Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 34

Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 34
34 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SJÓRINN hefur gefið okkur lifi- brauð en hefur líka sinn tekið toll. Eldvirknin hefur valdið okkur mikl- um búsifjum en líka fært okkur yl og ljós. Ríkisstjórnin segist færa okkur efnahags- lega velsæld en hún hefur líka kallað yfir okkur skringilegasta efnahagsástand sem fólk og fyrirtæki í landinu hafa nokkru sinni búið við. Við höf- um þurft að nýta vits- muni okkar til hins ýtr- asta til að færa okkur náttúruöflin í nyt og þess sama er þörf þeg- ar við glímum við af- leiðingar efnahags(ó) stjórnar undanfarinna ára. Þetta eru ástæð- urnar: 1. Ákvörðun um bygg- ingu Kárahnjúka- virkjunar 15. mars 2003. Heildarfjár- festing er um 200 milljarðar króna ef álverið er tekið með. Þetta er stærri framkvæmd en áð- ur hefur verið farið í hér á landi og er opinber fjárfesting í verkefninu rúmir 100 milljarðar. Þessari ákvörðun hefði átt að fylgja eftir með samstilltu átaki ríkis og sveit- arfélaga til að draga úr öðrum framkvæmdum til að koma í veg fyrir ofhitnun í hagkerfinu. Það var ekki gert. 2. Á árinu 2003 var bindiskylda bank- anna lækkuð um helming, úr 4% í 2%. Aðgerðin er ekki slæm í sjálfu sér þar sem hún eykur samkeppn- ishæfni bankanna. Tímasetningin var hins vegar afleit því hún jók útlánagetu bankanna um hundruð milljarða þegar síst skyldi. 3. Á árinu 2004 ákvað ríkisstjórnin að bjóða 90% húsnæðislán. Þar með jók ríkið verulega peningamagn í umferð því almenn lán höfðu verið 65% og að hámarki 75%. Þetta var ekki snjöll tímasetning. 4. Bankarnir brugðust við á nokkuð fyrirsjáanlegan hátt með því að fara í samkeppni við Íbúðalána- sjóð. Þegar bankarnir buðu lægri vexti og fólk tók að greiða upp íbúðalánin hjá Íbúðalánasjóði brást ríkisstjórnin við með því að endurlána yfir 100 milljarða króna af endurgreiðslunum til bankanna. Þar með jókst enn peningamagn í umferð. Það var ekki klókt. 5. Þenslan á íbúðamarkaði hefur svo orðið enn meiri vegna skuldahvetj- andi vaxtabótakerfis þar sem 100% af viðbótarvaxtagreiðslum íbúðakaupenda eru fjármögnuð af bótakerfi ríkisins þegar vaxtagjöld ná ákveðnu hlutfalli af heildar- tekjum. 6. Ríkisútgjöld hafa vaxið mjög hratt á síðustu árum, þegar eðlilegt hefði verið að draga úr þeim. Heildar- útgjöld ríkissjóðs á árinu 2007 verða um 382 milljarðar króna (án kosningavíxla) en voru 288 milljarðar árið 2003. Aukningin nemur þriðjungi. Þá hafa flest sveitarfélög aukið útgjöld sín verulega á undan- förnum árum. Afleiðingarnar af þessari efnahags(ó) stjórn eru þessar helstar: 1. Peningamagn í um- ferð hefur skv. úttekt Morgunblaðsins 7. desember 2006 aukist úr um 400 milljörðum króna í upphafi árs 2003 í um 740 millj- arða í september 2006 sem er um 85% vöxtur. Reynslan sýnir að aukið peningamagn í umferð og verð- bólga fara ávallt saman og því er ljóst að hækkun stýrivaxta ein og sér dugar skammt til að halda aft- ur af verðbólgu, enda er það grundvallaratriði í hagstjórn að ef hægja þarf á hagkerfi þarf að minnka peningamagn í umferð auk vaxtahækkana. 2. Seðlabankinn hefur skrúfað vext- ina upp úr öllu valdi en með mikl- um vaxtamun hér á landi og er- lendis hefur gengið í raun verið falsað því erlendir fjárfestar hafa séð sér leik á borði að hagnast á vaxtamuninum. Nú hafa verið gef- in út s.k. jöklabréf fyrir um 400 milljarða króna. Seðlabankinn hef- ur því fært framtíð íslensku krón- unnar frá Íslendingum í hendur þessara fjárfesta. 3. Með fölsun á genginu hefur heim- ilum í landinu verið skapaður falskur kaupmáttur sem þau hafa nýtt sér ótæpilega. Nú er við- skiptahallinn kominn í 27% af landsframleiðslu. Það er trúlega heimsmet. 4. Nú eru algengir vextir á yfirdrátt- arlánum um 20% og heildaryfir- dráttarlán heimilanna eru um 70 milljarðar króna þannig að á hverju ári borga fjölskyldurnar í landinu um 14 milljarða í yfir- dráttarvexti. 5. Meira magn peninga í umferð hef- ur valdið gríðarlegri hækkun á fasteignaverði. Þorbjörg Inga Þor- steinsdóttir fjallaði um þetta í grein í Morgunblaðinu þar sem hún kemst að þeirri niðurstöðu að heildargreiðslur af 15 milljóna króna bankaláni fyrir þriggja her- bergja íbúð yrðu tæpar 140 millj- ónir á þeim 40 árum sem lánið nær til ef verðbólgan helst í þeim hæð- um sem hún er nú. Þegar hún reiknar dæmið til enda út frá þeim tekjum sem hjúkrunarfræðingum standa til boða kæmist hún aldrei út úr skuldasúpunni. Þeirri hagstjórn sem við búum nú við er vart unnt að líkja við neitt ann- að en efnahagslegar náttúru- hamfarir. Þær hafa bitnað harðar á sumum en öðrum. Nú er stundum sagt að það sé auðvelt að vera vitur eftir á og ennfremur þarf umtals- verðan kjark til að koma fram og við- urkenna eigin mistök. Því miður hef- ur okkar ágætu stjórnarherrum brugðist bæði viskan og kjarkurinn því að þeirra mati hefur hagstjórnin verið hreint afbragð. Í ljósi þess er e.t.v. ekki úr vegi að þjóðin leyfi nýj- um aðilum að spreyta sig við það krefjandi verkefni að glíma við lands- stjórnina. Íslenska efnahags (við)undrið Helgi Hjálmarsson skrifar um hagstjórn og þenslu Helgi Hjálmarsson » Þeirri hag-stjórn sem við búum nú við er vart unnt að líkja við neitt annað en efna- hagslegar nátt- úruhamfarir. Höfundur er framkvæmdastjóri. vaxtaauki! 10% AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fáðu sms-fréttir í símann þinn af mbl.is WWW.EBK.DK Komið og kynnið ykkur dönsk gæða sumarhús sniðin að óskum kaupandans og íslenskri veðráttu. Húsin (bústaðarnir) eru 84 m2 með 12,5 m2 yfirbyggðri verönd. 3 svefnherbergi, eldhús, baðherbergi og stór björt stofa með lokrekkjum. Þar getið þið rætt ykkar byggingaráform á fundi med 2 dönskum sölu- og byggingaráðgjöfum. Nánari upplýsingar fást hjá sölu- og byggingarráðgjöfum EBK: Anders Ingemann Jensen 0045 40 20 32 38 eða Trine Lundgaard Olsen 0045 61 62 05 25. EBK Huse A/S hefur yfir 30 ára reynslu við að byggja og reisa sumarbústaði úr tré. Þekkt dönsk gæða hönnun og er meðal leiðandi fyrirtækja á markaðnum, með 4 deildir í Danmörku og 4 deildir i Þýskalandi. Einnig margra ára reynslu við byggingu húsa á Íslandi, í Svíþjóð, Þýskalandi og Færeyjum. Laugardag Þ. 28. og sunnudag 29. april kl. 13-16:00 Heimilisfang: Vatnshólsvegur 4, Syðri - Reykjum, 801 Selfoss BELLA CENTER: +45-32 52 46 54, C.F. Møllers Allé, Ørestaden, København Mán.- mið. og lau. 13-17, Sun. og helgidaga: 11-17 7 1 9 3 OPIÐ HÚS DANSKIR GÆÐA SUMARBÚSTAÐIR (HEILÁRSBÚSTAÐIR) Ársfundur Stafa lífeyrissjóðs 2007 verður haldinn miðvikudaginn 16. maí, kl. 14:00 á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún. Aðildarfélögum sjóðsins hafa verið send fundarboð og eru þau beðin að tilkynna skrifstofu sjóðsins fyrir 2. maí n.k. hverjir verða fulltrúar þeirra á fundinum. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á fundinum með tillögu- og málfrelsi. Kjörfundur, þar sem kjörnir verða fulltrúar launþega, verður haldinn kl. 12:00 á sama stað, samkvæmt ákvæði 5.1.2 í samþykktum sjóðsins. Nánari upplýsingar má finna á www.stafir.is Stjórn Stafa lífeyrissjóðs N æ st Dagskrá Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins 1 2 Tillögur að breytingum á samþykktum sjóðsins 2007Ársfundur Stafa Stórhöfði 31 • 110 Reykjavík Sími 569 3000 • Fax 569 3001 stafir@stafir.is • www. stafir.is 3 Önnur mál löglega upp borin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.