Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand SJÁÐU, VIÐ FENGUM JÓLAKORT FRÁ BREIÐBANSFYRIRTÆKINU OKKAR ÁHUGAVERÐ TEIKNING... MYND AF JÓLASVEININUM AÐ BERJA GERVIHNATTAR- DISK MEÐ STÓRU SÆLGÆTI GETTU HVAÐ GERÐIST, KALLI BJARNA! ÉG MUNDI LOKSINS EFTIR AÐ TAKA EGGJASKURNINA MEÐ Í SKÓLANN... EN KENNARINN MINN VAR HORFINN! HÚN ER HÆTT! HÚN ÆTLAR AÐ GIFTA SIG ÉG VISSI AÐ VANDAMÁLIN HENNAR ÆTTU SÉR DÝPRI RÆTUR EN EGGJASKURN! ÞAÐ ER ÓGNVEKJANDI AÐ VERA VEIKUR Á NÓTTUNNI HVAÐ EF ÞAÐ ER EITTHVAÐ ALVARLEGT AÐ MÉR? HVAÐ EF ÉG ÞARF AÐ FARA Á SPÍTALA? HVAÐ EF ÞEIR ÞURFA AÐ TROÐA FULLT AF SLÖNGUM Í MIG? HVAÐ EF ÉG ÞARF AÐ FARA Í AÐGERÐ? HVAÐ EF AÐGERÐIN MISTEKST? HVAÐ EF ÞETTA ER SÍÐASTA NÓTT SEM ÉG Á EFTIR ÓLIFAÐ? ÞÁ GET ÉG VERIÐ ÁNÆGÐUR MEÐ AÐ GETA SOFIÐ Á MORGUN! ÞAÐ ER FÁTT EINS SAMÚÐAR- LÍTIÐ OG ÞREYTT TÍGRISDÝR HÉRNA HRÓLFUR, FARÐU ÚT MEÐ RUSLIÐ! HÚN ER KOMIN Í EINUM OF MIKIÐ JÓLASKAP PÓST- HÚSHUNDURINNMINN, GRÍMUR, ER TÝNDUR MÁ ÉG HENGJA UPP MYND AF HONUM? VIÐ HENGDUM UPP MYND AF HONUM FYRIR LÖNGU SÍÐAN ÉG HÉLT AÐ ÞAÐ YRÐI GAMAN AÐ VERA Í HLJÓMSVEIT SEM SPILAR BARA LED ZEPPELIN LÖG, EN AÐDÁENDURNIR ERU KLIKKAÐIR! JÁ, ÞEIR VERÐA FREKAR REIÐIR EF VIÐ SPILUM EKKI LÖGIN EINS OG LED ZEPPELIN GERÐI LALLI, VIÐ LÉTUM REYNA Á ÞETTA EN ÉG ER HRÆDDUR UM AÐ VIÐ NEYÐUMST TIL ÞESS AÐ LÁTA ÞIG FARA EKKERT MÁL, ÉG ÆTLAÐI HVORT EÐ VAR AÐ HÆTTA HVAR ERU ÞEIR? EF ÉG LIFI AF KVÖLDIÐ ÉG ÆTTI AÐ REYNA AÐ LEGGJA MIG AÐEINS ÁÐUR EN VIÐ LENDUM POKI AF HNETUM OG HANN BROSIR ÞAÐ ÞARF EKKI MIKIÐ TIL ÞESS AÐ GLEÐJA SUMA dagbók|velvakandi Jólastjarnan mín Fyrir 5 árum keypti ég fallega jóla- stjörnu fyrir jólin, setti hana eftir jólin á ískistu í björtu þvottahúsi (oft sól að morgni). Hún var alltaf mjög falleg en blöðin roðnuðu þó aldrei aftur. Meðan ég var í ferðalagi í september vantaði hana vökvun og varð nær því ónýt. Ég fleygði henni en tók áður af „rytjulegan afleggj- ara.“ Ég taldi víst að hann myndi deyja en ákvað þó að fylgjast vel með honum og setti afleggjarann á stofuborð sem stendur fyrir innan stóran glugga sem sól skín inn um á sólar-dögum frá kl. 9-13 á morgn- ana. Plantan fékk góða vökvun einu sinni í viku þ.e. á fimmtudögum, dafnaði afar vel og varð fallega græn. Um mánaðamót febr/mars byrjuðu nýjustu blöðin hennar að roðna og nú skartar hún mörgum, mörgum fagurrauðum háblöðum og er orðin 25 cm að hæð. Mér finnst þó að frá því að sólardagarnir urðu fleiri og heitari sé hún ekki eins frískleg. Þegar ég sá greinina í Mbl.um „langlífar jólastjörnur“ hugsaði ég með mér: „Ekki virðist nú margt líkt með skyldum.“ Jóla- stjarnan mín hefur alltaf verið í dagsbirtu (nema á nóttunni), aldrei komið nálægt halógenljósi og það hefur enginn haldið uppi samræðum við hana, en hún hefur þó sýnt mér þakklæti sitt fyrir góða umönnun. Margrét Sigurgeirsdóttir. Íslendingar öðlist fullt versl- unarfrelsi á ný Halldór Laxness sagði í einni af rit- gerðum sínum eitthvað í þá áttina að Íslendingar væru sérfræðingar í tittlingaskít en þegar kæmi að stóru málunum þá þegðu þeir. Þetta kom upp í hugann við að hlusta á kjafta- vaðalinn í kosningabaráttunni um allt og ekki neitt. Nú hafa Frakkar kosið sér nýjan forseta, Sarkozy. Frakkar eru þekktir fyrir að búa til góða osta og eru alls 220 ostar nefndir hver öðrum betri. Eru Ís- lendingum þá ekki boðnir þessir ost- ar til kaups í öllum matarmörkuðum hér á landi? Nei, það er öðru nær. Annað hvort er bannað að flytja þá inn eða verndartollarnir eru það háir að engum verslunarmanni dettur innflutningur í hug. Árið 1855 fengu Íslendingar fullt verslunarfrelsi og það mest fyrir tilstilli Jóns Sigurðs- sonar, forseta. Áratugina á eftir var óheftur innflutningur á öllum mat- vörum til landsins. En á þriðja ára- tug síðustu aldar var innflutningur á helstu landbúnaðarafurðum, svo sem kjöti og mjólkurvörum, bann- aður og þar með var verslunarfrels- inu rænt af Íslendingum. Svo er enn, þrátt fyrir yfirklór stjórnvalda um að lækka tolla sem eru það háir fyrir að innflutningur er útilokaður. Áhugamaður. Veit Guðrún Helga ekki betur? Varðandi skrif Guðrúnar Helgu Brynleifsdóttur, hæstaréttarlög- manns, í Morgunblaðinu 9. maí, um stúlkuna sem fékk íslenskan rík- isborgararétt á skömmum tíma, vil ég benda Guðrúnu á að allir sem búa í þessu landi þurfa ekki að leita langt til að skoða persónulega hagi fólks. Allir hafa aðgang að skattaskýrslum á ákveðnum tímapunkti. Anna Björnsdóttir. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is KRAKKARNIR í deildinni Asparlundi í leikskólanum Sólbrekku á Seltjarn- arnesi notuðu góða veðrið til að skreppa í göngutúr um Nesið. Morgunblaðið/Ómar Fram, fram fylking… SPK og knattspyrnudeild HK skrifuðu undir nýjan samstarfs- samning til tveggja ára þar sem SPK verður aðalstyrktaraðili meistaraflokks og 2. flokks karla í knattspyrnu hjá HK. Samningur- inn gildir til 1. maí árið 2009. Skrifað var undir samninginn í höfuðstöðvum SPK í Hlíðasmára 7. maí. Undir hann rituðu, frá vinstri, Ólafur K. Ólafs, forstöðumaður hjá SPK, Halldór Valdimarsson, for- maður knattspyrnudeildar HK, og Ingólfur V. Guðmundsson, aðstoð- arsparisjóðsstjóri SPK. Leikmenn meistaraflokks karla voru við- staddir undirritunina. Þetta er enn einn liðurinn í miklum stuðningi SPK við HK en sparisjóðurinn hefur styrkt allar deildir og alla flokka í HK um ára- bil. Samningur Meistaraflokkur karla hjá HK, Ólafur K. Ólafs forstöðumaður hjá SPK, Halldór Valdimarsson formaður knattspyrnudeildar HK og Ing- ólfur V. Guðmundsson aðstoðarsparisjóðsstjóri SPK. SPK eykur stuðn- ing sinn við HK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.