Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 38

Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 38
38 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Krist-jónsson fæddist í Reykjavík 23. apríl 1926. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Eg- ilsstöðum 14. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Kristjón Daðason múrari, f. á Litla-Vatnshorni í Haukadal 4.5.1899, d. 16.1. 1962 og Sig- þrúður Péturs- dóttir, f. í Reykjavík 26.1. 1901, d. 14.5. 1977. Systir Péturs er Guðbjörg Sigríður, f. 7.5. 1928, gift Einari Kristjánssyni, f. 2.10. 1926, d. 4.2. 1997, sambýlismaður hennar er Hafsteinn Guðjónsson, f. 8.2. 1927, hálfsystur hans eru Sigrún, f. 17.5. 1937, gift Sigurði Jörgenssyni, f. 13.5. 1931 og Bryndís Giss- urardætur, f. 18.2. 1939, d. 9.9. 1948. Kristjón og Sigþrúður skildu og Sigþrúður giftist Gissuri Páls- syni rafvirkjameistara. Uppeld- issystir Péturs er Margrét Gunn- laugsdóttir, f. 5.4. 1927, sem Sigþrúður og Gissur ólu upp. Hún var gift Jóni H. Björnssyni, f. 19.12. 1922, en þau skildu. Pétur kvæntist 5.10. 1946, Krist- ínu Ísleifsdóttur, f. í Reykjavík 13.2. 1927, d. 24.11. 1969. Þau bjuggu lengst af í Kópavogi og eignuðust fjóra syni. Þeir eru: 1) Ísleifur, f. 4.7. 1946, kvæntur Auði Guðbjörgu Albertsdóttur, f. 16.6. 1948. Dætur þeirra eru: Auður Inga, f. 15.8. 1985 og Íris Alda, f. 12.8. 1988. Börn Ísleifs frá fyrra hjónabandi eru: Gísli Kristinn, f. 1934, kvæntist Pétur 12.12. 1986. Synir hennar af fyrra hjónabandi eru: a) Páll Steinþór, f. 23.10. 1954, b) Óskar Vignir, f. 11.10. 1958, kvæntur Maríönnu Jóhanns- dóttur, f. 17.4. 1961, og c) Eiríkur Indriði Bjarnasynir, f. 24.8. 1964, kvæntur Ástu Steinu Jónsdóttur, f. 6.2. 1967. Pétur og Erla bjuggu lengi í Sví- þjóð en síðustu árin í Fellabæ í N- Múl. Pétur eyddi uppvaxtarárum sínum að stórum hluta í Vestur- Skaftafellssýslu, einkum á Rauða- bergi í Fljótshverfi hjá Ragnhildi Steingrímsdóttur með Helga Páls- syni frá Seljalandi. Pétur lauk námi frá Garðyrkjuskóla ríkisins árið 1946 en garðyrkjan varð ekki hans starfsvettvangur. Lengst framan af ævi vann hann við akst- ur stórra vöru- og fólksflutninga- bifreiða. Um skeið vann hann hjá Vélasjóði ríkisins við flutning á vinnuvélum til bænda víðsvegar um landið og um langt árabil hjá Norðurleið hf. Jafnhliða sinnti hann margvíslegum verkefnum í félagi við Berg Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri. Seinna starf- aði hann hjá Samvinnutrygg- ingum og varð þá formaður Landssambands íslenskra sam- vinnustarfsmanna. Í Svíþjóð vann hann til að byrja með að málefnum norrænna samvinnustarfsmanna en síðar sinnti hann verk- smiðjustörfum . Pétur tók ávallt mikinn þátt í félagsmálum, m.a. í Lionshreyfingunni og þar sem hann starfaði hverju sinni. Hann var síðustu árin trúnaðarmaður á sínum vinnustað í Svíþjóð og for- maður félags eldri borgara í bæj- arfélaginu. Útför Péturs verður gerð frá Prestbakkakirkju á Síðu í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 1.9. 1970, í sambúð með Björk Ínu Gísla- dóttur og eiga þau þrjú börn, og Kristín, f. 19.10. 1971. Börn Auðar og fósturbörn Ísleifs eru Albert Svanur Heimisson, Drífa Björk Guð- mundsdóttir og Dag- bjartur Guðmunds- son. 2) Helgi, f. 28.5. 1949, kvæntur Birnu Pálsdóttur, f. 30.5. 1953. Börn þeirra eru: a) Bryndís, f. 16.4. 1977, gift Martin Sövang Dietlevsen, þau eiga einn son, b) Pétur, f. 26.9. 1978, kvæntur Brynhildi Örnu Jónsdóttur, þau eiga tvö börn, c) Heiða Kristín, f. 20.4. 1983, í sambúð með Birgi Ís- leifi Gunnarssyni, þau eiga einn son, og d) Snorri, f. 1.6. 1984. 3) Kristinn, f. 29.4. 1956, kvæntur Ullu Svantesson, f. 12.12. 1952. Dóttir þeirra er Siri Mathilda, f. 30.9. 1989. Dóttir Kristins frá fyrra hjónabandi er Disa Kat- arina, f. 12.9. 1986. 4) Gissur, f. 2.4. 1958, kvæntur Arnheiði Gígju Guðmundsdóttur, f. 10.10. 1960. Synir þeirra eru Ísleifur, f. 7.5. 1994 og Teitur, f. 10.9. 1996. Dótt- ir Gissurar frá fyrri sambúð er Sunna Kristín, f. 15.3. 1990. Pétur kvæntist 13.8. 1970 Sif Aðils, f. 13.1. 1936, en þau skildu. Sonur hennar er Þór Sig- urjónsson, f. 2.11. 1955, kvæntur Guðrúnu Gunnarsdóttur, f. 19.3. 1957. Eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- urdís Erlu Eiríksdóttur, f. 3.4. Það týnir tölunni fólkið sem byggði upp Kópavog á frumbýlis- árunum. Faðir minn Pétur Krist- jónsson er nú látinn tæplega 81 árs að aldri eftir stutt en erfið veikindi. Hann var sáttur og hvíldinni feg- inn. Ásamt móður minni Kristínu Ísleifsdóttur, sem ung féll frá, byggði hann hús innst á Digranes- veginum upp úr miðri síðustu öld og mótaði þar samfélag með öðrum í hverfinu sem var einstakt og ógleymanlegt fyrir okkur börnin sem þar uxu úr grasi. Fólkið sinnti ólíkum störfum en líklega var oft erfitt að átta sig á því hvað faðir minn hafði fyrir aðalstarf. Lengi sinnti hann akstri stórra vöru- og fólksflutningabifreiða en samhliða vann hann að ýmsum verkefnum í félagi við Berg Lárusson frá Kirkjubæjarklaustri. Þeirra vinna fólst m.a. í að bjarga úr strönd- uðum skipum, grafa upp járnstang- ir við Hjörleifshöfða og koma í verð og síðast en ekki síst að leita eftir gullskipinu á Skeiðarársandi um nokkurra ára skeið um miðjan sjötta áratuginn. Þá hafði pabbi með höndum að aka með ferðahópa inn á hálendi Íslands, löngu áður en slíkt þótti sjálfsagt mál. Störf af þessu tagi kölluðu á miklar fjar- vistir frá heimilinu og ég minnist þess að hafa stundum óskað eftir að eiga föður sem færi út með bita- boxið sitt að morgni og kæmi síðan heim síðdegis til skrafs og ráða- gerða. Stundum þegar ég var spurður við hvað pabbi minn starf- aði vissi ég ekki alveg hverju ég átti að svara. Ævintýramaður? Gullgrafari? Svona voru hugsanir barnsins en síðar þegar við kynnt- umst betur sem fullorðnir menn skynjaði ég í föður mínum ein- hverja þá bestu kosti sem atvinnu- líf hverrar þjóðar þarf á að halda. Hann var frumkvöðull og neytti hvers lags til að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Hann var óhræddur við að taka áhættu og það var ekki hans að sitja auðum höndum eða skara eld að sinni köku til að tryggja sér áhyggju- laust og viðburðalítið lífsform. Að auki hafði hann afar sterka þörf til að leggja samfélaginu lið með fé- lagsstörfum, bæði starfi og leik. Pabbi sat um tíma í miðstjórn ASÍ fyrir langferðabílstjóra og vann þá að byggingu orlofshúsanna í Ölf- usborgum vegna þess að hann vildi að allir hefðu möguleika á því að njóta samvista við landið í frítíma sínum. Seinna sinnti hann líku verkefni sem formaður íslenskra samvinnustarfsmanna. Þá var pabbi ötull Lionsmaður í Kópavogi og síðar á Egilsstöðum. Þessi ástríða hans að fylgja eftir hug- myndum sínum fleytti honum oft í aðstæður bæði í athafna- og einka- lífi, sem ekki voru fyrirséðar eða jafnvel gátu hert mjög hina verald- legu sultaról. Slíkt vafðist ekki fyr- ir honum. Það voru ávallt skýr skilaboð frá honum til okkar bræðranna, að hver maður stýrði sinni eigin gæfu og hann sýndi okkur að það átti líka við hann sjálfan. Það skorti aldrei á góð ráð frá honum en ábyrgð á eigin ákvörðunum skyldum við bera sjálfir og það var gott veganesti. Ferðamennskan og hið viðburða- ríka lífshlaup varð til þess að pabbi öðlaðist yfirburðaþekkingu á land- inu og lífsháttum fólksins og það var unun að heyra hann segja frá því sem á dagana hafði drifið. Þeg- ar líða tók á ævina settist pabbi að í Svíþjóð með Sigurdísi Erlu Ei- ríksdóttur, eiginkonu sinni, og þau nutu þeirrar vistar. Líf pabba breytti um takt en áfram sinnti hann félagsmálaþörfinni. Söknuður Erlu er mikill og hugur okkar bræðranna er hjá henni. Pabbi fann aldrei gullið á Skeiðarársandi. Hann átti hins vegar auðvelt með að greina gullið í hugarþeli annarra og örva fólk til samstarfs. Hann var einstakur gullgrafari í þeim skiln- ingi. Pabbi fær nú að hvíla beinin í vestur-skaftfellskri mold. Það er góð tilfinning að vita af honum þar. Þar austur ólst hann upp að hluta, átti þar starfsvettvang um tíma og eignaðist ævilanga vini. Óvíða er náttúran jafn tignarleg og á Síð- unni með fjöllin, fljótin og sandinn framundan. Yfir vakir jökullinn með sinn útbreidda faðm líkt og hann hefur gert í þúsundir ára. Og nú líka yfir honum pabba. Guð blessi minningu Péturs Kristjónssonar. Gissur Pétursson. Árið 1970 lágu leiðir okkar Pét- urs fyrst saman. Fyrir mig 14 ára unglinginn voru kynnin ekki sér- lega gleðileg í fyrstu, þar sem sam- an blandaðist sársauki vegna þess að móðir mín var komin í nýtt sam- band og hins vegar sú staðreynd að ég þurfti að viðurkenna fyrir sjálf- um mér að ég kunni vel við mann- inn. Ég bar fyrir honum mikla virð- ingu, ekki óttablandna, heldur virðingu fyrir manngæsku og visku, virðingu fyrir þeim sem leysti vandamál með góðmennsku, rök- hugsun og vandaðri samræðu. Hann þurfti ekki að beita valdi til að bæta ástand í kringum sig. Hann var mannasættir og meðal annars af þeirri ástæðu ávallt valinn til for- ystu. Oft og tíðum átti ég erfitt með svefn fyrsta árið sem við bjuggum undir sama þaki og fór ég þá gjarna niður í eldhús að fá mér hressingu og reyna að róa hugann. Sú næring líkamans náði ekki svo mjög inn í fylgsni hugans, það þurfti annað til. Einhverjar sterkustu minningar mínar um Pétur eru hljóðlátt fóta- takið þegar hann kom til mín á þessum erfiðu nóttum, tókst að nálgast særðan unglinginn án þess að þröngva sér inn á hann, sam- sama sig honum í máltíð, sem hjá Pétri var kaffi og brauðsneið, já vel á minnst, á þessum árum drukku menn kaffi úr glasi og settu vel af sykri í, hefja síðan notalega sam- ræðu án þess að krefjast svara við áleitnum spurningum, nú eða bara sitja með mér í þögn. Vinur sem unnt er að sitja með í þögn, þegar það á við, er góður vinur. Rúmum þremur áratugum síðar komu upp aðstæður í mínu lífi sem reyndu enn meira á mig og fjöl- skyldu mína heldur en hremmingar unglingsáranna. Aftur birtist Pétur, ekki til að leita huggunar hjá mér eins og svo margir gerðu á þessum erfiðu tímamótum, heldur til þess að bjóða sömu notalegu samveruna og áður, hlusta þolinmóður á mig og taka síðan þátt í vangaveltum og miðla af visku og góðmennsku. Liðlega hálft ár er liðið síðan ljóst var að nú stefndi enn einn ganginn í langferð hjá víðförlum manninum. Hvorki var kvartað né kveinað eða rætt mikið um ferða- lagið mikla sem í vændum var en ljóst að vanlíðan var oft mikil. En í lok nóvember síðastliðins mátti heyra í símtali við Pétur að nú var líðanin betri en verið hafði í nokkra mánuði. Á þeim tímapunkti dreif ég mig í heimsókn til Péturs og Erlu og átti með þeim yndislega helgi. Þarna tókst Pétri að sýna mikið af sínum sterkustu hliðum og ég kvaddi mann sem var myndarlegur og sterkur og í hlutverki fræðarans eins og ávallt áður. Og þannig mun ég minnast hans. En nú er komið að mér að ráða þér heilt, Pétur: Reyndu nú að fara vel með þig þar til við sjáumst aft- ur. Nú er Erla ekki með þér í för til að halda í skottið á þér, hjálpa þér að hemja hugmyndaflugið og reyna að beina orku þinni í ákveðin verk- efni. Vertu sæll að sinni. Þinn vinur, Þór S. Mig langar að minnast stjúpa míns Pétur Kristjónssonar með þessum orðum úr Hávamálum: Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. Eg veit einn að aldrei deyr: dómur um dauðan hvern. Hafðu þökk fyrir okkar tíma saman hér á jörðu. Hvíl í friði. Páll Steinþór Bjarnason. Það kom mér ekki á óvart að heyra af andláti Péturs mágs míns enda hafði hann um allangt skeið átt við erfiðan sjúkdóm að stríða. Það var strax á fyrsta hjúskap- arári mínu árið 1955 að ég kynntist Pétri vel, hann var þá að hefja byggingu á íbúðarhúsi í Kópavogi. Í þá tíð var algengt að menn ynnu sjálfir við að reisa sín hús og nytu til þess hjálpar frá vinum og frænd- fólki og var ég einn þeirra. Vélar og tæki voru þá ekki eins góð og síðar og því kom mannshöndin víðar að liði en nú orðið. Pétur og hans ágæta kona, Kristín, voru samhent hjón og þeim tókst að koma þaki yf- ir höfuðið, sem ekki var auðvelt á þessum tíma. Kristín var falleg og einstaklega skemmtileg kona og þarna ólu þau upp sína fjóra syni. Uppeldið mæddi, svo sem oftast er, á konunni en í þessu tilfelli meir en endranær þar sem Pétur var oft að heiman, lengst af við akstur lang- ferðarbifreiða, einnig vann hann hjá Vélasjóði ríkisins við flutning á þungavinnuvélum, síðar var hann starfsmaður Samvinnutrygginga. Gestrisni ríkti á heimilinu og allir voru velkomnir. Drengirnir þeirra urðu fyrirferðarmiklir og eignuðust marga vini sem alltaf voru vel- komnir á heimili þeirra. Kristín lést af völdum krabbameins langt um aldur fram, en þá var Ísleifur kvæntur, Helgi tvítugur en Krist- inn og Gissur voru enn á barns- aldri, báðir innan við fermingu og var þetta mikið áfall fyrir þá alla. Skömmu síðar kemur Siv Aðils inn í líf þeirra en hún varð önnur kona Péturs. Hún kom með son sinn Þór sem var ári eldri en Krist- inn. Siv er glæsileg og myndug kona og með henni kom annar andi á heimilið, meiri festa og skipulag. Ég veit varla hvernig á að orða það en með Siv komust fjármálin í lag og þau gátu klárað að byggja húsið sem lengi hafði staðið hálfklárað. Siv reyndist Pétri góð kona og hjónaband þeirra var farsælt. Upp- eldi ungra pilta getur tekið á og þau studdu hvort annað vel í því efni en þegar drengirnir voru upp- komnir kom tómarúm í samband þeirra og þau tóku þá ákvörðun í góðu samkomulagi að skilja. Þau voru eftir sem áður góðir vinir. Eftirlifandi kona Péturs er Erla Eiríksdóttir. Þau bjuggu og störf- uðu í Svíþjóð þar sem þau áttu sér fallegt heimili í Åkers-Styckebruk og þangað var ánægjulegt að heim- sækja þau. Þar undu þau dvöl sinni vel en þegar aldurinn færðist yfir fluttu þau heim og settust að í Fellabæ. Þegar Erla og konan mín sátu hjá Pétri síðustu stundirnar lýsti Erla hjónabandi þeirra með þessum orðum: „Þessi ár með Pétri voru bónusárin mín og barnabörnin mín fengu þennan fína afa.“ Þessi Pétur Kristjónsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Pétur Kristjónsson lést 14. apríl sl.. Með honum hefur góður vinur og fyrrum sam- starfsmaður fallið frá. Ég óska honum velfarnaðar á þeirri leið, sem hann hefur nú lagt út á. Eiginkonu hans Erlu, sonum hans og öðrum aðstandendum sendi ég mín- ar innilegustu samúðar- kveðjur. Bruno Hjaltested. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANN SIGURÐUR BJÖRGVINSSON, Gautlandi 7, Reykjavík, lést á krabbameinsdeild Landspítalans sunnu- daginn 22. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Klara Sjöfn Kristjánsdóttir, Sigurður Björgvin Jóhannsson, Gyða Ragnarsdóttir, Bergljót Jóhannsdóttir, Einar Þórðarson, Ásta Margrét Jóhannsdóttir, Kristján Bragason, Björg Jóhannsdóttir, Haukur Þorvaldsson, Kristján Jóhannsson, Sigurrós Erlendsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Lady Hendrawatie, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR frá Eskifirði, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað þriðjudaginn 24. apríl. Jarðarförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju mánudag- inn 30. apríl kl. 14.00. Hrafnhildur Björnsdóttir, Guðmundur Þór Svavarsson, Kristján Björnsson, Kristín Bogadóttir, Guðrún Björnsdóttir, Gísli Stefánsson, Friðrika Björnsdóttir, Þorvaldur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.