Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 32

Morgunblaðið - 28.04.2007, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í UPPHAFI var spurt: Er Sjálf- stæðisflokknum treystandi fyrir hagstjórninni? Á grundvelli þeirra stað- reynda, sem hér hafa verið raktar um reynsluna af hagstjórn hans á sl. kjörtímabili, er svarið skýrt: Nei – Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki reynst traustsins verður varð- andi ábyrga efnahags- stefnu og trausta hag- stjórn. Hann fær því falleinkunn. Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart, sem þekkir reynsluna af langri stjórnarsetu Sjálfstæð- isflokksins á lýðveldistímanum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur setið meira og minna samfellt í ríkis- stjórnum allt frá upphafi seinni heimsstyrjaldar til dagsins í dag. Lengst af á þessu tímabili keppti hann um völdin við Framsóknar- flokkinn, og saman stjórnuðu þeir samkvæmt svokallaðri helminga- skiptareglu. Flokkar með fortíð Báðir flokkarnir voru ríkisfor- sjárflokkar, sem notuðu ríkisvaldið til að skipta með sér yfirráðasvæð- um og útdeila hlunnindum til fyrir- tækja og skjólstæðinga með vænum skammti af pólitískri spillingu. Báð- ir hafa flokkarnir staðið dyggan vörð um ríkisrekið landbúnaðarkerfi á kostnað skattgreiðenda og neyt- enda, sem borga fyrir það með tvö- falt hærri ríkisstyrkjum en tíðkast í Evrópusambandinu og hæsta mat- arverði í heimi. Stóru frávikin frá þessari fortíðarhags- tjórn eru eftirfarandi: Viðreisnartímabilið (1959–71) og kerfis- breytingarnar, sem urðu í tíð vinstri- stjórnar Steingríms Hermannssonar (1988– 91) og í tíð Viðeyj- arstjórnarinnar (1991– 95) og fyrir tilverknað EES-samningsins síð- an. Það sem er sameig- inlegt með þessum umbótatímabilum er eitt: Þá voru jafnaðarmenn í rík- isstjórn. Þeir beittu sér sem frum- kvöðlar fyrir kerfisbreytingum á hagkerfi og hagstjórn í þá átt að losa um fjötra ríkisforsjár og stuðla að auknu frelsi í viðskiptum. Jafnaðarmenn í forystuhlutverki Þetta gerðist á viðreisnarárunum undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, formanns Alþýðuflokksins. Við- reisnarstjórnin batt enda á ríkis- rekið millifærslu- og skömmt- unarkerfi fyrri tíðar. Hún skráði gengið rétt og jók innflutningsfrelsi. En Gylfi fékk engu tauti komið við Sjálfstæðisflokkinn í landbún- aðarmálum. Það var vitavonlaust, þá rétt eins og nú. Í tíð vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar náðist verðbólgan í fyrsta sinn niður í eins stafs tölu, í nánu samstarfi við aðila vinnumark- aðarins um þjóðarsátt um stöð- ugleika. Fyrstu skrefin voru stigin í átt til einkavæðingar bankanna. Frelsi í viðskiptum og fjármagns- flutningum var aukið, og útflutn- ingsbætur landbúnaðarafurða voru afnumdar. Það sem mun halda nafni Viðeyj- arstjórnarinnar á loft er, að hún tryggði EES-samningnum meiri- hluta á Alþingi og lagði þannig grundvöllinn að því framfaraskeiði, sem enn stendur. Þessar tvær rík- isstjórnir stýrðu þjóðarbúinu far- sællega út úr einhverju dýpsta sam- dráttarskeiði, sem gengið hefur yfir íslenskan þjóðarbúskap á lýðveld- istímanum (1988–94). Goðsögnin um, að vinstristjórnum hafi æv- inlega brugðist bogalistin í hags- tjórninni, stenst því ekki dóm stað- reyndanna. Flokkar með fortíð: Sporin hræða Jón Baldvin Hannibalsson rifjar upp hagstjórn síðustu áratugina » Sjálfstæðisflokk-urinn hefur ekki reynst traustsins verður varðandi ábyrga efna- hagsstefnu og trausta hagstjórn. Hann fær því falleinkunn. Jón Baldvin Hannibalsson Höfundur var utanríkisráðherra 1988–1995. WHO, Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin, skilgreinir afleiðingar umferðarslysa sem eitt stærsta heilbrigð- isvandamál sem heim- urinn stendur frammi fyrir í dag. Í ljósi þessa var ákveðið að aðildarlönd SÞ tileinki þessa viku sem nú stendur umferðarör- yggismálum og veki með því athygli fjöl- miðla, stjórnmála- manna og sérstaklega ungs fólks á þeim miklu fórnum sem eru færðar í umferðinni. Gert er ráð fyrir að umferðaröryggisvika verði haldin á þriggja ára fresti og er þetta sú fyrsta. Tilgangur umferð- aröryggisvikunnar er m.a.: Að fá leiðtoga G8- hópsins og aðildar- landa Sameinuðu þjóð- anna til að samþykkja pólitíska stefnumörk- un til að uppræta um- ferðarslys í heiminum. Að varið sé 300 milljónum dollara á 10 árum til eflingar umferðarör- yggis í þróunarlöndum. Að við úthlutun þróunaraðstoðar séu að minnsta kosti 10% af fjár- magni hennar notuð til að fjármagna aukið umferðaröryggi. Að efla vitund fjöl- miðla, stjórnmála- manna og ungra öku- manna um umferðar- öryggi. Árið 2005 gerðu milljónir manna kröfu um útrýmingu fátæktar í heiminum. Þjóðarleið- togar G8-hópsins, sam- tök átta stærstu efna- hagsvelda heims, brugðust við með ágæt- um árangri. Robertson lávarður, formaður al- þjóðanefndar SÞ um umferðaröryggi, segir að leiðtogar G8 hafi fljótt gert sér grein fyr- ir því að vegna þess mikla kostnaðar sem fylgir umferðarslysum í þróunarlöndunum gæti sá árangur sem náðist í baráttunni gegn fátækt fljótt orðið að engu ef ekki yrði snúið við þeirri óheillaþróun sem fylgir ört vaxandi fjölda umferðarslysa. U.þ.b. 85% allra umferðar- slysa verða í þróunar- löndum og fátækari löndum heims. Talið er að umferðarslys á Íslandi kosti á bilinu 21–29 milljarða króna á ári. Í flestum tilfellum eru orsakir alvarlegra umferðarslysa áhættu- hegðun ökumanna og því er ljóst að mikilvægur þáttur í því að koma í veg fyrir slysin er breytt viðhorf og ábyrgari hegðun í umferðinni. Vikan er undir kjörorðinu „Road Safety is no Accident“. Hún er skipulögð af WHO, Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni, í samvinnu við UNECE, efnahagssamvinnunefnd Sameinuðu þjóðanna fyrir Evrópu. Samgönguráðuneytið hefur falið Umferðarstofu, Umferðarráði og að- ildarfélögum þess að skipuleggja fjölbreytta dagskrá vikunnar þar sem m.a. verða haldnir umræðu- og fræðslufundir fyrir stjórnmálamenn og fjölmiðla um umferðarmál á Ís- landi. Auk þess verður haldinn akst- ursæfingadagur á gamla varnar- svæðinu í Keflavík og með því verður komið til móts við aksturs- íþróttafólk hvað varðar æfingaað- stöðu. Á hverjum degi látast rúmlega 3.000 manns í umferðarslysum í heiminum. Það er rétt tæplega sá fjöldi sem fórst í árásinni á World Trade Center í New York. 500 börn deyja á hverjum degi í umferðar- slysum í heiminum. Það þýðir að á 3ja mínútna fresti deyr barn í um- ferðinni. Sé miðað við slysatölur frá Íslandi má samkvæmt því gera ráð fyrir því að 1.500–2.000 börn slasist alvarlega eða eitt barn á mínútu. Það er ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér þessi mál. Þitt viðhorf og framkoma þín í umferðinni skipt- ir máli. Á heimasíðu Umferðarstofu www.us.is má sjá tengingu inn á áhugaverðar heimasíður sem vert er að skoða. Umferðarslys – eitt stærsta heilbrigðis- vandamál nútímans Einar Magnús Magnússon skrifar í tilefni umferðar- öryggisviku Einar Magnús Magnússon » Á einum degideyja rúm- lega 3.000 manns í umferð- arslysum í heiminum. Það er rétt tæplega sá fjöldi sem fórst í árásinni á World Trade Center. Höfundur er upplýsingafulltrúi Umferðarstofu. Fréttir í tölvupósti Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Opið hús í dag milli kl. 14.00 og 16.00. Til sölu Lúxus sumarhús í Ásgarðs- landi. Nýkomin í einkasölu glæsilegt, ný- legt (2005), vandað 80 fm sumarhús, auk 20 fm gestahús, í landi Ásgarðs í Gríms- nesi. Húsið skiptist m.a. þannig: Tvö rúmgóð herbergi, stór stofa og eldhús, baðherbergi, geymsla o.fl. Gestahús: Svefnherbergi og baðherbergi. Hitaveita. Kjarri vaxin 0,8 ha eignalóð. Parket og náttúruflísar á gólfi. Ca 150 fm verönd m. heitum potti. Ca 60 km frá Reykjavík. Hólmfríður býður ykkur velkomin s. 693-1317. Sumarhús Ásgarðsland - Grímsnes Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Montreal 17. maí frá kr. 33.990 Vikuferð - Síðustu sætin Frá kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgun- verði í 7 nætur, 17.-24. maí. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.900. Munið Mastercard ferðaávísunina Ótrúlegt tilboð aðeins 10 herbergi í boði Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum í aukaferð til Montreal 17. maí. Þetta er einstakt tæki- færi til að njóta vorsins og lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi tíminn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmti- legan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Frá kr. 33.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, 17.-24. maí. Beint flug …sagði Jón Sigurðsson for- maður Framsóknarflokksins, að- spurður í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, um ástæður þess að Jóhannesi Geir var skipt út fyrir Pál Magnússon fyrrverandi að- stoðarmann Valgerðar Sverris- dóttur, í stjórnarformennsku Landsvirkjunar eftir 12 ára setu þar. Þarna hitti Jón naglann á höf- uðið. Menn eiga ekki að sitja of lengi í valdastöðum, – og menn eiga ekki heldur að sitja of lengi í ríkisstjórn. Þeir verða væru- kærir, – valdspilltir. Nú er bit- lingaúthlutunin í fullum gangi hjá stjórnarliðinu og daglega birtast okkur dæmi þar sem reynt er að krafsa yfir stór- felldar vanrækslusyndir undan- farinna ára. Kjósendur ættu að taka þessi orð formanns Framsóknar- flokksins alvarlega og fara að ráðum hans í þessum efnum. Það er ekki hollt fyrir neinn hvorki flokk né fólkið í landinu að sömu menn stjórni of lengi. Eftir 12 og 16 ára stjórnarsetu er kominn tími til að breyta. Ásta R. Jóhannesdóttir „Menn eiga ekki að sitja í stjórn of lengi“ Höfundur er þingmaður Samfylk- ingarinnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.