Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Hjóna-og sambúðar- messa í Bessastaða- kirkju HJÓNA- og sambúðarmessur eru kvöldmessur sem hafa mælst vel fyrir í Garðaprestakalli og eru haldnar síðasta sunnudagskvöld í mánuði. Sunnudagskvöldið 29. apr- íl verður hjóna- og sambúðarmessa í Bessastaðakirkju kl. 20.30. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra flytur erindi sem ber yfir- skriftina „Er líf eftir makamissi?“ Gunnar Gunnarsson organisti leiðir tónlistina ásamt Tómasi R. Einars- syni sem spilar á bassa og Kristjönu Stefánsdóttur sem leiðir sönginn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Fyrr um daginn er messa í Vídal- ínskirkju kl. 11. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar að helgihaldinu ásamt Gideon-mönn- um í Garðabæ. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir lofgjörðina ásamt kór Vídalínskirkju. Sunnudagaskóli á sama tíma undir stjórn Ármanns H. Gunnarssonar. Hressing í safn- aðarheimilinu eftir messu. Sjá www.gardasokn.is Síðasta Tómasar- messan að sinni ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar Tómasarmessur efnir til síðustu messunnar á þessu vori í Breið- holtskirkju í Mjódd sunnudags- kvöldið 29. apríl, kl. 20. Tómasarmessan hefur unnið sér fastan sess í kirkjulífi borgarinnar, en slík messa hefur verið haldin í Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta sunnudag í mánuði, frá hausti til vors, síðustu níu árin. Er þetta þannig síðasta Tómasarmessan að sinni, en þær hefjast síðan væntan- lega að nýju í haust. Framkvæmda- aðilar að þessu messuhaldi eru Breiðholtskirkja, Kristilega skóla- hreyfingin, Félag guðfræðinema og hópur presta og djákna. Tómasarmessan einkennist af fjölbreytilegum söng og tónlist, mikil áhersla er lögð á fyrirbænar- þjónustu og sömuleiðis á virka þátt- töku leikmanna. Stór hópur fólks tekur jafnan þátt í undirbúningi og framkvæmd Tómasarmessunnar, bæði leikmenn, djáknar og prestar. Ensk messa í Hallgrímskirkju ENSK messa verður haldin í Hall- grímskirkju á morgun, sunnudag- inn 29. apríl kl. 14. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Guðrún Finnbjarnardóttir leiðir al- mennan safnaðarsöng. Messukaffi. Service in English SERVICE in English. Hallgríms- kirkja. 29th of April at 2 pm. Holy Communion. The Fourth Sunday of Easter. Celebrant and Preacher is The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist is Lára Bryndís Eggerts- dóttir. Leading Singer: Guðrún Finnbjarnardóttir. Refreshments after The Service. Helgihald í Kolaportinu SUNNUDAGINN 29. apríl kl. 14 verður helgihald í Kolaportinu í „Kaffi Port“. Um leið og gengið er um og bænarefnum safnað eða frá kl. 13.30 syngur og spilar Þorvald- ur Halldórsson ýmis þekkt lög, bæði eigin og annarra. Hann annast einnig tónlistina í helgihaldinu. Unnur Halldórsdóttir djákni, sr. Þorvaldur Víðisson og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir munu leiða sam- veruna og prédika. Að venju er boðið upp á að leggja fram fyrir- bænarefni og verður beðið með og fyrir þeim sem þess óska. Vorhátíð Landakirkju ÞAÐ hefur verið áralangur siður að fagna vori í Landakirkju síðasta sunnudag í apríl með veglegri vorhátíð, söngvum og lofgjörð. Hóparnir í safnaðarstarfinu sem koma að þessari vorhátíð eru fjöl- skyldurnar sem sótt hafa barna- guðsþjónustu í vetur, unglingarnir í æskulýðsstarfi, krakkarnir í TTT- starfinu, kirkjuprökkurum, barna- kórnum Litlir lærisveinar og Stúlknakór Landakirkju, foreldrar og börn á mömmumorgni, fólkið í kirkjustarfi fatlaðra, félagarnir í Kór Landakirkju og Kvenfélagi Landakirkju, auk sóknarnefndar- fólks og starfsfólks kirkjunnar. Þessir hópar koma allir saman í kirkjuna á vorhátíð næsta sunnu- dag, messa í kirkjunni kl. 11 og taka svo þátt í leikjum og samveru á kirkjulóðinni eftir guðsþjónust- una og snæða saman af útigrillinu og/eða kaffisopa í Safnaðarheimil- inu. Um kvöldið verður svo haldin kaffihúsamessa í Safnaðarheimil- inu og hefst hún kl. 20. Kaffihúsa- kórinn syngur undir stjórn Óskars Sigurðssonar og prestarnir leiða stundina í boðun orðsins, bæn og blessun. Má því segja að Drottinn verði lofaður í Landakirkju frá morgni til kvölds. Kirkjulistavika í Akureyrarkirkju DAGANA 28. apríl – 6. maí nk. verður Kirkjulistavika í Akureyr- arkirkju. Þetta er í 10. skipti sem Akureyrarkirkja og Listvinafélag Akureyrarkirkju standa að Kirkju- listaviku, en hátíðin hefur verið haldin annað hvert ár frá árinu 1989. Helstu markmið Kirkjulista- viku hafa frá upphafi verið að efla samvinnu og tengsl listafólks við kirkjuna og gefa Akureyringum kost á að njóta góðra lista í kirkj- unni. Dagskrá Kirkjulistavikunnar verður fjölbreytt að vanda og hefst hátíðin 28. apríl kl. 15 með opnun sýningar í Ketilhúsinu. Í tilefni af 10. Kirkjulistaviku var þeim lista- mönnum sem sýnt hafa á Kirkju- listaviku frá upphafi boðið að taka þátt í samsýningu og verða í Ket- ilhúsinu sýnd verk eftir 15 lista- menn. Sýningin, sem er í samstarfi við Menningarmiðstöðina Listagili, stendur til 13. maí. Í kapellu Akureyrarkirkju verð- ur sýningin Altarisdúkar úr kirkj- um í Eyjafirði opnuð sunnudaginn 29. apríl kl. 16, en sú sýning er á vegum Minjasafnsins á Akureyri. Hinn 6. maí kl. 16 eru hátíðartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar Norð- urlands með þátttöku Kórs Akur- eyrarkirkju og Kammerkórs Norðurlands. Á efnisskrá tónleik- anna er Rómeó og Júlía, fantasíu- forleikur eftir P.I. Tsjajkovskí, Orgelkonsert eftir F.A. Guilmant og Te Deum eftir A. Dvorak. Ein- leikari á tónleikunum er Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvar- ar Hanna Dóra Sturludóttir og Ágúst Ólafsson. Stjórnandi er Guð- mundur Óli Gunnarsson. Helgihald verður verður einnig afar fjölbreytt þessa viku. Á sunnu- deginum 29. apríl kl. 11 verður fjöl- skylduguðsþjónustu í Akureyrar- kirkju, lokahátíð barnastarfsins og taka börnin virkan þátt með leik og söng. Guðsþjónusta að 19. aldar sið verður í Minjasafnskirkjunni kl. 14 og um kvöldið kl. 20.30 verður æðruleysismessa í Akureyrar- kirkju. Morgunsöngur verður á mið- vikudagsmorgni, kyrrðarstund í hádegi á fimmtudegi, og aftan- söngur kl. 18 á föstudegi. Hátíðar- guðsþjónusta er síðan sunnudaginn 6. maí kl. 11. Mömmumorgunn og „opið hús“ fyrir aldraða verður einnig á sínum stað í vikunni. Samstarfsaðilar Akureyrar- kirkju og Listvinafélagsins að þessu sinni eru: Kór Akureyrar- kirkju, Hymnodia – Kammerkór Akureyrarkirkju, Barnakórar Akureyrarkirkju, Stúlknakór Akureyrarkirkju, Kammerkór Norðurlands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, Minjasafnið á Akur- eyri, Menningarmiðstöðin Listagili og fjölmargir einstaklingar. Óður til íslenskrar náttúru – Síðasta sýningarhelgi NÚ eru síðustu forvöð að sjá sýn- ingu alþýðulistakonunnar Guð- laugar I. Sveinsdóttur, Óður til ís- lenskrar náttúru, sem opnuð var í Boganum í Gerðubergi 10. mars sl. Á sýningunni má sjá abstrakt-, landslags- og blómamyndir auk of- inna veggteppa sem unnin eru á síðustu árum. Náttúran og sköp- unargleðin hafa með einum eða öðrum hætti fylgt Guðlaugu allt hennar líf. Sem barn sökkti hún sér í jurtasöfnun, náttúrufræði og lest- ur, og þær systurnar dunduðu sér við að mála, lita og búa til klippi- myndir. Að þessum grunni hefur hún búið alla ævi. Árið 1982 ákvað hún að söðla tímabundið um og fór til Noregs þar sem hún dvaldi í eitt ár, starfaði sem ljósmóðir og notaði frístundir til ferðalaga en einnig til þess að sinna áhuga sínum á mynd- list sem svo lengi hafði blundað með henni, en aldrei gefist tími til að stunda. Eftir að heim kom hélt hún áfram að sinna áhugamáli sínu og hefur gert það æ síðan. Sjá nán- ari upplýsingar um Guðlaugu á heimasíðu Gerðubergs: gerduberg- .is Vorferð barnastarfsins í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 29. apríl fer barnastarfið í Hjallakirkju í vorferð út fyrir bæjarmörkin. Lagt verður af stað frá Hjallakirkju að neðan- verðu kl. 13 og fundinn góður stað- ur nálægt höfuðborgarsvæðinu. Ætlunin er að grilla pylsur, leika, syngja og gleðjast í náttúrunni. Heimkoma er áætluð kl. 16–17. All- ir eru velkomnir. Barnastarfinu lýkur í Langholtskirkju SUNNUDAGINN 29. apríl lýkur barnastarfinu í vetur og af því til- efni verða pylsur grillaðar fyrir börn sem fullorðna. Stundin hefst í kirkjunni og síðan verður farið út í leiki og sitt hvað fleira gert. Í mess- unni mun ungt fólk í Fjölbrauta- skólanum við Ármúla kynna hjálp- arstarf sem það vinnur að í Paki- stan og tekið verður við framlögum til þess starfs. Fyrsta maí messa lögreglunnar LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur og Landssamband lögreglumanna standa fyrir sinni árlegu 1. maí messu nk. þriðjudag kl. 11. Að þessu sinni fer messan fram í Digraneskirkju í Kópavogi. Prestar verða sr. Kjartan Örn Sigurbjörns- son sjúkrahúsprestur og prestur lögreglunnar og sóknarprestar í Digranessókn. Ræðumaður verður Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglu- menn taka þátt í guðsþjónustunni og Lögreglukórinn syngur. Organ- isti verður Kjartan Sigurjónsson Eftir guðþjónustuna verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðar- heimilinu. Allir velkomnir. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonGarðakirkja á Álftanesi AKRANESKIRKJA: | Ferming verður í Bæg- isárkirkju sunnudaginn 29. apríl kl. 13.30. Organisti Helga Bryndís Magnúsdóttir og prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Guðsþjónusta í Kálfatjarnarkirkju kl. 14. AKUREYRARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Lokahátíð barnastarfsins. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja. Setning Kirkjulistaviku 2007. Guðsþjónusta að 19. aldar sið í Minjasafnskirkjunni kl. 14. Hym- nodia kammerkór syngur. Æðruleys- ismessa kl. 20.30. Kaffi á eftir. ÁRBÆJARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pre- dikar. Kristina K. Sklenár organisti, leiðir kirkjukór og almennan safnaðarsöng. Sunnudagaskólinn í safnaðarheimilinu. Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Guðsþjónusta á hjúkrunar- heimilinu Skjóli kl. 13. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, organisti Kári Þormar. Aðalsafnaðarfundur Ássóknar verður hald- inn í neðri safnaðarsal Áskirkju að messu lokinni. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffi. ÁSTJARNARSÓKN: | Guðsþjónusta í sam- komusal Hauka, Ásvöllum kl. 11. BESSASTAÐAKIRKJA: | Hjóna-og sambúð- armessa kl. 20.30. Sr. Guðný Hallgríms- dóttir flytur erindi „Er líf eftir makamissi“. Gunnar Gunnarsson organisti leiðir tónlist- ina ásamt Tómasi R. Einarssyni sem spilar á bassa og Kristjönu Stefánsdóttur sem syngur. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir þjónar fyrir altari. Allir velkomnir. BORGARNESKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 20. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 með fjölbreyttum söng og fjöri. Eldri barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Ástu B. Schram. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Tónleikar barnakórs kirkj- unnar kl. 12.45. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Tómasarmessa kl. 20. Lof- gjörð, fyrirbæn og máltíð Drottins. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Hjómsveit ungmenna undir stjórn Renötu Ivan leikur. Þetta er samverustund fyrir alla fjölskylduna með mikilli þáttöku barnanna. Guðsþjónusta kl. 14, 3. sunnudagur eftir páska. Prestur Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Organisti: Renata Ivan. Kór Bústaðakirkju syngur. Molasopi eftir messu. DÓMKIRKJAN: | Kl. 11 messa, sr. Hjálmar Jónsson predikar. Dómkórinn syngur, org- anisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 14. Ath. að aðalsafnaðarfundi er frestað til 2. maí kl. 20. Kyrrðarstund 30. apríl (mánud.) kl. 18. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir almennan safnaðarsöng, stjórn. Lenka Mátéová. Vor- ferð sunnudagaskólans verður að Sól- heimum í Grímsnesi. Farið frá Fella-og Hólakirkju kl. 10 (ath. breyttan tíma). Heim- koma kl. 15 (sjá á fellaogholakirkja.is) FÍLADELFÍA: | Bible study at 12.30 in Engl- ish speaking Coffee and fellowship. Al- menn samkoma kl. 16.30. Ræðum. Jón Þór Eyjólfsson. Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Fyrirbænir í lok samkomu. Aldurs- skipt barnakirkja 1–12 ára. Allir velkomnir. Bein útsending á Lindinni og www.- gospel.is. Samkoma á omega kl. 20. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Fjölskyldu- messa kl. 11. Góðir gestir líta við. Umsjón hafa Sigríður og Hera Elfarsdóttir. Tón- listarflutning annast Örn Arnarson og Skarphéðinn Hjartarson. Æðruleysis- messa kl. 20. Fríkirkjubandið leiðir söng- inn. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Almenn guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, þjónar. Almennan safnaðarsöng leiða Anna Sigga og Carl Möller. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11. Sögur, brúðuleikhús og leikir. Almenn samkoma kl. 14. Helga R. Ármannsdóttir predikar. Tónlist, fyrirbænir í lok samkomu fyrir þá sem vilja, barnagæsla meðan á samkomu stendur og kaffisala að henni lokinni. Allir velkomnir. FÆREYSKA SJÓMANNAHEIMILIÐ: | Sunnudagin kl. 17 er samkoma í Braut- arholti 29. Söngur og lestur. Kaffi eftir sam- komu. Allir velkomnir. GRENSÁSKIRKJA: | Barnastarf kl. 11 í umsjá Jóhönnu Sesselju og unglinga í kirkjustarfinu. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Kirkjukór Grens- áskirkju syngur. Organisti Árni Arinbjarnar- son. Gídeonfélagar kynna starfsemi sína. Samskot til Gídeonfélagsins. Molasopi eft- ir messu. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta á sunnudaginn kl. 14. Séra Hreinn Hákonarson, organisti Kjartan Ólafsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjónsta kl. 11. Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason. Organisti: Guðmundur Sigurðsson. Fiðlu- leikari: Hjörleifur Valsson. Einsöngvari: Þóra Björnsdóttir, sópran. Kór: Kór Hafnar- fjarðarkirkju. Guðsþjónustunni verður út- varpað á Rás 1. Enskur aftansöngur kl. 17. Sönghópurinn A Cappella syngur. Bjarni Jónatansson leikur á orgel. Stjórnandi Guð- mundur Sigurðsson. HALLGRÍMSKIRKJA: | Messa og barna- starf kl. 11. Sr. María Ágústsdóttir predikar Ég mun sjá yður aftur Jóh. 16 MESSUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.