Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 28.04.2007, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2007 57 NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is NEXT kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 4 - 6 - 8:10 - 10:20 B.i. 12 ára BREACH kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ DIGITAL 3D MEET THE ROBINSONS ótextuð m/ensku tali kl. 6:10 LEYFÐ DIGITAL 3D NORBIT kl. 2 LEYFÐ / KRINGLUNNI BLADES OF GLORY kl. 1:40 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i.12.ára BLADES OF GLORY VIP kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 SHOOTER kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.16.ára THE GOOD SHEPERD kl. 10:10 B.i.12.ára THE MESSENGERS kl. 8 - 10:10 B.i.16.ára MR. BEAN'S HOLIDAY kl. 1:40 - 4 - 6 - 8 LEYFÐ ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:30 - 3:30 - 4 - 6 LEYFÐ WILD HOGS kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 B.i.7.ára THE BRIDGE TO TERABITHIA kl. 2 LEYFÐ / ÁLFABAKKA SKRÁÐU ÞIG Á SAMbio.is eeee VJV, TOPP5.ISeeee KVIKMYNDIR.IS eeeee FILM.IS Saga öflugustu leyniþjónustu fyrr og síðar, CIA. eee H.J. STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM Börn sjá meira en fullorðnir gera sér grein fyrir! HEIMSFRUMSÝNING NICOLAS CAGE - JULIANNE MOORE - JESSICA BIEL SÁ SEM SÉR FRAMTÍÐINA GETUR BJARGAÐ HENNI EFTIR HÖFUND MINORITY REPORT OG BLADE RUNNER SPRENGHLÆGILEG MYND FRÁ BEN STILLER Fór beint á toppin í USA SJALDAN EÐA ALDREI HAFA TVEIR KARLMENN DANSAÐ JAFN VEL SAMAN! eee V.J.V. TOPP5.IS WILD HOGS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA SparBíó* — 450kr ANNAR ÞESSARA TVEGGJA HEFUR HEILA.... ...Á STÆRÐ VIÐ HNETU ! MR BEAN KL. 1:40 Í ÁLFABAKKA OG KLUKKAN 2 Á AKUREYRI MEET THE ROBINSONS KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Á AKUREYRI OG KEFLAVÍK SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SPARbíó laugardag og sunnudag BLADES OF GLORY KL. 1:40 Í ÁLFABAKKA (TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Í TÍMA) Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ÞAÐ ER Ritlistarhópur Kópavogs sem stendur fyrir hingaðkomu skáld- anna, sem eru þau Bernez Tangi, Yann Le Rousic og Gaël Morin. Ólöf Pétursdóttir, þýðandi og rithöfundur, er upphafskona tiltækisins, en hún er með BA-próf í bretónsku og gaf út kverið Dimmir draumar fyrir síðustu jól, þar sem er að finna þýðingar á ljóðum bretónskra skálda. Bretaníuskagi liggur í Norðaustur- Frakklandi og er heimaland Bretóna, keltnesks þjóðflokks, en land þeirra var innlimað í Frakkland fyrir margt löngu. Líkt og með Færeyinga, Baska og aðra minnihlutahópa hefur baráttan fyrir viðhaldi tungumálsins og um leið menningarinnar í Bretaníu verið hörð. Á undanförnum árum hef- ur þó verið að rofa til en um skeið var tungumálið í útrýmingarhættu. Sjálfsmynd Bernez Tangi er þekktastur þeirra félaga; skáld, myndlistar- og jafn- framt tónlistarmaður. Hann sigldi hingað til lands ásamt fjölskyldunni, lagði að í Seyðisfirði og keyrði til Reykjavíkur suður með sjó. „Stór- kostlegt!“ segir hann, aðspurður um náttúrufegurð Íslands. „Bretónskan er mér afar hjartfólg- in,“ segir Tangi, og brýnir raustina. „Hún er helsta tengingin við sjálfs- mynd Bretóna og því gríðarlega mik- ilvægt að hún haldi velli.“ Bretónskan er móðurmál Tangi og þótt hann tali og frönsku er bretónskan „upp- spretta tilfinninganna; upphafsstaður ímyndunaraflsins – það er hún sem liggur næst hjartanu og með henni hugsa ég“. Tangi segist gera mikið af því að semja lög, en spili lítið, gutli lítið eitt á gítar sjálfum sér til hugarhægðar. Þegar hann les ljóð fylgir því mikil innlifun og þeir sem séð hafa lýsa því sem magnaðri upplifun. Tangi þylur orðin upp sem í leiðslu og brestur gjarnan í söng þegar ástríðan ber hann ofurliði. „Staða bretónskunnar í dag er um margt erfið,“ segir hann. „Þetta er flókin staða. Að vísu er mun meira af ungu fólki í dag sem talar málið, en eftir seinna stríð hættu bretónskir foreldrar að tala við börnin sín á tungumálinu, enda slíkt bannað af frönskum yfirvöldum. En svo ganga þeir gömlu, sem kunna málið upp á tíu, stöðugt á vit forfeðranna og þekk- ing glatast því í sífellu.“ Vakning Tangi segir Frakka sýna baráttu Bretóna lítinn skilning. Sjálfur líti hann á sig sem Bretóna, ekki Frakka, og vísar í frægt ljóð eftir bretónska baráttumanninn og ljóðskáldið Paol Keineg, sem var virkur í helstu frels- ishreyfingu Bretaníu, UDB (Union Démocratique Bretonne). Þar lýsir hann því yfir að hann sé „ekki fransk- ur“. Þá hefur hljómlistarmaðurinn bretónski Alan Stivell mikla merk- ingu fyrir Tangi, en á áttunda ára- tugnum hófst allmikil vakning í garð bretónsku, mikið til fyrir tilstilli Sti- vells sem túlkaði bretónsk þjóðlög á nútímalega vegu og brúkaði til þess jafnt hörpu sem rafmagnsgítara. „Þetta er barátta og franskan er yfir og allt um kring,“ segir Tangi að lokum. „Og sjálfsmynd Bretóna er í mikilli þoku. En við berjumst áfram … fram í rauðan dauðann ef með þarf.“ Morgaunblaðið/RAX Bretóni Bernez Tangi er þekktastur þeirra félaga; skáld, myndlistar- og jafnframt tónlistarmaður. Baráttan fyrir bretónskunni Þrjú bretónsk skáld troða upp á skosku kránni Highlander Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.