Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 41

Morgunblaðið - 28.04.2007, Side 41
sú þörf átti nú bara eftir að aukast við veruna í sveitinni. Þrátt fyrir mikla tilhlökkun varð mér ekki al- veg um sel um kvöldið því faðir minn ætlaði sér annan næturstað, en þetta var í fyrsta skipti sem ég hitti frændfólk mitt á Kárastöðum. Ekki þorði ég nú að láta það berlega í ljós, en alveg er víst að Lauga frænka var fljót að sjá hvernig mér var innanbrjósts. Hún klappaði stóru, hlýju, hrjúfu hendinni sinni á kollinn minn, brosti vingjarnlega og sagði mér að á morgun gæti ég farið á hestbak. Lauga var afskaplega barngóð og hlý kona og þau öll. Fyrir á bænum var strákur úr Reykjavík, hann Baldvin. Við urð- um miklir mátar, vorum bæði í mörg sumur á Kárastöðum og leið þar afskaplega vel. Jón smíðaði fyr- ir okkur heilann flota af bílum og systkinin Jón, Lilja og Steini leyfðu okkur skottast með, kenndu okkur til verka og voru þolinmæðin upp- máluð þegar á þeim dundu eilífar spurningar um af hverju þetta og af hverju hitt. Eiginlega gat ekkert haldið mér í Reykjavík frá því próf- um lauk og þar til skóli hófst. Einkennandi fyrir Laugu var að hún var alltaf syngjandi við störf sín. Eftir fjósverkin á kvöldin söng hún gjarna „Svífur yfir Esjunni …“ Mig langaði oft að frænka kæmi nú með mér einhvern tíma til Reykja- víkur og sæi sjálf Akrafjallið og Esjuna. En söngurinn var henni nóg. Á Kárastöðum lærði ég reið- mennsku og kenndi Lauga frænka mér mörg góð ráð. Nægur tími og náið samband var lykilatriði. Taum- léttur hestur skyldi vera heiðurs- merki hvers hestamanns. Á Kára- stöðum lærði ég líka vinnusemi og vandvirkni. „Safnast þegar saman kemur.“ Við heyannir rökuðum við krakkarnir túnin og Lauga benti okkur á að það safnast fljótt í litlar lambstuggur. Hún kenndi mér líka að gefast ekki upp. Lauga sjálf var gífurlega sterk og mikill vinnu- þjarkur. Of langt er að telja upp verk hennar en það voru fá verk á bænum sem hún vílaði fyrir sér að ráðast í. Dvöl mín á Kárastöðum efldi mig á allan máta og hefur hún án efa mótað persónuleika minn og lífsviðhorf. Ég er því mjög þakklát þegar ég lít til baka og hugsa til þess hversu hlýlega fjölskyldan öll tók á móti litlu frænkuskotti úr Reykjavík. Síðustu tuttugu árin hef ég að mestu búið erlendis og heimsókn- irnar norður því ekki verið eins margar og ég hefði óskað. Það eru tæplega tvö ár síðan ég hitti Laugu á hjúkrunarheimilinu á Sauðár- króki. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum heilablóðfall og eiga erfitt með mál gengu tjáskiptin bara ágætlega. Hún kvaddi mig svo með því að klappa með stóru, hlýju hendinni sinni á kollinn á mér, alveg eins og hún gerði fyrst þegar ég kom á Kárastaði, tæplega 35 árum fyrr. Elsku Lauga mín, takk fyrir alla þína umhyggju og hlýju og að gefa mér gott veganesti fyrir lífið. Þóra Jóhanna Jónasdóttir. Ég var svo lánsamur að fá að vera í sveit hjá henni Laugu í tvö sumur þegar ég var unglingur. Dvölin hjá þeim Laugu, Lilju, Jóni og Steina á Kárastöðum var mjög góð og eft- irminnileg. Lauga var einstök kona sem gat gert allt. Hún var dugnaðarforkur og lét mjög að sér kveða í bústörf- unum en jafnframt var hún hlý og nærgætin manneskja. Hún tók mér opnum örmum þegar ég kom á Kárastaði og ég var fljótur að aðlag- ast lífinu í sveitinni. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þessa tíma og margt sem þú kenndir mér Lauga sem ég hef svo getað nýtt mér á lífsleiðinni. En eitt held ég að standi þar upp úr. Þú kenndir mér að þótt maður sé með vindinn í fangið stundum þá þýðir ekkert að gefast upp heldur setja undir sig hausinn og halda áfram. Ég mun aldrei gleyma þér, Lauga mín. Þórarinn Þórsson frá Hróarsdal. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 41 ✝ Sigurður Jóns-son fæddist á Seyðisfirði 21. ágúst 1919. Hann lést á dvalar og hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi 22. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Björgvin Sveinsson, f. á Horni í Hornafirði 7. apríl 1888, d. 18. ágúst 1984 og Torf- hildur Sigurðar- dóttir, f. á Búlands- nesi í Berufirði 8. ágúst 1885, d. 24. desember 1947. Systkini Sig- urðar eru Unnur, f. 1913., d. 1990, Sveinn Ragnar, f. 1917, Brynj- ólfur, f. 1924, d. 1926 og Bryndís, f. 1926., d. 1999. Sigurður kvæntist 29. júlí 1950 á Seyðisfirði Guðrúnu Sigurðar- dóttur, f. í Hólmaseli í Flóa 7. apríl 1927, d. 19. ágúst 2002. Þau bjuggu fyrstu 42 búskaparár sín á Seyðisfirði og fluttust til Stokks- september 1978, hún á Arngrím Ottósson, f. 5. mars. 2002, Jónínu, f. 14. ágúst 1984 og Þórörnu, f. 6. júní 1994. 4) Sigurður Ormar, f. 27. júní 1959, kvæntist Bjarghildi Margréti Einarsdóttur, f. 22. júní 1963, d. 6. júlí 1997, þau eiga tvö börn, Davíð Þór, f. 20. september 1983 og Örnu Kristínu, f. 6. jan- úar 1985. 5) Brynjólfur, f. 30. september 1964, hann á þrjú börn, Hildi Maríu, f. 6. mars 1985, Daní- el Örn, f. 3.janúar 1992 og Daða Frey, f. 30.nóvember 1998. 6) Jóhann, f. 18. janúar 1968, dóttir hans er Katrín Rut, f. 26. júní 1990. Sigurður bjó fyrstu 72 æviár sín á Seyðisfirði og stundaði mestan hluta starfsævi sinnar vörubíla- akstur en auk þess vann hann við ýmislegt sem til féll, einkum störf tengd sjávarútvegi. Árið 1991 þegar Sigurður var hættur störf- um, fluttist hann ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu til Stokkseyrar. Síðustu þrjú árin dvaldist Sigurð- ur á dvalar og hjúkrunarheimil- inu Kumbaravogi. Útför Sigurðar verður gerð frá Villingaholtskirkju í Flóa í dag og hefst athöfnin klukkan 14. eyrar 1991. Þau eignuðust sex börn, þau eru: 1) Jón, f. 8. mars 1948, d. 1. júlí 1971, dóttir hans er Sigríður Kristbjörg, f. 30. maí 1967, hún á tvö börn, Guðjón Skúla, f. 28. nóv- ember 1992, og Re- bekku Írisi, f. 12. júní 2001. 2) Gunnar, f. 18. janúar 1950, kvæntur Sveinbjörgu Friðbjörnsdóttur, f. 26. apríl 1955, þau eiga þrjú börn, Önnu Guðrúnu, f. 30. mars 1977, Kolbrúnu, f. 10. október 1979, hún á Daníel Örn Antonsson, f. 28. febrúar 1997, Eyþór Arnar Antonsson, f. 8. ágúst 1998 og Móniku Björgu Sigurjónsdóttur, f. 11. júlí 2006, og Friðbjörn, f. 4. júní 1982. 3) Torfhildur Guðrún, f. 27. nóvem- ber 1957, gift Ólafi Arngrímssyni, f. 10. maí 1957, þau eiga þrjár dætur, Rannveigu Huldu, f. 4. Sigurður tengdafaðir minn var einn þessara dæmigerðu karla í ís- lenskum sjávarþorpum, sem svo víða mátti sjá og heyra, um miðbik síð- ustu aldar. Maður sem vann við það sem upp kom hverju sinni, maður sem lét sumpart hverjum degi nægja sína þjáningu og velti ekki svo mikið fyrir sér gangi heimsmálanna. Ver- öld hans var hinn fornfrægi Seyð- isfjarðarbær, sjávarútvegurinn og daglegt líf bæjarbúa, ekki síst á bryggjunni. Þannig var hann kannski fyrst og fremst maður líð- andi stundar þrátt fyrir að vera um leið fastheldinn á gamla siði og hefðir Seyðfirðinga. Lengi vel var hann bílstjóri, ók m.a. olíu í hús og skip á vegum fyr- irtækis föður síns, Jóns B. Sveins- sonar. Svo var hann að sjálfsögðu í síldinni, í loðnubræðslunni, í Fisk- vinnslunni o.fl. o.fl. Síðar drýgði hann tekjurnar með því að nýta úr þorskhausunum kinnarnar og gell- urnar, sem fáir aðrir nenntu á þeim tíma að vinna sér til matar. Siggi var laginn við þetta og seldi í búðir og til einstaklinga, enda eru gellur og kinnar herramannsmatur. Hann marineraði líka síld betur en flestir aðrir menn. Sigurður Jónsson var afar hjálp- samur og minnast hans fjölmargir fyrir þær sakir. Hann var lengstan sinn starfsaldur vörubílstjóri, eins og áður sagði og ók þá bæði vörum og olíu til Seyðfirðinga. Hann var einnig oft í vegavinnu með bíla sína. Þótti hann með eindæmum greiðvik- inn og þægilegur til að leita og vin- sæll fyrir þær sakir. Hann var alla jafna glaðvær og hress í tali, lá hátt rómur og fór ekki fram hjá neinum þegar Sigurð bar að garði. Flestir báru honum vel söguna og hugsuðu hlýtt til hans, þrátt fyrir að það væri með hann eins og fleiri karla í ís- lenskum sjávarþorpum á þessum ár- um – áhrif Bakkusar voru á stundum meiri en góðu hófi gegndi. – En það komu líka góðar stundir og þá er margt fyrirgefið. Þeim sem þekktu Sigga duldist heldur ekki að þar fór fyrst og fremst góð sál sem vildi öll- um vel. Hann var á yngri árum mikill íþróttamaður, vel byggður og sterk- ur, þrátt fyrir að vera ekki hár í loft- inu. Hann vitnaði oft til þess tíma er hann stundaði nám við Héraðsskól- anum á Laugum en þar voru íþrótt- irnar hans uppáhald. Einkum voru það fimleikar sem áttu hug Sigurðar og fram á gamals aldur átti hann það til að bregða á leik og standa á hönd- um, hoppa á stunguskóflu og fleira af því tagi. Þótti undrum sæta að mað- ur á hans aldri réði við slíkar æfing- ar. Hann hélt þreki sínu fram undir það síðasta og um áttrætt var hann ekki síður á sig kominn líkamlega en áratugum yngri menn. Það var afar sérstakt í fari Sig- urðar að þrátt fyrir að hann stundaði ekki ætíð heilbrigt líferni var hann á margan hátt mjög reglusamur mað- ur og mikið náttúrubarn. Hann var einstakt snyrtimenni og hann reykti t.d. aldrei. Hann var árrisull, tók daginn snemma og hafði oftlega komið ýmsu í verk áður en aðrir ,,komu ofan“, eins og hann orðaði það sjálfur. Á sama hátt var hann kvöldsvæfur. Sigurður var mjög hneigður til útivistar, hafði gaman af gönguferðum og stundaði berjaferð- ir á haustin. Þá átti hann til að dvelja heilu og hálfu dagana úti í guðs- grænni náttúrunni, tína ber, skoða sig um og njóta samvistanna við móður náttúru. Þarna virtist hann í essinu sínu og þarna leið honum vel. Afkomendur hans nutu svo góðs af, og berjasultan úr berjunum hans Sigga afa var víða á borðum. Sigurður Jónson var um margt sérstæður maður. Hann var að upp- lagi heilbrigð sál í hraustum líkama, ef svo má að orði komast. En hann mótaðist af þeim tíðaranda og því samfélagi sem ól hann við brjóst sér. Orð hans og athafnir báru þess glöggt vitni. Hann var þannig maður andstæðnanna, maður sem hvort tveggja þáði og gaf. Ólafur Arngrímsson. Þegar ég fæddist var Siggi afi minn 75 ára. Þess vegna man ég bara eftir honum sem gömlum manni. Ég man mest eftir heimsóknum hans á haustin þegar hann kom hingað norður til okkar í berjamó. Þá þurfti ég stundum að lána honum herberg- ið mitt sem var alveg sjálfsagt enda var hann mikill snyrtipinni og her- bergið var alveg einstaklega fínt þegar hann var þar. Hann lét líka fara lítið fyrir sér og vildi hvorki trufla mig né aðra á heimilinu. Oft dvaldi hann langan tíma inni í her- bergi að endurraða eða taka til í töskunni sinni. Það fannst mér gam- an og fræðandi að horfa á og ég er ekki frá því að það hafi skilað sér í auknum áhuga mínum á uppröðun og skipulagi. Einnig var hann mjög hjálpsamur. Hann greip stundum í uppvaskið hér heima og leit þá ekki við uppþvottavélinni heldur þvoði hvern einasta disk og hvert einasta glas í höndunum. Það fannst mér merkilegt vegna þess að ég hélt að enginn nennti því nú orðið. En hann var mjög duglegur, það sýndi hann líka þegar hann fór í berjamó. Hann fór snemma út á morgnana og kom svo eftir marga klukkutíma með mörg kíló af berjum sem mamma sauð svo sultu úr og við borðuðum með bestu lyst. Afi hins vegar bara rétt bragðaði á berjunum, enda hef ég hann grunaðan um að hafa alls ekki þótt ber neitt sérstaklega góð. Mér finnst afi Siggi hafa verið mjög sérstakur maður og hann kenndi mér ýmsa hluti sem flestum þykja kannski litlir og ómerkilegir en okkur afa fannst stórir og skipta miklu máli. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann fyrir afa. Þórarna Ólafsdóttir. Elsku afi, jæja, þá ert þú farinn yf- ir móðuna miklu og vonandi að amma taki á móti þér hinum megin. Þú varst ekki búinn að vera samkvæmur sjálfum þér síðustu mánuði og ert ef- laust ánægður núna, ábyggilega far- inn að ganga á höndum aftur og hlaupa um. Í ágúst síðastliðnum þeg- ar þú áttir afmæli sögðum við reynd- ar við þig eins og svo oft áður að þú ættir eftir að verða 100 ára. Þú varst bara svo líkamlega hraustur að okkur datt ekki hug að þú myndir falla fyrr frá. Við því fussaðirðu og sveiaðir. Á seinni árum höfum við systkinin svo skemmt okkur yfir því hvað pabbi er ofboðslega líkur þér bæði í töktum og útliti en við því fussar hann og sveiar rétt eins og þú. Þegar við hugsum aftur þá munum við eftir fjöruferðunum með þér á Stokkseyri þar sem þú labbaðir með okkur um fjöruna og sýndir okkur síl- in í pollunum. Einnig eru minning- arnar ósjaldan af þér við spegilinn að laga hárið, setja á þig derhúfu og sól- gleraugu. Okkur þótti alltaf voða gaman að koma á Stokkseyri til þín og ömmu. Það verður skrítið að hafa ekki lengur ástæðu til að fara á Stokkseyri þar sem þið, amma og afi, eruð bæði farin. En þetta er víst eitt af mörgu sem við getum stólað á í líf- inu, fólk fæðist og deyr. Okkur þykir synd að þú skulir ekki ná að sjá til- vonandi barnabarnabörnin þín í haust en þú og amma eigið eflaust eftir að fylgjast með. Við elskum þig og geymum minn- inguna um þig og ömmu ávallt í hjarta okkar. Hvíldu í friði elsku afi. Þín barnabörn Arna Kristín og Davíð Þór Sigurðarbörn. Sigurður Jónsson ✝ Vilborg Sig-urðardóttir fæddist 9. feb. 1913 í Reykja- vík og lést 13. nóvember 2005. Foreldrar hennar voru Sigurður Krist- inn Gíslason, f. 23.5. 1884, d. 8.3. 1974, og Ólafia Ragn- heiður Sigur- þórsdóttir, f. 28.11. 1887, d. 19.11. 1977. Vilborg giftist Gunn- ari Sigurmundssyni, f. 3.11. 1908, Gerður f. 6.12. 1942, Gauti f. 15.12. 1945, Sigurður Ólafur f. 29.7. 1950. Vilborg Sigurðardóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1981 og lést á sjúkrahúsi á Englandi 30. mars 2007. Foreldrar hennar eru Elín Tómasdóttir, f. 5.3. 1953, d. 3. 6. 1991, og Sigurður Ólafur Gunn- arsson, f. 29.7. 1950. Systkini hennar eru Jökull, f. 12.10. 1971, og Mjöll, f. 9.11. 1979. Hálfbróðir samfeðra er Geir, f. 13.1. 1969. Út- för hennar var gerð í Englandi hinn 12. apríl en minningarathöfn fór fram í Fríkirkjunni í Reykjavík hinn 18. apríl 2007. d. 18.6. 1991, og eignuðust þau fjögur börn: Gylfi, f. 6.10. 1939, Þær voru nöfnur. Þær voru sterkar konur og ég sakna þeirra. Þegar Vilborg eldri, Bogga, eins og við fjölskyldan köllum hana, var ung þá var Ísland mjög einangrað land. Utanlandsferðir voru því óal- gengar. Það sýnir viljastyrk henn- ar og ævintýraþrá að hún fór samt sem áður til Danmerkur, til að læra að sauma og sníða og án þess að þekkja þar nokkurn mann. Sterk réttlætiskennd einkenndi Boggu alla tíð og hún lét verkin tala. Hún tók virkan þátt í stofnun Iðju, félags verksmiðjufólks, var formaður verkalýðsfélagsins Snótar í Vestmannaeyjum í mörg ár og var alla tíð óþrjótandi að benda manni á það sem henni fannst að betur mætti fara í sam- félaginu. Þegar Bogga var ung var Ísland eitt fátækasta ríki Evrópu þegar hún lést þá var það eitt það rík- asta. Það eru manneskjur eins og Bogga sem eiga sterkan þátt í þeirri breytingu. Vilborg yngri var líka viljasterk kona. Hún var mikil íþróttastelpa sem barn og hún geislaði af lífs- krafti. Þegar hún var aðeins 14 ára kenndi hún sér meins í fæti og viku seinna var hún orðin lömuð í fótum og föst við rúmið. Lömunin breiddist út um líkamann en hún tók veikindum sínum af svo mikl- um sálarstyrk og æðruleysi að aðdáunarvert var. Hún lifði í þess- um veika líkama en samt sem áður gat hún gefið öðrum styrk, blíðu og gleði. Hennar fallegu augu héldu áfram að tindra fram á síð- asta dag. Þessar tvær konur voru hetjur hversdagsins. Þær höfðu sterk áhrif á okkur samferðafólk. Ég þakka þeim innilega fyrir. Brynja Guttormsdóttir. Vilborg Sigurðardóttir og Vilborg Sigurðardóttir Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Myndir | Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á mynda- móttöku: pix@mbl.is og láta um- sjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.