Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 28.04.2007, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 57 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is NEXT kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D NORBIT kl. 2 LEYFÐ / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 1:40 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 1:40 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:30 - 4 - 6 LEYFÐ WILD HOGS kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 2 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eeee VJV, TOPP5.ISeeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. eee H.J. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER SPRENGHLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee V.J.V. TOPP5.IS WILD HOGS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA SparBíó* — 450kr ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! MR BEAN KL. 1:40 Í ÁLFABAKKA OG KLUKKAN 2 Á AKUREYRI MEET THE ROBINSONS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SPARbíó laugardag og sunnudag BLADES OF GLORY KL. 1:40 Í ÁLFABAKKA (TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA) Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ ER Ritlistarhópur Kópavogs sem stendur fyrir hingaðkomu skáld- anna, sem eru þau Bernez Tangi, Yann Le Rousic og Gaël Morin. Ólöf Pétursdóttir, þýðandi og rithöfundur, er upphafskona tiltækisins, en hún er með BA-próf í bretónsku og gaf út kverið Dimmir draumar fyrir síðustu jól, þar sem er að finna þýðingar á ljóðum bretónskra skálda. Bretaníuskagi liggur í Norðaustur- Frakklandi og er heimaland Bretóna, keltnesks þjóðflokks, en land þeirra var innlimað í Frakkland fyrir margt löngu. Líkt og með Færeyinga, Baska og aðra minnihlutahópa hefur baráttan fyrir viðhaldi tungumálsins og um leið menningarinnar í Bretaníu verið hörð. Á undanförnum árum hef- ur þó verið að rofa til en um skeið var tungumálið í útrýmingarhættu. Sjálfsmynd Bernez Tangi er þekktastur þeirra félaga; skáld, myndlistar- og jafn- framt tónlistarmaður. Hann sigldi hingað til lands ásamt fjölskyldunni, lagði að í Seyðisfirði og keyrði til Reykjavíkur suður með sjó. „Stór- kostlegt!“ segir hann, aðspurður um náttúrufegurð Íslands. „Bretónskan er mér afar hjartfólg- in,“ segir Tangi, og brýnir raustina. „Hún er helsta tengingin við sjálfs- mynd Bretóna og því gríðarlega mik- ilvægt að hún haldi velli.“ Bretónskan er móðurmál Tangi og þótt hann tali og frönsku er bretónskan „upp- spretta tilfinninganna; upphafsstaður ímyndunaraflsins – það er hún sem liggur næst hjartanu og með henni hugsa ég“. Tangi segist gera mikið af því að semja lög, en spili lítið, gutli lítið eitt á gítar sjálfum sér til hugarhægðar. Þegar hann les ljóð fylgir því mikil innlifun og þeir sem séð hafa lýsa því sem magnaðri upplifun. Tangi þylur orðin upp sem í leiðslu og brestur gjarnan í söng þegar ástríðan ber hann ofurliði. „Staða bretónskunnar í dag er um margt erfið,“ segir hann. „Þetta er flókin staða. Að vísu er mun meira af ungu fólki í dag sem talar málið, en eftir seinna stríð hættu bretónskir foreldrar að tala við börnin sín á tungumálinu, enda slíkt bannað af frönskum yfirvöldum. En svo ganga þeir gömlu, sem kunna málið upp á tíu, stöðugt á vit forfeðranna og þekk- ing glatast því í sífellu.“ Vakning Tangi segir Frakka sýna baráttu Bretóna lítinn skilning. Sjálfur líti hann á sig sem Bretóna, ekki Frakka, og vísar í frægt ljóð eftir bretónska baráttumanninn og ljóðskáldið Paol Keineg, sem var virkur í helstu frels- ishreyfingu Bretaníu, UDB (Union Démocratique Bretonne). Þar lýsir hann því yfir að hann sé „ekki fransk- ur“. Þá hefur hljómlistarmaðurinn bretónski Alan Stivell mikla merk- ingu fyrir Tangi, en á áttunda ára- tugnum hófst allmikil vakning í garð bretónsku, mikið til fyrir tilstilli Sti- vells sem túlkaði bretónsk þjóðlög á nútímalega vegu og brúkaði til þess jafnt hörpu sem rafmagnsgítara. „Þetta er barátta og franskan er yfir og allt um kring,“ segir Tangi að lokum. „Og sjálfsmynd Bretóna er í mikilli þoku. En við berjumst áfram … fram í rauðan dauðann ef með þarf.“ Morgaunblaðið/RAX Bretóni Bernez Tangi er þekktastur þeirra félaga; skáld, myndlistar- og jafnframt tónlistarmaður. Baráttan fyrir bretónskunni Þrjú bretónsk skáld troða upp á skosku kránni Highlander Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.