Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 50

Morgunblaðið - 28.04.2007, Page 50
Á milli þess sem þau velta fyrir sér „úlf- alda“ og „þjófabálki“ botna þau fyrripart um vestfirska pólitík fyrr og nú …53 » reykjavíkreykjavík HINN árlegi Fríi myndasögudagur (Free Comic Book Day) verður haldinn hátíðlegur í versl- uninni Nexus næstkomandi laugardag, hinn 5. maí. Þá verða hátt í 12 þúsund myndablöð gefin gestum og gangandi en tilgangurinn er meðal annars að breiða út boðskap myndasagna. Verslunin Nexus hefur einmitt staðið vörð um hróður myndasögunnar hér á landi og selt þær í stórum stíl. Teiknimyndsögur um Spider Man og fleiri ofurhetjur, Jóakim aðalönd, Simpson-fjölskyld- una, glæpasögur og dramasögur verða meðal þess sem gefið verður næstkomandi laugardag. Byrjað verður að gefa blöðin klukkan 14 stundvíslega og verður gefið á meðan birgðir end- ast. Milljónir myndasagna Fríi myndasögudagurinn er haldinn árlega um heim allan og taka um tvö þúsund verslanir þátt í að dreifa myndasögublöðum ókeypis til áhugasamra. Hinn gjafmildi dagur er nú haldinn í sjötta sinn en talið er að hátt í tvær milljónir mynda- sögublaða rati í hendur lesenda, þeim að kostnaðarlausu á laugardaginn kemur. Morgunblaðið/Golli Í fyrra Allir vilja fá gefins myndasögublöð, meira að segja stormsveitarmenn úr Stjörnustríði. Jóakim aðalönd gefins Nexus tekur þátt í alþjóðlegum myndasögudegi  Það eru alltaf tíðindi þegar japanski rithöfundurinn Haruki Mura- kami sendir frá sér bók en tólfta skáld- saga hans er einmitt vænt- anleg 8. maí næstkomandi. Skáldsagan heitir After Dark upp á ensku og segir sögu tveggja systra, Mari og Eri. Sagan gerist á sjö tímum að nóttu til í Tókýó- borg og Mari er á ferðinni, vill ekki fara að sofa. Eri er aftur á móti sofandi, sísofandi, en sá svefn er ekki friðsæll eða eðlilegur. Smám saman slást fleiri í hópinn, Mari hittir djasstónlistarmann, kínverska vændiskonu, eiganda hótels fyrir skyndikynni og svo má telja. Murakami kom hingað til lands fyrir nokkrum árum á bók- menntahátíð og vakti mikla at- hygli. Ný skáldsaga frá Haruki Murakami  Þýska blaðið Musik Woche sótti tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suð- ur í ár og nú á dögunum birtist heil- síðugrein um hátíðina og nýstofn- aða Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar (ÚTÓN) . Þar er Pétri Ben og Lay Low lýst sem hápunkti hátíðarinnar og tónlist- arsenan öll sögð mjög öflug á Ís- landi og ekkert lát á nýju efnilegu tónlistarfólki. Í framhaldinu mun Musik Woche gera ítarlega úttekt á íslensku tón- listarlífi sem birtist tveimur vikum fyrir Popkomm tónlistarráðstefn- una sem fer fram í september en þar verður ÚTÓN með þjóðarbás á ráðstefnunni í fyrsta skipti. Music Woche hrifið Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ROKK og rósir, sem er náttúrlega aðalsk- vísubúðin í bænum, er að fara að flytja á fyrstu hæðina, ásamt Smekkleysu. Svo verður strákabúð niðri sem Krummi í Mínus hefur rekið fyrir okkur, hún heitir Elvis. Svo opn- um við nýja búð sem heitir Pop á efri hæð- inni,“ segir Sara Oddsdóttir, sem hefur yf- irumsjón með þessum fjórum verslunum sem frá og með deginum í dag eru í sama húsnæð- inu við Laugaveg 28, í sama húsi og áður hýsti verslunina Ósóma. „Það á að vera allt sem maður þarf í þessu húsi. Fólk getur sest niður og fengið sér kaffi og mömmur geta gefið brjóst. Þarna verður líka góð tónlist því tónlist og flott föt eru mjög tengd í tískuheiminum,“ segir Sara sem sér um að reka húsið í heild sinni. Ólíkt Rokki og rósum, Elvis og Smekkleysu er Pop ný verslun. „Þar verðum við mikið með gamla hluti, veggfóður, gardínur, mottur og púða, sem sagt hluti fyrir heimilið. Svo verðum við með föt líka, en einnig tækifærisgjafir, allt frá fermingargjöfum yfir í sniðugar gjafir til að koma með í matarboð ef mann langar til að koma með eitthvað annað en rauðvíns- flösku,“ segir Sara, en þau Svala Björgvins- dóttir og Einar Egilsson sjá um þá verslun. Opnunarpartí í dag Aðspurð segir Sara að verslanirnar muni halda nöfnum sínum því ekki sé búið að finna eitt nafn fyrir allar verslanirnar. „Það er hins vegar gamalt port þarna, en ég veit samt ekki hvort það mætti kalla þetta Porthúsið,“ segir hún í léttum dúr. Pop, Rokk og rósir og Elvis eru reknar af sama aðilanum, en Smekkleysa er sjálfstæð verslun. „Þetta eru samt fjórar sjálfstæðar búðir. Rokk og rósir er bara með kvenfatnað, Elvis bara með fatnað fyrir karlmenn, Smekk- leysa með tónlist og Pop með eitt og annað,“ segir Sara, og bætir við að töluverðar fram- kvæmdir hafi staðið yfir í húsnæðinu að und- anförnu þannig að nú sé innangengt á milli allra verslananna. „Það eru bara einar dyr og þá er maður kominn inn í allar búðirnar.“ Í tilefni af opnuninni í dag verður boðið til samkvæmis í húsnæðinu og eru allir velkomn- ir. „Við ætlum að vera með svakalegt opn- unarpartí,“ segir Sara, en húsið verður opið frá 17 til 20. „Það verða léttar veitingar í boði og DJ Casanova ætlar að spila tónlist.“ Verslanirnar verða einnig opnar á morgun frá klukkan 13 til 18. Morgaunblaðið/RAX Fjölmenni Þessi litríki hópur mun starfa saman undir sama þaki við Laugaveg 28 þar sem boðað hefur verið til veislu frá 17 til 20 í kvöld. Töff tónlist og tíska Verslanirnar Rokk og rósir, Smekkleysa, Elvis og Pop í eina sæng við Laugaveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.