Morgunblaðið - 14.05.2007, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 13
Námið í frumgreinadeild er krefjandi og hentar
metnaðarfullum einstaklingum sem huga að háskóla
námi, en hafa ekki lokið stúdentsprófi eða þurfa að
styrkja grunn sinn til frekara náms.
Með umsókninni þarf að fylgja:
• Starfsferilsskrá
• Afrit af prófseinkunnum
• Persónulegt bréf
MerkiUmsóknirFyrir hverja?
Keflavíkurflugvelli Sími 578 40 00 www.keilir.netSendist á keilir@keilir.netSjá nánar á www.keilir.net
GENGI kvenna í nýafstöðnum al-
þingiskosningum var fyr-
irsjáanlegt enda var uppstilling á
lista stjórnmálaflokkanna með
þeim hætti að ekki var við því að
búast að konum fjölgaði. Þetta
segja bæði Þorbjörg Inga Jóns-
dóttir, formaður Kvenréttinda-
félags Íslands og Katrín Anna Guð-
mundsdóttir, talskona
Femínistafélags Íslands.
Þorbjörg segir ótrúlegt að hugsa
til þess að árið 2007 sé í einu kjör-
dæmi á Íslandi ekki ein einasta
kona á þingi og vísar þar til Norð-
vesturkjördæmis. „Það er orðið
löngu tímabært að flokkarnir vinni
markvisst að því að fjölga konum á
framboðslistum sínum en það er
eins og vilja hafi skort,“ segir Þor-
björg og vill að flokkarnir líti í
sinn eigin barm, ekki síst þegar
kemur að framboðslistum í hinum
dreifðari byggðum. „Ég les það út
úr niðurstöðum kosninganna að
konur horfi til þess hvort þeim
finnist sem konum sé almennt
hleypt að í stjórnmálaflokkunum
þegar þær ganga að kjörborðinu.
Ég held að það að ný forysta
Framsóknarflokksins hafi verið
ákveðin á fundi þar sem konur
virtust eiga lítinn aðgang hafi haft
áhrif á fylgi flokksins nú í kosning-
unum,“ tekur Þorbjörg sem dæmi
og bætir við að það sé ótrúlegt til
þess að hugsa að í einum þing-
flokki, þ.e. Frjálslynda flokknum,
sé engin kona.
Ekki lýðræði í raun
Katrín Anna Guðmundsdóttir,
talskona Femínistafélagsins, segir
að það ríki ekki lýðræði í raun fyrr
en hlutfall kvenna og karla á þingi
verði jafnt. Nú fækki konum um
þrjár og það sé afturför. „Það voru
aðeins tveir flokkar sem voru með
jafnmargar konur og karla í odd-
vitastöðum,“ segir Katrín og vekur
athygli á því að í bæði Norðvest-
urkjördæmi og Suðurkjördæmi
hafi flokkar með minna fylgi verið
með karla í sínum oddvitastöðum
og stærri flokkarnir að sama skapi
með karla í efstu sætum. Það hafi
umtalsverð áhrif á hlutfall
kynjanna á þingi. „Það er sameig-
inleg ábyrgð allra flokka að raða
betur upp á sínum framboðs-
listum.“
Katrín Anna segir að stjórn-
málaflokkarnir séu ekki með jafn-
réttismálin í nógu góðu lagi og
þess vegna sé hlutur kvenna svo
rýr sem raun ber vitni. „Þegar
jafnréttismálin eru ekki sett í for-
gang er ekki skrítið að niðurstaðan
sé svona,“ segir Katrín.
Gengi kvenna fyrirsjáanlegt
miðað við framboðslista
- $
.
* /0
Þorbjörg Inga
Jónsdóttir.
Katrín Anna
Guðmundsdóttir.
Upp og niður Hlutur kvenna minnkaði í Alþingiskosningunum 2003 en
konum fjölgaði þegar leið á kjörtímabilið. Þær hafa mest verið 36,5%.
RÍFLEGA 220 þúsund manns voru
á kjörskrá í kosningunum á laug-
ardaginn. Kjördæmin sex eru mis-
stór, bæði landfræðilega og með til-
liti til til fólksfjölda.
Flestir kjósendur voru að þessu
sinni í Suðvesturkjördæmi, eða
Kraganum, og Reykjavík-
urkjördæmin næststærst. Myndin
er tekin í Kópavogi þar sem nú var
kosið í fleiri kjördeildum en áður.
Samtals voru 64% kjósenda á kjör-
skrá í þessum þremur stærstu kjör-
dæmum. Minnsta kjördæmið er
Norðvesturkjördæmi þar sem rúm-
lega 20 þúsund manns voru á kjör-
skrá.
Konur voru 0,5% fleiri en karlar í
kosningunum núna og ungt fólk
sem nú gekk að kjörborði í fyrsta
skipti var um 7,7% kjósenda eða
rúmlega 17 þúsund talsins.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Á kjörstað í fjölmenn-
asta kjördæminu