Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 33
SPROTATORG
MEÐ ÍSLENSKUM FRUMKVÖÐLUM
í kosningamiðstöð Vinstri grænna að Grensásvegi 16A, þéttofin dagskrá frá 13:00 – 17:00
Tónlist, skemmtun og uppákomur.
Allir velkomnir!
Samræður frummælenda og gesta að loknum framsögum
Fundarstjóri: Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Allir velkomnir!
Málþing um sköpun og "Allt annað"
í Listamiðstöðinni Straumi, í dag 28. apríl kl. 10:00 - 12:00
Frummælendur
Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Berglind Hallgrímsdóttir framkvæmdastjóri Impru, Aðalbjörg Þorsteinsdóttir frá fyrirtækinu Villimey á
Tálknafirði, Karl Benediktsson dósent í landafræði við Háskóla Íslands, Svanborg R. Jónsdóttir nýsköpunarkennari og doktorsnemi við KHÍ, Magnús Þór Þorbergsson fagstjóri í
Fræði og framkvæmd í leiklistardeild LHÍ og Haukur Halldórsson frá Víkingahringnum í Straumi
Frumkvöðlar og aðrir hugmyndaríkir
Mundi design fatahönnun, Húfur sem hlæja, Shiva vistvænn fatnaður, Græni hlekkurinn, Akur grænmeti í áskrift,
Birna Þórðardóttir Menningarganga Birnu, Bjargey Ingólfsdóttir heilsupúðar, Gámaþjónustan og margt fleira.
VIÐ erum oft æði fljót að mynda
okkur skoðun um náungann, komast
að ákveðinni niðurstöðu um hann.
„Þetta fólk verður aldrei eins og við,“
er setning sem stundum er sögð um
fólk sem tilheyrir minni-
hlutahópum; fatlaða,
samkynhneigða og út-
lendinga. Það að vera
fatlaður eða útlendingur
fer að mörgu leyti eftir
aðstæðum hverju sinni,
eftir því hvar við erum
stödd. Við höfum flest
upplifað að vera útlend-
ingar þegar við dveljum
í öðru landi. Segja má að
heyrnarlausir séu eins
og útlendingar í sínu
eigin landi þar sem þeir
þurfa enn að berjast fyr-
ir að fá táknmálið viður-
kennt sem sitt móðurmál. Við erum
ekki fötlunin eða samkynhneigðin
heldur fyrst og fremst manneskjur. Að
horfast í augu við lífið og sjálfan sig
getur verið erfitt en einnig þroskandi.
Við það að þroskast sjáum við lífið í
öðru ljósi. Við verðum ekki eins þröng-
sýn, horfum ekki á heiminn út um
skráargat, heldur opnum dyrnar og
göngum út til að þiggja lífið.
Listahátíðin List án landamæra
mun hefja sig til flugs í fjórða sinn hinn
26. apríl. Að hátíðinni standa: Átak, fé-
lag fólks með þroskahömlun, Fjöl-
mennt, Hitt húsið, Landssamtökin
Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Ís-
lands. Hafa þessir aðilar í samstarfi við
ýmsa hópa hrint af stað kröftugri hátíð
sem sett hefur sterkan svip á menn-
ingarárið á Íslandi og brotið niður
ýmsa múra. Dagskrá hátíðarinnar í ár
verður fjölbreytt og skemmtileg þar
sem gestir og gangandi geta notið
mynd-, tón-, leik- og ljóðlistar víðs veg-
ar um borgina og úti á landsbyggðinni.
Tyllt sér niður á geðveiku kaffihúsi og
tekið þátt í að skapa risa-
stóran gjörning sem ber
heitið „Tökum höndum
saman, við þurfum á
hvert öðru að halda“ sem
fram fer við Reykja-
víkurtjörn 28. apríl milli
kl. 13 og 15. Sjá nánar
um gjörninginn á blogg-
inu www.tokumhond-
umsaman.blog.is.
Að taka höndum sam-
an og mynda hring, óháð
stétt og stöðu, augnlit og
útlitsgerð, krefst þess að
við horfumst í augu við
okkur sjálf. Sjóndeildar-
hringurinn stækkar, við verðum ekki
eins þröngsýn á lífið og færumst úr
spori. Tjörnin táknar að við horfumst í
augu við okkur sjálf, speglum okkur í
vatninu og jafnframt horfum við í aug-
un á náunganum sem við höldumst í
hendur við. Við erum jú öll mann-
eskjur, gerð úr sama efninu.
Allir með
Undanfarin ár hafa margir lagt
góðu málefni lið með því að ganga,
hjóla eða róa á árabát í kringum landið
og sýnt mikinn dugnað og vilja með
framtaki sínu. En það eru fáir sem
treysta sér í svo langan og strangan
hring í kringum landið, í stað þess
býðst ykkur kæru landsmenn einstakt
tækifæri til að mynda hring í kringum
Tjörnina í Reykjavík. Hring samstöðu
og sáttar, virðingar og friðar. Til þess
að ná að mynda hring utan um Tjörn-
ina þarf fjöldann allan af fólki. Allir
eru velkomnir. Tökum höndum sam-
an, við þurfum hvert á öðru að halda,
sköpum líf og list án landamæra.
Hvernig hugmyndin varð til
Fyrir nokkru uppgötvaði ég ýmis-
legt við það að horfast í augu við sjálfa
mig. Dagurinn var búinn að vera erf-
iður. Ég horfði á sjálfa mig í speglin-
um um leið og ég þvoði á mér hend-
urnar. Þetta er ég, svona lít ég út.
Spegilmynd mín blasti við mér. Hún
hefur breyst með aldrinum. Ég er með
sjaldgæfan vöðvarýrnunarsjúkdóm,
sem hefur hægt og bítandi skert
hreyfigetu mína. Ég færði mig nær
speglinum og horfði djúpt í augun á
mér. Augun mín eru blágrá að lit.
Augasteinninn virðist vera svartur.
Hann stækkar og minnkar á víxl eftir
ljósbirtunni. Augað er eins og hringur.
Í miðjunni er augasteinn umluktur lit
sem breytist við ljós og myrkur.
Hringur, litur, myrkur, ljós, stækkar,
minnkar. Á einu augnabliki skynjaði
ég einhvern sannleika, sem var fólginn
í augunum.
Gjörningurinn Tökum
höndum saman við Tjörnina
Kolbrún D. Kristjánsdóttir
hvetur fólk til að mæta í
gjörning í dag
» Gjörningurinn bygg-ist á þátttöku þinni
við að skapa líf og list án
landamæra.
Kolbrún Dögg
Kristjánsdóttir
Höfundur er í stjórn Listar án
landamæra og höfundur gjörnings.
ÞAR sem ég þekki vel til sambæri-
legra aðstæðna gleðst ég innilega yfir
þeim réttindum sem unnusta sonar
umhverfisráðherra hefur fengið. Sé
það rétt, sem sjónvarpið greindi frá,
og ég tel ekki ástæðu til að rengja,
gengur það vafalítið kraftaverki næst í
augum stúlkunnar að fá íslenskan
ríkisborgararétt eftir aðeins 15 mán-
aða dvöl í landinu.
Þvílík heppni! Ríkisborgararéttur
án þess að uppfylla nein af þeim
undanþáguákvæðum er þó opin glufa
á annars ströngum reglum. Ríkisborg-
araréttur sem flestir umsækjenda
bíða þolinmóðir eftir í sjö ár og standa
á meðan skil á sköttum og öðrum
skyldum samfélagsins.
Unnusta sonar míns, sem einnig er
frá Mið-Ameríku, kom hér fyrir hálfu
öðru ári og freistaði þess að festa ræt-
ur í íslensku samfélagi. Þrátt fyrir að
vera langt komin með háskóla-
menntun í heimalandinu gafst henni
ekki færi á að halda náminu áfram
hér. Hún skyldi byrja frá grunni að
nýju. Hún hafði ekki atvinnu þegar
hún kom til landsins og fékk þar af
leiðandi ekki dvalarleyfi. Og af því hún
hafði ekki dvalarleyfi fékk hún ekki at-
vinnu.
Vindmylluslagur
Þótt ekkert í íslenskri löggjöf hrekti
hana beinlínis á brott fór það svo að
hún lagði árar í bát í vindmylluslag
sínum við kerfið. Alls staðar rakst hún
á farartálma á leið sinni, týndist í hálf-
gerðu völundarhúsi opinberrar laga-
setningar og stjórnsýslu. Hún yfirgaf
því landið á ný eftir 6 mánaða dvöl til
að ljúka námi sínu í heimalandinu.
Unga parið sameinast á ný síðsumars,
en því miður verður það ekki á Íslandi.
Því er oft velt upp í pólitískri um-
ræðu að virðing almennings fyrir
þingmönnum og störfum Alþingis fari
ört þverrandi. Er að undra? Það eru
einmitt mál sem þessi sem rýra trú-
verðugleika löggjafarsamkomunnar.
Sé það rétt að aðeins þrír þingmenn
af níu í allsherjarnefnd hafi veitt hópi
fólks íslenskan ríkisborgararétt fyrir
skemmstu má velta því upp, af hverju
þurfi yfirleitt níu manna nefnd? Er ís-
lenskur ríkisborgararéttur ekki meira
virði en svo að nóg sé að þriðjungur
þingnefndarinnar komi nálægt
ákvörðunum að deila honum út? Eru
þetta þau skilaboð sem Alþingi vill
senda frá sér?
Ekki aðeins fer afgreiðsla allsherj-
arnefndar á umsókn umræddrar
stúlku í bága við allar venjur um máls-
meðferð af þessum toga, heldur er hún
áfellisdómur yfir íslenskri stjórnsýslu.
Jafnframt er hún þingmönnunum
þremur til vansa og þá ekki síður þeim
sex er létu sig málið engu varða þrátt
fyrir að þiggja laun fyrir vinnu í þágu
nefndarinnar.
Stjórnsýslubrestir
Ísland er besta land í heimi í huga
margra. Vissulega hefur landið upp á
margt gott að bjóða, en brestirnir í
stjórnsýslunni virðast stundum fleiri
en í þeim löndum sem við gagnrýnum
hvað harðast fyrir óstjórn og spillingu.
Að þingmaður skuli kalla þetta mál
„storm í vatnsglasi" segir e.t.v. meira
um hann sjálfan en nokkuð annað.
Rétt í lokin. Ungu stúlkunni, sem
um ræðir og var svona ótrúlega hepp-
in, óska ég alls hins besta á Íslandi og
vona af heilum hug að dvöl hennar hér
verði henni hamingjurík.
HELGA ELÍN BRIEM,
er framhaldsskólakennari.
Þvílík heppni!
Frá Helgu Elínu Briem
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is