Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 53 Reykjavíkurborg hefur ákveðið að gera átak í merkingamálum borgarinnar og fjölga umhverfis,- náttúru- og menningarmerkingum. Lumar þú á hugmynd um merkilegan stein, stokk, stræti, styttu, staur eða annað sem merkja mætti til að veita íbúum borgarinnar og ferðalöngum öllum betri innsýn í allt það góða, fróðlega og skemmti- lega sem borgin okkar hefur að bjóða? Við biðjum ykkur um að ganga til liðs við okkur í að gera Reykjavík enn áhugaverðari. Skrifið niður merkilega hugmynd og nokkrir heppnir fá spennandi vinning sem veitir innsýn í fjölbreytni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Sendu tillögu eða hugmynd á Höfuðborgarstofu, Aðalstræti 2, 101 Reykjavík eða sendu okkur tölvupóst á info@visitreykjavik.is merkt hugmyndaleit og athugaðu hvort lukkan leiki við þig. Skilafrestur til 4. maí. menningar- & ferðamálasvið reykjavíkurborgar Hversu merkileg er Reykjavík? Glæsilegir Vinningar: Ævintýri í Kulusuk í einn dag fyrir einn með Flugfélagi Íslands • Flugfar að eigin vali innanlands með Flugfélagi Íslands • Hvalaskoðun frá Reykjavík fyrir tvo fullorðna og tvö börn með Hvalaskoðun Reykjavík • Hestaferð um hafnfirskt hraun með Íshestum • Mánaðarkort í World Class í Laugum • Heimsókn í baðstofu heilsulindar í Laugum fyrir tvo • Kvöldverður fyrir 2 að verðmæti 12.000 kr. á veitingastaðnum Einar Ben • Árskort í sundlaugar Reykjavíkur • Þórsmerkurferð með Kynnisferðum, rútuferð og gisting fyrir tvo í Húsadal. Hugmyndaleit Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudaga - föstudaga 10-18 laugardaga og sunnudaga 11-18Opið Sumartilboð á Postulín blómapottum 30-50% afsláttur Fjölbreytt úrval Feng-Shui vörum Í DAG verður þátturinn Orð skulu standa sendur út frá Ísafirði. Gestir eru Halldór Hermannsson skipstjóri og Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræð- ingur. Á milli þess sem þau velta fyr- ir sér m.a. „úlfalda“ og „þjófabálki“ botna þau fyrripart um vestfirska pólitík fyrr og nú. Hann er ortur í vestfirskum stíl og eru lesendur beðnir að taka skensið ekki alvar- lega, um leið og þeir heiðursmenn eru beðnir afsökunar á dónaskapn- um: Nú vantar Hermann og Hannibal og helvítin Karvel og Matta. Í síðustu viku var fyrriparturinn ortur um yfirbragð Djúpavogsbúa: Dökkt er hárið, dimm er brá Djúpavogs- á kyni. Í þættinum botnaði Hlín Agnars- dóttir: Fólk er margt þar franskt að sjá, fegurð í hverjum syni. Sigurður Ingólfsson botnaði undir „sleikjuhætti“ og hlaut prik fyrir hjá umsjónarmanni: En karlmannleg og klassísk á Karli Birgissyni. Davíð Þór Jónsson botnaði fyrst: Því frúrnar allar fór þar á fransmaðurinn lini. En sá sig svo um hönd: Eins og flesta eigi þá Emiliana Torrini. Þorsteinn Bergsson var með hug- ann við Baugsmálið: Ennþá má það allvel sjá á ónefndum þess syni. Úr hópi hlustenda hélt Halldór Ármannsson áfram með „ónefndan“: Heilinn klár og höndin blá hrausta prýða syni. Pálmi R. Pétursson: Þar er biskví Frökkum frá og Fransmenn eiga syni. Marteinn Friðriksson m.a.: Á öllum fjörðum austurfrá áttu fransmenn syni. Sigurlín Hermannsdóttir: Víst mun ættin vera frá Vestur-Indía syni. Jónas Frímannsson: Rætur víða rekja má að ríkum ættarhlyni. Hallberg Hallmundsson: Eflaust keltneskt, eða þá upprunnið úr Hvini. Halldór Halldórsson: Annars staðar ekki má eignast betri vini. Og loks Auðunn Bragi Sveinsson m.a.: Þeim skal ekki þetta lá; þeir eiga marga vini. Orð skulu standa sendur út frá Ísafirði Biðjumst vel- virðingar á dónaskapnum Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleiðis til Orð skulu standa, Ríkisútvarp- inu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. LANGT viðtal birtist við Björk Guð- mundsdóttur í breska blaðinu Guard- ian í gær í tilefni af væntanlegri plötu hennar, Volta. Í viðtalinu fjallar hún m.a. um það sem hafði áhrif á hana við gerð plötunnar og segir að hugs- anlega hafi gremja vegna stóriðju- framkvæmda á Íslandi komið þar við sögu og það að vera Íslendingur. Björk segir að Ísland sé heimaland hennar; hún dvelji þar oft og muni gera það áfram en sú ímynd sem það skapi henni að vera Íslendingur sé flókin. Hún segist hugsanlega hafa verið að gefa yfirlýsingu á fyrstu plötu sinni, Debut: „Að ég gæti verið afar íslensk en jafnframt afar alþjóð- leg. Það þarf ekki vera annaðhvort,“ segir hún. Blaðamaðurinn, Laura Barton, segir að umheimurinn hafi hins vegar litið á Björk sem einskonar furðu- veru. Björk segir að sér þyki áhuga- vert hvernig sú ímynd hafi verið búin til að Íslendingar trúi á álfa og séu af- ar barnaleg þjóð. „Og ég er á móti því,“ segir hún. „Ég sagði aldrei í við- tölum að ég hefði séð álfa, ég hef aldrei séð álfa. Tolkien byggði Hringadróttinssögu á Íslandi og kannski yfirfæra margir enskumæl- andi menn þá sögu yfir á Ísland.“ Hún segir að Ísland sé að breytast. „Nú hafa þeir byggt stærstu stíflu heims á Íslandi og stærsta álverið og á næstu fimm árum ætla þeir að byggja fimm í viðbót. Eftir 5–10 ár verður Ísland, sem áður var stærsta ósnortna víðerni í Evrópu, eins og Frankfurt.“ „Mér finnst að ef Ísland vilji græða fullt af peningum og hafa starfsemi um allan heim þá sé það síðasta sem það eigi að gera að eyðileggja náttúr- una. Það þarf ekki snilling til að átta sig á því. Og samt var það fyrsta sem Íslendingar gerðu eftir að þeir fengu sjálfstæði og peninga að segja: Við skulum eyðileggja landið!“ Björk segir síðan að hugsanlega séu vangaveltur á nýju plötunni um að vera úti á hafinu einnig vangavelt- ur um þessa hluti. „Og kannski um að vera þreyttur á þjóðernishyggju.“ Gremst stóriðjufram- kvæmdir á Íslandi Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Björk Hefur aldrei séð álfa. Viðtal við Björk í Guardian AUGLÝSINGASÍMI 569 1100 Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.