Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 30
Það hressir sál mína aðkoma hingað,“ sagði Rost-ropovits í samtali, semHalldór Vilhjálmsson átti við hann fyrir Morgunblaðið 1978, þegar hann kom til að leika á Listahátíð með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Vladimirs Ashkenazys. „Tónleikarnir í Laugardalshöll voru í einu orði sagt stórkostlegir,“ sagði Jón Ásgeirsson, tónlistar- gagnrýnandi Morgunblaðsins, m.a. um tónleikana. Jón hafði líka hlýtt á Rostropovits leika í fyrri Íslands- heimsókninni 1954: „Fyrir mörgum árum kom Rostropovitch til Íslands og lék m.a. með Páli Ísólfssyni í litlu Dómkirkjunni í Reykjavík. Meðal verkefna var Ave Maria eftir Schu- bert og man undirritaður enn hve sterklega timburinnrétting kirkj- unnar svaraði leik hans.“ Rostropovits mundi vel eftir fyrri Íslandsheimsókn sinni, þegar hann kom aftur: „Ég fór núna til Íslands af því að ég á einmitt alveg ein- stakar minningar héðan frá æsku- dögum mínum, svo að segja, því að ég kom hingað í fyrsta skipti fyrir 25 árum. Ég minnist svo margs héðan. Ég man eftir gistihúsinu, þar sem ég bjó, og litla flugvellinum skammt frá hótelinu, man eftir Ísafirði, þar sem ég hélt tónleika, og einnig Ak- ureyri. Mér var boðið að skreppa frá Akureyri að skoða Goðafoss og tign hans var slík, að ég get ekki gleymt honum. Krísuvík er líka ógleyman- legur staður.“ Og Rostropovits lýsir því að fram að Krísuvíkurreynsl- unni hafi jörðin alltaf verið traustur grunnur í hans augum en sú ímynd hafi breytzt. „Ekkert er alveg traust, þegar á reynir.“ Norður- ljósin höfðu sérstök áhrif á lista- manninn. „Fegurð, sem kom mér til að tárast.“ Skáldið kom hon- um á skyrbragðið Rostropovits minnist heimsóknar að Gljúfrasteini. „Enn þann dag í dag er ég með bragðið á tungunni af skyri og rjóma sem ég borðaði hjá skáldinu. Orðin „skyr og rjómi“ eru ekkert sérstaklega auðveld í fram- burði fyrir mig, en það eru samt þau íslenzk orð, sem ég man hvað bezt, þótt heill aldarfjórðungur sé liðinn frá því ég fyrst heyrði þau. Og svo núna í kvöld át ég aftur þessa kónga- fæðu á heimili minna góðu vina, Þór- unnar og Vladimirs. Þeir vita ósköp vel á Hótel Sögu, að í fyrramálið vil ég fá mitt skyr til morgunverðar.“ Í samtalinu kemur fram að Rost- ropovits er á ferð og flugi til tón- leikahalds; bæði sem einleikari og sem hljómsveitarstjórnandi. Og honum er ekki erfitt að hlaupa þar í milli. „Þessir tveir þættir í tónlistar- starfi mínu víkka að mínum dómi út allt mitt starf sem túlkandi tónlistar- manns, þegar ég ýmist leik á sellóið eða stjórna hljómsveit. Eftir að hafa verið við hljómsveitarstjórn í nokk- urn tíma samfleytt þá leik ég tví- mælalaust betur á selló á eftir. Og eftir að hafa leikið lengi samfleytt á selló stjórna ég hljómsveitinni miklu betur á eftir! – Einnig leik ég svolítið á píanó að aðstoða stundum konu mína (söngkonuna Galinu Visj- névsksaja – innsk.) sem undirleikari á söngskemmtunum hennar. Það er alveg sérstök músíkreynsla að fylgja mannsröddinni á hljóðfærinu, og þessi reynsla hefur auðgað mig mjög og dýpkað allan tónlistarskiln- ing minn.“ Og hann segir fleira um samstarf þeirra hjónanna; bæði á hljómleikum og plötuupptökum. Halldór spurði Rostropovits m.a. hvort hann þekkti Erling Blöndal- Bengtsson og sagðist Ros bæði þekkja Erling persón list hans. Hann væri alveg skarandi sellósnillingur og ur að eiga hann að vini. Rostropovits hefur góð o koma aftur til Íslands, sem mest eftir því hvernig í áheyrendum líki sellóleik „Ég mundi gera mitt ýtrast að koma aftur og spila hé landi, því mér fellur vel að v Mstislav Rostropovits k þriðja sinni til Íslands. Því ir hans annars staðar ö valdið, en ekki það að í áheyrendum líkaði ekki s hans. Þeir hafa örugglega t ir með Jóni Ásgeirssyni kostlega tónleika, þar se Mstislav Rostropovits kom tvisvar sinnum til tónleikaha „Það hressir sá mína að koma h Snillingurinn Mstislav Rostropovits við komuna til Keflavíkur 1 hljóðfæri hans væri „Stradivarius (du fore) og er bezta hljóðfæri Mstislav Rostropovits kom í tvígang til Ís- lands. Freysteinn Jóhannsson talaði við Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara um kynni hennar af Rost- ropovits og fletti upp í samtali hans við Morg- unblaðið og umsögn- um um leik hans. 30 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÁRMUNIR OG MANNÚÐ Anna Lilja Gunnarsdóttir, fram-kvæmdastjóri fjárreiðna ogupplýsinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, varpaði eftirfar- andi spurningu fram á ársfundi spít- alans sl. fimmtudag: „Á spítalinn að fórna fjármunum í þágu mannúðar eða á að fórna mann- úð í þágu fjárhagslegrar afkomu?“ Það er illa komið, þegar einn af æðstu stjórnendum spítalans telur sig knúna til að spyrja á þennan veg. Auðvitað á mannúð að ganga fyrir fjármunum í rekstri þessarar mikil- vægu stofnunar. Anna Lilja sagði ennfremur í ræðu sinni, að hún teldi fjárveitingar til spítalans á undan- förnum árum ekki hafa verið í neinum takti við þróun eftirspurnar eftir þjónustu. Og benti jafnframt á að eft- irspurn eftir þessari þjónustu mundi aukast á næstu árum. Anna Lilja sagði ennfremur í ræðu sinni á ársfundinum: „Mannúðarsjónarmið hafa alltaf verið í hávegum höfð á Landspítala en sparnaðarkrafa síðustu ára hefur þegar þrengt mjög að starfseminni. Starfsfólk spítalans hefur lagt sig fram um að veita frábæra þjónustu þrátt fyrir erfiðar aðstæður … En þversögnin, sem mætir starfsfólki á hverjum degi í vinnu sinni, er annars vegar sú, að starfsemi spítalans er drifin áfram af mannúðarsjónarmið- um og hins vegar þeirri kröfu, að rekstrarkostnaður rúmist innan ramma fjárlaga. Fjárlaga, sem eru í engum takti við þróun íbúafjölda, fjölda aldraðra og þróun sjúkdóma. Krafan er hallalaus rekstur en krafan er líka að Landspítali sé bund- inn mannúðarsjónarmiðum og beri ríka samfélagsskyldu.“ Allt er þetta rétt hjá Önnu Lilju Gunnarsdóttur og tími til kominn, að einn af æðstu stjórnendum spítalans tali á þennan veg. Það er staðreynd, að það er búið að ganga of langt og er verið að ganga of langt í niðurskurði útgjalda í rekstri spítalans. Nú er t.d. uppi krafa um að skera útgjöld geðdeildar spítalans niður um 50 milljónir króna. Það ligg- ur í augum uppi, að það er ekki hægt nema með því að draga stórlega úr þjónustu geðdeildarinnar. Hvernig á að gera það á sama tíma og eftirspurn eftir þjónustu hennar og sambæri- legrar starfsemi er að stóraukast? Kannski mundu þeir þingmenn sem sitja í fjárveitinganefnd útskýra það? Það hefur vafalaust verið nauðsyn- legt að taka rækilega til í rekstri spít- alans í tengslum við sameiningu Landspítala og Borgarspítala og það hefur verið gert. En það eru takmörk fyrir öllu og það eru takmörk fyrir því hversu langt er hægt að ganga í nið- urskurði útgjalda á þessari stofnun. Væntanlega er ræða Önnu Lilju Gunnarsdóttur á ársfundi spítalans til marks um, að stjórnendur spítal- ans ætli að snúa vörn í sókn og út- skýra fyrir fjárveitingavaldinu, að lengra verði ekki gengið og raunar búið að ganga of langt. Landspítalinn er ein mikilvægasta stofnun þjóðarinnar. Það þarf að efla spítalann til aukinnar þjónustu í stað þess að draga stöðugt úr henni. EFLING FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Bjarni Ármannsson, formaðurSamtaka fjármálafyrirtækja og forstjóri Glitnis banka, hvatti til þess í ræðu á aðalfundi samtakanna í fyrradag að Fjármálaeftirlitið yrði stóreflt. Sjálfsagt kemur það einhverjum á óvart að formaður SFF tali á þenn- an veg, því að bæði einstök fjár- málafyrirtæki og samtökin og fyr- irrennari þeirra hafa ekki alltaf verið hlynnt því að efla Fjármála- eftirlitið eða styrkja heimildir stofnunarinnar til eftirlits með markaðnum. Þessi málflutningur þarf hins vegar ekki að koma neinum á óvart. Það liggur í raun í augum uppi að fjármálamarkaðurinn þarf á öflugu eftirliti að halda. Einn af þeim lær- dómum, sem bankarnir hafa vafa- laust dregið af þeim óróa, sem skapaðist í kringum þá í fyrra vegna umfjöllunar af hálfu erlendra matsfyrirtækja og greiningar- deilda, er að íslenzki fjármálamark- aðurinn þarf á aðhaldi, eftirliti og gagnsæi að halda. Það er nauðsyn- legt meðal annars til að skapa traust á erlendum mörkuðum. Bjarni Ármannsson bendir rétti- lega á að fjármálamarkaðurinn er tiltölulega ungur og reglur og hefð- ir eru þar enn í mótun. Framundan er innleiðing margvíslegra alþjóð- legra reglna og gera má ráð fyrir að umsvif alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi margfaldist. Það er hárrétt hjá bankastjóranum að Fjármála- eftirlitið verður að efla til að það geti fylgt þessari þróun eftir, hafi yfirsýn og geti starfað með sam- bærilegum stofnunum erlendis að rannsókn mála, sem oft teygja anga sína víða um heim. Hins vegar stendur að sjálfsögðu ekki aðeins upp á stjórnvöld að efla Fjármálaeftirlitið til að tryggja traust og gagnsæi á markaðnum. Stofnunin hefur í áranna rás iðu- lega kvartað undan því að henni gengi illa að fá upplýsingar frá fjár- málafyrirtækjunum til að öðlast nauðsynlega yfirsýn um markaðinn. Ef Fjármálaeftirlitið á að geta gegnt hlutverki sínu, verða aðilar á markaðnum að vera reiðubúnir að láta því í té nauðsynlegar upplýs- ingar. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra segir í Morgunblaðinu í gær að við- skiptaráðuneytið hafi margsinnis gert tillögur um að auka umfang Fjármálaeftirlitsins og fagnar því að markaðsaðilar skuli vera sama sinnis. Auka þurfi samstarf stofn- unarinnar við erlenda aðila og bæta við mannafla hennar og aðstöðu. Viðskiptaráðherra og Alþingi hafa auðvitað í hendi sér að efla Fjármálaeftirlitið nægilega. Er eft- ir nokkru að bíða með það? Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ROSTROPOVITS pantaði hljómsveitarverk hjá Jóni Nordal og stjórnaði frumflutningi þess; Chorales, í Kennedy Center í Washington 1982. Í samtali við Morgunblaðið sagði Jón að hann kynni ekki að segja frá aðdraganda þess að Rost- ropovits vildi fá verk eftir hann til frumflutnings. „En hitt get ég sagt að þetta var stórkostleg upp- lifun fyrir mig. Okkur hjónunum var boðið út til að vera viðstödd frumflu mér óg listama Hann v einn óg Jón s flutt ve ington Carneg Pantaði íslenzkt verk SELLÓLEIKARINN og hljómsveitarstjórnandinn Mstislav Rostropovits er látinn, 80 ára að aldri. Rostropovits var ekki aðeins þekktur fyrir hæfi- leika sína á sviði sígildrar tónlistar heldur einnig fyrir mannréttindabaráttu á tímum Sovétríkjanna og andstöðu við sovétstjórnina. Rostropovits dvaldi mestan hluta starfsævi sinn- ar utan Sovétríkjanna, fór þaðan árið 1974 í sjálf- skipaða útlegð vegna stuðnings síns við rithöfund- inn og nóbelsverðlaunahafann Alexander Solsjén vits sne undir l ínarmú Stjór í síðast Vladím arsnilli mannré Moskvu Rostropovits látinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.