Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 23 misstu hátt í helminginn af sínu. Erfitt er að fullyrða nokkuð um það hvernig fylgi fór á milli flokka í þessum kosningum. Það er ekki svo einfalt að fylgi hafi farið af Framsóknarflokknum og Samfylkingu yfir á Sjálfstæðisflokk og VG. Greiningar í skoðanakönnunum fyrir kosningar á því hvað fólk kaus síðast og hvað það sagðist ætla að kjósa nú bentu til þess að fylgishreyfingar á milli flokka væru talsvert flóknar. Rétt eins og í sveitarstjórnarkosning- unum er sennilegt að afstaða til umhverf- ismála hafi haft talsvert að segja um bæði fylgisaukningu VG og hrun Framsóknar- flokksins. Þó er athyglisvert að þrátt fyrir gífurlega miklar umræður um umhverf- ismálin fá flokkarnir tveir, sem vildu segja stopp í stóriðju- og virkjanamálum, þ.e. VG og Íslandshreyfingin, aðeins 17,6% atkvæða. Ef fylgi VG í síðustu kosningum er dregið frá, liggur fyrir að „umhverfissveiflan“ í þessum kosningum er innan við tíu prósentustig. Framboðið fékk aðeins 3,3% atkvæða. Helzta afrek Íslandshreyfingarinnar í þessum kosningum kann að hafa verið að tryggja áframhaldandi líf ríkisstjórnar- innar. Atkvæðin, sem greidd voru flokkn- um, féllu dauð niður og atkvæði andstæð- inga ríkisstjórnarinnar nýttust því verr en atkvæði greidd stjórnarflokkunum. Ríkisstjórnin heldur þingmeirihluta sín- um með 48,3% fylgi. Auðvitað er til í dæminu að eitthvað af þessu fylgi hefði farið til stjórnarflokkanna, hefði Íslands- hreyfingin ekki boðið fram. Hin hugsunin hlýtur þó að vera áleitin; að stjórnarand- staðan hefði haft betur ef framboðið hefði ekki komið til. Umhverfissveiflan innan við 10% Úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra virðast hafa verið ágætis forspá um það hvernig færi nú. Sjálfstæðisflokk- ur bætti þá aðeins við sig, Samfylkingin tapaði lítillega, Vinstri græn hartnær tvö- földuðu fylgi sitt en Framsóknarmenn jafnaðarmennirnir hafa haft sætaskipti við miðjuflokkinn og mynda næststærsta flokkinn. Róttæku vinstri mönnunum í VG mistókst reyndar að verða stærri en Samfylkingin, en hafa þó náð stöðu Al- þýðubandalagsins sem næstminnsti flokkurinn – eða sá þriðji stærsti, eftir því hvernig á það er litið. Frjálslyndir festast í sessi Frjálslyndi flokkurinn telst nú í hópi langlífustu áskorenda fjögurra flokka kerfisins. Aðeins Kvennalistinn hefur áð- ur unnið það afrek að koma mönnum á þing þrennar kosningar í röð. Kvenna- listakonur sátu raunar á þingi fjögur kjör- tímabil, þannig að enn á Frjálslyndi flokk- urinn eftir að jafna það met. Flokkurinn náði sér heldur á strik á lokaspretti kosningabaráttunnar, eftir að tvísýnt hafði verið um nokkurt skeið hvort hann kæmi mönnum á þing. Flokk- urinn virðist hafa bætt sér upp það áfall, sem hann varð fyrir er Margrét Sverr- isdóttir og fylgismenn hennar klufu flokk- inn og stofnuðu Íslandshreyfinguna. Spurningin er hvort innflytjendastefna Frjálslyndra hafi haft þessi áhrif. Þótt gengið sé út frá því, virðist engu að síður blasa við að þeir, sem láta ótta við fjölgun innflytjenda ráða atkvæði sínu, eru ein- hvers staðar innan við 5% kjósenda. Tryggði Íslandshreyfingin líf stjórnarinnar? Íslandshreyfingin er í hópi þeirra nýju framboða, sem ekki koma manni á þing. um. Flokkurinn tapar sex prósentustig- um og fimm þingmönnum. Með 11,7% fylgi fær flokkurinn sína verstu útkomu frá upphafi. Áður hafði honum gengið verst í kosningunum 1956, er hann fékk 15,6% atkvæða, en þá var hann í svoköll- uðu hræðslubandalagi við Alþýðuflokkinn og bauð ekki fram í öllum kjördæmum. Næstminnst fylgi fékk flokkurinn 1978, 16,9%. Framsóknarflokknum tókst ekki í þetta sinn að hífa upp fylgið á síðustu dög- unum, eins og stundum hefur átt sér stað. Viðleitni Framsóknarflokksins til að höfða til kjósenda í þéttbýlinu á suðvest- urhorni landsins, jafnframt því að halda stöðu sinni á landsbyggðinni, hefur mis- heppnazt gersamlega. Í Reykjavíkurkjör- dæmunum tveimur kemur flokkurinn ekki manni inn, en Siv Friðleifsdóttir heldur naumlega þingsæti sínu í Suðvest- urkjördæmi. Framsóknarflokkurinn er nú orðinn minnsti flokkurinn af þeim fjórum stærstu á þingi, sem er ný staða. Breytt stærðarhlutföll Í hinu hefðbundna fjögurra flokka kerfi, sem var nokkuð stöðugt allt frá 1930 og fram undir lok aldarinnar, var röð flokkanna þannig að Sjálfstæðisflokkur- inn var stærstur, þá kom Framsóknar- flokkurinn, næst róttækur vinstriflokkur, sem fyrst hét Sósíalistaflokkur og svo Al- þýðubandalag og svo ráku jafnaðarmenn í Alþýðuflokknum lestina. Nú hefur þetta breytzt þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn er áfram stærstur en fstæðisflokkinn eins og að hann er verulega undir „stórra“ jafnaðarmanna- navíu, sem hann vill jafnan við. Flokkurinn hefur ekki ta markmiði sínu að verða egi“ stjórnarflokkur, sem ð fara með stjórnarforystu, enn og aftur að fella rík- ðu hlýtur Samfylkingin að ga áherzlu á að komast í kist það ekki verður tilvera gileg og staða formannsins, ólrúnar Gísladóttur, erfið mistekizt í annað sinn að ráðherra. est á ingin – grænt framboð ast sigurvegari í kosning- flokkur sem mestu bætti sentustigum og fimm þing- vegar er frammistaða VG væntingum flokksmanna, a góður árangur í skoðana- nti undir. 14,3% fylgi er mur helmingur af því, sem k í skoðanakönnunum þeg- Líklega hefur það komið þurfa að fara að tala um umhverfismál þegar nær . árum flokkurinn er í sárum eftir mikið afhroð í kosningun-  / 0/ */     '1( (' 1  ' % )! $  2!3)$ /* /*  /0  /  */   +/  /  */* / /0 */+ / / / ' $)  /0   /   /  0/   /  /0  /0  1 3)$ 4 " $ 5 /*  /  /  /  /  /   /  1  '   '1( (' 1  '   '1( (' 1  '   '1( (' 1  ' urna tal úr sögunni okkurinn á þingi, tíu prósentustigum stærri en Samfylkingin  Framsókn orðin minnst fjórflokkanna Morgunblaðið/Ómar el Sögu er í ljós kom að flokkurinn hafði bætt við sig fjórum þingmönnum. Ögmundur Jónasson og Katrín Jak- on fagna. Í baksýn er Steingrímur J. Sigfússon formaður flokksins. Morgunblaðið/ÞÖK Góður sigur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins og Geir H. Haarde formaður féllust í faðma þegar úrslitin voru ljós. Morgunblaðið/G.Rúnar Daufleg vist Ekki var beinlínis fjörlegt á kosningavöku Framsóknarflokksins á laugardagskvöld er tölur úr talningu í kjördæmunum bárust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.