Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 13 Námið í frumgreinadeild er krefjandi og hentar metnaðarfullum einstaklingum sem huga að háskóla­ námi, en hafa ekki lokið stúdentsprófi eða þurfa að styrkja grunn sinn til frekara náms. Með umsókninni þarf að fylgja: • Starfsferilsskrá • Afrit af prófseinkunnum • Persónulegt bréf MerkiUmsóknirFyrir hverja? Keflavíkurflugvelli Sími 578 40 00 www.keilir.netSendist á keilir@keilir.netSjá nánar á www.keilir.net GENGI kvenna í nýafstöðnum al- þingiskosningum var fyr- irsjáanlegt enda var uppstilling á lista stjórnmálaflokkanna með þeim hætti að ekki var við því að búast að konum fjölgaði. Þetta segja bæði Þorbjörg Inga Jóns- dóttir, formaður Kvenréttinda- félags Íslands og Katrín Anna Guð- mundsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands. Þorbjörg segir ótrúlegt að hugsa til þess að árið 2007 sé í einu kjör- dæmi á Íslandi ekki ein einasta kona á þingi og vísar þar til Norð- vesturkjördæmis. „Það er orðið löngu tímabært að flokkarnir vinni markvisst að því að fjölga konum á framboðslistum sínum en það er eins og vilja hafi skort,“ segir Þor- björg og vill að flokkarnir líti í sinn eigin barm, ekki síst þegar kemur að framboðslistum í hinum dreifðari byggðum. „Ég les það út úr niðurstöðum kosninganna að konur horfi til þess hvort þeim finnist sem konum sé almennt hleypt að í stjórnmálaflokkunum þegar þær ganga að kjörborðinu. Ég held að það að ný forysta Framsóknarflokksins hafi verið ákveðin á fundi þar sem konur virtust eiga lítinn aðgang hafi haft áhrif á fylgi flokksins nú í kosning- unum,“ tekur Þorbjörg sem dæmi og bætir við að það sé ótrúlegt til þess að hugsa að í einum þing- flokki, þ.e. Frjálslynda flokknum, sé engin kona. Ekki lýðræði í raun Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Femínistafélagsins, segir að það ríki ekki lýðræði í raun fyrr en hlutfall kvenna og karla á þingi verði jafnt. Nú fækki konum um þrjár og það sé afturför. „Það voru aðeins tveir flokkar sem voru með jafnmargar konur og karla í odd- vitastöðum,“ segir Katrín og vekur athygli á því að í bæði Norðvest- urkjördæmi og Suðurkjördæmi hafi flokkar með minna fylgi verið með karla í sínum oddvitastöðum og stærri flokkarnir að sama skapi með karla í efstu sætum. Það hafi umtalsverð áhrif á hlutfall kynjanna á þingi. „Það er sameig- inleg ábyrgð allra flokka að raða betur upp á sínum framboðs- listum.“ Katrín Anna segir að stjórn- málaflokkarnir séu ekki með jafn- réttismálin í nógu góðu lagi og þess vegna sé hlutur kvenna svo rýr sem raun ber vitni. „Þegar jafnréttismálin eru ekki sett í for- gang er ekki skrítið að niðurstaðan sé svona,“ segir Katrín. Gengi kvenna fyrirsjáanlegt miðað við framboðslista - $    .                  * /0 Þorbjörg Inga Jónsdóttir. Katrín Anna Guðmundsdóttir. Upp og niður Hlutur kvenna minnkaði í Alþingiskosningunum 2003 en konum fjölgaði þegar leið á kjörtímabilið. Þær hafa mest verið 36,5%. RÍFLEGA 220 þúsund manns voru á kjörskrá í kosningunum á laug- ardaginn. Kjördæmin sex eru mis- stór, bæði landfræðilega og með til- liti til til fólksfjölda. Flestir kjósendur voru að þessu sinni í Suðvesturkjördæmi, eða Kraganum, og Reykjavík- urkjördæmin næststærst. Myndin er tekin í Kópavogi þar sem nú var kosið í fleiri kjördeildum en áður. Samtals voru 64% kjósenda á kjör- skrá í þessum þremur stærstu kjör- dæmum. Minnsta kjördæmið er Norðvesturkjördæmi þar sem rúm- lega 20 þúsund manns voru á kjör- skrá. Konur voru 0,5% fleiri en karlar í kosningunum núna og ungt fólk sem nú gekk að kjörborði í fyrsta skipti var um 7,7% kjósenda eða rúmlega 17 þúsund talsins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Á kjörstað í fjölmenn- asta kjördæminu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.