Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 31
stropovits
nulega og
g framúr-
ávinning-
orð um að
m fari nú
slenzkum
kur hans.
ta til þess
érna á Ís-
vera hér.“
kom ekki
hafa ann-
örugglega
slenzkum
sellóleikur
tekið und-
um stór-
em Rost-
ropovits lék tvo konserta eftir
Haydn og Dvorák. „Það sem er svo
stórkostlegt í tóntúlkun Rostropo-
vitch er sá þróttur og tilfinning sem
gegnumsýrir alla túlkun hans. Hver
tónn er tekinn með ákveðið músík-
alskt markmið í huga og mótun
stefsins í heild mögnuð galdri þessa
markmiðs. Þarna skiptir tæknin
ekki máli en er aðeins tæki til að
túlka það sem ekki verður útskýrt
með orðum, aðeins upplifað. Það er
ótrúlega mikil músikk í þessum
manni og væri gaman að heyra hann
stjórna hljómsveitinni okkar, svo
þeim gæfist kostur á að læra af
meistaranum. Það er fyrst og fremst
hin sterka tónræna upplifun sem
gerir Rostropovitch að snillingi
snillinganna. Upplifunin er svo
sterk, að ekkert orð annað en galdur
á þar við.“
Tónsprotinn flaug úr
hendi Ashkenazys
Guðný Guðmundsdóttir var kons-
ertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands 1978 og sat síðar með Rost-
ropovits í norrænni hljómsveitar-
stjórasamkeppni í Bergen. Hún
segist lítið hafa kynnzt Rostropovits
persónulega, þegar hann lék með
Sinfóníuhljómsveitinni, en sem lista-
maður væri hann ákaflega eftir-
minnilegur. „Þvílíkur sellisti! Hann
spilaði ótrúlega vel. Það var með
ólíkindum hvernig hann dró tónana
út úr hljóðfærinu og það lék í hönd-
unum á honum.
Það er ógleymanleg reynsla að
hafa spilað með slíkum snillingi.“
Eftirminnilegt atvik sagði Guðný
að hefði verið þegar tónsprotinn í
einum hápunktinum flaug úr hönd-
um stjórnandans, Vladimirs Ashk-
enazys, og út í miðja hljómsveit.
Einleikarinn lét sér hvergi bregða
og aðrir fóru að dæmi hans; létu
þetta ekkert á sig fá og spiluðu
ótrauðir áfram!
Í Bergen kynntist Guðný persón-
unni Rostropovits betur. „Ég tók
með mér skyr handa honum og hann
varð ákaflega glaður að fá þetta
uppáhald sitt frá Íslandi.
Þarna kynntist ég því, að hann var
hvers manns hugljúfi, mikill sagna-
maður og brandarakarl með af-
brigðum. Hann var alltaf miðpunkt-
urinn og reytti af sér brandarana.
Þess í milli sagði hann okkur sögur
úr tónlistarheiminum; hann var auð-
vitað hafsjór af fróðleik um tónlist
og hafði mikil persónuleg kynni af
rússneskum tónlistarmönnum.
Í Bergen sagði hann mér meðal
annars að fyrir leiðtogafundinn í
Höfða hefði hann náð símasambandi
við Reagan Bandaríkjaforseta og
beðið hann að freista þess að fá því
framgengt við Gorbatsjov að fjöl-
skylda Rostropovits fengi að fara frá
Sovétríkjunum og heimsækja hann í
tilefni 60 afmælis hans. Eftir því sem
ég bezt veit varð ekkert af því.“
Í fyrri Íslandsferðinni, 1954, dvel-
ur Rostropvits a.m.k. um mánaðar-
tíma á Íslandi. Hann kemur hér
ásamt fleiri listamönnum á vegum
MÍR, Menningartengsla Íslands og
Ráðstjórnarríkjanna, og þeir halda
nokkra tónleika og listdanssýningar
í september. Hann er svo einleikari
á tónleikum Ríkisútvarpsins og Sin-
fóníuhljómsveitarinnar 14. septem-
ber og spilar á vegum Ríkisútvarps-
ins með Páli Ísólfssyni í
Dómkirkjunni 21. september. Það
voru „fjölmennir hljómleikar í Dóm-
kirkjunni“, sagði Morgunblaðið.
Fullkominn á sínu sviði
Í baksíðufrétt Morgunblaðsins
eftir fyrstu hljómleika og listdans-
sýningar rússneska listafólksins í
Þjóðleikhúsinu segir að listdansinn
hafi vakið sérstaka hrifningu og tón-
listarfólkinu, þ.á m. Rostropovits,
frábærlega vel tekið.
Í Morgunblaðinu 7. september
birtist umsögn um Sovét-listamenn í
Þjóðleikhúsinu eftir P(ál)Í(sólfsson).
Þar segir m.a.: „Celloleikarinn Rost-
ropovitsj er fullkominn á sínu sviði.
Leikur hans í verkum eftir Glas-
unov, Grieg (fyrsti þáttur hinnar
fögru cellosónötu), Borodin, Skrjab-
in og Popper var svo meistaralegur,
að vart verður lengra komizt. Hér er
það ekki tæknin (sem er þó eins og
fis í höndum hans) sem athyglina
vekur. Maður gleymir henni, því
sjálf músíkin býr í þessum lista-
manni í óvenju ríkum mæli og verð-
ur leikur hans ógleymanlegur öllum
sem á hlýddu.“
alds á Íslandi
ál
hingað“
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
978. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann, að
ið, sem þessi mikli meistari smíðaði“.
freysteinn@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 31
utninginn og þau kynni af Rostropovits eru
gleymanleg. Hann var auðvitað einstakur
aður, en ekki síðri í persónulegum kynnum.
var einstakur maður á alla lund. Og hann er
gleymanlegasti maður sem ég hef kynnzt.“
sagði að National Symphony Orchestra hefði
erk hans þrisvar eða fjórum sinnum í Wash-
undir stjórn Rostropovits og viku seinna í
gie Hall í New York.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
í Winnipeg
steinthor@mbl.is
Landsbankinn opnaði í gærviðskiptaskrifstofu íWinnipeg í Kanada, tæp-lega 132 árum eftir að
fjöldi Íslendinga kom til borgar-
innar og settist þar að eða hélt
áfram til þar sem nú er Gimli við
Winnipegvatn, um 100 km frá
Winnipeg. Stefnt er að stofnun úti-
bús Landsbankans í Winnipeg inn-
an skamms og verður starfsemi
hans þá fjölbreyttari en þá fellur
hún undir lögsögu fjármálayfir-
valda í Kanada.
Talið er að um 200.000 Kan-
adamenn séu af íslenskum ættum
og þar af búi um 80.000–100.000 í
Manitoba. Þegar vesturferðirnar
stóðu sem hæst var Landsbankinn
stofnaður og því má segja að það
fari vel á því að Landsbankinn sé
fyrsta íslenska fyrirtækið til að
hefja rekstur í Winnipeg og opni
viðskiptaskrifstofu á meðal afkom-
enda Íslendinga í fylkinu.
Til að byrja með kynnir Lands-
bankinn einkabankaþjónustu þar
sem bankinn ávaxtar eignir við-
skiptavina, m.a. með aðgangi að
verðbréfamörkuðum á Íslandi og
13 öðrum Evrópumörkuðum. Fyrir
rekur bankinn skrifstofu í Halifax í
Nova Scotia á austurströnd Kan-
ada sem annast fyrirtækjaráðgjöf
og hefur milligöngu um lánveit-
ingar til fyrirtækja.
Björgólfur Guðmundsson, for-
maður bankaráðs Landsbankans,
segir að að vel athuguðu máli hafi
verið talið rétt að opna í Winnipeg
á eftir Halifax. Móttökurnar hafi
verið þess eðlis auk þess sem
stofnað hafi verið til mikilla og
góðra sambanda við viðskiptamenn
bankans í borginni. ,,Okkur líður
sérlega vel hér,“ segir hann.
Langur aðdragandi
Skrifstofan er á 15. hæð í Rich-
ardson-byggingunni í miðborginni.
Björgólfur Guðmundsson segir að
hún hafi verið opnuð til þess að ná
bæði til fyrirtækja og einstaklinga.
Hér hafi bankinn aðgang að mönn-
um sem skipti máli til að halda
sókninni áfram inn í Kanada. ,,Við
höfum unnið lengi að þessu,“ segir
hann og bætir við að vonandi verði
þetta byrjunin á mikilli sókn á
Kanadamarkaðnum. ,,Við teljum
að Kanada henti vel inn í það við-
skiptamódel sem við höfum búið
til,“ heldur Björgólfur áfram.
Hann bendir á að Landsbankinn
sé stór í Evrópu og geti brúað bilið
þangað fyrir Kanadamenn. Auk
þess hafi verið rætt við menn, sem
vilja stofna fyrirtæki í Evrópu, um
að setja upp aðstöðu á Íslandi á
leiðinni til meginlandsins. ,,Við
verðum því vonandi í ráðgjöf og al-
þjóða viðskiptum,“ segir hann.
Samkeppnisforskot
Halldór J. Kristjánsson, banka-
stjóri Landsbankans, segir að fyrir
rúmlega tveimur árum hafi Lands-
bankinn byrjað í Kanada, í Hali-
fax, með aðaláherslu á fjármögnun
viðskipta, afurðafjármögnun, verið
í alþjóðlegum viðskiptum tengdum
sjávarfangi. Síðan hafi verið leitað
eftir því að komast í þátttökulán á
kanadíska markaðnum. Á síðasta
ári hafi Landsbankinn tekið 300
milljónir Kanadadollara að láni og
hafi þegar lánað til meira en 10
fyrirtækja áþekka fjárhæð og
bankinn hafi gefið út á skulda-
bréfamarkaði. Kjarnastarfsemin sé
fyrirtækja- og bankaþjónusta en
það sem sé einstakt við Manitoba
sé að í fylkinu sé fjölmennasta
þjóðarbrot Íslendinga og fólks af
íslenskum ættum utan Íslands. Í
þessum hópi sé fólk sem hafi
efnast mjög mikið. ,,Þess vegna
töldum við að ef við ætluðum að
reyna fyrir okkur í einkabanka-
þjónustu, þjónustu við efnameiri
einstaklinga og eignastýringu fyrir
þá sem hafa nóg fjármagn, þá væri
þetta í raun og veru eini staðurinn
í Norður-Ameríku þar sem við
hefðum eitthvert samkeppnisfor-
skot.“
Sandra Sigurdson frá Gimli veit-
ir skrifstofunni forstöðu. ,,Það er
mjög spennandi verkefni að fá
tækifæri til að vinna fyrir Lands-
bankann að þessu verkefni,“ segir
hún. Fyrir um fjórum árum fór
hún sem formaður Íslendingadags-
nefndar til Íslands í fyrsta sinn og
aldrei hafði hvarflað að henni að
hún ætti eftir að vinna fyrir ís-
lenskt fyrirtæki. ,,Ég lærði aldrei
íslensku að ráði, taldi mig ekki
hafa þörf fyrir að læra málið en
annað hefur komið á daginn.“
Morgunblaðið/Steinþór
Hópur Fjöldi starfsmanna Landsbankans er í Winnipeg vegna opnunar skrifstofunnar og margir voru við-
staddir viðburðinn í gær. Sandra Sigurdson heldur á borðanum, en hún mun veita skrifstofunni forstöðu.
Byrjun á nýrri
sókn í Kanada
Landsbankinn opnar skrifstofu í Winnipeg
Fyrsta íslenska fyrirtækið til að hefja rekstur þar
BJÖRGÓLFUR Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans,
og Almar Grímsson, formaður Þjóðræknifélags Íslendinga, undirrit-
uðu í gær samning milli Landsbankans og ÞFÍ. Með samningnum
leggur Landsbankinn Snorraverkefni Þjóðræknifélagsins til sex
milljónir króna á næstu fimm árum og veitir þátttakendum fræðslu
um íslenskt atvinnulíf og sér um starfsþjálfun nokkurra þeirra í
útibúum bankans.
,,Þessi samningur hefur geysilega mikla þýðingu fyrir verkefnið,“
segir Almar Grímsson, en markmið Snorraverkefnisins er að efla
tengsl fólks af íslenskum uppruna í Vesturheimi við Ísland. Hann
bætir við að þrátt fyrir geysilega öflugan stuðning frá ríkisstjórn-
inni hafi verið erfitt að ná endum saman, en samningurinn við
Landsbankann tryggi verkefnið til frambúðar.
Þjóðræknisfélag Íslendinga og Norræna félagið stofnuðu Snorra-
verkefnið 1998 og frá 1999 hafa árlega komið hópar ungra afkom-
enda íslenskra landnema í Vesturheimi til sex vikna dvalar á Íslandi.
Þeir hafa notið fræðslu, kynnst íslensku þjóðlífi, náttúru Íslands og
síðast en ekki síst ættingjum sínum á Íslandi, en tæplega 150 ein-
staklingar hafa tekið þátt í verkefninu.
Landsbankinn styrkir
Snorraverkefnið
nitsín, höfund Gúlag-eyjaklasans. Rostropo-
eri aftur til Rússlands þegar Sovétríkin liðu
lok og flutti svítu eftir Bach þegar Berl-
úrinn var rifinn.
rnvöld í Rússlandi jusu lofi yfir Rostropovits
ta mánuði, í tilefni af áttræðisafmæli hans.
mír Pútin sagði hann ekki aðeins tónlist-
ing heldur einnig „staðfastan málsvara
éttinda“. Rostropovits lést á sjúkrahúsi í
u eftir langvarandi veikindi.