Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓBREYTT SAMSTARF Nú þegar úrslit þingkosning-anna liggja fyrir og stjórn-arflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur, hafa haldið meirihluta sínum á Alþingi hníga flest rök að því, að þeir haldi áfram samstarfi sínu í ríkisstjórn fjórða kjörtímabilið í röð, sem er einsdæmi í stjórnmálasögu okkar. Samstarf þessara tveggja flokka hefur gengið vel. Þegar hér er komið sögu eru engin meiri háttar ágrein- ingsefni þeirra í milli og ekki fyr- irsjáanlegt að þau eigi eftir að koma upp, að minnsta kosti ekki í nálægri framtíð. Því hefur verið haldið fram í um- ræðum um úrslit kosninganna síð- asta sólarhringinn, að eins manns meirihluti á Alþingi sé of lítill og þess vegna séu ekki forsendur fyrir því, að stjórnarflokkarnir sitji áfram við völd. Þetta er misskilningur. Ríkis- stjórnir hafa áður setið með svo lít- inn meirihluta. Viðreisnarstjórnin sat í tvö kjörtímabil af þremur með svo takmarkaðan meirihluta þegar tekið er tillit til þess, að þá var þinginu skipt í tvær deildir. Ef sam- starf er byggt á traustum grunni er ekki vandamál að stjórna með eins atkvæðis meirihluta á Alþingi. Hins vegar getur samsetning þing- flokks annars hvors stjórnarflokks valdið erfiðleikum, þegar um svo lít- inn meirihluta er að ræða. Þannig er t.d. ljóst að ef Kristinn H. Gunnars- son væri enn í þingflokki Framsókn- arflokksins væri ekki hægt að byggja meirihlutasamstarf á svo litlum mun. En í þingflokkum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er enginn Kristinn H. Gunnarsson. Og þess vegna geta stjórnarflokkarnir haldið áfram samstarfi sínu í landstjórn- inni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingar, hefur sagt frá því að úrslitin lágu fyrir, að haldi stjórnarflokkarnir áfram væri það samstarf um völd en ekki verkefni. Þetta er tóm vitleysa. Það skiptir engu, hvort meirihlutinn er eitt at- kvæði eða tvö ef samstaða er á milli flokka um málefni eins og augljós- lega er á milli Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Þótt Framsóknarflokkurinn hafi orðið fyrir miklu áfalli í þingkosning- unum er ekki þar með sagt að það sé auðveldara fyrir flokkinn að vinna úr því utan ríkisstjórnar. Það verður þvert á móti auðveldara fyrir Fram- sóknarflokkinn að hefja endurreisn- arstarfið innan ríkisstjórnar en utan. Vígstaða Framsóknarflokksins er alls ekki eins veik og ætla mætti af úrslitum þingkosninganna. Ef Sjálf- stæðisflokkurinn gæfi til kynna, að hann vildi heldur snúa sér að Sam- fylkingu eða Vinstri grænum, er ljóst, að Framsóknarflokkurinn gæti á skömmum tíma náð samkomulagi við þá flokka tvo um myndun þriggja flokka vinstri stjórnar. Ástæðan er sú, að innan vinstri flokkanna beggja er yfirgnæfandi þörf fyrir að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar ef mögulegt er. Þess vegna yrði mynd- un vinstri stjórnar með Framsókn- arflokki fyrsti kostur bæði Samfylk- ingar og Vinstri grænna en ekki samstarf við Sjálfstæðisflokk. Raun- ar má ætla, að ef stjórnarandstöðu- flokkarnir hefðu náð meirihluta á Al- þingi hefðu Samfylking og Vinstri grænir fremur kosið að mynda rík- isstjórn með Framsóknarflokknum en Frjálslynda flokknum. Bæði vegna þess, að þeir hefðu ekki treyst sumum þingmönnum Frjálslyndra, og vegna hins, að flokksmenn og stuðningsmenn beggja flokkanna hefðu haft uppi hávær mótmæli gegn samstarfi við Frjálslynda flokkinn. Framsóknarflokkurinn er af þessum sökum í mjög sterkri pólitískri stöðu þrátt fyrir mikið áfall í kosningunum. Eðlilegt er að stjórnarflokkarnir ljúki því verki á nokkrum dögum að ganga frá þeim breytingum, sem gera má ráð fyrir að verði á verka- skiptingu og málefnasamningi. Í þeim efnum hljóta þeir að taka mið af því, sem fram kom í kosningabarátt- unni, og þá ekki sízt þeirri áherzlu á velferðarmál, sem þar kom fram. Samfylkingin varð fyrir umtals- verðu áfalli í þingkosningunum. Flokkurinn tapaði 4,2 prósentustig- um í kjörfylgi og tveimur þingmönn- um frá síðustu kosningum. Er komin niður í 26,8% og 18 þingmenn. Nú er munurinn á Samfylkingu og Sjálf- stæðisflokki um 10 prósentustig en var í kosningunum fyrir fjórum árum 2,7 prósentustig. Þá var munurinn á þingmannafjöldanum tveir en er nú sjö. Samfylkingin er í kjörfylgi kom- in niður í sama fylgi og flokkurinn fékk í fyrstu kosningunum árið 1999. Þess vegna er það ekki rétt, sem tals- menn Samfylkingar hafa haldið fram, að flokkurinn hafi fest sig í sessi sem stór jafnaðarmannaflokkur. Össuri Skarphéðinssyni var ýtt til hliðar eft- ir að tryggja Samfylkingunni alvöru sigur í kosningunum 2003. Hvernig stendur á því að stærsti stjórnarand- stöðuflokkurinn tapar fylgi á sama tíma og hann er í baráttu við Sjálf- stæðisflokk, sem setið hefur í ríkis- stjórn í 16 ár, og stjórnarflokka, sem unnið hafa saman í 12 ár?! Viðreisnarstjórnin sat í 12 ár en hún féll í kosningunum 1971. Vinstri grænir unnu góðan sigur í þessum kosningum en þeir eiga eftir að gera sér og öðrum grein fyrir því, hvers vegna þeir klúðra alltaf góðri stöðu í skoðanakönnunum á síðustu vikum kosningabaráttu. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru þetta góð kosningaúrslit. Flokkurinn er ótrúlega sterkur í ljósi þess, að hann hefur nú setið samfellt í rík- isstjórn í 16 ár og ljóst að formaður hans, Geir H. Haarde, nýtur meira trausts en nokkur annar forystumað- ur í stjórnmálum nú um stundir. En er ekki kominn tími til fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að sækja aftur það fylgi, sem hann hefur misst til Frjálslynda flokksins á undanförnum árum og kannski að einhverju leyti til Íslandshreyfingarinnar nú? Frjálslyndi flokkurinn og Íslands- hreyfingin eiga sér enga framtíð. Hinn fyrrnefndi flýtur á formannin- um, Guðjóni Arnari Kristjánssyni, og hinn síðarnefndi getur ekki byggt neina framtíð á einum borgarfulltrúa í Reykjavík. Rökin fyrir því að rík- isstjórnin sitji áfram eru augljós. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTASKÝRING Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is Gamli fjórflokkurinn er áfram uppi- staða flokkakerfisins eftir kosningarnar á laugardag. Hins vegar hafa styrkleika- hlutföll flokkanna breytzt. Hæpið er að tala lengur um „turnana tvo“, Sjálfstæð- isflokk og Samfylkingu. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á ný tekið forystuna með af- gerandi hætti. Þá hefur það nú gerzt í fyrsta sinn að Framsóknarflokkurinn er orðinn minnstur af stóru flokkunum fjór- um. Góð útkoma Sjálfstæðisflokks Sjálfstæðisflokkurinn getur býsna vel við unað þegar öll atkvæðin hafa verið tal- in upp úr kjörkössunum. Það er talsvert afrek að bæta við sig 2,9% fylgi og þrem- ur þingmönnum eftir sextán ár samfleytt við stjórnvölinn. Flokkurinn er reyndar nokkuð undir sögulegu meðaltalsfylgi sínu. Frá því um 1930, þegar fjögurra flokka kerfið hafði tekið á sig mynd, hafa verið haldnar 25 þingkosningar að kosningunum á laugar- dag meðtöldum. Á árunum 1931–2003 fékk Sjálfstæðisflokkurinn rétt um 39% að meðaltali og er um 2,4 prósentustigum undir því nú. Hins vegar má ekki horfa framhjá því að tilvist Frjálslynda flokksins gerir Sjálfstæðisflokknum erfiðara fyrir en framboð flestra annarra smáflokka, sem hafa reynt að gera atlögu að fjögurra flokka kerfinu. Frjálslyndir klofnuðu upphaflega út úr Sjálfstæðisflokknum og margir forystumenn þeirra og frambjóð- endur koma úr flokknum. Með Frjáls- lynda í 7,3% fylgi geta sjálfstæðismenn því unað ágætlega við niðurstöðu sína nú. Samfylkingin tapar Samfylkingin náði sér nokkuð á strik á lokaspretti kosningabaráttunnar ef tekið er mið af skoðanakönnunum, sem gerðar voru nokkrum vikum fyrir kosningar og sýndu að flokkurinn gæti jafnvel orðið minni en Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð. Hins vegar er niðurstaða Samfylk- ingarinnar ekki góð ef horft er til síðustu kosninga, en flokkurinn tapar nú 4,2 pró- sentustigum og tveimur þingmönnum. Útkoman er sú sama og árið 1999, en þau úrslit voru nýstofnaðri Samfylkingu tals- verð vonbrigði. Flokknum hefur ekki tekizt að ná jafn- stöðu við Sjálfs var stefnt og sögulegu fylgi flokka í Skandin bera sig saman náð því yfirlýst hinn „náttúrule eðlilega ætti að enda mistókst isstjórnina. Í þessari stöð leggja gríðarle ríkisstjórn. Tak flokksins óþæg Ingibjargar Só eftir að hafa m verða forsætisr VG vinnur me Vinstrihreyfi verður að telja unum, enda sá við sig, 5,5 prós mönnum. Hins verulega undir sem gríðarlega könnunum kyn ekki nema rúm flokkurinn fékk ar bezt gekk. niður á VG að önnur mál en dró kosningum Framsókn í sá Framsóknarf að hafa beðið m        / / +/ 0/0 / 0/ % & $   / ' $ "$  */ */ * / /         '1( (' 1  '   '1( (' 1 Tveggja tu  Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn langstærsti flo Stærðarröðin í flokkakerfinu hefur breytzt, Sjálfstæð- isflokknum og VG í hag en Samfylkingu og Framsókn í óhag. Fjórflokkurinn lifir enn góðu lífi, bara í öðrum hlutföllum en áður. Sigurvíma Þingmenn vinstri grænna fögnuðu ákaft á Hóte obsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir og Árni Þór Sigurðsso Í HNOTSKURN » Framsóknarflokkurinn fékksína verstu kosningu frá upp- hafi vega. » Þinglið Framsóknar þurrkaðistnálega út í þéttbýlinu á suðvest- urhorni landsins. » Sjálfstæðisflokkurinn er 2,4prósentum undir sögulegu með- altalsfylgi sínu. » Fyrsti þingmaður allra kjör-dæma er sjálfstæðismaður en það hefur ekki gerzt lengi. » Samfylkingin fær sama fylgi ogí sínum fyrstu kosningum 1999. » VG hafa náð stöðu Alþýðu-bandalagsins sem næstminnsti fjórflokkurinn. » Framboð Íslandshreyfing-arinnar dreifir atkvæðum and- stæðinga stjórnarinnar. » Ríkisstjórnin heldur þingmeiri-hluta sínum með minnihluta at- kvæða, 48,3%. » Frjálslyndir hafa enn ekki sleg-ið met Kvennalistans sem lang- lífasti fimmti flokkurinn. » Sveitarstjórnarkosningarnarfyrir ári gáfu góða vísbendingu um hvernig færi nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.