrún, 7.490 kr. Oasis. Svart/hvítt Það er Chanel-bragur yfir þessari tösku, 22.900 kr. Karen Millen. Röndótt Hönnuðurinn Sonia Rykiel er röndóttur í sumar, 13.900 kr. Kisan. Kassi Hjá Versace verður hönnunin klassísk í haust en töskurnar áfram stórar og kassalaga. Nýr litur Fölbleikur er áberandi núna og staðgengill þess ljósbrúna, 14.995 kr.Valmiki. Litríkt Það er sumargleði í klassíkinni hjá hönnuðunum hjá Guess, 19.500 kr. Leonard. Handsömuð! Í lífi hverrar konu eru töskur – handtöskur Sumir karlmenn skilja ekki hvernig hægt er að koma daglegu lífi fyrir íeinni tösku. Það gera konur, enda troða þær því þar daglega. Lífið ítöskunni er skipulagt en vissulega óreiða – nokkuð sem virðist örva reglulega hláturtaugar sumra karlmanna og fara í taugarnar á öðrum. Eins og þegar hinar skipulögðu leita að lyklum en finna óvænt rósrauða varalitinn frá Yves Saint Laurent sem þær voru búnar að leita að síðan í fyrrasumar. Eða þegar taskan byrjar að spila „I love to love“ með Tinu Charles og þær ætla að grípa gemsann glóðvolgan en standa í stað þess vandræðalegar, í tutt- ugu sekúndur, gramsandi í tösku sem virðist hafa öðlast sjálfstætt, jóðlandi líf. Og einmitt á þeirri sekúndu sem síminn þagnar, rífa kvendin stolt upp úr töskunni og veifa – ekki símanum, heldur kortaveskinu frá Atson! Konur sem náð hafa þessari færni hafa algjörlega handsamað lífið – í töskunni. Konur hafa nefnilega fullkomna stjórn á því lífi, þótt karlmenn haldi stund- um annað. Það er flóknara að hafa yfirsýn yfir margt en fátt og í kventösku geta verið allt að tuttugu ólíkir munir. Þá skiptir máli að missa sig ekki yfir smámunum. Þetta vita konur. Þess vegna brosa þær bara þegar þær finna varalitinn eða krítarkortaveskið í stað lyklanna sinna eða gemsans. Konur njóta þess að finna eitthvað nýtt. Jafnvel þótt þær séu næstum alltaf með sömu hlutina í veskinu eru þær alltaf að uppgötva nýja hluti. Á hverjum degi – og njóta þess. Á tímum jafnréttis ætti að hvetja karlmenn til þess að fá sér handtösku, þessar með mörgu hólfunum eru sérstaklega skemmtilegar, bjóða upp á fjölmarga möguleika til þess að týna sér í. Að týna sér dálítið í lífinu í töskunni, handleika það og handsama svo – það er ógeðslega skemmtilegt! uhj@mbl.is tíska 28 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ fjallaland.is Til sölu glæsilegar lóðir á einu eftirsóttasta sumarhúsasvæði landsins! Upplýsingar á www.fjallaland.is og í síma 893 5046. „Hvernig stendur á því að stjórn- málaflokkarnir reyna ekkert að tala við okkur kjósendurna?“ sagði mað- ur við mig í gær. „Þeir senda okkur ekki einu sinni stefnuskrár sínar! Ef við förum ekki inn á vefsíður flokk- anna eða löbbum inn á nýopnaðar kosningaskrifstofur þeirra hér á Austurlandi gerist ekki neitt.“ Mað- urinn var bara heldur argur. Það er líklega nokkuð til í þessu. Búið er að halda tvo sameiginlega, opna stjórn- málafundi framboðanna á Egils- stöðum. Annar var almenns eðlis og auglýstur í staðarblaðinu, hinn ein- vörðungu um landbúnaðarmál og að ég veit sannast aðeins auglýstur í Bændablaðinu. Jú, og svo hefur frést af nokkrum vandræðalegum frambjóðendum á vinnustöðum. Að öðru leyti verður tæpast vart við kosningabaráttu nema í fjölmiðlum og þá á forsendum fjölmiðlanna, ekki pólitíkusanna eða framboðanna. Og það er út af fyrir sig býsna skringileg staða. „Það skiptir engu máli hvort maður heyrir eitthvað í þeim eða ekki, maður asnast til að kjósa eitthvað“ sagði annar kunningi minn í gær.    Aðeins meira um framboðin. Menn skemmta sér yfir því á Egilsstöðum að Vinstri græn séu í Afríku og þar að auki beint undir nefinu á höfuð- vígi Framsóknarflokksins á svæð- inu. Þeir leigja m.ö.o. í gömlu hrófa- tildri sem eitt sinn hýsti bakarí og aðstöðu pípulagningamanna og nú er kallað Afríka. Kaupfélagsstjóra- bústaðurinn þar sem Þorsteinn Sveinsson réð lengi ríkjum trónir of- an við Afríku, sem og núverandi heimili þessa aldna Framsóknar- forkólfs. Svo það er margt í pípunum hjá VG segja menn; þeir í Afríku og Framsókn á Kanarí. Síðan hafa menn það fyrir augunum daglega að Frjálslyndi flokkurinn leggur þræl- merktum húsbíl af stærri gerðinni beint fyrir auglýsingaskilti Fram- sóknar við kosningaskrifstofu þeirra í kjallara Austrahússins gamla. Frjálslyndir fengu inni á jarðhæð- inni á kontór hjá fasteignasölu. Þetta er heldur skondið.    Einu sinni var rekinn svokallaður kjörbíll á Egilsstöðum, frá árunum 1966 til 1988. Hann ók um daglega og fólk gat þarna keypt ýmsar nauð- synjar án þess að fara í sjálft kaup- félagið. Nú hefur bærinn stækkað svo mikið í allar áttir að það er að verða fjallabaksleið fyrir marga, ekki síst eldra fólkið sem ekki er kannski allt akandi, í verslun í mið- bænum. Annað hvort þarf að fá kjör- bíl aftur eða byggja upp nauðsyn- lega þjónustu víðar í bænum í samræmi við útþenslu hans. EGILSSTAÐIR Eftir Steinunni Ásmundsdóttur úr bæjarlífinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.